Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 28
Þ
að hefur vakið mótsagna
kenndar tilfinningar að
fylgjast með uppreisnunum
sem farið hafa sem eldur í
sinu um Arabalöndin síðustu mán
uðina.
Að flestu leyti eru tíðindin sem
berast frá þessum löndum afar já
kvæð og góð.
Því uppreisnirnar eru allar gerðar
undir gunnfánum um aukin mann
réttindi, en á þau hefur töluvert
skort í flestöllum Arabaríkjunum,
þótt ástand mála hafi vissulega verið
mjög mismunandi eftir ríkjum.
Og auðvitað fagnar maður því
af heilum hug þegar fólk rís upp og
krefst óheftra mannréttinda. Þá ekki
síst þegar það gerist í löndum þar
sem kyrrstaða hefur ríkt á þessu sviði
og jafnvel kúgun, og maður hefur
ekki búist við að neitt sérstakt myndi
breytast á næstunni.
Þungbrýndir sovéskir komm-
únistar
Þessar uppreisnir í Arabalöndunum
eru reyndar eins og staðfesting þess,
sem maður upplifði við fall Sovétríkj
anna kringum 1990.
Sem sagt að það er sama hvernig
maður er kúgaður, neisti frelsisins
brýst alltaf fram þegar minnst varir.
Ég veit ekki hvort þeir sem voru
kornungir og kannski varla fæddir
þegar Sovétríkin og leppríki þeirra
hrundu gera sér almennilega grein
fyrir því hve óvæntur sá atburður var.
Eftir á lítur sagan yfirleitt út eins og
hún hefði aldrei getað endað öðru
vísi en hún gerði, og kannski var
hrun Sovétríkjanna algjörlega óhjá
kvæmilegt einmitt á þeim tíma
punkti þegar það gerðist, en ég get
fullvissað unga lesendur um að hafi
svo verið, þá gerði alla vega enginn
sér grein fyrir því, fyrr en í fyrsta lagi
er langt var liðið á 9. áratuginn.
Ég las svolítið af vísindaskáld
sögum á tímabili á ofanverðum 9.
áratugnum, og það var alveg ljóst
hversu langt inní framtíðinni þær
áttu að gerast – ef á annað borð var
lýst aðstæðum á jörðinni, þá voru
Sovétríkin alltaf til staðar. Og í ýms
um bókanna höfðu þau augljóslega
orðið undir í valdabaráttu jarðarbúa.
Þungbrýndir sovéskir kommúnistar
komu hvarvetna við sögu þegar
bregðast þurfti við árás geimvera á
jörðina, eða einhverju víðlíka í þeim
dúr.
Homo sovieticus
Höfundar vísindaskáldsagna eiga að
heita að vera einstaklega hugmynda
ríkir menn og frjóir hugsuðir en eng
inn þeirra virtist láta sér detta í hug
að Sovétríkin gætu hrunið.
Hvað þá á svo skömmum tíma
sem raun bar svo vitni.
Nei, þvert á móti, þá held ég að
við höfum verið búin að telja okkur
trú um að kúgunin í Sovétríkjunum
væri svo algjör og hefði ríkt svo lengi
og haft svo djúp áhrif á íbúana þar, að
þeir væru orðnir ófærir um að berjast
fyrir frelsi sínu.
Nokkurn tíma.
Forystumenn kommúnista kváð
ust sjálfir vonast til þess, eftir valda
rán sitt 1917, að þeir gætu skapað
hinn „nýja sovéska mann“ sem átti
að vera uppfullur af þeim eiginleik
um sem þegn í alræðisríki öreiganna
þurfti að hafa til að bera.
Hann átti að vera ósérhlífinn,
dugmikill, útlærður í marxískum
fræðum, hlýðinn yfirvöldum og ákaf
ur í að breiða út byltinguna.
Þessi „manntegund“ varð aldrei
til. En hins vegar voru margir farnir
að trúa því að í staðinn hefðu Sovét
menn í ógáti barið saman aðra „teg
und“ sem kölluð var í gamni og al
vöru „homo sovieticus“.
Sérhlífin lúpa?
Hann var sérhlífin lúpa, áhugalaus
um umhverfi sitt enda með það á
hreinu að hann myndi aldrei geta
haft nein áhrif á neitt, döngunarlaus
og eftirgefanlegur – hann muldraði
kannski eitthvað í barm sér og reyndi
örlítið að svína á kerfinu, sjálfum sér
til gróða, en þegar á reyndi myndi
hann alltaf lyppast niður andspænis
yfirvöldunum.
