Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 32
32 | Viðtal 20.–22. maí 2011 Helgarblað
reyndist ekki áhugi hjá erlendum
aðilum að kaupa í bönkunum, að
minnsta kosti ekki á því verði sem
hægt var að sætta sig við. Við sótt-
umst eftir erlendri þekkingu og fjár-
magni til að kaupa banka en vegna
þess að enginn sýndi nægilega mik-
inn áhuga vorum við
eiginlega hætt við,“ seg-
ir Valgerður og heldur
áfram. „Svo gerðist það
sumarið 2002 að ég var í
Noregi þegar hringt var
í mig úr ráðuneytinu.
Þá voru komin skilaboð
úr forsætisráðuneytinu
[Davíðs Oddssonar,
innsk. blm.] sem var
yfir einkavæðingunni.
Skilaboðin voru um að
það væri kominn aðili
sem vildi kaupa þennan
helming sem hafði ver-
ið til sölu í Landsbank-
anum. Það reyndist vera
Samson. Davíð vildi láta
gera þetta einn, tveir og
þrír. Mér leist ekkert á
þetta og fór strax heim
til Íslands.“ Hún segir að
þeir Davíð og Halldór Ásgrímsson
hafi rætt um þetta í fjarveru henn-
ar. Þau Halldór hafi svo rætt saman
um að ferlið yrði að opna. Auglýsa
yrði eftir áhugasömum kaupendum
þannig að öllum yrði ljóst að málið
væri opið. „Þetta varð ekkert vinsælt
í forsætisráðuneytinu, eins og kom
fram í rannsóknarskýrslunni. En
þetta varð samt niðurstaðan.“
Brugðið við lestur
rannsóknarskýrslu Alþingis
Hún segir að fimm aðilar hafi gefið
sig fram sem áhugasamir aðilar um
kaup á hlut í bönkunum. Þrír þeirra
hafi talist hæfir; Samson, S-hópur-
inn og Kaldbakur. Úr því að stjórnvöld
höfðu ekki mikla reynslu
af því að selja banka var
ákveðið að fá erlenda, að
sögn Valgerðar. Risafyr-
irtækið HSBC var fengið
til verksins. „Mér fannst
það mikilvægt því ég
treysti því að þeir myndu
ráðleggja okkur faglega,
jafnvel þó það myndi
kosta mikla peninga. Ég
trúði því að þetta væri
nauðsynlegt.“
Það runnu hins vegar
tvær grímur á Valgerði
þegar hún las rannsókn-
arskýrslu Alþingis, sem
kom út í fyrra. Hún hafði
fram að því alltaf trú-
að því að ráðgjöf HSBC
hefði verið heiðarleg og
fagleg. „Miðað við tölvu-
póst sem fannst í forsæt-
isráðuneytinu og var birtur í skýrsl-
unni má skilja það sem svo að HSBC
hafi fyrst og fremst verið fengið til þess
að ráðleggja um það hvernig Samson
gæti fengið Landsbankann. Það varð
mér mikið áfall,“ segir hún alvarleg í
bragði og bætir við að það hafi hana
aldrei grunað. Henni hafi því brugðið
verulega við að lesa skýrsluna.
Samson keypti helmingshlut í
Landsbankanum rétt fyrir áramótin
2002 og 2003 en Búnaðarbankinn var
seldur skömmu eftir þessi sömu ára-
mót.
Valgerður segir aðspurð að fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu hafi
farið með framkvæmdina á sölunni
og hún hafi heyrt undir forsætisráðu-
neytið. „Það sem mér fannst skrýtið
og gerði athugasemdir við var hvers
vegna einkavæðingarnefndin heyrði
ekki undir mig. Svarið sem ég fékk
var að forsætisráðherra sæti aldrei í
nefnd nema vera sjálfur formaður. Í
ráðherranefndinni voru Davíð, Hall-
dór og Geir Haarde og ég.“
Hún vill lítið tala um hvort Davíð
hafi verið jafn ráðríkur og af er látið.
