Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Side 41
Viðtal | 41Helgarblað 20.–22. maí 2011
hljóma tilgerðarlega en læt það nú
samt flakka, þegar ég syng er eins og
ég sé í leiðslu. Það hægist á lífinu og
það skerpist. Ég gæti líkt tilfinning-
unni við bílslys þar sem tíminn líð-
ur einhvern veginn hægar rétt áður
en hamfarirnar skella á, eða þegar
íþróttamaður reynir við nýtt met. Ég
er líklega fullkomnunarsinni og þess
vegna geri ég svona mikið úr þessu
öllu saman,“ segir hann og hlær.
Vildi verða stórkostlega frægur
Bruce segist hins vegar ekkert endi-
lega þurfa á því að halda að vera á
sviði og finna fyrir þessari tilfinningu
þar.
„Hugmyndin um að stíga á svið
á hverjum degi það sem eftir er lífs
míns fyllir mig algerum hryllingi. Það
er helvíti fyrir mér. Það sem heillar
mig er að fá að gera þetta en um leið
að gera eitthvað nýtt og spennandi.
Þegar ég var yngri vildi ég verða stór-
kostlega frægur og þá sá ég líklega
fyrir mér þessa draumsýn en þá vissi
ég heldur ekki hvað það er mikið af
óþarfa rugli sem fylgir með.“
Það er ekki að furða að Bruce
sé jafn lífsglaður og raun ber vitni.
Hann finnur nefnilega fyrir þessari
sömu tilfinningu og hann finnur fyr-
ir á sviðinu þegar hann sinnir áhuga-
málum sínum. Bruce er þekktur fyrir
að hafa áhuga á ótalmörgu og fram-
kvæma allt það sem hann dreymir
um. Meðan hann spilaði með Iron
Maiden keppti hann líka í skylming-
um, skrifaði bækur, gekk á fjöll og
lærði flug. Hann talar hratt og hugsar
hratt, það finnst blaðamanni augljóst
þar sem hann situr á móti honum.
Hann hefur greinilega meiri orku en
meðalmaður.
Safnar ekki frímerkjum
„Ef þú hugsar um það þá geturðu sagt
það sama um hverja manneskju sem
þú hittir, áhugamálin eru bara mis-
jöfn og krefjast mismikillar orku. Ég
safna til dæmis ekki frímerkjum,“ seg-
ir hann og skellir upp úr. „Það hent-
ar mér ekki. Flestir hafa mörg áhuga-
mál og skyggnast inn í ýmsar hliðar
heimsins, staðreyndin er sú að heim-
urinn er fullur af frábæru fólki. Það
vill síðan svo til að áhugamál mín eru
svona svolítið á jaðrinum,“ segir hann
og glottir. Svo er ég auðvitað í frægri
rokkhljómsveit, þá eru allir tilburð-
irnir í einhverjum ljóma.“
Bruce segist reyndar hafa tekið
eftir því að flugmenn og -konur séu
yfirhöfuð svolítið framkvæmdaglatt
og dreymið fólk. „Ég hef tekið eftir því
að flugmenn eiga sér oftast fjölmörg
áhugamál og sinna þeim af metnaði.
Ég þekki til dæmis tvo flugmenn sem
voru einu sinni heilaskurðlæknar og
ákváðu svo að gerast flugmenn. Það
er auðvitað magnað og líklega engin
tilviljun.“
Misbýður ekki sjálfum sér
Bruce ber það ekki með sér að vera
ofurseldur rokkinu og lifir engu rokk-
stjörnulíferni. Hann er giftur og á
þrjú börn sem yfirgefa brátt hreiðrið,
á aldrinum 17–21 árs. „Þau segjast
reyndar ekki vera að verða fullorð-
in,“ gantast hann með. „Þau segja að
það sé ég sem er að verða fullorðinn.