Ég skal fúslega viðurkenna að
ég trúði því lengi vel að svo vel væri
búið að berja alla mótspyrnu niður
í Sovétríkjunum að „homo soviet
icus“ væri orðinn að veruleika. Það
væri búið að prógrammera fólk svo
vel, eftir 70 ára ráðstjórn, að það gæti
aldrei framar risið upp.
En svo gerðist það bara, nánast
fyrirvara og fyrirhafnarlaust.
Um leið og fyrstu stoðinni var
kippt undan Sovétríkjunum þá
hrundi bara allt heila draslið!
Enginn hafði áhuga á að viðhalda
því, og það datt bara um koll.
„Enginn“ er auðvitað ofmælt,
en þetta var svona nokkurn veginn
svona.
Lýðræði átti undir högg að
sækja í áratugi
Auðvitað hefur það samfélag sem
byggt hefur verið upp í staðinn fyrir
Sovétríkin og leppríki þess ekki
reynst vera fullkomið. Langt frá því.
En allt er samt skárra en þvílíkt
kúgunarapparat sem tróð á frelsi
íbúanna eins og Sovétríkin gerðu.
En þrátt fyrir þessa reynslu af
hruni Sovétríkjanna, sem enginn
hafði spáð fyrir um, þá held ég að
fáir ef nokkrir hafi spáð fyrir um þær
lýðræðisuppreisnir sem nú fara sem
eldur í sinu um Arabaríkin.
Kúgunin í Arabaríkjunum var
ekki eins mikil og í Sovétríkjunum –
þótt raunar megi finna lönd þar sem
litlu munaði.
Við hefðum átt, í ljósi reynslunnar
frá Sovétríkjunum, að gera okkur
grein fyrir því að frelsisþráin gæti
blossað upp hvenær sem væri.
En samt held ég að við höfum trú
að því innst inn að það myndi ekki
gerast. Ekki í fyrirsjáanlegri framtíð.
Ekki á okkar dögum.
Lýðræði og frelsi myndu enn eiga
undir högg að sækja í þessum lönd
um í áratugi – því það væri búið að
berja fólkið svo rækilega til hlýðni.
En svo reynist það bara vera vit
leysa.
Persónulegir vinir
Strax og einhver tók frumkvæðið
fylgdu allir hinir með.
Því er svo gleðilegt að fylgjast
með þessum fréttum.
Þegar kúgunin fellur og fólkið fær
að ráða, það er ævinlega gleðilegt.
En ég verð að segja að mér finnst
afar dapurlegt að horfa á fréttir af
skriðdrekum og hermönnum með
vélbyssur sem ráðast gegn mótmæl
endum í Sýrlandi. Ég var í Sýrlandi
fyrir rétt rúmu ári og þar býr yndis
legt fólk, sem á svo sannarlega skilið
að lifa sínu lífi í friði.
Mér finnst það því eins og pers
ónulegir kunningjar, fólkið sem
stormar áfram um stræti og torg í
og krefst aukinna mannréttinda og
frelsis í Sýrlandi.
Hvað kostaði breytingin?“ spurði ókunnugur maður mig upp úr þurru þegar ég dældi eldsneyti
á bílinn minn í gær. „Þetta hlýtur að
vera allt annað líf?“ bætti hann við
áður en ég náði að svara. „Jú, þetta er
lífið,“ svaraði ég og fannst ég hnytt
inn. „Þetta er 55 prósent sparnað
ur. Það er svolítið annað en tveggja
krónu afslátturinn þinn,“ bætti ég við
eins kumpánlega og ég gat og benti
glottandi á snjáðan dælulykilinn
hans.
Ég lét í mars breyta bílnum mínum þannig að hann gengur nú fyrir metangasi, lofttegund
sem verður til við rotnun úrgangs.
Bensíntankurinn á bílnum er enn á
sínum stað og virkar vel en gasið er
æði. Gasið kostar meira en helm
ingi minna en bensínið, ég legg frítt
í bílastæði og greiði lítil sem engin
bifreiðagjöld. Breytingin kostaði 400
þúsund krónur sem mun, miðað við
árlegan akstur minn, borga sig upp
á tæplega einu og hálfu ári. Engan
gjaldeyri þarf til að kaupa bensín fyr
ir mig.
Maðurinn sem ég hitti við dæluna í gær var á miðjum aldri og ók um á Hilux sem var
nokkuð yngri.
Hann stóð mér
við hlið og fylgd
ist með þegar ég
fyllti á gaskútinn.