„Já, það má svo sem ýmislegt segja
um hann en ég veit ekki hverju ég er
bættari með því.“
Helmingaskipti bankanna
Helmingaskiptaregla er hugtak sem
oft hefur borið á góma í íslenskri um-
ræðu. Með því er vísað til þess að
öfl hliðholl Framsóknarflokknum
annars vegar og Sjálfstæðisflokkn-
um hins vegar hafi myndað með sér
samkomulag um skiptingu lykil-
eigna í samfélaginu. Innan S-hóps-
ins svokallaða, sem keypti Búnað-
arbankann, voru menn sem höfðu
sterk tengsl inn í Framsóknarflokkinn
og Samvinnuhreyfinguna á meðan
Björgólfur Guðmundsson og félagar í
Samson, sem keyptu Landsbankann,
þóttu hallir undir Sjálfstæðisflokkinn
og einkaframtakið. Er eitthvað til í því
að bönkunum hafi verið skipt á milli
flokkanna?
„Ég spurði Halldór hvort þeir
hefðu gert einhvers konar samkomu-
lag fyrir fram en þeir töluðu aldrei
um að skipta ætti bönkunum á milli
flokka. Aldrei,“ segir hún ákveðin.
Hún segir hins vegar að það sé ekk-
ert óskiljanlegt að þessir tveir hópar
hafi keypt bankana. Samvinnuhreyf-
ingin, sem var nátengd Framsóknar-
flokknum, hafi alltaf átt í samkeppni
við einkaframtakið; Morgunblaðið
og sjálfstæðismenn. „Að því leytinu
til, þegar maður horfir á hvernig við-
skiptalífið var og staðan í þjóðfélag-
inu, er þetta kannski skiljanlegt. Það
voru þessar tvær fylkingar sem drifu
áfram samfélagið á þessum tíma.
Þannig er það í mínum huga.“
Eftir smá þögn segir hún, svolítið
upp úr þurru: „En þvílík vonbrigði að
þetta hafi farið svona, þetta með bank-
ana. Auðvitað má segja að stjórnvöld
hafi verið blind á að svona lagað gæti
gerst en þjóðfélagið dansaði líka með.
Hvað var til dæmis ríkisútvarpið okk-
ar að gera? Var það ekki búið að gera
samning við Björgólf Guðmundsson,
sem spreðaði peningum út um allt?
Það er auðvelt að vera vitur eftir á en
mér var nóg boðið þegar ég uppgötv-
aði að þeir ætluðu að ná Glitni líka; að
til stæði að sameina Íslandsbanka og
Landsbankann.“
Fyrningarleiðin út í hött
Þegar þetta viðtal var tekið lá frum-
varp um breytingar á fiskveiðistjórn-
unarkerfinu ekki fyrir. Valgerður segir
þó að hún sé hörð á því að fiskveiði-
stjórnunarkerfinu megi ekki koll-
varpa. Fyrningarleiðin sé út í hött.
Ekki gangi að taka endalaust af fyrir-
tækjunum kvótann og láta þau kaupa
hann til baka eða að hann fari í potta
sem sé úthlutað samkvæmt pólitískri
stefnu hverju sinni. Fyrirkomulagið
um byggðakvóta sé gallað og hún sé
efins um ágæti strand-
veiða. „Þessi fiskur fer
á markaði en þetta er
miklu lélegra hráefni.
Það er nú eitt af því sem
ekki má tala um.“
Hún segir ódýran
áróður að kenna kvóta-
kerfinu einu og sér um
fólksfækkun á lands-
byggðinni. Það sé ekki
rétt nema þá að litlu
leyti. „Sjáum til dæm-
is Húsavík. Halda menn
að bátar hafi ekki farið frá Húsavík og
suður áður en núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi var komið á? Jú, þeir
gerðu það,“ segir hún en tekur fram
að hún vilji hafa byggð um allt land.
