Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Qupperneq 44
44 | Lífsstíll 20.–22. maí 2011 Helgarblað
E
sjan er eðlilega efst á blaði
þegar kemur að fjöllum til að
ganga á. Gönguleiðin upp frá
Mógilsá áleiðis upp á Þverfells-
horn er án efa fjölfarnasta göngu-
leið landsins. Vitað er að tugir þús-
unda ganga þarna upp ár hvert og
nær öruggt að fólk er á ferð í fjallinu
hvern einasta dag ársins hvernig sem
viðrar.
Gönguleiðin á Þverfellshornið
greinist í tvennt skammt ofan við
Mógilsá og liggur önnur leiðin til
hægri yfir brú en hin beint áfram
upp fjallið yfir svonefnda Einars-
mýri. Ástæða er til þess að biðja fólk
að ganga ekki yfir mýrina heldur fara
frekar yfir brúna og nota göngustíg-
inn sem þar liggur því landspjöll í
mýrinni fara vaxandi.
Í 600 metra hæð er komið að
stórum steini með skilti sem á stend-
ur Steinn. Margir láta sér nægja að
fara að Steininum en þaðan eru 150
hæðarmetrar í viðbót upp á hið eig-
inlega Þverfellshorn og liggur leiðin
gegnum klettabelti þar sem keðjur
og tröppur hafa verið settar göngu-
mönnum til stuðnings.
Steinninn gegnir merkilegu hlut-
verki því margir taka á sér tímann
þangað upp og það er til dæmis út-
breidd viðmiðun að sá sem kemst
upp að Steini á sléttum klukkutíma
eða minna sé fær í flestar fjallgöngur.
Taka skal fram að allar slíkar tíma-
tökur miðast við eystri leiðina en
ekki þá beinu yfir mýrina. Sá sem fer
upp að Steini á undir 50 mínútum er
í feiknalega góðu formi og betra eftir
því sem tíminn er skemmri.
Þótt þetta sé vinsælasta göngu-
leiðin á Esjuna er einnig vinsælt að
ganga á Kerhólakamb. Þá er ekið út
af við veðurathugunarmastur rétt
áður en komið er að Esjubergi og
lagt fyrir austan túnið. Síðan liggur
leiðin eftir skýrum stíg inn í gilkjaft
Gljúfurár og þaðan upp úr gilinu og
svo beina stefnu upp bratta hlíð allt á
tind Kerhólakambs.
Móskarðshnúkar sem rísa í röð
austan við Esjuna eru einnig vinsælir
af fjallgöngufólki enda frábærlega
skemmtileg ganga. Ekið er að bænum
Hrafnhólum af Mosfellsheiði og síðan
meðfram túni að sumarbústöðum
frammi í dalnum og þar hefst gangan.
Brekkan er bæði löng og brött og þeg-
ar komið er upp þarf að þræða brattar
skriður með óskýrum stíg svo segja
má að þetta sé fyrir aðeins lengra
komna. Útsýnið af
Móskarðshnúkum er
afar fagurt en þar sér
yfir nýstárlegt lands-
lag í dölum Esjunnar
og afkimum Kjósar.
Fjöll fyrir byrjendur
Þeir sem eru að hefja
feril sinn í fjallgöng-
um einbeita sér oftast
að lægri fjöllum og
má nefna Helgafell við
Hafnarfjörð, Úlfars-
fell, Mosfell, Helga-
fell í Mosfellssveit og
Húsfell sem dæmi um
lág og viðráðanlega
fjöll. Greinarhöfundur
þekkir Mosfellinga sem hafa fyrir sið
að ganga á Úlfarsfellið eða Helgafellið
nær hvern dag fyrir eða eftir vinnu og
hafa náð að bæta líkamsþjálfun sína
verulega. Þannig er hægt að taka ást-
fóstri við eitthvert fjall og gera það að
sínum persónulega einkaþjálfara. Sá
sem gengur á sama fjallið dag hvern
hefur þar einnig handhæga viðmiðun
og getur auðveldlega fylgst með fram-
förum sínum.
Síðan þegar mönnum vex kraftur
og ásmegin færa þeir sig upp á skaftið
og upp á önnur fjöll og erfiðari og
áður en maður veit af eru fjallgöngur
og útivist orðið manns aðaláhugamál
og lífsstíll.
Sá sem vill ná árangri, bæta þol
sitt og ef til vill létta sig ætti að setja
sér markmið eða áætlun til nokkurra
mánaða eða eins árs og raða fjöllum
upp eftir erfiðleikastigi. Ágætt er að
gera sér eins konar dagbók og reyna
þannig að skapa sjálfum sér nauðsyn-
legt aðhald. Einnig er hægt í byrjun
árs að gerast þátttakandi í margvís-
legum verkefnum sem Ferðafélag Ís-
lands, Útivist og fleiri bjóða fólki upp
á og vara allt árið eða hluta þess.
