Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Síða 22
Sveitarfélagið Ölfus veitti félagi í
eigu Jóns Ólafssonar athafnamanns,
Icelandic Water Holdings ehf., 100
milljóna króna kúlulán við kaup á
jörðinni Hlíðarenda þar í sveit árið
2006. Jón hefur byggt upp vatns-
verksmiðju á Hlíðarenda þar sem
hann framleiðir vatn á flöskum und-
ir merkjum Icelandic Glacial. Ölfus
seldi Jóni jörðina sem sagt án þess
að fá neitt greitt fyrir hana við kaup-
in heldur keypti Jón jörðina með
láni frá sveitarfélaginu.
Jörðin Hlíðarendi er rúmlega
1.540 hektarar að stærð og afsalaði
sveitarfélagið sér einnig vatnsrétt-
indunum á jörðinni við söluna á
henni.
Jón reisti vatnsverksmiðjuna á
jörðinni árið 2008 en hann hafði þá
unnið að verkefninu frá árinu 2004,
samkvæmt því sem hann sagði í við-
tali við DV í fyrra. Ári áður, 2003,
hafði Jón selt Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni fjölmiðla- og afþreyingarfyr-
irtækið Norðurljós, sem Stöð 2 var
meðal annars hluti af, með talsverð-
um hagnaði.
Ljósmyndir birtust af Jóni í fjöl-
miðlum þar sem hann sást stíga út
úr einkaþotu sem flaug með hann
hingað til lands frá London til að
ganga frá viðskiptunum. Talað var
um að Jón væri að selja norður-
ljósin. „Ég flaug út í einkaþotu Jóns
Ásgeirs. Hann keypti Norðurljós af
mér og flaug með mig út til Tékk-
lands þar sem ég var að fara að leika
í kvikmyndinni Ísold og Tristan í
Prag.“ Eftir þetta spurðist lítið til Jóns
Ólafssonar hér á landi enda dvaldi
hann mikið til erlendis, aðallega í
Lundúnum. Jón dúkkaði svo aftur
upp í umræðunni hér á landi þegar
fréttist að hann ætlaði sér að fara út í
útflutning á íslensku vatni.
Lánið til eignarhaldsfélags Jóns
frá sveitarfélaginu Ölfusi var vaxta-
laust en verðtryggt og á félag Jóns að
greiða það á einu bretti þann fyrsta
ágúst næstkomandi. Það var þá-
verandi bæjarstjóri sveitarfélagsins
Ölfuss, Ólafur Áki Ragnarsson, sem
var milligöngumaður í þessum við-
skiptum bæjarfélagsins við vatns-
fyrirtæki Jóns. Lánaviðskipti Ölfuss
við Jón þóttu afar umdeild á sínum
tíma. Meðal þess sem fram kom í
þeirri gagnrýni var að þar sem þessi
viðskipti væru vaxtalaus til fimm
ára væri í reynd verið að selja Jóni
jörðina í Ölfusi á 50 til 60 milljónir
króna.
Ölfus með bankaábyrgð
Líkt og DV greindi frá á miðviku-
daginn hefur Landsbanki Íslands
stefnt Jóni Ólafssyni vegna 420 millj-
óna króna sjálfskuldarábyrgðar
sem hann gekkst í vegna láns frá
Sparisjóðnum í Keflavík til eignar-
haldsfélagsins Jervistone Limited
á Bresku Jómfrúaeyjum árið 2006.
Stefna bankans gegn Jóni verður
þingfest í júní. Jón gæti því þurft að
greiða Landsbankanum þessa upp-
hæð auk þess sem fyrirtæki hans
þarf að standa skil á uppgreiðslu
kúlu lánsins sem Ölfus veitti félaginu
árið 2006.
Sama hvort félag Jóns getur greitt
lánið upp eða ekki mun sveitar-
félagið Ölfus hins vegar fá jörðina
greidda í sumar samkvæmt Ólafi
Erni Ólafssyni, núverandi bæjar-
stjóra sveitarfélagsins Ölfuss.
Ástæðan er sú, segir Ólafur Örn, að
sveitarfélagið er með bankaábyrgð
frá Íslandsbanka vegna skuldar
eignarhaldsfélagsins. „Við erum
með bankaábyrgð frá Íslandsbanka
á bak við okkur,“ segir Ólafur Örn.
„Þetta þýðir það ef Jón borgar okkur
ekki þá mun bankinn borga okkur...
Við erum tryggðir og með okkar á
þurru,“ segir Ólafur Örn sem undir-
strikar að hann beri ekki ábyrgð á
samningnum við Icelandic Water
Holdings.
Á veðbandayfirliti Hlíðarenda-
jarðarinnar kemur fram að árið 2008
hafi Ölfus framselt Glitni umrætt
veðskuldabréf að upphæð 100 millj-
ónir króna og að Glitnir „ábyrgist
greiðslu að upphæð kr. 100.000.000
til sveitarfélagsins Ölfuss vegna
kaupa Icelandic Water Holdings á
jörðinni Hlíðarenda.“
Fráfarandi bæjarstjóri í Ölfusi,
Ólafur Áki Ragnarsson, sem sá um
samninga við Jón vegna kaupanna
á jörðinni, segir að bærinn hafi far-
ið fram á það árið 2008 að fá banka-
ábyrgð fyrir kaupverði Hlíðarenda-
jarðarinnar. Glitnir hafi síðar veitt
þessa ábyrgð. „Við bara vildum
hafa það þannig að bankinn myndi
tryggja þessa greiðslu. Jón náði svo
bara samkomulagi við bankann;
það voru samningar þeirra á milli...
