Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 26. mars 2012 Mánudagur
Langferðamenn fái skattaafslátt
n Vandamál fylgja stækkandi atvinnusvæðum
Ú
tfæra verður reglur um
skattaafslátt til þeirra sem
þurfa að ferðast um lang-
an veg til og frá vinnu. Þetta
er meðal þess sem kemur fram í
þingsályktunartillögu sem fimm
þingmenn, þar af fjórir þingmenn
Framsóknarflokks, hafa lagt fram
á Alþingi. Samkvæmt henni mun
Alþingi álykta að fjármálaráðherra
verði falið að útfæra skattaafslátt
vegna sannanlegs kostnaðar við
ferðir til og frá vinnu á skilgreindum
atvinnusvæðum.
Í greinargerð með tillögunni
kemur fram að þéttbýliskjarnar hafi
stækkað mjög síðustu ár og áratugi
auk þess sem samgöngur hafi víða
batnað. Samhliða því hafa miklar
breytingar orðið á þróun byggða- og
atvinnusvæða. Fólk hafi í síauknum
mæli leitað í störf í nágrannabæjar-
og sveitarfélög þannig að skilgrein-
ingar og hugmyndir um atvinnu-
svæði hafi verið að breytast. Þetta
hafi meðal annars leitt af sér stækk-
andi atvinnusvæði og lengri akstur
og ferðir vegna vinnu.
„Þessi þróun er jákvæð og styrk-
ir byggðir landsins en stækkandi
atvinnusvæðum og ferðum fólks
langar leiðir í og úr vinnu fylgja
einnig vandamál. Eldsneytisverð
hefur aldrei verið hærra en nú og
sér ekki fyrir endann á hækkunum
á því. Nauðsynlegt er að unnið sé
að því að auka vægi almennings-
samgangna á hverju atvinnusvæði
fyrir sig en þar er víða pottur brot-
inn. Það er ljóst að á sumum at-
vinnusvæðum er engum almenn-
ingssamgöngum til að dreifa og yfir
langan veg að fara í og úr vinnu.
Það er því tillaga flutningsmanna
að útfærðar verði reglur um skat-
tafslátt vegna sannanlegs ferða-
kostnaðar í og úr vinnu, sem mun
leiða til frekar styrkingar og vaxtar
atvinnusvæða og jöfnunar búsetu-
skilyrða um landið,“ segir í tillög-
unni en flutningsmenn eru Fram-
sóknarþingmennirnir Sigurður Ingi
Jóhannsson, Höskuldur Þórhalls-
son, Ásmundur Einar Daðason,
Eygló Harðardóttir auk Lilju Móses-
dóttur. Þá er bent á að þessi leið sé
vel þekkt í nágrannalöndum okkar,
Danmörku, Svíþjóð og Noregi þar
sem hún hefur reynst vel.
Útfæra þarf reglur Lilja Mósesdóttir,
formaður nýja stjórnmálaaflsins Sam-
stöðu, er einn flutningsmanna tillögunnar.
Kristinn Hrafnsson í viðtali:
Wikileaks
ekki hættir
Kristinn Hrafnsson, fréttamaður
og talsmaður uppljóstrunarvefjar-
ins Wikileaks, segir að vefsíðan sé
ekki hætt að gefa út nýtt efni. Þetta
hefur breska vefritið journalism.
co.uk eftir Kristni en hann var
meðal framsögumanna á ráð-
stefnu um blaðamennsku, Polis, á
föstudag. Kristinn sagði að „hefð-
bundnir fjölmiðlar“ hefðu enn
áhuga á að starfa með Wikileaks
og vefurinn sé í samvinnu við tæp-
lega hundrað fjölmiðla um víða
veröld.
Hann segir að nú sé unnið að
því að opna nýja gátt á Wikileaks
sem er ætlað að taka á móti nýju
efni. „Við munum opna hana
þegar hún verður tilbúin. Það
hafa nokkrar hindranir verið í
veginum,“ segir Kristinn og bætir
við að þær hafi verið tæknilegs
eðlis. Mikilvægt sé að tryggja ör-
yggi heimildarmanna og þeirra
sem koma með gögn og gáttin
verði mjög örugg að því leytinu
til. „Þetta snýst ekki eingöngu um
Wikileaks því við vonum að aðrir
muni gera það sama og við og það
verði fleiri stórir lekar.“
Tvöfaldur
pottur næst
Enginn var með allar tölur réttar
í lottóinu á laugardag og bætist
potturinn, rúmar fimm milljón-
ir króna, því við fyrsta vinning í
næstu viku. Bónusvinningurinn
sem var 217 þúsund krónur gekk
ekki heldur út og því verður hann
einnig tvöfaldur næst. Lukkudís-
irnar virðast ekki hafa verið í liði
með lottóspilurum um helgina því
enginn var með fimm eða fjórar
tölur réttar í Jókernum. Lottó-
tölurnar á laugardag voru sem hér
segir: 1, 6, 17, 31 og 32. Bónus-
talan var 27.
Lést í slysi á
Hrútafjarðarhálsi
Maðurinn sem lést í umferðarslysi
á Hrútafjarðarhálsi á föstudag
hét Knútur Trausti Hjálmarsson.
