Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 26
Fallhlífarstökk og súludans n Sigga Lund heldur ótrauð áfram É g er búin að vera á milljón og varla haft tíma til að hugsa um það sem gerðist en auðvitað hef ég samt upplifað stundir þar sem ég finn fyrir söknuði – ég sakna útvarpsins, hlustenda og sam- starfsfólksins,“ segir útvarps- konan Sigga Lund sem missti vinnuna á 365 fyrir stuttu en er nú að opna nýjan vef á slóðinni siggalund.is. „Það var skrítið að vera allt í einu ekki lengur með og ég held að þessi söknuður sé bara eðli- legur. Hins vegar er ég miklu sterkari fyrir vikið. Ég horfi á þessa uppsögn sem nýtt tæki- færi í lífinu. Ég er ekki að gráta neinn þátt en auðvitað voru það ákveðin þáttaskil að vera látin fara eftir níu ára starf en maður heldur bara ótrauður áfram. Ég er hvergi bangin. Eins og ein- hver sagði þá er líf fyrir utan 365,“ segir Sigga brosandi. Nýi vefurinn fer í loftið þann 1. apríl og Sigga segist finna fyrir miklum meðbyr. „Ég á eigin- lega bara ekki orð. Það eru allir í kringum mig svo jákvæðir. En svo kemur í ljós hvernig gengur þegar á hólminn er komið. Ég hef fulla trú á að þetta gangi upp,“ segir hún og bætir við að hún sé spennt og skelkuð í sömu andrá. Sigga hefur fengið mikið af góðu fólki til samstarfs við sig en netsjónvarp verður áberandi á vefnum. „Sjálf verð ég með tvo þætti til að byrja með. Annar þeirra heitir Allt er fertugum fært en þar ætla ég að prófa að fara í fallhlífarstökk, skoða hin ýmsu jaðarsport og dansa súludans. Þannig ætla ég að sýna og sanna að þótt aldurinn sé að færast yfir þá þurfi maður ekki að fara í al- gjöra kyrrsetu,“ segir Sigga Lund og bætir við að vefurinn sé sér- staklega hugsaður fyrir konur. „En karlmenn hafa líka pottþétt gagn og gaman af því að kíkja þarna inn. Þeir eru alltaf að tala um að þeir skilji okkur ekki en með því að skyggnast inn í okkar veröld verða þeir kannski ein- hverju nær.“ Opnunarteiti verður á Austri laugardagskvöldið 31. mars en húsið verður opnað fyrir aðra en boðsgesti klukkan 23.30. 26 Fólk 26. mars 2012 Mánudagur Sirrý gefur út bók Fjölmiðlakonan Sirrý hefur komið víða við en nú lítur út fyrir að hún sé að róa á ný mið. Sirrý er nefnilega að senda frá sér bók sem mun koma út í vikunni. „Furðu- leg tilfinning að vita að í prentsmiðju er nú verið að prenta fyrstu bókina mína í nýrri bókaröð. Hún kemur út á þriðjudag og ég er mjög ánægð með þetta. Fékk samt að kynnast því eina nótt, sem bókaútgáfan kallar „prent- kvíða“. En það var samt mun skemmtilegra en prófkvíði,“ skrifaði Sirrý á fésbókarvegg sinn á dögunum en Sirrý vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu. É g kynntist kærastanum mínum í röð fyrir utan Jimmy Kim- mel Show. Það var algjör til- viljun. Ég var nýflutt út og var að labba heim og sé að það er einhver röð þarna. Ég ákvað að fara í röðina. Hann var þá eini maðurinn sem var að bíða úti og var ekki með miða,“ segir Anna Claessen um fyrstu kynnin af kærastanum sínum, Dan Zerin. Hún var nýflutt til Hollywood til þess að fara í draumanámið og svo skemmtilega vildi til að Dan var í sama skóla og hún. Hún skellti sér í röðina með honum og saman sáu þau þáttinn og hafa verið par síðan þá. Þau fóru svo aftur í þáttinn þegar þau fögnuðu tveggja mánaða sambands- afmæli og voru þá klædd bolum með mynd af gesti þáttarins, Jim Parsons sem leikur í Big Bang Theory. „Við sáum bolina í búð rétt hjá og vorum bæði nógu flippuð til að vera í þeim. Það vakti mikla athygli og þegar Jim Parsons gekk inn í settið þá sá hann okkur og benti á okkur og myndvél- arnar beindust að okkur líka. Það var líka töff eftir þáttinn þá kom hann og heilsaði okkur.