Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Side 16
16 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað
FÍFA (Húsgagnahöllinni) – Sími 552 2522 – www.fifa.isOpið: Mán. - Fös: 10-18 Lau.: 10-17 - Sun.: 13-17
Allt fyrir börnin
FIMMTUDAG – MÁNUDAGS
VORSPRENGJA
„Í sjálfu sér er fiskeldi talið upp í
reglugerð um starfsemi sem getur
valdið mengun. Því má gera ráð fyrir
því að hún valdi einhverri mengun,“
segir Kristján Geirsson, deildarstjóri
hjá Umhverfisstofnun, aðspurður
um áhrif fiskeldis í sjó á lífríki og um-
hverfi.
Kristján segir helstu áhrifaþætt-
ina á umhverfið vera vannýtt nær-
ingarefni, sem fiskarnir nýta ekki
og sökkva til botns, og úrgang. Hve
áhrifin eru mikil fer eftir því hvað
er djúpt niður á botninn, hvern-
ig straumar eru og hvað mikið er af
fiski í eldinu. „Ef það safnast upp
úrgangur eða fóðurleifar undir kví-
unum byrjar það að rotna á sjávar-
botni. Í fyrsta lagi, ef það er mjög
mikið af þessu þá kaffærir þetta það
lífríki sem er til fyrir. Í öðru lagi, ef
það fer að rotna, þá veldur rotnun-
in súrefnisskorti við botninn og það
getur verið skaðlegt fyrir það botn-
dýralíf sem er á þeim stað.“ Kristján
segir að reynt sé að sporna við þessu,
annaðhvort með því að hafa kvíarnar
á stöðum þar sem straumur er nægi-
lega mikill til að efnin berist í burtu
eða þar sem hafrými er nægilega
mikið til að taka við þeim. „Það sem
menn gera stundum er að færa kví-
arnar til, til að draga úr þessu.“
Stundum farið fram
á umhverfismat
Fiskeldi í sjókvíum er stundað á
Austfjörðum og Vestfjörðum en önn-
ur svæði hafa verið friðuð fyrir slíku
eldi. Það fer eftir umfangi eldisins
hver gefur út starfsleyfi fyrir starf-
semina. Ef um er að ræða 200 tonna
eldi eða stærra er það Umhverfis-
stofnun sem sér um leyfisveitingar
og eftirlit en öll starfsemi undir 200
tonnum heyrir undir heilbrigðis-
nefndir sveitarfélaganna. Einnig þarf
rekstrarleyfi frá Fiskistofu til að hefja
fiskeldi.
Kristján segir að þegar menn sæki
um leyfi fyrir fiskeldi í sjó sé farið yfir
aðstæður á svæðinu. „Við lítum svo-
lítið á straum og ekki síst á dýpið. Það
er svona hluti af því sem við óskum
eftir upplýsingum um frá þeim sem
sækja um og skoðum miðað við þá
reynslu og þekkingu sem við höfum,“
segir Kristján. „En svo erum við allt-
af með til vara að það sé fylgst með
og að botninn sé skoðaður og slíkt,“
bætir hann við.
Í sumum tilfellum er þó umfang
eða staðsetning starfseminnar þess
eðlis að farið er fram á umhverfis-
mat áður en starfsleyfi er gefið út. Þá
leitar umhverfisráðuneytið meðal
annars umsagnar Hafrannsóknar-
stofnunar, Hollustuverndar ríkisins,
Náttúruverndar ríkisins, Skipulags-
stofnunar, Veiðimálastjóra og Veiði-
málastofnunar.
Stefnt á 3.000 tonn í Arnarfirði
Samkvæmt Antoni Helgasyni, fram-
kvæmdastjóra heilbrigðiseftirlits
Vestfjarða, er farið eftir samræmd-
um starfsleyfisskilyrðum fyrir fisk-
eldi frá Umhverfisstofnun, þegar gef-
in eru út leyfi fyrir fiskeldi undir 200
tonnum á Vestfjörðum. Má ætla að
þannig sé því einnig háttað hjá heil-
brigðisnefndum sveitarfélaga á öðr-
um stöðum. „Viðkomandi þarf að
skila inn GPS-punkti og sá punktur
er sleginn inn í Google Earth til að
fá staðsetninguna,“ segir Anton að-
spurður hvernig ferlið sé þegar um
minna eldi er að ræða. Hann segir
svæðið ekki skoðað sérstaklega áður
en leyfin eru gefin út, enda sé 200
tonna eldi mjög lítið og því ekki talin
þörf á því. Hann bendir hins vegar á
að ef um væri að ræða 200 tonna eldi
á mörgum stöðum á svipuðum slóð-
um þyrfti að endurskoða það. Það sé
hins vegar ekki raunin á Vestfjörðum.
Hann segir heilbrigðiseftirlitið hafa
fengið umsókn um þrjátíu til fjörutíu
starfsleyfi en aðeins þrjú þeirra hafi
verið nýtt; í Skutulsfirði, Dýrafirði
og Tálknafirði. Fyrirtækið Arnarlax
ehf. stefnir þó á að hefja 3.000 tonna
framleiðslu á laxi í sjókvíum í Arnar-
firði á næstunni en Skipulagsstofnun
úrskurðaði nýlega að ekki þyrfti að
fara fram umhverfismat vegna útgáfu
starfsleyfis fyrir það.
