Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Side 34
Þorgeir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann gekk í Ísaksskóla, Laugarnesskóla og tók
landspróf frá Gagnfræðaskólanum
í Vonarstræti, lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1961,
BSprófi í flugverkfræði frá MIT í
Cambridge í Massachusetts í Banda
ríkjunum 1966, MSprófi 1967 og
ScDprófi 1971.
Þorgeir vann á sumrin á unglings
árum við vöruafgreiðslu hjá Eimskip
og við raftengingar hjá Rafmagns
veitu Reykjavíkur. Hann var við rann
sóknarstörf og aðstoðarkennslu við
MIT Measurement Systems Laba
tory 1967–71, verkfræðingur í reikni
stofu Raunvísindastofnunar Háskóla
Íslands og stundakennari við sama
skóla 1971–72, verkfræðingur hjá The
Analytic Sciences Corporation Read
ing í Massachusetts frá 1973, dósent
í kerfisverkfræði við verkfræði og
raunvísindadeild Háskóla Íslands frá
1976, stofnaði kerfisverkfræðistofu
Verkfræðistofnunar Háskóla Íslands,
sem m.a. vann að þróunarverkefnum
á sviði flugstjórnar fyrir Flugmála
stjórn Íslands og var forstöðumaður
hennar frá upphafi 1983. Hann varð
prófessor við Háskóla Íslands 1986 og
flugmálastjóri 1992–97.
Þegar Flugmálastjórn var skipt
upp árið 2007 lét Þorgeir af starfi
flugmálastjóra en tók við stöðu for
stjóra Flugstoða og gegndi því starfi til
2010. Þá tók hann við stöðu prófess
ors í flugleiðsögutækni við tækni og
verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Hann varð þá jafnframt starfsmaður
FlugKef ohf., hins nýja sameinaða
fyrirtækis, sem tekur við starfsemi
Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Þar
sinnir hann rannsóknarstörfum og
ráðgjöf fyrir hið nýja sameinaða fyrir
tæki.
Þorgeir sinnti ráðgjafarstörfum
fyrir Northrop Corporation 1970,
Loftleiðir hf. 1971, Flugleiðir hf. 1979
og Landhelgisgæsluna og Flugmála
stjórn frá 1976. Hann sat í flugmála
nefnd, sem lauk störfum 1986, en
nefndin vann að áætlun um upp
byggingu flugvalla á Íslandi og í
Flugráði 1984–87. Þorgeir sat í rat
sjárnefnd utanríkisráðuneytisins frá
stofnun hennar 1984 og gegndi for
mennsku í nefndinni. Hann keppti á
Íslandsmótinu í svifflugi 1963 en rétt
indi til svifflugs öðlaðist hann 16 ára.
Þorgeir var um tíma í stjórn Svifflug
félags Íslands. Hann er félagi í Rot
aryklúbbi Seltjarnarness og hefur
setið í fjölda opinberra nefnda og í
ráðum og nefndum á vegum Háskóla
Íslands.
Þorgeir hefur ritað fjölmargar
greinar í blöð og tímarit, einkum um
tæknileg efni.
Fjölskylda
Þorgeir kvæntist 12.6. 1964 Önnu
Snjólaugu Haraldsdóttur, f. 20.9.
1942, deildarstjóra hjá Ferðaskrif
stofu Íslands. Foreldrar hennar voru
Haraldur Sigurðsson, f. 12.10. 1913,
d. 7.1. 2000, aðalféhirðir Pósts og
síma, og k.h., Brynhildur Sigþórs
dóttir, f. 26.2. 1917, d. 3.10. 1992, hús
freyja, þau voru búsett í Reykjavík.
Dætur Þorgeirs og Önnu Snjólaug
ar: Sigrún Þorgeirsdóttir, f. 28.9. 1964,
söngkona og efnafræðingur en maður
hennar er Þór Ásgeirsson, f. 6.4. 1964,
kennari og er dóttir þeirra Ragnheið
ur Anna, f. 16.4. 1989; Brynhildur, f.
23.3. 1970, viðskiptafræðingur á Sel
tjarnarnesi en maður hennar er Dav
íð Benedikt Gíslason, f. 30.12. 1969,
lögfræðingur og eru börn þeirra Eva
Björk, f. 30.6. 1994, Þorgeir Bjarki, f.
