Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 25
United getur tekið völdin n Þriggja stiga forysta í boði með sigri M anchester United er í dauðafæri að taka völdin í ensku úr- valsdeildinni eftir að City missteig sig gegn Stoke á laugardaginn. Þeir bláu gerðu þá jafntefli, 1–1, á erf- iðum heimavelli Stoke þar sem Peter Crouch tók upp á því að skora eitt fallegasta mark úrvalsdeildarinnar. Það dugði þó City til að kom- ast á toppinn en aðeins hag- stæðari markatala skilur að City og United. Manchester United á þó leik til góða en liðið tekur á móti Fulham í kvöld, mánu- dag. Með sigri getur liðið náð þriggja stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni þeg- ar aðeins átta leikir eru eftir. Síðast þegar liðin mættust vann United öruggan sigur á Craven Cottage, 5–0. Ljóst er að strákarnir hans Fergu- son mega ekki misstíga sig í kvöld. „Það er reynslan sem er mikilvæg á þessum loka- kafla deildarinnar. Sama hvað liðið heitir þá skipt- ir það máli að hafa verið í þessari stöðu áður,“ segir Sir Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Man chester United, um baráttuna á toppnum en City hefur aldrei áður verið í þessari stöðu í úrvalsdeild- inni. „Það verður samt að dást að City. Liðið hefur stað- ið sig ótrúlega vel og verið á toppnum í langan tíma. Í raun og veru er City enn í bílstjórasætinu að mörgu leyti því það á enn eftir að fá okkur í heimsókn á sinn heimavöll. Þar hefur City ekki tapað einum einasta leik,“ segir Ferguson. Sport 25Mánudagur 26. mars 2012 Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Gott gengi United hefur unnið átta leiki og gert eitt jafntefli frá tapinu gegn Newcastle. Jóhann Berg heitur Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmunds- son skoraði sigurmark AZ Alkmaar um helgina þegar liðið lagði RKC Waalwijk, 1–0, í hollensku úrvalsdeild- inni. Þetta var annað mark Jóhanns í sömu vikunni en hann setti einnig eitt í bikar- tapi gegn Heracles í síðustu viku. Jóhann var í byrjunar- liðinu í báðum leikjum en hann hefur mátt þola mikla bekkjarsetu að undanförnu. Mark Jóhanns Bergs tryggði áframhaldandi veru AZ Alkmaar á toppi deildar- innar en liðið hefur verið að gera vel þrátt fyrir að missa nokkra sterka leikmenn. Kennir Schumi um Romain Grosjean, ökuþór Lotus í Formúlu 1, segir það Michael Schumacher að kenna að hann hafi ekki getað klárað Malasíukapp- aksturinn um helgina. Á fjórða hring voru Grosjean og Schumacher að berjast um þriðja sætið þegar bílar þeirra snertust og hringsner- ust þeir báðir á brautinni. Schumacher náði að halda áfram og endaði tíundi en Grosjean féll úr keppni. „Ég passaði mig en því miður var það Schumacher sem snerti mig á beygju fjögur og ég snérist,“ sagði Grosjean eftir keppnina en Frakkinn hefur staðið sig vel í byrjun árs. Leikur tvö Annar leikur Hauka og Kefla- víkur í undanúrslitum Ice- land Express-deildar kvenna í körfubolta fer fram í kvöld. Haukastúlkur tóku sig til og unnu nokkuð þægilegan sigur, 63–54, á deildarmeist- urum Keflavíkur í Keflavík á laugardaginn en þrjá sigra þarf til að koma sér í úrslita- rimmuna. Hinum megin etja kappi lið Snæfells og Njarð- víkur en þriðji leikur þeirra fer fram í Njarðvík á þriðju- dagskvöldið klukkan 19.15. Annar leikur Hauka og Kefla- víkur fer aftur á móti fram í Schenker-höllinni í kvöld, mánudag, klukkan 19.15. Sviss tekið í kennslustund Í slenska kvennalandsliðið í handbolta valtaði yfir það svissneska þegar liðin mættust í undankeppni EM í Vodafone-höllinni á sunnudaginn. Ísland hafði fimmtán