Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2011, Blaðsíða 46
46 | Sport 20.–22. maí 2011 Helgarblað Besti stjórinn Sir Alex Ferguson Manchester United n Það hefði í raun verið hægt að kasta upp hlutkesti á milli Ferguson og Holloway. Gengið eftir áramót hefur þó ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir hjá Holloway, aðeins 16 stig af 60 mögulegum. Á meðan sigldi Sir Alex tólfta úrvalsdeildar- titlinum í höfn með United-lið sem margir vilja meina að sé hans slak- asta frá upphafi. Hann tók fram úr Liverpool og er bú- inn að gera Man- chester United að sigursælasta félagsliði Eng- lands auk þess sem það má alveg færa rök fyrir því að hefði hann stýrt einhverju öðru liði í toppbarátt- unni hefði það orðið meistari. Svo mikill áhrifa- valdur er hann. Komu einnig til greina: Ian Holloway (Blackpool) og Roberto Mancini (Manches- ter City) Drýgsti leikmaðurinn Dirk Kuyt Liverpool n Hollenska markamaskín- an sem endaði á kantinum hjá Liverpool er alveg lygilegur. Klár- lega leikmaður sem allir þjálfarar væru til í að hafa í sínu liði. Hann getur hlaupið endalaust, gefur sig alltaf 100 prósent í leikinn og berst til síðasta blóðdropa. Hann er þó ekki bara eitthvert vélmenni. Eins og aðrir Hollendingar er hann sterkur á boltanum og er fáránlega drjúgur við að skora mörk. Einnig einhver albesta vítaskytta deildarinnar. Það má alveg segja sem svo að Dirk Kuyt sé einhver alvanmetnasti leikmaður í heimi. Komu einnig til greina: Leighton Baines (Everton) og Brede Hangeland (Fulham) Vanmetnasti leikmaðurinn Christopher Samba Blackburn n Þessi magnaði varnarmaður er einfaldlega ástæðan fyrir því að Blackburn er ekki fallið. Hann hefur verið stoð og stytta Blackburn-liðs- ins undanfarin ár, ekki bara frábær varnarmaður heldur einnig naskur við að skora við og við. Það væri virkilega gaman að sjá Samba fá tækifærið í stærra liði en spurningin er auðvitað hvort það henti honum betur að vera kóngur í minna liði. Hvað sem því líður er þetta leik- maður sem fær ekki alltaf mikið hól en er á meðal bestu miðvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Komu einnig til greina: Darren Bent (Aston Villa) og Yaya Toure (Manchester City) Ofmetnasti leikmaðurinn Gareth Barry Manchester City n Gareth Barry var Aston Villa. Vegna frammistöðu sinnar þar fékk hann kallið í landsliðið þar sem hann hefur staðið sig um margt ágætlega. Hann þénar nú vel eftir að hafa skipt yfir til Manchester City fyrir tveimur árum en þar hefur hann algjörlega týnst. City hefur vel haft efni á öðrum frábærum miðju- mönnum og hefur það komið á dag- inn þegar Barry spilar inn á milli annarra frábærra leikmanna kemur í ljós að hann er miðlungsmaður í toppliði. Virkilega ofmetinn leik- maður sem á eflaust ekki marga daga eftir á Borgarleikvanginum í Manchester. Komu einnig til greina: Theo Walcott (Arsenal) og Matthew Upson (West Ham) Sá sem bætti sig mest Nani Manchester United n Það eru fáir leikmenn í heim- inum meira hataðir af sínum eigin stuðningsmönnum og Nani. Sífellt væl hans yfir minnstu tæklingum og endalausar dýfur í grasið geta gert hvaða United-mann sem er gráhærðan. Það breytir því þó ekki að hann fór úr því að vera ódýra út- gáfan af Ronaldo yfir í algjöran lykil- mann Manchester United. Níu mörk og 18 stoðsendingar, fleiri stoðsend- ingar en nokkur annar, sanna það. Hann fékk líka viðurkenningu frá félögum sínum og var valinn leik- maður ársins hjá United. Haldi hann áfram að bæta sig gæti þetta orðið en mesta uppsveifla nokkurs leik- manns hjá einu liði. Komu einnig til greina: Leighton Baines (Everton) og Johan Elmander (Bolton) Sá sem dalaði mest Frank Lampard Chelsea n Miðjumaðurinn magnaði hjá Chelsea hélt í hefðina og skoraði enn og aftur yfir tíu mörk í deildinni. Það er þó engum blöðum um það að fletta að Frank Lampard var ekki skugginn af sjálfum sér á þessari leiktíð. Alltaf þegar Chelsea vantaði einhverja töfra frá sínum aðalmanni á miðjunni var hann týndur og tröll- um gefinn. Það er öllum fyrirgefið að eiga eitt slakt tímabil og velkist