Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 18
E
ld
sn
ey
ti Bensín Dísilolía
Algengt verð 262,5 kr. 263,4 kr.
Algengt verð 262,3 kr. 263,2 kr.
Algengt verð 262,2 kr. 263,1 kr.
Algengt verð 262,5 kr. 263,4 kr.
Algengt verð 264,7 kr. 263,4 kr.
Melabraut 262,3 kr. 263,2 kr.
18 Neytendur 26. mars 2012 Mánudagur
Afbragðsgóð
þjónusta
n Lofið að þessu sinni fær verslunin
Vídd í Kópavogi en viðskiptavin-
ur sendi eftirfarandi: „Ég þurfti að
kaupa flísar á baðherbergi
og eldhús í nýja húsið mitt
og fékk afbragðs góða
þjónustu í Vídd. Ég fór
nokkrum sinnum
og þurfti mikið
að skoða, pæla
og fá ráðlegg-
ingar og fékk alltaf
góða viðmótið. Það
skipti ekki máli við
hvern ég talaði, allir voru
boðnir og búnir til að aðstoða. Þeg-
ar ég hafði svo loksins ákveðið mig
buðust þau til að senda flísarnar
heim, mér að kostnaðarlausu,“ seg-
ir hinn ánægði viðskiptavinur.
Of langar
auglýsingar
n Lastið að þessu sinni fær
Smárabíó en viðskiptavinur
þeirra sendi eftirfarandi: „Ég
fór á Svartur á leik um daginn.
Það má búast við auglýsingum
og stiklum fyrir myndina en nú
byrjaði hún hálftíma eftir aug-
lýstan tíma. Fullmikið af hinu
góða. Í hálfleik var tónlistin svo
æpandi há til að koma manni út
úr salnum og í sjoppuna að ekki
var hægt að ræða við manninn
við hlið sér. Eru þetta engar ýkj-
ur. Þetta var eins og á skemmti-
stað.“
Blaðamaður hafði samband við
Jón Eirík Jóhannsson, rekstrar-
stjóra Smárabíós, og bar undir
hann lastið. „Við tökum að
sjálfsögðu á móti ábending-
unum með glöðu geði og fullri
alvöru og viljum líta á kvartanir
sem tækifæri til að betrumbæta
okkar þjónustu í vinsælasta
kvikmyndahúsi landsins. Hjá
okkur gilda strangar reglur um
tíma auglýsinga og stiklna en
þær mega vera 14 til 18 mínútur.
Eftir athugun hefur komið í ljós
að heildartíminn á Svörtum á
leik hefur aldrei far-
ið yfir 18 mínútur,
sem á að vera vel
innan þolanlegra
marka og styttri
tími en víðast hvar
erlendis. Vel er passað
upp á að tónlist í sölum
sé ekki of há og ef hún
væri eins og viðskipta-
vinur lýsir væri væntanlega mik-
ið kvartað á hverri einustu sýn-
ingu, en svo hefur ekki verið en
málið verður skoðað nánar.“
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Þ
að gætir aukinnar
dánartíðni hjá þeim sem
neyta A- og E-vítamína auk
beta-karótíns. Öll vítamínin
eiga það sameiginlegt að
innihalda andoxunarefni. Þetta eru
niðurstöður danskrar rannsóknar
sem framkvæmd var um allan
heim. Fjallað er um rannsóknina
á vef Politiken en þar er vitnað í
videnskab.dk þar sem fram kemur
að hættan á skyndidauða sé
meiri hjá þeim sem neyta þessara
vítamína.
Aukin dánartíðni
Christian Gluud yfirlæknir
stjórnaði rannsókninni en hann er
forstöðumaður Copenhagen Trial
Unit. „Rannsókn okkar sýnir að
andoxunarefni auka dánartíðni um
um það bil 4 prósent. Það er sem
sagt hættulegt að taka vítamínpillur
og við viljum ráðleggja heilbrigðu
fólki sem neytir næringarríkrar fæðu
að taka ekki vítamínpillur,“ segir
Gluud. Hann vill ganga svo langt
að banna sölu umræddra vítamína
í lausasölu. „Þessi efni ættu að
falla undir lyfjalög svo ef þú værir
veikur eða með sérþarfir, þyrftir þú
að fara til læknis og fá lyfseðil fyrir
þessu. Það ætti að fjarlægja þetta úr
búðunum,“ segir hann.