marka sigur, 31–16, og var sigurinn vægast sagt aldrei í hættu. Seinni hálfleik- urinn var einfaldlega sýning og náðu allir leikmenn Íslands nema einn að skora mark í leiknum. Fyrir leikinn bárust þó þau tíðindi úr riðli Íslands að Úkraína hefði lagt Spán að velli. Það þýðir einfaldlega að Ísland þarf að vinna Spán á heimavelli í maí og Úkraínu ytra í júní ætli liðið á EM í Hol- landi í desember. Frábær varnarleikur Fyrstu tíu mínútur leiksins voru ekki fallegar hjá liðun- um. Það var eins og væri verið að keppa í undankeppni EM í tæknifeilum því liðin náðu vart að halda boltanum. Eftir fínan kafla Sviss þar sem það minnkaði muninn í eitt mark, 8–7, tók Ágúst Guðmundsson leikhlé sem svínvirkaði. Eftir það skoraði Ísland 7 mörk gegn tveimur hjá Sviss og leiddi í hálfleik með sex mörk- um, 15–9. Í seinni hálfleik var varnar- leikurinn heldur betur kom- inn í lag og kenndi maður stundum í brjósti um sviss- nesku stelpurnar þar sem þær reyndu að brjóta niður ís- lenska varnarmúrinn. Ísland byrjaði seinni hálfleikinn með því að skora fimm mörk gegn einu og var þá staðan orð- in 19–10. Eftir það var aðeins spurning hversu stór sigurinn yrði. Ágúst fór að nýta breidd- ina í liðinu og leyfði öllum að spila. Það skipti engu máli hver kom inn á, allar stelp- urnar stóðu sig frábærlega og skoruðu allar að minnsta kosti eitt mark. Það er að segja allar nema Elísabet Gunnarsdóttir. Lokatölur, 31–16, fimmtán marka stórsigur Íslands. Ætla sér til Hollands „Við spiluðum mjög vel, sérstak- lega varnarlega,“ sagði sigur- reifur þjálfari Íslands, Ágúst Jóhannsson, í viðtali við RÚV eftir leikinn. „Við vorum frekar óþolinmóðar í fyrri hálfleik en það lagaðist í seinni hálfleik og ég er mjög sáttur. Það má ekki gleyma því að við erum án lykil- manna eins og Rakelar Daggar en breiddin er að aukast,“ sagði Ágúst en hvað með þá staðreynd að aðeins dugar sigur í síðustu tveimur leikjunum? „Við erum ekkert að pæla í öðrum úrslitum. Þetta er enn í okkar höndum þannig að við keyrum okkur bara upp þegar við komum aftur saman í maí,“ sagði Ágúst. Karen Knútsdóttir stýrði leik Íslands af myndarskap og var markahæsti leikmaður liðsins ásamt Stellu Sigurðar- dóttur. Hún var ánægð með sigurinn. „Þetta var sigur liðs- heildarinnar. Það var líka frá- bært að sjá Jennýju og Guð- rúnu svona góðar í markinu í dag. Guðrún er búin að æfa vel veit ég eftir meiðslin í vetur og það er flott að sjá hana koma svona sterka inn,“ sagði Karen sem segir liðið ætla sér til Hol- lands í desember. „Við erum búnar að fara á síðustu tvö stórmót og viljum fara á fleiri. Við getum unn- ið Spán á góðum degi og við unnum Úkraínu stórt síðast þegar við spiluðum. Við ætlum okkur til Hollands,“ sagði Kar- en Knútsdóttir. n Stelpurnar völtuðu yfir Sviss n Þurfa að vinna rest til að komast á EM Mörk Íslands: Karen Knúts- dóttir 6/1, Stella Sigurðardóttir 6, Þórey Rósa Stefánsdóttir 3, Hildur Þorgeirsdóttir 2, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Arna Sif Pálsdóttir 2, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 2, Jóna Mar- grét Ragnarsdóttir 2, Dagný Skúladóttir 2, Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir 1, Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 1, Rut Jónsdóttir 1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 1. Varin skot: Guðný Jenný Ás- mundsdóttir 11, Guðrún Ósk Maríasdóttir 6/1. Þurfa tvo sigra enn Ísland verður að vinna Spán og Úkraínu til að komast á EM. Frábær sigur Ísland valtaði yfir Sviss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.