12.12. 1996, Anna Lára, f. 30.8. 2000,
og Benedikt Arnar, f. 14.7. 2003; Elísa
bet, f. 23.3. 1970, nemi í lyfjafræði,
unnusti hennar er Hörður Gauti
Gunnarsson, f. 21.3. 1970, verkfræð
ingur og eru börn þeirra Gunnar Atli,
f. 29.7. 1999, og Emelía, f. 21.8. 2001.
Systir Þorgeirs er Hekla Pálsdóttir,
f. 2.5. 1945, húsmóðir á Seltjarnar
nesi en maður hennar er Björgvin
Schram, f. 6.6. 1945, viðskiptafræð
ingur og framkvæmdastjóri.
Foreldrar Þorgeirs eru Páll Þor
geirsson, f. 27.7. 1914, d. 20.3. 1999,
stórkaupmaður sem starfrækti
timbur verslun í áratugi, síðast í Ár
múla 27, og k.h., Elísabet Sigurðar
dóttir, f. 24.10. 1912, d. 18.2. 1999,
húsfreyja.
Ætt
Páll er sonur Þorgeirs, forstjóra í
Reykjavík Pálssonar, útvegsb. í Leyni
á Reykjanesi Ísleifssonar.
Móðir Páls var Aldís, dóttir Sig
urðar Jónssonar, sjómanns í Móakoti
í Reykjavík og Guðrúnar Jóhannes
dóttur, húsfreyju. Fyrri kona Þorgeirs
Pálssonar forstjóra var Kristín Eiríks
dóttir og eignuðust þau tvö börn,
Magnús, kaupmann í Reykjavík, og
Emilíu, húsfreyju í Reykjavík.
Elísabet var dóttir Sigurðar, vél
stjóra Árnasonar, útvegsbónda í
Hænuvík Jónssonar b. Guðmunds
sonar. Móðir Sigurðar Árnasonar var
Ingibjörg, dóttir Sigurðar Sigurðsson
ar b. og Ingibjargar Ólafsdóttur en
hún var áður gift Jóni Jónssyni, presti
í Otradal.
Móðir Elísabetar var Þuríður Pét
ursdóttir, b. á Brúsastöðum í Þing
vallasveit Jónssonar.
34 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 20.–22. maí 2011 Helgarblað
Hermann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum
í Hamrahlíð 1971, BSprófi í líffræði
frá Háskóla Íslands 1976, M.Sc.prófi
í umhverfisvísindum frá Miami Uni
versity í Oxford í Ohio 1978 og dokt
orsprófi í umhverfis og auðlindahag
fræði frá Johns Hopkins University í
Baltimore í Bandaríkjunum 1983.
Hermann starfaði hjá National
Wildlife Federation í Washington
1977–78, var sérfræðingur hjá Land
græðslu ríkisins 1978–79 og hjá Wa
ter Resources Center í Washington
DC 1980 auk þess sem hann starfaði
tímabundið á vegum Tilraunastöðvar
Háskóla Íslands í meinafræði að Keld
um, Landmælinga Íslands, Raun
vísindastofnunar Háskóla Íslands,
Rannsóknarstofnunar landbúnaðar
ins og Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Hermann var deildarstjóri í iðn
aðarráðuneytinu 1983–87, aðstoðar
maður sjávarútvegsráðherra 1987–91,
ráðgjafi, ásamt öðrum með eigið fyrir
tæki, Nýsi hf, 1991–92, framkvæmda
stjóri Hollustuverndar ríkisins
1992–98, forstjóri þeirrar stofnunar
1998–2000 og starfsmaður umhverfis
ráðuneytisins í Brussel frá 2000–2004.
Hermann hefur haldið fjölda fyr
irlestra um orku og auðlindamál við
Háskóla Íslands og við Jarðhitaskóla
Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík.
Hann var formaður umhverfismála
nefndar ríkisstjórnarinnar 1983–84,
ráðgjafi Alexanders Stefánssonar
félagsmálaráðherra um umhverfis
mál 1983–87, sat í Norrænu embætt
ismannanefndinni um umhverfismál
1984–87, sat í stjórn Norræna iðnað
arsjóðsins 1985–87, var ritari stóriðju
nefndar ríkisstjórnarinnar 1983–87,
var stjórnarformaður Hollustuvernd
ar ríkisins 1988–92, formaður aflanýt
ingarnefndar sjávarútvegsráðuneytis
ins frá 1989–91, sat í Rannsóknarráði
ríkisins 1987–91 og sat í skipulags
og umhverfisnefnd varnarsvæða
1996–2000. Hermann sat í Norrænu
embættismannanefndinni um Mat
vælaöryggi 1997–2000, og er fulltrúi
Íslands í stjórn Umhverfisstofnunar
Evrópu frá 2007. Hann er meðlimur í
alþjóðafélagi umhverfis og auðlinda
hagfræðinga (AERE) og í Félagi við
skipta og hagfræðinga, Hins íslenska
náttúrufræðifélags, Gróðurs fyrir fólk
og Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Fjölskylda
Hermann kvæntist 28.7. 1979 Sól
veigu Láru Guðmundsdóttur, f. 13.11.