Það segja þau að minnsta kosti. Hvað
er það annars að lifa rokkstjörnulíf-
erni?“ spyr hann. „Að misbjóða sjálf-
um sér? Ég er rokkari af því að ég
elska að koma fram og segja fólki sög-
ur, en þegar allt er yfirstaðið hugsa ég
stundum til Captain Kirk í Star Trek.
Mikið væri fínt ef ég gæti sagt: Beam
me up, Scottie! og ég væri kominn fyr-
ir framan sjónvarpið heima hjá mér
með kaldan bjór og poka af flögum.
Ég læt aðra um rokkstjörnulífernið.
Ef ég vil misbjóða sjálfum mér geri ég
það í mínum frítíma. Ég hef hins vegar
afskaplega takmarkaðar leiðir til þess,
ég get til dæmis ekki drukkið mikið
því ég er svo smávaxinn,“ segir hann
og hlær. „Ég elska bjór en ég er lítill
og ef ég drekk of mikið af bjór þá verð
ég bara afvelta. Ágætis hraðahindrun
það, enda finnst mér gott að vakna á
morgnana og líða vel í kroppnum.“
Sparkað úr skólakórnum
En vissi Bruce að hann bjó yfir svo
voldugri rödd? „Ég get sagt þér að
ég vissi að ég hefði ekki rödd í nokk-
uð annað, mér var sparkað úr skóla-
kórnum fyrir að vera með stæla,“ seg-
ir hann og glottir. „Ég hef alltaf verið
svolítið óður og það hefur ef til vill ýtt
mér í rokkið frekar en eitthvað annað.
Það erfiðasta við það að syngja
er að finna eigin rödd, það er erfið-
ara ef þú ert með góða rödd, reynd-
ar er hallærislegt að tala um góða eða
slæma rödd. En við getum tekið leik-
ara sem dæmi, þeir eru margir hverjir
með þaulæfða og góða rödd og góðir
söngvarar. En geta þeir sungið í rokk-
sveit? Það getur verið erfitt fyrir þá
því þeir hljóma oft eins og þeir séu að
syngja í Cats eða Óperudraugnum.
Er Lemmy með góða rödd? Nei, en
hann er Lemmy, sjáðu til.“
Hermdi eftir Ian Gillan
Bruce segist hafa kennt sjálfum sér að
syngja. „Ég lærði með því að herma
eftir hetjunum mínum. Ég komst til
dæmis að því að ég gat hljómað nærri
því eins og Ian Gillan og fannst það
stórkostlegt. Þannig læra allir, þeir
herma og ná upp tækni. Rétt eins og
börn byrja að læra að tala. Tónlistin
á sér ákveðið tungumál og á bak við
hverja hetju sem þú hermir eftir eru
10 aðrar sem sú hetja hermdi eftir.
Þeir sem vilja læra að syngja komast
fljótt að þessu, þetta er skapandi ferli
sem margir finna sína eigin rödd í.
Tónlistarmenn sem aðrir listamenn.“
Hræddur við eigin rödd
Bruce fann hins vegar ekki eigin rödd
fyrr en hann fór langt út fyrir þæg-
indahring sinn. „Ég var að vinna við
eina af fyrstu plötunum mínum og
einn þeirra sem voru að útsetja hana
fyrir mig bað mig um að reyna nokk-
uð nýtt. Ég reyndi á röddina og færði
hana hærra en nokkru sinni fyrr. Öll-
um fannst það meiri háttar. Þetta er
það besta sem þú hefur gert, sögðu
allir við mig. En ég var ekki á sama
máli. Ég þoldi ekki þessa nýju rödd
vegna þess að ég hafði ekki hugmynd
um hvernig ég ætti að ná að gera þetta
aftur, mig skorti tæknina til að herma
eftir sjálfum mér,“ segir hann og hlær.