Sorglegt sé að bæjar- og sveitarstjórn-
ir hafi oft á tíðum tekið ákvörðun um
að selja kvótann úr byggðunum. Það
séu löglega kjörnir sveitastjórnar-
menn þannig að ekki dugi að benda
bara á útgerðina. Á Grenivík, svo
dæmi sé tekið, hafi kvóti hins vegar
verið keyptur. Spurð hvaða augum
hún líti það sem gerðist á Flateyri, þar
sem einn maður seldi kvótann burt úr
byggðarlaginu, segir hún að það setji
vissulega ljótan svip á kerfið. „Þetta
hefur verið að gerast en, jú, það er
samþjöppun í sjávarútvegi en þetta
mál snýst um hvort við ætlum að reka
sjávarútveginn þannig að hann skili
samfélaginu hvað mestu eða ætlum
við að nota sjávarútveginn til að halda
uppi félagslegu kerfi sem er þá ekki að
skila samfélaginu eins miklu? Hvern-
ig getum við mælt með einhverju
fyrirkomulagi sem gengur ekki upp
rekstrarlega? Það er ekki hægt.“
Smábátarnir voru
alltaf í forgangi
Hún bendir á að Íslendingar séu eina
þjóðin sem hún viti um sem ekki
styrki sjávarútveg. Sjávarútvegurinn
standi undir samfélaginu meira og
minna. Það þurfi að vera þannig
áfram. „Ég sagði einu sinni í þinginu
að sjávarútvegurinn væri okkur of
mikilvægur til þess að við ættum að
vera að föndra með hann. Ég meinti
þetta og meina það enn.“
Hún segir að það hafi löngum ver-
ið lenska í þinginu að standa með litla
manninum. „Þegar ég var á þingi var
miklu meira gert í þágu smábátaút-
gerðarinnar en stóru útgerðarinn-
ar. Það snerist alltaf um að smábát-
arnir þyrftu að geta rekið sig en oft á
kostnað stóru útgerðanna. Það urðu
ekkert fleiri fiskar í sjónum til við að
auka möguleika smábáta. Raunsæi,
raunsæi, raunsæi. Það er mitt mottó,“
segir hún og bankar í borðið til að
leggja áherslu á mál sitt áður en hún
stendur upp og sækir meira kaffi.
Þegar hún kemur aftur er ákveðið að
taka hlé á viðtalinu til þess að huga að
kindunum. Hún á dagvaktina í fjár-
húsunum en það Þórarinn Pétursson
sem rekur sauðfjárbúið á Lómatjörn.
Valgerður segist bara vera að hjálpa til
sér til skemmtunar.
Langsóttur málflutningur
Eftir að hafa tekið á móti lambi í fjár-
húsunum komum við okkur aftur fyr-
ir í stofunni á Lómatjörn. Talið berst
að samvinnuhugsjóninni. Hún er Val-
gerði hugleikin og því er hún frek-
ar hlynnt Evrópusambandinu, ESB,
og telur óeðlilegt að slá málið út af
borðinu áður en samningur liggi fyrir.
Eðlilegt sé að Ísland vinni með öðrum
Evrópuþjóðum. Hún var raunar for-
maður Framsóknarflokksins á þarsíð-
asta flokksþingi þar sem samþykkt var
að sækja ætti um aðild með ákveðn-
um skilyrðum. Nú er búið að snúa
þeirri ákvörðun við og álykta að hags-
munum Íslands sé betur borgið utan
ESB. Henni finnst allt of snemmt að
segja til um það.
Þegar hún er spurð hvort hún sé þá
ósátt við málflutning Sigmundar Dav-
íðs formanns, sem hefur talað mjög
eindregið gegn ESB, forðast hún að
svara því beint. „Er fólk almennt búið
að kynna sér þessi mál? Er ekki betra
að bíða þangað til við fáum samn-
inginn í hendurnar? Þetta er svaka-
lega stórt mál fyrir Ísland.“ Í gegn skín
að hún er ekki alls kostar sátt við þá
stefnu sem flokkurinn hefur markað
sér í þessum málum.
Hún er enn fremur á þeirri skoðun
að íslenska krónan þjóni ekki hags-
munum Íslands. Grín hafi verið gert
að þeirri skoðun hennar á meðan
krónan var sterk, þrátt
fyrir að það hafi reynst
útflutningsgreinum erf-
itt. „En er ekki fólk búið
að fá nóg af óstöðugleika
á Íslandi? Það er þetta
óöryggi og þessi óstöð-
ugleiki sem ég hef fyrst
og fremst í huga þegar
rætt er um ESB. Ég hef þá
tilfinningu að vegna sér-
stöðu Íslands, til dæmis
í landbúnaði, munum
við ná góðum samningi.“
Hún virðist sannfærð. „Bændasam-
tökin setja fram að mjólkurframleiðsla
muni minnka um helming við inn-
göngu í ESB. Aðeins íslensk nýmjólk
verði á markaði og öll unnin vara komi
frá Evrópu. Mér finnst svona málflutn-
ingur ansi langsóttur.“
Hún viðurkennir reyndar að erfitt
geti reynst að ná góðum samningi um
sjávarútvegsmálin. Umræðan sé hins
vegar keyrð áfram á tilfinningasemi
og það sé slæmt.