1956, sóknarpresti á Möðruvöllum,
en hún er dóttir Guðmundar Bene
diktssonar sem er látinn, ráðuneytis
stjóra í forsætisráðuneytinu, og k.h.,
Kristínar Claessen, læknaritara og
húsmóður.
Hermann og Sólveig Lára skildu
1994.
Börn Hermanns og Sólveigar
Láru eru Benedikt Hermann, f. 31.1.
1980; Kristín Anna, f. 7.7. 1988; Vigdís
María, f. 13.7. 1990.
Systkini Hermanns eru Vigdís
Magnea Sveinbjörnsdóttir, f. 11.1.
1955, kennari, gift Gunnari Jónssyni,
bónda á Egilsstöðum í Fljótsdal; Lóa
Kristín Sveinbjörnsdóttir, f. 1.11. 1961,
viðskiptafræðingur, gift Karli Konráð
Andersen lækni; Dagfinnur Svein
björnsson, f. 22.3. 1973, stjórnmála
fræðingur.
Foreldrar Hermanns eru Svein
björn Dagfinnsson, f. 16.7. 1927, fyrrv.
ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðu
neytinu, og k.h., Pálína Hermanns
dóttir, f. 12.9. 1929, húsmóðir.
Ætt
Sveinbjörn er sonur Dagfinns, dag
skrárfulltrúa Sveinbjörnssonar, b.
á Grímsstöðum í Landeyjum Guð
mundssonar, b. þar Sveinbjörnsson
ar. Móðir Dagfinns var Anna, systir
Ingibjargar, móður Ingvars Vilhjálms
sonar útgerðarmanns. Anna var dótt
ir Ólafs, b. á Bakka í Þykkvabæ Árna
sonar, bróður Guðbjargar, langömmu
Rúnars Guðjónssonar sýslumanns.
Móðir Sveinbjörns var Magnea
Ósk Halldórsdóttir, b. í Árbæ í Ölf
usi Jónssonar, hreppstjóra í Þor
lákshöfn Árnasonar, hreppstjóra á
Stóra–Ármóti, bróður Magnúsar á
Hrauni, langafa Aldísar, móður Ellerts
Schram, fyrrv. alþm., ritstjóra og for
seta ÍSÍ, og Bryndísar, leikkonu og
fyrrv. dagskrárgerðamanns. Magnús
var einnig langafi Magnúsar, föður
Magnúsar, bæjarstjóra í Vestmanna
eyjum og ráðherra, föður Páls, út
varpsstjóra RÚV. Magnús var sonur
Magnúsar, hreppstjóra í Þorlákshöfn
Beinteinssonar, lrm. á Breiðabólstað
Ingimundarsonar á Hólum Bergs
sonar, ættföður Bergsættar Sturlaugs
sonar. Móðir Árna var Hólmfríður
Árnadóttir, systir Valgerðar, formóður
Briemættar, en móðir Jóns var Helga
Jónsdóttir, lögsagnara á StóraÁrmóti
Johnsen, bróður Valgerðar, formóður
Finsenættar. Móðir Magneu var Þur
íður Magnúsdóttir, hreppstjóra í
Vatnsdal í Fljótshlíð, bróður Jóns, í
Þorlákshöfn.
Bróðir Pálínu var Steingrímur for
sætisráðherra, faðir Guðmundar
alþm. Pálína er dóttir Hermanns,
forsætisráðherra Jónassonar, b. og
smiðs í SyðriBrekkum í Akrahreppi
Jónssonar. Móðir Hermanns var Pál
ína ljósmóðir, systir Önnu, ömmu
Sigurðar Björnssonar bæjarverk
fræðings. Pálína var dóttir Björns, b.
