Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Side 42
42 | Lífsstíll 20.–22. maí 2011 Helgarblað
Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040
Sitness
Kr. 39.900,-
Góðir fyrir bakið!
Veltikollar og hnakkstólar
w
w
w
.h
ir
zl
an
.i
s
Body Balance
Kr. 39.900,-
Bonanza
Kr. 65.900,-
svart leður
Í
slendingar hafa löngum verið mjög
hrifnir af því að byggja palla til að
minnka viðhaldið á garðinum en í
þessum efnum er hægt að fara aðr-
ar leiðir. Til dæmis getur verið einstak-
lega fallegt að nota grjót og möl til að
gera garðinn fallegan og þetta kostar
lítið viðhald.
Japanir eiga sína zen-garða þar
sem mölin er notuð í stað grass og
svo er þetta rakað eftir kúnstarinnar
reglum. Þó að amatör garðhönnuður á
Íslandi gangi kannski ekki svo langt að
raka mölina í garðinum í takt við tómið
er sniðugt að nota zen-garða sem inn-
blástur fyrir hönnun á lítilli lóð.
Einnig er fallegt að koma gróðri fyr-
ir á milli stórra steina, leggja stéttar og
hellur og skreyta með pottablómum
og trjám. Í mörgum tilfellum ætti að
vera óþarfi að rífa upp mosa því hann
getur verið mjög fallegur og þá er fal-
legt að nota hann með öðrum gróðri,
til dæmis í pottum.
Speglar, kamínur og tjarnir ásamt
flottum garðhúsgögnum eru stolt
hvers garðeiganda og í ágúst getur ver-
ið ákaflega fallegt að hengja jólaser-
íuna út til að lýsa upp sumarnóttina.
Hér eru nokkrar myndir sem gefa
góðar hugmyndir að skemmtilegri
garðhönnun.
Fegraðu
garðinn
með grjóti og möl
Möl í garðinn Hellur, möl og gróður fara
fallega saman sé rétt að þessu staðið.
Náttúrusteinn Tröppur úr náttúru-
steini eru fallegar í litlum garði. Hellusteinar notaðir
til að móta Mótaðu með
hellusteinum og gróðursettu
fallegar plöntur eða lítil tré í
mölinni.
Skemmtileg
útfærsla Viður og
möl í skemmtilegum
bakgarði.
Slípaðir steinar Víða má fá fallega slípaða
steina til þess að nota til skrauts.
Um leið og sólin hækkar fara garðálfar á stjá og byrja að taka til í garðinum eða hanna hann upp á nýtt:
Gosbrunnur
í garðinn
Það eru til margs konar gerðir af skemmti-
legum gosbrunnum sem njóta sín vel í litlum
sem stórum görðum. Bæði geta þeir verið
niðurgrafnir eða frístandandi eins og þessi
fallegi gosbrunnur sem hér sést en hann
er úr náttúrusteini. Gosbrunna er bæði
hægt að kaupa hér sem erlendis og eru þeir
til mikillar prýði í garðinum og gefa góða
stemningu.
Vorganga á
Seltjarnarnesi
Klukkan 20.00 miðvikudaginn 25. maí
verður farið í fyrstu garðgönguna á vegum
Garðyrkjufélags Íslands. Þetta verður
vorblómaganga þar sem laukar og primulur
í blóma verða skoðaðar. Leiðsögn verður í
höndum Elínar Snorradóttur og Vilhjálms
Lúðvíkssonar en endað verður í Urtagarð-
inum á Nesi. Áhugasamir eiga að mæta við
Nesstofu á Seltjarnarnesi klukkan 20.00
stundvíslega.
Ekki klippa
öspina
Færst hefur í vöxt að garðeigendur klippi
eða sagi ofan af háum trjám, sérstaklega
ösp. Þetta er miður og ekki til eftirbreytni.
Kollun, eins og þetta kallast, eyðileggur
möguleika trjánna til að vaxa eðlilega. Nýjar
greinar keppast við að mynda nýjan topp,
fjöldi greina vex fram með lélega festu í
stofninum, vaxtarlag trésins skekkist og
ójafnvægi myndast í krónunni. Ef um aspir
er að ræða getur kollunin orðið til þess að
aspirnar reyni að endurheimta greinamiss-
inn með því að senda upp rótarskot víðs
vegar um garðinn.
Dagblöð á
illgresið
Fólk er ávallt að reyna að finna auðveldar
leiðir til að losna við illgresi úr garðinum en
ein leiðin er að nota dagblöð. Ef eitthvert
beðið er til dæmis fullt af arfa sem þú nennir
ekki að reita þá er hægt að vökva illgresið
vel, dreifa svo úr dagblöðum yfir það svo að
sólin komist ekki í gegn og strá svo til dæmis
tréspæni yfir. Þetta gerir það að verkum að
illgresið deyr.
Slakað á í
hengirúminu
Marga dreymir um að eiga flott hengirúm
þar sem hægt er að slaka á í garðinum og
lesa góða bók eða jafnvel sofna. Hengirúm
sóma sér líka vel á veröndinni eða pallinum
en þá er bara um að gera að taka þau inn
yfir veturinn. Hægt er að fá margar gerðir
af hengirúmum, bæði hefðbundin og svo
flóknari gerðir sem þurfa meira rými. Á
heimasíðunni hammocks.com er hægt
að skoða mikið úrval hengirúma og fá
skemmtilegar hugmyndir. Krakkarnir elska
líka hengirúm.