Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 26. mars 2012 Mánudagur
F
innskur vinur og viðskipta
félagi Björgólfs Thors Björg
ólfssonar keypti hlutabréf
í Landsbankanum fyrir 3,8
milljarða króna þann 3. októ
ber 2008. Landsbankinn var yfir
tekinn af Fjármálaeftirlitinu fjórum
dögum síðar, þann 7. október. Finn
inn heitir Ari Mika Petteri Salmi
vuori og keypti hlutabréfin í gegn
um aflandsfélagið Azalea Resources
Limited. Landsbankinn fjármagnaði
hlutabréfakaup Finnans í bankanum.
Finninn gengur undir nafninu „Ari
finnski“ hjá þeim sem til þekkja í ís
lensku viðskiptalífi.
Björgólfur Thor var spurður út í
þessi viðskipti Finnans í yfirheyrslu
sem hann fór í hjá sérstökum sak
sóknara í þar síðustu viku samkvæmt
heimildum DV. Björgólfur Thor er
með réttarstöðu vitnis í rannsókn
inni.
Björgólfur var einnig spurður út
í 4,5 milljarða króna yfirdráttarlán
frá Landsbankanum í Lúxemborg til
búlgarska félagsins ProInvest, sem
er í eigu Georgs Tsvetanski, þann 30.
október 2008. Lánið var veitt einum
degi eftir þjóðnýtingu Glitnis þann
29. september 2008. Tsvetanski og
Björgólfur eru fyrrverandi viðskipta
félagar.
Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona
Björgólfs Thors, segir að fjárfestirinn
geti ekki tjáð sig um það sem fram
fór í yfirheyrslunni. „Björgólfur tjáir
sig ekkert um þau mál sem hann var
spurður út í sem vitni.“ Ragnhildur
segir að Ari Salmivuori sé vissulega
gamall viðskiptafélagi Björgólfs Thors
en að engu sé við það að bæta.
Rannsaka markaðsmisnotkun
Embætti sérstaks saksóknara fór í
heilmikla rassíu vegna Landsbank
ans í janúar í fyrra. Nokkrir af fyrr
verandi yfirmönnum Landsbankans
voru þá yfirheyrðir, meðal annars
bankastjórarnir Sigurjón Árnason
og Halldór J. Kristjánsson, sem og
Steinþór Gunnarsson og Ingvi Örn
Kristinsson. Meðal þess sem var til
skoðunar hjá embættinu var meint
markaðsmisnotkun með hlutabréf
í Landsbankanum sjálfum og lán
veitingar til eignarhaldsfélaga til að
kaupa hlutabréf í bankanum.
Þetta er það sem er til rannsóknar
í tilfelli viðskipta Finnans: Meint
markaðsmisnotkun. Heimildir DV
herma hins vegar að ekki hafi náðst
að ganga endanlega frá kaupum fé
lags Finnans á hlutabréfunum í
Landsbankanum þar sem svo stuttur
tími leið frá því að hann festi kaup á
bréfunum og þar til Landsbankinn
var yfirtekinn af Fjármáleftirlitinu.
Í skýrslu rannsóknarnefndar Al
þingis er minnst á kaup Azalea Re
sources Limited í Landsbankanum
en þar segir að félagið hafi keypt
hlutabréf í bankanum fyrir 3,781
milljón þann 3. október 2008. Um
var að ræða nærri 200 milljón hluti
í bankanum sem seldir voru á geng
inu 19. Sama dag keypti eignarhalds
félag Magnúsar Ármann, Imon ehf.,
200 milljón hluti í bankanum. Þessi
tvenn viðskipti voru síðustu stóru
viðskiptin með hlutabréf í Lands
bankanum áður en bankinn féll fjór
um dögum síðar.
Viðskiptafélagar um árabil
DV hefur heimildir fyrir því að tengsl
Björgólfs og Ara hins finnska séu
nokkur. Ari er fjárfestir í Finnlandi
og er eigandi og stjórnarformaður
fjárfestingarfélagsins Ajanta sem er
með skrifstofur í Helsinki og í Belgíu.
Björgólfur Thor og Ari Salmivuori
hafa til að mynda fjárfest saman í
finnsku símafyrirtækjunum Sauna
lahti og Elisa auk þess sem Björgólf
ur Thor fjárfesti í finnska flugfélag
inu Finnair í gegnum Ara árið 2005.