“ Kynnist ekki fræga fólkinu Anna hefur verið búsett í Los Angeles undanfarna sex mánuði þar sem hún var í námi við Musicans Institute. Hún kann vel við lífið í borginni og er orðin vön því að þar séu frægar Hollywood- stjörnur á hverju horni. „Þegar maður fer nær Hollywood Hills þá sér maður mikið af stjörnum. Þær halda sig svolít- ið frá Hollywood nema það séu frum- sýningar eða eitthvað slíkt. En maður er ekki mikið að kippa sér upp við að sjá frægt fólk hér nema þetta sé ein- hver sem maður gjörsamlega dýrkar og dáir. Mischa Barton var á næsta borði við mig um daginn á veitingastað og ég var ekkert að spá í því þannig. Því að það er ekki eins og maður sé að hanga með þeim, þú kynnist þeim ekkert. Þau eru bara þarna. Það er ekki auðvelt að kynnast þessu fólki nema maður sé að vinna með því held ég.“ Einn af þeim frægu sem varð á vegi Önnu nýlega var stórstjarnan Paul McCartney. „Ég og Dan sáum Paul fá stjörnuna sína fyrir utan Capitol Records og vor- um síðan beðin um að spila og syngja fyrir utan ABC-fréttastöðina.“ Fáránlegt fær meira áhorf Anna hefur vakið athygli sem blogg- ari á Pressunni en einnig fyrir mynd- bönd sín inn á YouTube þar sem hún syngur bæði lög eftir sjálfa sig og aðra. „Ég hef verið að dunda mér aðeins í tónlistinni og ég hlakka mjög mikið til að læra almennilega að syngja. Ég var meira í dansinum en fór á mörg söngnámskeið þegar ég var yngri en fór ekkert að syngja almennilega fyrr en ég fór í Versló.“ Lagið Blonde in Disguise, eða ljóska í dulargervi, hefur vakið athygli margra en rúmlega 16 þúsund manns hafa horft á myndbandið. Anna hlær þegar hún er spurð út í myndbandið. „Þetta var fyrir verkefni í fjölmiðla- náminu mínu í Vín,“ segir Anna en hún er með BA-próf í fjölmiðlafræði frá bandarískum háskóla í Vín. „Þetta er ógeðslega fyndið myndband, illa gert og í lélegum gæðum. Það setti þetta einhver inn á síðuna 69.is á sínum tíma og þá horfðu svo margir á þetta. Ég hef lært það að ef maður setur inn fáránleg myndbönd þá fá þau miklu meira áhorf,“ segir hún hlæjandi. Óvænt í Hollywood Anna er núna að senda frá sér tvö lög sem hún ætlar að selja á næstunni. Þetta eru tvö kósí lög. Annað um kær- astann minn.“ Ég var að klára Independent Artist Pro- gram og er að gefa út disk af því tilefni. Það er bara kynning. Ég hyggst stofna hljómsveit og gefa út plötu eftir það og fara í túra,“ segir Anna um nánustu framtíð. Lögin er hægt að nálgast á annaclaes- sen.bandcamp.com. Vön Hollywood- stjörnunum n Anna Claessen hefur búið grennd við stjörnurnar í Hollywood „ Ég hef lært það að ef maður setur inn fáránleg myndbönd þá fá þau miklu meira áhorf. Kann vel við sig í Hollywood Anna er ánægð í Hollywood og kippir sér ekki upp við að sjá stjörnurnar úti á götu. MYND EYÞÓR ÁRNASON Spáði klíkumorði Rithöfundurinn Stefán Máni er heldur svartsýnn í viðtali í Morgunblaði sunnudags og spáir klíkumorði í undir- heimum. „Ég er orðinn ótta- lega borgaralegur, er kominn yfir fertugt og á tvö börn og leita ekki eftir spennu. Ég er farinn að finna fyrir þessum smáborgaralega ótta við undirheimana. Mér finnst tilefni til í dag, því þróunin er orðin mjög óhuggulegt. Ég spái klíkumorði á þessu ári. Fyrsta undirheimaaftakan liggur í loftinu. Þegar svona ofbeldisfullar klíkur eru farnar að berjast um yfirráð á markaðnum þá endar það bara á einn veg.“ Stjúpmóðir Elettru er íslensk Fyrirsætan og frumkvöðull- inn Elettra Rosselini Wie- deman hefur dvalið hér á landi í tilefni af Hönnunar- mars. Hún rekur í nokkra daga veitingastað sinn Good- ness sem er nokkurs konar farandveitingastaður. Elettra hefur vakið mikla eftirtekt og aðdáun, hún sinnir góð- gerðastörfum, er með meist- aragráðu í líftæknifræði og er dóttir Isabellu Rosselini og því dótturdóttir Ingrid Bergman. Faðir Elettru heitir Jonathan Wiedemann og er giftur íslenskri konu. Elettra á því íslenska stjúp- móður, Þuríði, og dvaldist hún hér á landi síðasta sumar og hitti þá íslenska fjölskyldu sína í fyrsta sinn. Hvergi bangin Siggu Lund var sagt upp störfum eftir níu ára starf á út- varpsstöðvum 365 og opnar nú eigin fjölmiðil.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.