Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 43
G
leði er einkennandi í sum-
artískunni,“ segir Ellen
Loftsdóttir stílisti. „Ég hef
líka tekið eftir því hversu
vinsælt suðuramerískt handbragð
er. Í þeim mynstrum leynast skær-
ir litir sem eru fallegir í þessu róm-
antíska samhengi. Dæmi um þetta
eru handsaumaðir flíkur frá Perú,
einstaklega fallegar. Ég hef líka
tekið eftir því að kringlótt sólgler-
augu eru vinsæl núna og blóma-
mynstur. Það er til dæmis flott að
fara í pils og skyrtu við með sitt-
hvoru blómamynstrinu.“
Ellen segir skó með bæði þykk-
um hæl og botni halda vinsældum
sínum. „Það er klassískt að vera í
grófari skóm við fínlegri flíkur og
ég er líka hrifin af höttum. Sjálf
get ég ekki verið með þá en finnst
alltaf skemmtilegt að sjá aðra bera
þá.“
Ellen segir skæra liti og litadýrð
haldast í hendur við afslappað og
náttúrulegt yfirbragð. „Appelsínu-
gulur varalitur er heitur í sumar
og skær naglalökk. Morange-litur-
inn frá MAC virðist til dæmis vera
að slá í gegn. En annars er fólk að
hætta að fara langt frá eigin útliti,
það leyfir náttúrulegum háralit að
njóta sín og húðinni líka. Það er
ekki verið að nota mikið af efnum
í hárið eða á húðina og útkoman er
því afslöppuð og náttúruleg.“
Vínrauður er tískuliturinn
Stefán Svan hjá Sævari Karli hef-
ur starfað í tískubransanum árum
saman. Hann segist alltaf feginn
því að sjá litadýrð og frjálslegri
snið yfir sumartímann. Í sumar
segist hann hrifnastur af ljósum
fallegum litum, beinhvítum, sand-
litum og kamel. „Þessum litum er
teflt gegn gallaefni, dekkri litum,
svo sem dökkbláum, ljósbláum,
fjólubláum, bleikum og svo tísku-
litnum vínrauðum. Vínrauði lit-
urinn verður ráðandi í sumar og
verður áfram vinsæll næsta vetur.“
Stefán spáir, eins og Ellen,
þykkbotna skóm og kringlóttum
sólgleraugum vinsældum í sumar.
„Gleraugun eru að minnka, þau
eru að verða kringlóttari. Ray-Ban
eru með gleraugu í þessum stíl,
með hálfhring niður. Ég sé alltaf
fyrir mér svona flugorrustumenn
frá fjórða áratugnum. En síðan eru
þessi risastóru býflugnagleraugu
svolítið á leiðinni út.“
Siglingaföt og strandarfílingur
þykir Stefáni líka alltaf klassískur.
„Hann er klassískur strandarfíl-
ingurinn, röndóttar peysur og bol-
ir. Það væri gaman að sjá röndóttu
flíkurnar í jökkum og pilsum frekar
en bolum og peysum. Svo er gam-
an að sjá að það er einhver gamall
fimmta áratugs amerískur sjarmi
yfir tískunni sen mætti líkja við
háskólaíþróttastemningu, jafnvel
rugbyfíling, peysur yfir öxlum og
þannig lagað.“
Lífsstíll | 43Helgarblað 20.–22. maí 2011
Hvað er að gerast?
n FM Belfast á Nasa
Stuðhljómsveitin FM Belfast verður með
magnaða tónleika á Nasa á föstudag-
ksvöldið. FM Belfast sló fyrir þó nokkru
í gegn á Íslandi og á virkilega tryggan
aðdáendahóp. Hljómsveitin ætlar að slá
upp mikilli veislu á Nasa en fram kemur
einnig Prins Póló. Miðinn kostar ekki nema
þúsund kall í forsölu en fimmtán hundruð
við hurðina.
n Bryndís tekur Janis
Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir
mun halda tónleika á laugardagskvöldið
þar sem hún túlkar hina mögnuðu Janis
Joplin ásamt hljómsveit. Bryndís sló í gegn
sem Janis í sýningu um líf hennar sem sýnd
var lengi í Íslensku óperunni. Var Bryndís
tilnefnd til Grímunnar sem besta söng-
kona ársins fyrir þá sýningu. Tónleikarnir á
laugardagskvöldið hefjast klukkan 20.00,
miðinn kostar 2.900 krónur og er til sölu á
midi.is.
n Ólöf og Skúli opna listahátíð
Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds sjá um
opnunartónleika Listahátíðarinnar í ár.