eng- inn í vafa um að Lampard sé ekk- ert búinn sem fótboltamaður. Hann náði þó aldrei að spila nálægt sinni getu á tímabilinu. Komu einnig til greina: Gael Clichy (Arse- nal) og Jonny Evans (Manchester United) Mark tímabilsins Wayne Rooney Man. United gegn Man. City n Þarf svo sem ekkert að ræða þetta neitt mikið frekar. Manchester City var komið í hörku titilbaráttu þegar það mætti á Old Trafford og var farið að sjá Englandsmeistaratitilinn í hillingum. Gestirnir voru búnir að jafna leikinn og voru líklegri til að vinna þegar Wayne Rooney skoraði líka þetta rosalega mark með bak- fallsspyrnu skástrik klippu. Sending- in sem kom frá Nani fór af varnar- manni og upp í loftið þannig að erfiðara var að reikna út flug boltans. Eins og Rooney sagði eftir leikinn: „Þetta mark mun fylgja mér til ævi- loka.“ Komu einnig til greina: Cheik Tioté (Newcastle gegn Arsenal) og Samba-mark Bolton (Bolton gegn Úlfunum) Endurkoma tímabilsins Kenny Dalglish tekur við Liverpool n Liverpool var í molum þegar Roy Hodgson var loksins rekinn og goð- sögnin Kenny Dalglish tók við. Hann fór hægt af stað og vann ekki í fyrstu þremur leikjum sínum. En síðan fór allt að gerast. Hann verslaði skyn- samlega í janúarglugganum og fékk þar Úrúgvæjann Luis Suarez sem hefur lyft sóknarleik liðsins upp á annað plan. Liverpool fór á mikið skrið og fór að raða inn stigum. Eftir að hafa ekki hátt möguleika á Evrópusæti fékk það hálfgerðan úr- slitaleik gegn Tottenham um síðustu helgi um Evrópudeildarsæti sem tapaðist reyndar. Öll nótt er þó ekki úti enn. Kenny hefur sýnt að hann kann þetta og fólk skal hafa augun á Liverpool á næsta tímabili. Komu einnig til greina: Manchester United vann West Ham 4–2 eftir að hafa lent 2–0 undir og Newcastle kom til baka gegn Arsenal eftir að hafa lent 4–0 undir. Mestu mistökin Endasprettur Tottenham n Tottenham vann frábæran sigur á Liverpool um síðastliðna helgi og er í bílstjórasætinu um fimmta sætið fyrir lokaumferðina, það síðasta sem gefur keppnisrétt í Evrópudeildinni. Það er þó ekki keppnin sem Totten- ham ætlaði sér í. Harry og strákarnir ætluðu sér aftur í Meistaradeildina og áttu ágætan möguleika hvað það varðar. Áður en kom að Liverpool- leiknum vann Tottenham þó ekki í fimm leikjum í röð, gerði aðeins tvö jafntefli og rakaði því ekki inn nema tveimur stigum af fimmtán mögu- legum. Þar með kastaði liðið Meist- aradeildardraumnum út í hafsauga og missti næstum því af Evrópu- deildarsætinu. Komu einnig til greina: Enn og aftur styrkti Arsenal sig ekki í janúarglugganum og nýir eigendur Blackburn ráku Sam Allardyce Það besta og versta í enska boltanum Flestir leikir: Átján leikmenn hafa spilað 37 leiki hingað til Flest rauð spjöld: 2 – Lee Catter- mole (Birmingham), Craig Gardner (Birmingham), Laurent Koscielny (Arsenal), Youssouf Mulumbu (WBA), Ryan Shawcross (Stoke) Flest gul spjöld: 14 – Cheik Tiote (Newcastle) Flestar aukaspyrnur: 114 – Kevin Davies (Bolton) Hæsti leikmaðurinn: 202 cm – Nicola Zigic (Birmingham) Lægsti leikmaðurinn: 165 cm – Aaron Lennon (Tottenham), Adam Reed (Sunderland) Actim-tölfræðin Edwin Van der Sar Nemanja Vidic Nigel de Jong Carlos Tevez Bacari Sagna Nani Ashley Cole Florent Malouda Vincent Kompany Samir Nasri Dimitar Berbatov Lið ársins Besti leikmaðurinn Nemanja Vidic Manchester United n Þegar horft verður til baka á tímabilið 2010/2011 minnast menn þess að velski kantmaður- inn Gareth Bale var valinn bestur. En fyrir hvað? Góða byrjun á tímabilinu og þrennu gegn Inter þegar Tottenham var þá þegar 4–0 undir? Kantmaður sem gaf eina stoðsendingu allt tímabilið. Þetta verður ekki kallað annað en sögu- fölsun. Serbneski miðvörður- inn Nemanja Vidic bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn tíma- bilsins og á einhvern stærstan þátt í því að „slakasta“ Manches- ter United-lið Sir Alex Ferguson er Englandsmeistari. Án nokkurs vafa besti miðvörður heims. Komu einnig til greina: Rafael Van der Vaart (Tottenham) og Carlos Tevez (Manchester City)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.