„En síðan kom þetta smátt og
smátt. Þetta er eins og dýr sem sér
sjálft sig í spegli. Það verður dauð-
hrætt við að sjá spegilmyndina,
þannig er það með okkur þegar við
finnum út einhvern sérstakan sann-
leika um okkur sjálf. Þá er mannlegt
að við verðum hrædd. Ég náði hins
vegar kjarkinum fljótt og hermdi eftir
þessum nýja mér þangað til ég hafði
náð tökum á honum eins og ég hafði
gert með gömlu hetjurnar.“
„Við erum risaeðla“
Aðdáendur Iron Maiden eru ótrú-
lega breiður hópur fólks, vill Bruce
meina. „Við höfum verið til í yfir 30 ár
og margir aðdáenda okkar eru ungir,
13–18 ára. Það er frábært og gott til
þess að vita að við eigum framhalds-
líf. Við erum eins og Dr. Who,“ segir
hann og hlær og vísar í bresku þætt-
ina um Dr. Who þar sem aðalsögu-
hetjan endurnýjar sig fyrir hverja nýja
kynslóð áhorfenda í sjónvarpi. „Hluti
aðdáenda okkar er tryggur og hef-
ur fylgt okkur árum saman. Þetta er
töfrablandan,“ segir hann.
„Við erum góðir í því að skemmta
fólki, að fara á tónleika með okkur er
eins og að fara á fótboltaleik i heims-
klassa. Við búum til okkar eigin heim
á sviðinu og það er dýpt í tónlistinni
vegna þess að hún er hluti af þrjátíu
árum af sögu rokksins.
Það er skortur á hlutum í þessum
heimi sem hafa dýpt, allt verður til
með svo miklum hraða og deyr fljótt.
Ég er stoltur af þeirri staðreynd að
Iron Maiden er í þessum heimi nokk-
urs konar risaeðla. Ofvirk T-rex risa-
eðla. Risaeðlur voru magnaðar lífver-
ur,“ segir Bruce og minnir blaðamann
á myndirnar Jurassic Park. „Þær voru
jafn vinsælar og raun ber vitni af því
að fólk hugsaði með sér: Væri ekki
frábært ef við gætum séð þetta allt
einu sinni enn? Það er erfiðara og
erfiðara að móta eitthvað sem verð-
ur að litlum heimi því til þess þarftu
nógan tíma og einbeitta athygli fólks
og þetta tvennt er ekki auðvelt að fá
í dag.“
Tónlistin er einskis virði
Bruce vill meina að það sé ekki nóg
að slá í gegn og verða frægur. Það
þurfi að hafa töluvert mikið fyrir sam-
bandinu við aðdáendurna. Sam-
bandinu við hvern og einn einasta
þeirra, leggur hann áherslu á.
„Internetið var mikil stoð í þessu
fyrir nokkrum árum en sú stoð er
varla lengur til staðar. Flóðið af góðri
tónlist og góðum böndum er svo
mikið, athyglin dreifist og það verður
ómögulegt að gera upp á milli. Þegar
upp er staðið er staðan nákvæmlega
eins og áður en netið kom til sög-
unnar. Það á sér enginn lengur eina
uppáhaldshljómsveit.
Hluti vandans felst í því að fólk fær
ekkert borgað fyrir að búa til tónlist
lengur nema það hafi öðlast súper-
frægð og fari í tónleikaferðalög. Tón-
listin er einskis virði en minjagripirn-
ir kosta milljón,“ segir hann og hlær
og á við að um leið og tónlistarmenn
geta ekki selt tónlistina verði þeir að
selja eitthvað annað. „Þess vegna eru
tónleikaferðalög svo mikilvæg,“ bætir
Bruce við. „Það sorglega er að mörg
þessara ungu og hæfileikaríku banda
þrífast ekki. Það eru engir peningar,
ekki að það nái að stöðva listamenn,“
segir hann og ranghvolfir augunum.