Skortir á raunsæið
Valgerður situr sem fyrrverandi þing-
maður í miðstjórn Framsóknarflokks-
ins. Hún segist að öðru leyti alfarið
hætt í pólitík, þótt hún hafi skoðanir á
ýmsu. Hún vill lítið um forystu Fram-
sóknarflokksins í dag tala, þrátt fyrir
að blaðamaður geri nokkrar tilraun-
ir til að fá hana til þess. Eftir nokkra
þögn segir hún: „Hann er öflugur,
formaðurinn. En ég hef ekki mikið
um þetta að segja. Ég vona að þing-
flokkurinn sé að vinna með hags-
muni þjóðarinnar í huga. Ég hef alltaf
verið raunsæispólitíkus og ekki verið
í neinu rugli, þannig lagað séð. Ef ég
á að segja eitthvað finnst mér svolít-
ið hafa skort á raunsæið undanfarið,“
segir hún en augljóst er að hún heldur
aftur af sér.
Hún segir þó að auðvitað hafi
flokkur í stjórnarandstöðu mikið svig-
rúm, eins og hún orðar það, en betra
sé fyrir sálarlífið að geta haft sömu
stefnu hvort sem menn séu í stjórn
eða stjórnarandstöðu. Hún treystir
sér ekki til að segja til um hvort rétt sé
að Framsókn setjist í ríkisstjórn með
núverandi ríkisstjórnarflokkum. Hún
fylgist ekki nógu vel með til að geta
sagt til um það. „Ég horfi mjög sjaldan
á útsendingu frá Alþingi,“ segir hún til
að leggja áherslu á mál sitt.
Nýlega orðin amma
En hvað er Valgerður Sverrisdóttir að
gera í dag? Þótt hún sé hætt í pólitík
hefur hún nóg fyrir stafni. Fyrir utan
að vera á fullu í sauðburði hefur hún
tekið að sér formennsku í félagi eldri
borgara í Grýtubakkahreppi, rétt ríf-
lega sextug. Hún er nýgengin aftur
í Zonta-hreyfinguna á Akureyri en
Zonta er alþjóðlegur félagsskapur
sem miðar að því að efla konur. Ut-
anríkisráðherra skipaði hana for-
mann þróunarsamvinnuráðs og hún
er stjórnarformaður tveggja verkefna
á Húsavík. Garðarshólmur er annað
verkefnið en það miðar að því að setja
á stofn þekkingarsetur á Húsavík, þar
sem landnám norrænna manna á Ís-
landi hófst. Hitt verkefnið á Húsavík
er samnorræn strandmenningarhá-
tíð sem haldin verður dagana 16. til
23. júlí. Valgerður segir það geysilega
stórt og mikið verkefni. Það er því nóg
að gera hjá ráðherranum fyrrverandi.
Henni áskotnaðist reyndar annað
og ekki síður mikilvægt verkefni í
fyrra. Þá eignaðist hún ömmubarn,
fallega stúlku sem heitir Ylfa. „Það
var dásamlegt,“ segir hún af einlægni
en allar dæturnar hennar þrjár dvelja
að mestu í Reykjavík. Þangað fer hún
nokkuð reglulega.
Hún sagði fyrr í viðtalinu að hún
sæi ekki eftir neinu. „Það er reyndar
ekki alveg satt. Þegar ég horfi til baka
þá finnst mér að ég hafi ekki sinnt fjöl-
skyldunni minni nógu vel. Ég veit að
ég hef ekki gert það. Ég var í rosalega
krefjandi starfi og vann allar helgar,
stjórnmálin heltaka mann algjörlega
og það er ekki auðvelt að kúpla sig frá
og hugsa um eitthvað annað; hjálpa
til við heimanám eða eitthvað slíkt. Ég
er dálítið að reyna að bæta fyrir allan
þennan tíma,“ segir hún að lokum.
„Ég sagði
einu sinni
í þinginu að
sjávarútvegur-
inn væri okkur
of mikilvægur
til þess að við
ættum að vera
að föndra með
hann. Ég meinti
þetta og meina
það enn.
„Ég hef
alltaf
verið raunsæis-
pólitíkus og ekki
verið í neinu
rugli, þannig
lagað séð.
Situr yfir ánum Valgerður aðstoðar Þórarin Pétursson stórbónda við sauðburðinn. Hann er með um þúsund fjár. myNd Sigtryggur Ari
Hefur sterkar skoðanir Valgerður segir, þegar hún er spurð um skoðun sína á forystu
Framsóknarflokksins, að henni finnist raunsæið stundum skorta. myNd Sigtryggur Ari