Knútur Trausti var 24 ára, fæddur
19. febrúar 1988. Hann var búsett-
ur í Reykjavík og var ókvæntur og
barnlaus.
Bíll sem Knútur ók valt síðdegis
á föstudaginn á Hrútafjarðarhálsi.
Hann var einn í bílnum. Þetta er
fyrsta banaslysið í umferðinni á
árinu.
UnglingUr í bann
fyrir kynþáttaníð
n Leiknismenn æfir yfir vægum úrskurði n Kallaður „negra kúkur“
É
g á ekki til eitt aukatekið orð
og ekki nokkur maður hjá fé-
laginu,“ segir Þórður Einars-
son, framkvæmdastjóri Leiknis
í Breiðholti, um úrskurð sem
féll á fundi aga- og úrskurðarnefndar
Knattspyrnusambands Íslands í síð-
ustu viku. Þar var úrskurðað um atvik
sem átti sér stað í leik KR og Leiknis í
Reykjavíkurmóti 3. flokks karla þann
11. febrúar síðastliðinn. Þar voru
tveir leikmenn, á fimmtánda og sext-
ánda aldursári, úrskurðaðir í leik-
bann. Leikmaður KR var dæmdur í
þriggja leikja bann fyrir að viðhafa
afar ósmekkleg og niðrandi ummæli
um leikmann Leiknis en leikmaður
Leiknis var úrskurðaður í sex leikja
bann fyrir að ráðast á leikmann KR
eftir að ummælin féllu.
Ósmekkleg ummæli
DV hefur dómaraskýrslu úr leiknum
undir höndum en þar kemur fram
að leikmaður KR hafi kallað leik-
mann Leiknis „helvítis negra kúk“. Í
skýrslunni kemur fram að leikmaður
Leiknis hafi brugðist illa við og ráð-
ist á umræddan leikmann KR „með
afar ofsafullum hætti“ og slegið hann
ítrekað í andlit og höfuð með kreppt-
um hnefa. Hann hafi ekki hætt þrátt
fyrir tilraunir dómara og slegið og
sparkað í leikmanninn meðan hann
lá á jörðinni.
Þórður, framkvæmdastjóri Leikn-
is, segist í samtali við DV ekki mót-
mæla úrskurðinum yfir Leikn-
ismanninum og segir að ekkert
réttlæti ofbeldi á knattspyrnuvellin-
um. Hann hafi hins vegar áhyggjur af
því hvernig tekið er á því sem hann
kallar – „grófu kynþáttaníði“ innan
Knattspyrnusambands Íslands og
hefði viljað sjá þyngri refsingu yfir
leikmanni KR.
Bjóst við lengra banni
„Við höfðum giskað á, út frá því sem
við höfum skoðað í dómasöfnum,
að okkar maður fengi fimm til sjö
leikja bann en þeirra leikmaður fengi
átta til tíu leikja bann,“ segir Þórð-
ur en niðurstaðan var sem fyrr segir
þriggja leikja bann yfir leikmanni
KR og sex leikja bann yfir leikmanni
Leiknis. Þórður bendir á að mjög
hart sé tekið á málum sem þessum til
dæmis á Englandi. Luis Suarez, leik-
maður Liverpool, var til dæmis úr-
skurðaður í átta leikja bann fyrir að
kalla Patrice Evra, leikmann Man-
chester United, „negrito“ eða negra-
titt. Hann segir að stjórn Leiknis sé
æf vegna málsins en félagið getur að-
eins áfrýjað úrskurði sem snertir fé-
lagið beint og það muni ekki áfrýja
úrskurðinum yfir leikmanni Leiknis.
Þá segist hann ekki búast við því að
KR-ingar áfrýi úrskurðinum yfir sín-
um manni. Taka ber fram að báðir
leikmenn báðust afsökunar á hegð-
un sinni eftir umræddan leik og tók-
ust í hendur.
Engin vettlingatök
„Ég hef svo sem ekki mikið um þetta
að segja. Nefndin dæmir á forsendum
þeirra gagna sem liggja fyrir í mál-
inu,“ segir Þórir Hákonarson, fram-
kvæmdastjóri KSÍ, þegar hann er
spurður hvort ekki hefði verið eðlilegt
að leikmaður KR fengi lengra bann.
Hann segir það af og frá að kynþátta-
níð sé tekið vettlingatökum hjá KSÍ.
„Nei, það held ég ekki. Þetta er mat
nefndarinnar á þeim gögnum sem
liggja fyrir í málinu og ég hef svo sem
ekki mikið meira um það að segja.
Þessi mál hafa verið litin alvarlegum
augum í lengri tíma,“ segir Þórir.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Framvkæmdastjóri KSÍ Þórir
Hákonarson segir að nefndin dæmi á for-
sendum þeirra gagna sem liggja fyrir. Hann
segir það af og frá að kynþáttaníð sé tekið
vettlingatökum hjá KSÍ.
„Ég á ekki til eitt
aukatekið orð og
ekki nokkur maður hjá fé-
laginu.
Leiknismenn ósáttir Þórður segir að
félagið mótmæli ekki sex leikja banni yfir
sínum manni. Þriggja leikja bann yfir leik-
manni KR sé hins vegar of vægur úrskurður.
Myndin tEngiSt EFni Fréttarinnar EKKi BEint.