„Ef ég líki þessu við aðra list-
grein þá mætti ímynda sér að það
væri jafnstórt flóð af bókum og tón-
list á netinu. Þú þyrftir ekki að fara
út í bókabúð til að kaupa nýju Harry
Potter-bókina, þú gætir bara halað
henni niður á Kindle-inn þinn vik-
unni áður en hún á að koma út og
það alveg frítt. Þegar svo er komið þá
er það varla þess virði að skrifa bækur
lengur. Rithöfundurinn myndi ef til
vill setjast niður og skrifa einn kafla
og segja svo: Ef fólki líkar fyrsti kafl-
inn, þá skrifa ég þann næsta.“
Amatör á ný
Bruce er í mögnuðu formi enda æfir
hann enn skylmingar og stundar úti-
vist af kappi. Til stóð að hann keppti
með enska landsliðinu á Ólympíu-
leikunum 1986 en hann gat það ekki
vegna þes að hann þurfti að túra með
Iron Maiden.
Þá hellti hann sér í bókaskrif og
skrifaði um Iffy Boatrace. Bækurnar
um Iffy skrifaði hann í rútunni meðan
sveitin túraði um heiminn og þegar
hann hafði skrifað kafla var hann svo
hrifinn að hann krafðist þess að lesa
hann fyrir sveitarmeðlimi og aðra við-
stadda sem fór víst svona ægilega í
taugarnar á öllum. Þrátt fyrir að hinn
orkumikli Bruce tæki alla á taugum
með útrásarorku sinni urðu þeir reiðir
þegar hann ákvað að hætta í bandinu.
Hann breytti viðhorfi sínu þegar hann
sneri til baka fimm árum síðar.
„Þegar ég gekk aftur til liðs við
bandið þá var það með breyttu hug-
arfari. „Ég hætti að berjast gegn sjálf-
um mér. Ég sagði við sjálfan mig að
slaka á og njóta þess að vera með
þeim og minnti mig á að við værum
virkilega að gera eitthvað skapandi.
Það eru fá bönd eins og Iron Maiden
í heiminum og það eru forréttindi
að vera með slíkri sveit. Ég tók síðan
meðvitaða ákvörðun um að verða
amatör á ný.
Þú byrjar á því að vera amatör í
sannri merkingu þess orðs. Að vera
amatör er ekki að vera byrjandi, ekki
eingöngu. Það er að elska að gera eitt-
hvað. Þessi ástríða fær þig til að gera
eitthvað að ævistarfi og svo ferðu í
hringi. Þú eltir eigið skott, nema hvað
hringurinn verður vonandi meira að-
laðandi fyrir þig og aðra,“ segir hann
og hristir höfuðið meðan hann hlær.
Þarf ekki að glíma við hálfvita
„Ef þú getur áttu bara að gera það sem
þú vilt. Ef ég get það, þá geri ég það. Ef
ég get ekki gert það vegna einhverra
ástæðna, kannski vegna líkamlegrar
fötlunar, þá verð ég að finna eitthvað
annað sem ég hef ástríðu fyrir. Ég
neita að lifa lífinu og láta mér leiðast.
Ég trúi því að það sé nóg af störfum og
áhugamálum í heiminum fyrir alla til
að vera í essinu sínu.
Auðvitað er fullt af ferlega leiðin-
legum störfum, svo sem að grafa
skurði og þrífa klósett. Þetta ættu að
vera hálaunastörf! Reyndar lang-
ar mig núna allt í einu að fara ofan í
holræsi. Það gæti verið spennandi,“
segir Bruce með svolítinn brjálæðis-
glampa í augum.
„Eina ástæðan fyrir því að þú
raunverulega reynir á þig er ástin. Ef
það væri bara fyrir peninga þá væri
þér skítsama. Einhver sagði mér að
Steven Tyler, einn dómaranna í Am-
erican Idol-keppninni, fengi 15 millj-
ónir dollara fyrir að dæma í keppn-
inni í næstu þremur þáttaröðum. Það
er skítnóg af peningum, sagði ég þá.