Hvernig á ég að ganga?
Besta aðferðin til þess að ganga á fjöll
er að ganga á jöfnum hraða og reyna
að komast upp á topp á til dæmis
Helgafelli án þess að nema staðar á
leiðinni. Annað veifið ætti svo að taka
göngur þar sem gengið er rösklega
uns göngumaður verður að nema
staðar vegna mæði og þreytu. Þá skal
kasta mæðinni stutta stund
og taka svo aðra roku. Þessa
aðferð kalla íþróttaþjálfarar
„interval“ æfingar og eru
taldar nauðsynlegar til að
nemandinn taki framförum.
Að jafnaði skal samt mælt
með hinni aðferðinni.
Hvað á ég að hafa með?
Nauðsynlegur búnaður til
fjallgangna eru að sjálf-
sögðu góðir skór, hlýr fatn-
aður í þremur lögum eins
og lýst var í þessum þætti
í seinustu viku og göngustafir. Lítill
bakpoki, 30–35 lítrar er góður til þess
að bera aukafatnað, nesti, sjónauka,
myndavél eða hvað sem göngumaður
telur nauðsynlegt að hafa meðferðis.
Margir hafa gaman af því að rækta
einstaklingseðli sitt með því að við-
hafa hæfilega sérvisku í nestisvali og
stundin þegar góðir félagar setjast
saman undir barð eða klett og taka
upp hitabrúsa og bita eru oft bestu
stundir hverrar göngu.
Ekki gefast upp
Sá sem er að hefja feril sinn í fjall-
göngum ætti að velja sér verkefni
við hæfi og ganga á eitthvert lágt og
skemmtilegt fjall til dæmis Helgafell
í Hafnarfirði nokkrum sinnum. Best
er að fara í hvaða veðri sem er til þess
að kynnast ólíku veðri og átta sig á því
hvað manni sjálfum líkar best. Eins er
nauðsynlegt að finna sinn eigin takt
í göngunni án þess að vera rekinn
áfram af einhverju kappi í hópi.
Ekki gefast upp þótt illa gangi í
fyrstu því líkaminn þarf tíma til þess
að laga sig að nýju álagi og venjast
auknum kröfum. Margvísleg jákvæð
áhrif gönguferða og fjallgangna á
líkamlega og andlega heilsu þess sem
slíkt stundar eru of fjölþætt og marg-
vísleg til þess að þau verði talin upp í
stuttri blaðagrein.
Skemmtilegast er að vera með
góðum félögum og nýta fjallgöngu og
útivist sem gæðastundir til þess að
rækta sambandið við vini eða skyld-
menni. Þeir sem vilja eignast nýja
félaga geta leitað í ferðir með Ferða-
félagi Íslands eða Útivist en bæði fé-
lögin halda uppi fjölbreyttri starfsemi
á sviði útivistar. Heimasíður þeirra
eru: utivist.is og fi.is.
n Það er gott að búa í Reykjavík og hafa gaman af fjallgöngum n Höfuðborgarbúar
eiga því láni að fagna að fjölmörg áhugaverð fjöll er að finna í nágrenni borgarinnar
n Hér verður bent á nokkur þeirra áhugaverðustu
Góðar gönguleiðir í
nágrenni Reykjavíkur
Páll Ásgeir Ásgeirsson
Útivist
Tíu góð fjöll fyrir byrjendur í nágrenni
Reykjavíkur
n Úlfarsfell
n Mosfell
n Helgafell í Mosfellssveit
n Helgafell við Hafnarfjörð
n Húsfell
n Geitafell
n Skálafell á Mosfellsheiði
n Grímmannsfell
n Stóri-Meitill
n Blákollur
Byrjendur
Nokkrir góðir tindar fyrir lengra komna
n Esjan - Kerhólakambur
n Móskarðshnúkar
n Dýjadalshnúkur
n Akrafjall
n Grænadyngja
n Keilir
n Botnssúlur
n Hvalfell
n Heiðarhorn í Skarðsheiði
Lengra komnir
Göngugarpar Á hæsta tindi
Móskarðshnúka. Mynd PÁll ÁsGEiR
Akrafjall í baksýn Á leiðinni á Eyrarfjall í Kjós á fögrum sumardegi. Mynd PÁll ÁsGEiR
Hópur vaskra göngumanna Á vegum Ferðafélags Íslands á Geitafelli,
rétt vestan við Þrengslaveginn. Afar skemmtilegt en lítt þekkt fjall. Mynd PÁll ÁsGEiR