Það er til yfirlýsing um það frá Ís-
landsbanka að ábyrgðin hafi færst
yfir í bankann frá Glitni eftir banka-
hrunið 2008.“
Ölfus átti að eiga 1. veðrétt
Á veðbandayfirlitinu um Hlíðarenda
kemur fram að jörðin er yfir veðsett
hjá nokkrum fjármálafyrirtækjum
og lífeyrissjóðum. Sveitarfélagið
Ölfus á meðal annars veð í jörðinni
– elsta veðið – upp á 100 milljónir
króna. Um er að ræða veð vegna
kúlulánsins sem Icelandic Water
Holdings fékk frá sveitar félaginu
þegar jörðin var keypt árið 2006.
Veðskuldabréfið vegna lánsins er
hins vegar á þriðja veðrétti. Þetta
þýðir að í samningunum á milli
Ölfuss og Icelandic Water Holdings
á sínum tíma hefur ekki verið lagt
skýrt bann við frekari veðsetningu
á jörðinni og að veðskuldabréf Ice-
landic Water Holdings færðist neðar
í veðhafaröðinni.
Í kaupsamningnum á milli Ice-
landic Water Holdings og Ölfuss
kemur reyndar fram að lánið frá
sveitarfélaginu skuli tryggt í „1. veð-
rétti“. Um þetta segir í kaupsamn-
ingnum, sem er undirritaður af þá-
verandi bæjarstjóra Ölfuss, Ólafi Áka
Ragnarssyni: „Til tryggingar réttum
efndum skv. kaupsamningi þessum,
skal kaupandi gefa út vísitölutryggt
veðskuldabréf sem nemur fjárhæð
kaupverðsins og tryggt er með 1.
veðrétti í hinu selda.“ Þrátt fyrir þetta
hefur Ölfus færst neðar í veðhafa-
röðinni á jörðinni.
Nærri 1.100 milljóna
veðsetning
Hlíðarendajörðin er veðsett fyrir
nærri 1.100 milljónir króna. Á henni
hvíla sjö veðskuldabréf í íslenskum
krónum og dollurum. Fimm af veð-
skuldabréfunum sjö eru á fyrsta veð-
rétti í eigninni, á undan láninu frá
Ölfusi. Lífeyrissjóðurinn Festa á tvö
af þessum veðum fyrir samtals 325
milljónir króna, Lífeyrissjóður Vest-
mannaeyja á 75 milljóna króna veð,
og Sparisjóður Reykjavíkur og ná-
grennis og Sparisjóðurinn í Keflavík
eiga hvor um sig 135 milljóna króna
veð í jörðinni. Allir þessir eiga því veð
í jörðinni á undan sveitarfélaginu
Ölfusi, jafnvel þó að tekið sé fram í
kaupsamningnum að sveitarfélagið
hafi átt að eiga fyrsta veðréttinn.
Byggðastofnun á 300 milljóna
veð
Athygli vekur að næst á undan
sveitarfélaginu Ölfusi í veðhafa-
röðinni er Byggðastofnun, opinber
stofnun sem hefur það að hlutverk
að „vinna að eflingu byggðar og at-
vinnulífs á landsbyggðinni“, eins og
segir á heimasíðu stofnunarinnar,
með því að veita lán til verkefna og
fjárfestinga sem talið er að þjóni
þessum tilgangi. Byggðastofnun
tapaði 2,6 milljörðum króna í fyrra
en helsta ástæðan fyrir því voru
lán sem þurfti að afskrifa sem veitt
höfðu verið til nokkurra sparisjóða.
Umrætt veðskuldabréf Byggða-
stofnunar til Icelandic Water Hold-
ings upp á 300 milljónir króna var
22 | Fréttir 20.–22. maí 2011 Helgarblað
Vatnsfyrirtæki
Jóns yfirVeðsett
n Sveitarfélagið Ölfus veitti vatnsfyrirtæki Jóns Ólafssonar kúlulán
fyrir jörð í sveitinni n Kúlulánið er á gjalddaga í ágúst n Ölfus
veitti Jóni leyfi til að veðsetja jörðina n 1.100 milljóna króna
skuldabréf hvíla á henni n Vatnsfyrirtæki Jóns á í erfiðleikum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Nærmynd
„Það eru hræ-
gammar þarna
úti sem eru að tala illa
um okkur. Öfundin hefur
aldrei setið á sér hér á
Íslandi.
Á að greiða fyrir jörðina í ár Jón Ólafs-
son á að greiða Ölfusi upp 100 milljóna
kúlulán fyrir Hlíðarendajörðina í ágúst á þessu
ári. Á jörðinni hvíla skuldabréf upp á tæplega
1.100 milljónir króna en sveitarfélagið veitti
Jóni leyfi til veðsetja jörðina eftir að Glitnir
gekkst í ábyrgð fyrir lánið 2008.
MyNd Sigtryggur Ari
M
y
N
d
V
er
A
p
Á
lS
d
Ó
t
ti
r