Ari var til dæmis í viðtali við
Morgunblaðið árið 2005 þar sem
blaðið fjallaði um velgengni Björgólfs
Thors í viðskiptum og var spurður út
í símafyrirtækið Elisa. „Elisa verður
að stækka. Ef það er ekki hægt í Finn
landi, þá utan Finnlands. Og auðvi
tað viljum við gera það með Björgólfi
Thor; Íslendingar vita hvernig á að
stækka utan heimalandsins!“
Samkvæmt grein á ensku á
finnskum vefmiðli er Ari tiltölu
lega lítt þekktur í Finnlandi. Hann er
fyrst og fremst þekktur fyrir að vera
viðskiptafélagi Björgólfs Thors. Þá
segir í greininni að Ari hafi lagt sitt
af mörkum árið 2006 til að tryggja
Björgólfi fasteignafélagið Kapiteeli
sem var í ríkiseigu á þeim tíma. Kapi
teeli var hins vegar á endanum selt
til finnsks fyrirtækis. Þá kemur einn
ig fram í greininni að í janúar 2008
hafi fjárfestingarfélag Finnans, Aj
anta, selt fjárfestingarfélagi Björgólfs
Thors, Novator, hlutabréf í íþrótta
vöruframleiðandanum Amer sem
fyrirtæki Ara hafði þá tapað miklu á.
Kom í afmæli Björgólfs Thors
Heimildir DV herma að Björgólf
ur Thor hafi þrátt fyrir þessi tengsl
gert frekar lítið úr tengslum sín
um við Ara í yfirheyrslunni hjá sér
stökum saksóknara. Ari og Björg
ólfur þekkjast hins vegar vel og kom
finnski fjárfestirinn meðal annars í
fertugsafmæli Björgólfs sem haldið
var á Jamaíku 2007. 130 gestir voru
í afmælinu sem haldið var í kastal
anum Trident. Líkt og frægt er orðið
söng bandaríski rapparinn 50 Cent í
afmælinu.
„Ég er í stórmarkaðnum“
DV hafði samband við Ara á föstu
daginn. Blaðið hringdi í finnskt far
símanúmer sem skráð er á heima
síðu Ajanta, fjárfestingarfélags hans
í Finnlandi. Ari svaraði en hafði hins
vegar ekki áhuga á að ræða við blað
ið um viðskipti hans með hlutabréf
í Landsbankanum. Samtal blaða
manns við Ara fylgir hér á eftir:
Blaðamaður: Ari?
Ari: Já, sá er maðurinn.
Blaðamaður: Heyrir þú í mér?
Ari: Já.
Blaðamaður: Ég heiti Ingi Vil
hjálmsson og er blaðamaður á ís
lenska dagblaðinu DV.
Ari: Já, en þú afsakar – ég veit
ekki hvort þú heyrir í mér – en ég er
staddur í stórmarkaði...
Blaðamaður: Ég skil, ég skil en
mig langar bara að spyrja þig að
einu, ég verð mjög fljótur. Þann 3.
október 2008...
Ari: Hei, hei, hei getur þú ekki
hringt í mig eftir klukkutíma?
Blaðamaður: Leyfðu mér bara að
bera upp erindið...
Ari: (skellti á) Sónninn heyrist.
Ari vildi því ekki ræða um við
skiptin í þessu samtali, áður en hann
skellti á blaðamann DV. Þegar DV
hringdi í Ara rúmum klukkutíma síð
ar var slökkt á síma hans.
Vinurinn keypti bréf í
bankanum í hruninu
n Ari Salmivuori keypti fyrir 4 milljarða í Landsbankanum n Bankinn féll 4 dögum seinna
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Ég er í
stór-
markaðnum
Spurt um Finnann Björgólfur Thor
Björgólfsson var spurður um tengsl sín við
Finnann í yfirheyrslu hjá embætti sérstaks
saksóknara fyrir skömmu. Ólafur Hauksson
stýrir embættinu.
Kom í afmælið Ari Mika Petteri Salmi-
vuori var einn af gestunum í fertugsafmæli
Björgólfs Thors á Jamaíku árið 2007. Þeir
Björgólfsfeðgar sjást hér ásamt bandaríska
rapparanum 50 Cent í afmælinu.