Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Síða 15
Andrej Hunko, þingmaður þýska stjórnmálaflokksins Die Linke, segir í samtali við DV að allt útlit sé fyrir að íslensk lögregluyfirvöld hafi vitað af veru breska undirróðursmannsins og njósnarans Marks Kennedy hér á landi og starfi hans við að afla gagna á meðal mótmælenda. Bendir hann meðal annars á ný sönnunargögn í málinu, eins og mynd af manni í fylgd íslenskra lögreglumanna, sem er nauðalíkur Kennedy. Lögreglan á Seyðisfirði hefur neit- að því að maðurinn á myndinni sé Kennedy en fjölmargir halda öðru fram, þar á meðal Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem er eins og þeir sem urðu vitni að atvikinu, sannfærð um að þar fari Kennedy. Í skýrslu ríkislögreglustjóra sem birt var á þriðjudag kemur með- al annars fram að lögregluyfirvöld- um sé ekki kleift, út frá þeim gögn- um sem séu til staðar, að skera úr um hvort njósnarinn hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vit- und íslensku lögreglunnar. Þá segir að lögreglunni sé heimilt að notast við flugumenn í rannsóknum saka- mála. Ljóst er að Kennedy var ekki að störfum á Íslandi við slíka rannsókn, heldur til þess að safna gögnum um mótmælendur – rétt eins og hann hafði gert í öðrum Evrópulöndum – sem héldu til í búðum umhverfis- verndarsinna við Kárahnjúkavirkjun. Innanríkisráðherra segir lagabreyt- ingar nauðsynlegar. Njósnir leyfilegar Kennedy sigldi síðasta áratuginn undir fölsku flaggi á meðal umhverf- issinna á Íslandi sem og í ýmsum löndum Evrópu og kallaði sig Mark Stone. Hann starfaði meðal annars með umhverfisverndarhreyfingunni Saving Iceland og tók þátt í aðgerð- um við Kárahnjúka. Í nýútkominni skýrslu lögreglunnar um málið er lögð áhersla á þann trúnað sem þarf að ríkja á milli innlendra og erlendra lögregluyfirvalda til að viðhalda góðu samstarfi. Þau gætu vart, ef þau vissu um starfsemi breska njósnar- ans, greint frá því án þess að rjúfa trúnað. Úr skýrslunni fæst vart annað séð en að njósnarinn breski hafi haft heimild til að njósna um mótmæl- endur hér á landi sökum þess sam- starfs sem íslensk og bresk lögreglu- yfirvöld áttu í tengslum við mótmæli Saving Iceland hér á landi. Líklegt er því að upplýsingar þær sem ís- lenska lögreglan fékk frá breskum yfirvöldum um mótmælendur við Kárahnjúka hafi sumar verið beint frá Kennedy komnar. Hins vegar verður að teljast ólíklegt að sá sem safnaði gögnunum fyrir bresku lög- regluna og mögulega til handa þeirri íslensku, hafi haft heimildir til þess að fremja lögbrot, en Kennedy varð uppvís að slíku við störf sín, meðal annars í Þýskalandi. Kveikti elda Þingmaðurinn Andrej Hunko hef- ur sent bréf til innanríkisráðherra þar sem hann biðlar til stjórn- valda um að komast til botns í máli Kennedys. Í bréfi hans kemur fram að Kennedy hafi á mótmælum í Þýskalandi kveikt eld í ruslatunnu, og brotið þannig lög sem og gegn skýrum þýskum lögreglusamþykkt- um sem kveða á um að lögreglu- menn megi ekki fremja lögbrot. Lögreglan í Berlín var í kjölfarið blekkt og nafnið Mark Stone gefið upp við skýrslutökur. Málinu var síðar vísað frá dómi þar sem glæp- urinn var talinn „lítilvægur“. Hunko segir í samtali við blaða- mann DV að hann telji mál Kenne- dys vera tákn um þá ógn sem stafi að