Setja í gang öldrunarferli
Niðurstöður rannsóknarinnar segja
ekki til um hver tengslin séu á milli
vítamínanna og hærri dánartíðni
en Gluud telur að efnin setji í gang
visst öldrunarferli. „Svo virðist sem
fólk deyi af sömu ástæðum og þeir
sem eru haldnir hjartasjúkdómum
og krabbameini. Við getum sýnt
fram á að það er aukin dánartíðni,“
segir hann. Fyrri rannsóknir hafa
sýnt fram á að andoxunarefni, sem
vanalega hafa góð áhrif á líkamann,
geti haft þveröfug áhrif eða oxandi
áhrif. Slík áhrif má sjá þegar járn
ryðgar og Gluud telur að það sé
ástæðan fyrir því að öldrunarferlið
fer í gang.
Svipuð niðurstaða
Rannsóknin gefur svipaðar
niðurstöður og önnur sem
framkvæmd var árið 2008. Þá
voru niðurstöðurnar byggðar á
rannsókn á 232.606 manns þar
sem hluti þeirra tók andoxunarefni
sem fæðubótarefni á meðan aðrir
fengu lyfleysu. Á þeim tíma vöktu
niðurstöðurnar mikla athygli í
fjölmiðlum og uppskáru mikla
umræðu í vísindasamfélaginu.
Stjórnvöld kusu hins vegar að grípa
ekki inn í. Þessi nýja rannsókn
byggir á 11 fyrri rannsóknum og
náði til tæplega 65.000 fleiri en sú
fyrri.
Jafnvægi með fjölbreyttu fæði
Þær upplýsingar fengust hjá
Lýðheilsustofnun að þar sé fólki
almennt ekki ráðlagt að taka vítamín
eða steinefni aukalega. Einungis er
mælt með að taka D-vítamín í formi
lýsis eða annarra D-vítamíngjafa og
fólasín fyrir konur sem geta orðið
barnshafandi. Fólki sé hins vegar
ráðlagt að nýta sér fæðuhringinn og
borða fjölbreyttan mat í hæfilegum
skömmtum og fá þannig öll þau
næringarefni sem líkaminn þarf
úr matnum. Til að ná að fylgja
öllum ráðleggingum um æskilega
samsetningu fæðunnar og ráðlagða
dagskammta vítamína og steinefna
og jafnvægi þar á milli þurfi flestir
að borða meira af grænmeti
og ávöxtum, grófu kornmeti,
trefjaríkara brauði og fiski.
Fæðubótarefni séu oftast óþörf
en Íslendingar, eins og aðrir sem
búa á norðlægum slóðum, þurfi að
taka D-vítamín aukalega.
Vítamínin
geta drepið
n Læknir vill að vítamín verði lyfseðilsskyld
Vítamín
Við eigum að
geta fengið
öll vítamín og
steinefni úr
matnum sem
við neytum.
„Þessi efni ættu að
falla undir lyfja-
lög svo ef þú værir veikur
eða með sérþarfir, þyrftir
þú að fara til læknis og fá
lyfseðil fyrir þessu. Það
ætti að fjarlægja þetta úr
búðunum.
Vítamín og
steinefni
Í grein í Politiken er fjallað um vítamín
og steinefni. Þar segir að efnaflokkarnir
tveir aðstoði ensím í lifrinni við að
brjóta niður mat og breyta honum í
byggingarefni líkamans. Byggingarefnin
eru svo notuð víða um líkamann. Því
er nauðsynlegt að neyta vítamína og
steinefna til að nýta matinn sem best.
Þetta er þó það eina sem vítamín og
steinefni eiga sameiginlegt.
Steinefni
Við getum endurnýtt steinefnin að
miklu leyti en ekki vítamínin. Við missum
einhvern hluta steinefna með þvagi,
hægðum og húðflögum. Að mestu leyti
endurvinnum við þó steinefnin og ef
við erum heilbrigð, borðum hollan og
fjölbreyttan mat þá er þörfin fyrir auka
skammt af steinefnum ekki mikil.
n Sink: Má fá úr úr kjöti, osti, mjólk
og heilkornsafurðum. Er nauðsynlegt
fyrir myndun og vöxt vefja og líffæra og
gróanda sára. Er einnig mikilvægt fyrir
efnaskipti líkamans.
n Joð: Flestur matur inniheldur joð,
en það er mest fiski, skeldýrum, mjöli,
eggjum og grænmeti. Er notað við
myndun skjaldkirtilshormóna sem leika
stórt hlutverk í efnaskiptum líkamans.
n Magnesíum: Má fá úr kornafurðum,
mjólk og grænmeti. Innihaldið er sérlega
hátt í fersku grænmeti og möndlum. Er
mikilvægt í efnaskiptum vöðva og virkni
hjartans.
n Fosfór: Má fá úr mjólkurafurðum,
kornafurðum, kjöti og grænmeti.