á Hofsstöðum Péturssonar, og Mar
grétar, systur Þorkels, föður Þorkels
veðurstofustjóra og afa Sigurjóns Rist
vatnamælingamanns, föður Rann
veigar Rist forstjóra. Margrét var dótt
ir Páls Þórðarsonar, b. í Viðvík, bróður
Jóns á Hnjúki, langafa Jóns á Hofi, föð
ur Gísla menntaskólakennara. Bróð
ir Páls var Jón á Ytrahvarfi, langafi
Guðjóns B. Ólafssonar, forstjóra SÍS,
og Hallgríms, föður Hafliða selló
leikara og Jóhanns, föður Þórunn
ar Ash kenazy. Móðir Páls var Sigríð
ur Guðmundsdóttir, systir Jóhönnu,
langömmu þeirra bræðra, Hallgríms,
fyrsta forstjóra SÍS, Sigurðar, forstjóra
SÍS, og Aðalsteins Kristinssonar, for
stjóra hjá SÍS. Móðir Margrétar var
Guðný Björnsdóttir, systir Guðrún
ar, ömmu Páls Zóphóníassonar bún
aðarmálastjóra, föður Hjalta, fram
kvæmdastjóra hjá SÍS.
Móðir Pálínu var Vigdís Oddný,
dóttir Steingríms, byggingameist
ara í Reykjavík Guðmundssonar, b.
á Svalbarða á Álftanesi Runólfsson
ar. Móðir Vigdísar var Margrét, syst
ir Ingibjargar, ömmu Sigurðar Giz
urarsonar sýslumanns. Margrét var
dóttir Þorláks, útvegsb. í Þórukoti á
Álftanesi, bróður Sæmundar, lang
afa Tómasar, fyrrv. formanns SÍF, og
Guðlaugs, fyrrv. ríkissáttasemjara
Þorvaldssona og Ellerts Eiríkssonar,
fyrrv. bæjarstjóra. Þorlákur var son
ur Jóns, ættföður Húsatóftarættar
Sæmundssonar.
Hermann Sveinbjörnsson
Sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu
Þorgeir Pálsson
Prófessor við Háskólann í Reykjavík
60 ára á þriðjudag
70 ára sl. fimmtudag
Andrea Ósk Ragnarsdóttir
Heilbrigðisritari við Landspítalann
Birgitta Ýr Ragnarsdóttir
Húsmóðir í Reykjavík
Andrea fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hún var í Fellaskóla, stundaði nám við
förðunarskólann Face og útskrifaðist
þaðan, stundaði nám í bókhaldi við
Tölvu og viðskiptaskólann og síðan
nám í rekstrarfræði við Háskólann á
Bifröst.
Andrea hefur sinnt verslunar og
þjónustustörfum undanfarin ár. Hún
sinnir nú heimilistörfum og sækir
námskeið af ýmsum toga.
Fjölskylda
Sonur Andreu er Daníel Erik Aðal
steinsson, f. 26.8. 2001.
Systkini Andreu eru Lilja Ragn
arsdóttir, f. 5.10. 1963, hárgreiðslu
meistari, búsett í Kópavogi; Jóhann
Anton Ragnarsson, f. 19.7. 1970, út
gerðarmaður á Hellissandi; Birgitta Ýr
Ragnarsdóttir, f. 21.5. 1981, húsmóðir
í Reykjavík.
Foreldrar Andreu eru Ragnar Guð
jónsson, f. 6.4. 1945, útgerðarmaður í
Garðabæ, og Sigrún Margrét Sigurðar
dóttir, f. 25.6. 1957, húsmóðir.
Eiginkona Ragnars er María Ant
onsdóttir, f. 24.8. 1947, húsmóðir.
B irgitta fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breiðholtinu. Hún var í Fellaskóla og útskrifaðist frá
förðunarskólanum Face.
Birgitta hefur sinnt þjónustu og
umönnunarstörfum en er nú hús
móðir.
Fjölskylda
Maður Birgittu er Valur Jóhannes
Valsson, f. 30.6. 1980, dúklagningar
meistari.
Dóttir Birgittu og Vals er Margrét
Lilja Valsdóttir, f. 25.1. 2008.
Systkini Birgittu eru Lilja Ragn
arsdóttir, f. 5.10. 1963, hárgreiðslu
meistari, búsett í Kópavogi; Jóhann
Anton Ragnarsson, f. 19.7. 1970, út
gerðarmaður á Hellissandi; Andrea
Ósk Ragnarsdóttir, f. 21.5. 1981, nemi
í Reykjavík.
Foreldrar Birgittu eru Ragnar Guð
jónsson, f. 6.4. 1945, útgerðarmaður í
Garðabæ, og Sigrún Margrét Sigurðar
dóttir, f. 25.6. 1957, húsmóðir.
Eiginkona Ragnars er María Ant
onsdóttir, f. 24.8. 1947, húsmóðir.
30 ára á laugardag
30 ára á laugardag