Þau tvö hófu samstarf sitt árið 2005 þegar
Skúli fékk Ólöfu til liðs við sig við gerð Seríu
I. Þar hófst náið samstarf sem hefur leitt af
sér fjórar hljómplötur í heild. Tónleikarnir
fara fram í Norðurljósasal Hörpu og hefjast
klukkan 21 en miða er hægt að nálgast á
midi.is.
n Kaufmann og Sinfó
Einn fremsti óperusöngvari samtímans,
þýski tenórinn Jonas Kaufmann, kemur
fram á stórglæsilegum tónleikum ásamt
Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð
í Reykjavík á laugardaginn. Tónleikarnir
fara fram í Eldborg, aðalsal Hörpu, og mun
Kaufman þar meðal annars syngja þekktar
aríur úr óperunum Carmen og Cavalleria
Rusticana. Tónleikarnir, sem eru hluti af
Listahátíð í Reykjavík, hefjast klukkan 17.00.
Uppselt er á þá.
n Tangótónleikar í Salnum
Kristjana Arngrímsdóttir heldur tangó-
tónleika í tilefni af útgáfu geisladisksins
Tangó fyrir lífið. Með henni leika þau Daníel
Þorsteinsson, Hjörleifur Örn Jónsson, Lára
Sóley Jóhannsdóttir, Páll Barna Szabó og
Pétur Ingólfsson. Gestir Kristjönu verða
börn hennar, Ösp og Örn Eldjárn. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 20.00 og kostar miðinn
3.000 krónur. Nánari upplýsingar á midi.is.
n Hlustendaverðlaun FM957
Á laugardagskvöldið fara fram tón-
listarverðlaun FM957 en þau verða haldin
í Silfurbergi í Hörpu. Á hátíðinni verður allt
uppáhaldstónlistarfólk hlustenda FM957
verðlaunað auk þess sem fjöldi listamanna
stígur á svið. Veitt verða verðlaun í sjö
flokkum. Hægt er að kaupa sér miða á há-
tíðina á midi.is. Veislan hefst klukkan 21.00
og kostar miðinn auðvitað 1.957 krónur.
n Caribou á Nasa
Hinn eini og sanni Caribou kemur fram á
Nasa á sunnudagskvöldið á Nasa. Caribou
er sviðsnafn Daniels Victors Snaith sem
einnig er þekktur undir nafninu Manitoba.
Hann breytti nafninu úr Manitoba í Caribou
árið 2004. Síðustu tvær plötur Caribou hafa
hlotið einróma lof gagnrýnenda. Andorra
(2008) fékk meðal annars kanadísku Pol-
aris-verðlaunin. Miðaverð er krónur 3.800
en tónleikarnir hefjast klukkan 22.00.
20
maí
Föstudagur
21
maí
Laugardagur
22
maí
Sunnudagur
Gleði og litadýrð
í sumar
Stefán Svan í Sævari Karli spáir því að vínrauður
verði sterkur litur í sumar og verði áfram vinsæll
næsta vetur, skór með þykkum botni og kringlótt sól-
gleraugu. Ellen Loftsdóttir stílisti segist hrifin af
suðuramerísku handbragði, skærum litum, kringlótt-
um sólgleraugum og afslöppuðu og náttúrulega yfir-
bragði. Bæði telja þau gleði einkenna tískuna í sumar.
Skærir litir og rómantík Ellen Lofts-
dóttir stílisti er hrifin af suðuramerísku
handbragði í tískunni. Skærir litir, jafnvel
neonlitir finnast í mynstruðum, hand-
gerðum flíkum frá Perú.
Feginn að sumarið sé komið Stefán
Svan hjá Sævari Karli gleðst alltaf yfir
sumartímanum og þeirri litadýrð sem
honum fylgir.
Skærir litir á varir og neglur Appelsínurauðar varir eru heitar í sumar. Tískuvaraliturinn í
sumar er frá MAC og kallast Morange.
Kringlótt sólgleraugu Bæði Ellen og
Stefán nefna að kringlótt sólgleraugu verði
vinsæl í sumar.
Mynstur, hattar og sólgleraugu
Skemmtileg mynstur sem minna á Suður-
Ameríku, hattar og sólgleraugu.
Falleg taska Hippaleg taska undir suðuramerískum áhrifum.
Siglingatíska Hér er röndótt pils við
brúna blússu falleg samsetning. Stefán
mælir með því að reyna að útfæra klassíska
tísku á frumlegan máta.
Ray-Ban-sólgleraugu Þessi eru frá Ray-
Ban og heita Club-master.