Nauðsynlegt fyrir orkubúskap líkamans,
bein, vöðva og DNA.
n Kalk: Má fá úr mjólkurafurðum,
feitum fisk og grænmeti, eins og
spergilkáli og baunum. Gefur beinum
styrk og er nauðsynlegt fyrir vöðva,
taugar og blóðþrýsting.
n Járn: Má fá úr kornafurðum, kjöti
(t.d lifur), ávöxtum og grænmeti (t.d
spergilkáli). Járn er nauðsynlegt við
súrefnisflutning innan líkamans.
Vítamín
Vítamínin eru flóknari en steinefnin.
Þau eru stórar og flóknar sameindir sem
eru óstöðugar og viðkvæmar. Líkaminn
notar þau á annan hátt og ekki er hægt
að endurnýta þau að sama marki og
steinefnin. Þar sem við þurfum meira af
vítamínum en steinefnum þarf minna
til að við verðum fyrir vítamínskorti en
steinefnaskorti. Það er þó ekkert sem
við þurfum að hafa áhyggjur af ef við
fylgjum heilbrigðu mataræði. Með því
ætti líkaminn að fá nægilegt magn
vítamína.
n A-vítamín: Má fá úr kjöti, eggjum,
mjólkurafurðum og í appelsínugulu og
dökkgrænu grænmeti. Nauðsynlegt
fyrir sjón, vöxt, ónæmiskerfið og
húðina. Þar að auki er það nauðsynlegt í
fósturþroska.
n B1-vítamín: Má fá úr kornafurðum,
grænmeti, linsubaunum, mögru kjöti
og mjólkurvörum. Nauðsynlegt við
ummyndun kolvetnis í glúkósa sem er
mjög mikilvægt fyrir heilann, hjartað og
vöðvana.
n B2-vítamín: Má fá úr mjólkurvörum,
heilkornsafurðum, kjöti, grænmeti og
fiski. Nauðsynlegt fyrir vöxt, húð, neglur,
hár, varir, tungu og sjón.
n C-vítamín: Má fá úr sítrusávöxtum,
berjum, tómötum, blómkáli, kartöflum
og grænu grænmeti. Mikilvægt fyrir
ónæmiskerfi líkamans sem vinnur bug á
vírusum og bakteríum.
n D-vítamín: Má fá úr í eggjum,
feitum fiski og feitum mjólkurvörum,
en er einnig fáanlegt frá sólinni. Eykur
upptöku á kalki við meltingu og er
nauðsynlegt fyrir bein og tennur. Tryggir
jafnvægi í ónæmiskerfinu.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Hættuleg
sindurefni
Á heilsubankinn.is er fjallað um
andoxunarefni og þar segir að þau
séu samheiti yfir náttúruleg efni sem
verndi líkamann gegn sindurefnum.
Sindurefni séu atóm eða flokkur atóma
sem hafi eina eða fleiri óparaðar
rafeindir. Sindurefnin geti skaðað
lifandi frumur, veikt ónæmiskerfið og
leitt til myndunar sjúkdóma eins og
hjartasjúkdóma og krabbameins. Eins
sé talið að sindurefnin séu þau efni
sem leggi grunninn að öldrun líkamans.
Andoxunarefni geri sindurefnin hlutlaus
og komi þannig í veg fyrir skaða af þeirra
hálfu. Þar er bent á að líkaminn sjái
okkur fyrir ákveðnum ensímum sem
gegna þessu hlutverki og einnig fáum
við þessi andoxunarefni úr ávöxtum,
grænmeti, korni, baunum, hnetum og
jurtum.
Getur skaðað
Á vef Lýðheilsustofnunar segir
að of mikil neysla á beta-karótíni
á einangruðu formi, eins og úr
fæðubótarefnum, geti skaðað
heilsuna. Rannsóknir bendi til þess
að stórir skammtar af beta-karótíni
auki líkur á lungnakrabbameini meðal
reykingafólks.