Þegar dælingu var
lokið og ég setti
gas„byssuna“
í slíðrið og lok
aði skottinu, þar
sem inntakið er,
sagði hann hvumsa: „Hva, ertu hætt
ur?“ Sá ókunnugi rak upp stór augu
og leit með undrunarsvip á skjáinn
sem sýndi 1.400 krónur. Á meðan
sýndi dælan hans tíu eða fimmtán
þúsund krónur. „Ég kemst 150 kíló
metra á þessu,“ sagði ég og sótti kvitt
unina, með bros á vör. „1.400 krón
ur,“ muldraði hann, kvaddi og settist
hugsi upp í bílinn sinn. Áður en hann
ók í burtu skrúfaði hann niður
rúðuna og spurði hvort hægt væri að
breyta gömlum bílum. Ég sagði hon
um að það væri ekkert mál, svo fremi
sem bíllinn væri í góðu lagi.
Það er frábær tilfinning að aka um á bíl sem vinnur náttúrunni gagn. Metangasi þarf að
brenna, að öðrum kosti mengar það.
Bíllinn virkar því eins og brennslu
ofn. Saman erum við þjónar náttúr
unnar. Ég tók lán fyrir breytingunni
en spara, þrátt fyrir afborganir, nokk
ur þúsund krónur á mánuði nú þeg
ar. Eftir rúmt ár spara ég tugi þúsund
í hverjum mánuði, ef fer sem horfir.
Ég þarf vissulega að dæla metani á bílinn oftar en ég gerði þegar bensín var aðalorkugjafinn. Nú
dæli ég stundum annan hvern dag.
Þó fjárhagslegur og umhverfisvænn
ávinningur sé aðalástæða þess að
mér líður vel með þessa fjárfestingu
mína er annað sem hefur komið
mér skemmtilega á óvart. Sú breyt
ing hefur orðið að nú heyrir það til
undantekninga ef enginn gefur sig
á tal við mig þegar ég dæli eldsneyti.
Í fleiri skipti en færri kemur fólk til
mín; spjallar og spyr um metanið.
Spyr um sparnaðinn, aksturseigin
leika bílsins, ræðir óþarfa áhyggjur
af sprengihættu, veðrið, já og raunar
hvað sem er. Flestir vilja fá að kíkja
í skottið og nokkrir hafa fengið að
skoða vélarrúmið. Við metandæluna
eiga sér undantekningarlítið stað
vinalegar samræður sem „bensín
menn“ eiga ekki að venjast. Almennt
var það nefnilega þannig að ég var í
vondu skapi þegar ég dældi bensíni
á bílinn, enda er ömurlegt að borga
240 krónur fyrir einn lítra af bens
íni. Það er miklu skemmtilegra að
dæla jafnmikilli orku fyrir 114 krón
ur. Það er svipað og maður borgaði
fyrir lítrann árið 2004, löngu áður en
Geir bað guð að blessa Ísland. Að aka
um á metani er eins og að fara aftur í
tímann um sjö ár, til þess tíma þegar
allt lék í lyndi
og krónan var
sterk. Það er
æðisleg til
finning sem
allir heims
ins prumpu
brandarar geta
ekki varpað
skugga á. Þeir
verða smám
saman sem notaleg melódía í eyrum
metanmannsins.
Það eru ekki bara forvitnir bensínhákar sem gefa sig á tal við mann við dæluna. Í metan
heimum er það nefnilega óskrifuð
regla að heilsast við dæluna, jafn
vel þó menn þekkist ekkert. Algert
lágmark er að bjóða hraustlega góð
an dag en algengara er að menn láti
dæluna ganga á meðan dælurnar
ganga. Metanbílar í umferðinni eru
enn sem komið er ekki nema fá
ein hundruð og því eru metanbíla
eigendur nokkuð þröngur hópur;
eiginlega lítið samfélag.
Að eiga metanbíl er svolítið eins og að búa í litlu þorpi á landsbyggðinni. Allir heilsast óháð
stað og stund, eins og í þorpum þar
sem það þykir ókurteisi að heilsa
ekki hverjum þeim sem verður á
vegi manns, enda er ekki sjálfgef
ið að maður hitti einhvern ef mað
ur fer út. Það þekki ég af eigin raun.
Ef menn á metanbílum mætast, og
vita af því, þá kinka þeir kolli hvor
til annars. Það þýðir: „Sæll, metan
maður. Mikið er nú gott að aka um á
ódýru og umhverfisvænu eldsneyti.
Hafðu það gott í dag, þjónn náttúr
unnar.“ Eða eitthvað álíka kumpán
legt.
28 | Umræða 20.–22. maí 2011 Helgarblað
Trésmiðjan
Illugi
Jökulsson
Ég er þjónn
náttúrunnar
Helgarpistill
Baldur
Guðmundsson
EKKI Á OKKAR
DÖGUM?