Aðspurður hvernig eftirliti sé
háttað með minna eldi segir Anton
heilbrigðiseftirlitið eingöngu fara yfir
innra eftirlit fyrirtækjanna sem haldi
sjálf utan um allar skráningar. Fyrir-
tækin sjálf bera því alltaf ábyrgð á
starfseminni og sjá um að hafa eftir-
lit með henni, hvað mengun og fleira
varðar. Það á bæði við um lítið og
stórt eldi, að sögn Antons.
Brennisteinsvetni getur
myndast
Kristján hjá Umhverfisstofnun segir
að lítið hafi orðið vart við mengun
eða röskun á lífríki vegna fiskeldis
í sjó við Ísland. Þó séu dæmi um að
mikil rotnun á næringarefnum og
úrgangi hafi átt sér stað á einstaka
stöðum og við það hafi brennisteins-
vetni myndast. Brennisteinsvetni er
banvænt og drepur allt líf sem kemst
í snertingu við það. Kristján tekur
dæmi um ákveðið tilfelli þar sem
brennisteinsvetnisbóla kom upp
undir eldiskví og drap fiska sem í því
voru. „Þannig að það má segja að ef
menn gleyma sér þá fái þeir það í
bakið.“ Hann bendir hins vegar á að
séu kvíarnar færðar til eyðist þetta
með tímanum.
Úrgangur og vannýtt næringar-
efni eru þó ekki einu áhrifaþætt-
ir fiskeldis á umhverfið. Gróður-
hindrandi efni, sem sett eru utan á
kvíarnar, geta til að mynda, í miklu
magni, verið skaðleg lífríki sjávar.
Kristján segir þó að dregið hafi mik-
ið úr notkun slíkra efna. Hann bend-
ir jafnframt á að alltaf sé einhver
hætta á beinum mengunaróhöpp-
um sem skip eða vélar geta valdið.
Þá geta næringarefnin sem fiskarn-
ir nýta ekki aukið vöxt þörunga en
Kristján segir það sjaldgæft við Ís-
land. Sjúkdómar og slysasleppingar
eru einnig alvarlegir fylgifiskar eldis
í sjókvíum.
Slysasleppingar algengar
á Íslandi
Fiskeldisfræðingur sem DV hafði
samband við segir að í hverju ein-
asta landi þar sem kvíaeldi hafi ver-
ið stundað hafi fiskur sloppið. Ísland
sé þar engin undantekning og þekkir
hann mörg dæmi um slysaslepping-
ar á töluverðu magni af fiski. Hann
segir til að mynda að mikið af kvía-
fiski hafi leitað upp í Elliðaárnar á
tímabili. „Eina viðkæmustu og ein-
stökustu á í veröldinni, hvað það
varðar að hún er innan bæjarmarka
og er full af lífi,“ segir fiskeldisfræð-
ingurinn sem ekki vill láta nafns síns
getið. Hann segir að þó að fiskeldi
eigi sér neikvæðar hliðar séu einn-
ig á því margar jákvæðar hliðar. Það
sé hins vegar nauðsynlegt að gera
það rétt. Sérstaklega sé mikilvægt að
koma í veg fyrir að kynbættur fiskur
sleppi því hann sé veikari fyrir sjúk-
dómum.
Kynblöndun og erfðamengun
vandamál
Í lokaskýrslu AVS, rannsóknarsjóðs
sjávarútvegsins, Áhrif eldis á um-
hverfi og villta stofna, frá árinu 2007
kemur fram að þrátt fyrir að fiskeldi
sé vaxandi atvinnugrein á Íslandi
hafi þáttum sem tengjast neikvæð-
um áhrifum fiskeldis á umhverfi og
villta stofna verið gefinn lítill gaum-
ur. En eldislax sem framleiddur er
hér við land er í öllum tilfellum flutt-
ur inn frá Noregi. Slysasleppingar
úr fiskeldi eru óhjákvæmilegar og
afleiðingar þeirra geta verið alvar-
legar vegna kynblöndunar og erfða-
mengunar. Í Noregi og Chile, þar sem
stærstu fiskeldisstöðvar í heimi eru
staðsettar, hefur þetta verið mikið
vandamál. Í Chile er til að mynda tal-
ið að allt að 1,5 prósent eldislaxanna
sleppi úr kvíunum. Þar er vanda-
málið sérlega alvarlegt vegna þess að
verið er að ala atlantshafslax á svæði
þar sem kyrrahafslax er náttúrulegi
stofninn.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is
Fiskeldisfyrirtækin
sjá sjálf um eftirlit
„Viðkomandi
þarf að skila
inn GPS-punkti og sá
punktur er sleginn inn
í Google Earth til að fá
staðsetninguna.
n Fiskeldi í sjókvíum flokkast sem mengunarvaldandi starfsemi n Við 200 tonna eldi
eða minna þarf ekki að gera úttekt á lífríki svæðisins n Brennisteinsvetni getur myndast
Mjóifjörður Laxeldi í sjókví í Mjóafirði. Fiskeldi í sjó er stundað á Vestfjörðum og Aust-
fjörðum en önnur svæði hafa verið friðuð fyrir slíkri starfsemi.