Myndi ég skrifa undir slíkan samn-
ing? Aldrei í lífinu, ég hef sko miklu
meira við tíma minn að gera. Lifa líf-
inu, hitta vini mína og vinna. Já, ég
vinn mikið, túra og flýg en það sem
gerir þetta allt saman svo mikils virði
er að ég fæ að vera með fólkinu sem
ég er með. Greyið Steven Tyler þarf
að glíma við algera hálfvita á með-
an hann rakar inn peningunum. Það
þarf ég ekki að gera.“
Róar og skemmtir farþegum
Bruce er ekki hræddur við nokkurn
skapaðan hlut. „Ekki nema sjálfan
mig,“ tekur hann fram. Hann seg-
ist hins vegar fyllilega skilja þá sem
hræðast og gerir sér far um að tala
við þá sem haldnir eru ótta við að
fljúga. „Ég fer og kynni mig sem flug-
stjóra, býð farþeganum að skipta um
sæti, tala við hann um sætið sem
hann situr í. Myndi hann vilja færa
sig? Stundum á ég það til að syngja,
ef þannig liggur á mér og rétta stemn-
ingin er í vélinni,“ segir hann.
„Flughræðsla snýst um að missa
stjórnina. Enginn vill það í raun en
þeir sem eru haldnir ótta við að fljúga
hræðast það enn meir en aðrir. Svo
eru þeir festir með sætisól í þokka-
bót. Þeim sem eru hræddir þykir gott
að kynnast aðeins þeim sem heldur
um stjórnvölinn. Þeim finnst þeir þá
fá hlutdeild í stjórninni. Ég býð þeim
líka að skoða stjórnklefann og útskýri
fyrir þeim hvers vegna flugvélin hrist-
ist stundum til í vindhviðum, hvaða
ógnarhávaða hjólabúnaðurinn getur
framleitt og svo framvegis.“
Lætur ekkert stöðva sig
Bruce segist líka vera amatör í flug-
inu. „Ég elska ævintýri og leiðangra,
ég er auk þess mikið fyrir að ná sett-
um markmiðum og sumum finnst ég
líklega óþolandi. Ef þú ert andlega
sinnaður og vilt ganga upp á fjalls-
topp þá væri ég allra versti ferðafélag-
inn. Ég myndi byrja á því að spyrja:
Hvað var sá síðasti sem gekk upp á
þetta fjall lengi að því? Gefið að ég
fái eitthvert svar við því þá verð ég
að keppast við að ganga upp á fjallið
á skemmri tíma. Svo tala ég og mala
alla leiðina upp á fjallstopp og geri
ferðafélagann alveg gráhærðan.“
Ég get bara ekki að þessu gert,“ seg-
ir hann og skellir upp úr. „Ég er alltaf
jafn spenntur fyrir fluginu, tónlistinni
og skylmingum. Það er alltaf eitthvað
nýtt að læra og það verður alltaf þann-
ig, eigin takmörk, náttúran, ný tækni.
Síbreytilegt ævintýri. Ég ætla að gæta
þess að það verði þannig alla ævi, en
þeir eiga nú samt örugglega eftir að
stöðva mig einhvern tímann. Þú ert
blindur, eiga þeir eftir að segja. Þú
mátt ekki fljúga lengur,“ segir hann
og setur upp skeifu. „Það eru reynd-
ar tveir flugmenn sem fljúga og eru
blindir þannig að ég get gert það sem
ég vil,“ segir hann og skellir upp úr.
*Athugasemd ritstjórnar. Tekið skal fram
að Bruce Dickinson bauð blaðamanni og
ljósmyndara DV til London á kostnað
Iceland Express.
„Ég elska
bjór en
ég er lítill og
ef ég drekk of
mikið af bjór
þá verð ég
bara afvelta.
„Ég er stoltur af
þeirri staðreynd að
Iron Maiden er í þessum
heimi nokkurs konar risa-
eðla. Ofvirk T-rex risaeðla.
M
y
n
d
S
IG
TR
y
G
G
u
R
A
R
I