frjálsu félagastarfi í Evrópu. Lögregluyfirvöld í Þýskalandi og fleiri löndum hafi í raun stuðlað að ólöglegum aðgerðum mótmæl- enda með því að notast við und- irróðursmenn eins og Kennedy. Aðferðir eins og þessar eru þekkt- ar á meðal undirróðursmanna og eru til þess gerðar að hafa áhrif á þróun mótmæla, og ýta undir óróa á mótmælum til þess að sverta málstaðinn. Skýrslan froða Þingmaðurinn lagði nýlega fram fyrir spurn um málið á þýska þinginu, en svör þýsku stjórnarinnar voru á þá leið að slíkar njósnir um mót- mælendur væru gerðar í þeim til- gangi að koma í veg fyrir mögulega glæpi. Þá mun einn yfirmaður þýsku lögreglunnar, Jörg Ziercke, hafa sagt á leynifundi að lögreglan yrði að beita slíkum aðferðum, „leynilega og alþjóðlega“ til þess að berjast gegn svokölluðum „Euró-anarkist- um“. Ríkisstjórn Írlands hefur einnig viður kennt að þarlend lögregluyfir- völd hafi vitað um umsvif njósnarans í landinu. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, er ein þeirra sem barist hefur fyrir því á Alþingi að ís- lensk lögregluyfirvöld leysi frá skjóð- unni. Hún segir ekkert nýtt í skýrslu ríkislögreglustjóra: „Það er ekkert í henni, þetta er bara einhver froða,“ segir hún og vill afdráttarlaus svör frá ríkisstjórnum Írlands og Þýskalands. Innanríkisráðherra hafi viðurkennt undir rós að íslenska lögreglan hafi með aðstoð þeirrar bresku njósnað um aðgerðarsinna við Kárahnjúka- virkjun. Mögulegt utanríkismál Ögmundur Jónasson segist ekki saka íslensku lögregluna um njósnir, en ljóst sé að breyta þurfi lögum á þann veg að ekki sé hægt að senda njósn- ara í hópa pólitísks andófsfólks. Með því að viðurkenna að lagabreytingar séu nauðsynlegar, er hann þó í raun að viðurkenna að hingað til hafi ver- ið til staðar glufa sem heimilaði lög- reglu að notast við flugumenn og njósnara í pólitískum hópum. Hann segist stefna að undirbúningi laga- breytinga á næstu dögum. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra hefur á umræðum á Al- þingi bent á að hafi Kennedy stund- að slíkar njósnir með vitneskju yfirvalda, álíti hann slíkt vera lög- brot þar sem forvirkar rannsóknar- heimildir hafi ekki verið heimilar hér á landi. Birgitta Jónsdóttir seg- ir ljóst að hafi íslensk yfirvöld ekk- ert vitað um málið þurfi að kalla sendiherra Breta á fund utanríkis- ráðherra. Innanríkisráðherra segist ekki líta svo á málin. Fréttir | 15Helgarblað 20.–22. maí 2011 AF ÖLLUM MATAR & KAFFISTELLUM HNÍFAPÖRUM SÖFNUNAR- GLÖSUM IITTALA VÖRUM O.FL. O.FL. L A U G A V E G I 1 7 8 fimmtudag til mánudags Sími: 568 9955 - www.tk.is Opið: mánud-föstud. 12-18 laugard.12-16 sunnud. LOKAÐ ERUM FLUTT ÚR KRINGLUNNI Á LAUGAVEG 178 (Horni Bolholts) m.dv.is Lestu fréttir DV í farsíman um þínum! Heimilt að njósna um Saving Iceland n Lögreglu „ekki kleift“ að skera úr um hvort breskur njósnari hafi verið hér með vitund íslensku lögreglunnar Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Mark Kennedy Sam- kvæmt skýrslunni var Mark ekki óheimilt að njósna um mótmælendur á Íslandi. Telja mynd vera sönnun Þýskur og íslenskur þingmaður, ásamt fleirum, telja þessa mynd sanna að lögreglan hafi haft af- skipti af Mark Kennedy. Lögreglan þvertekur fyrir að þetta sé hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.