Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 17
Dómstóll götunnar Þetta er kraftaverk Hugarfar taparans ríkjandi hjá of mörgum Teitur Birgisson fékk krabbamein sem er nú nánast horfið. – DVGuðjón Þórðarson var ósáttur með Grindavíkurliðið eftir leik gegn Fjölni. – fotbolti.net „Opnunin í Listasafni Reykjavíkur var alveg toppurinn. Í heildina er þetta mjög vel heppnað.“ Kolbrún Vídalín 53 ára nemi „Tískusýningin hans Munda í Rauðhólum var mjög áhrifarík í rigningu og roki.“ Hildur Björnsdóttir 53 ára nemi „Tískusýningin í Rauðhólum var virkilega flott.“ Anna Elionora Olsen Rosing 43 ára nemi „Ég fór ekki, ég hef áhuga á þessu en hef ekki sett mig mikið inn í þetta.“ Júlía Hrefna Bjarnadóttir 19 ára starfsmaður World Class „Ég fór ekki, ég hef ekki spáð mikið í þetta.“ Arna Margrét Ægisdóttir 18 ára nemi í Verslunarskólanum Hvað var best á Hönnunarmars? Unglingum er ekki viðbjargandi Þ að er illa komið fyrir ungu fólki á Íslandi. Í gamla daga glímdi unga fólkið við alvöru vandamál. Það varð hungurmorða og örmagna úr þreytu. Árið 1921 fengu ungu menn- irnir, sem sóttu sjóinn, í gegn að þeir fengju lögbundna sex tíma hvíld á sólarhring, svo þeir næðu að sofa eitt- hvað. Látum það vera. Nú hrópar unga fólkið lögbrot ef það fær ekki 11 tíma svefnhvíld. Seinna varð lífið auðveldara. En unga fólkið glímdi samt ennþá við raunveruleg vandamál. Það var lamið, sent á Breiðavík og endaði í verbúð, ef það var heppið. Nú lendir þetta í ein- elti fyrir að klæða sig ekki í Nike. Á níunda áratugnum var enn töggur í unga fólkinu. Það var von á kjarnorku- stríði á hverri stundu. Pönkarar ógnuðu fólki á götum. Nú gengur þetta í nátt- buxum. Það þótti einu sinni upphefð að fá vinnu í fiski. Þessa dagana þarf að flytja inn vinnuafl frá Austur-Evrópu, því unga fólkið ræður ekki við fisk- vinnslu. Þolir ekki lyktina, eða hvað? Nú vinnur þetta í sjoppum. Vandamál unga fólksins í dag eru sannarlega ógurleg! Þetta ræður ekki við sig þegar það sér hamborgara. Helsta vandamál unga fólksins er að það étur of mikið. Næstmesta vanda- málið er að þetta hreyfir sig ekki neitt. Einu sinni var unga fólkið hungrað og örmagna, nú er þetta ofalið og þung- lynt eftir hreyfingarleysi. Svo hlaut að koma að því að það kæmu ný vandamál sem plöguðu ung- dóminn. Þar sem þetta liggur ofsofið, útbelgt og óhreyft, pantar það smálán í gegnum símann sinn. Það bara ræður ekki við sig. Og er kannski ekkert skrítið að við ölum upp aumingja? Það er veittur skattaafsláttur út á latasta unga fólkið, sem vinnur ekki neitt. Foreldrar fá 317 þúsund í afslátt ef ungmennið hefur ekki unnið sér inn neinar tekjur. Ja, svei! Svarthöfði Umræða 17Mánudagur 26. mars 2012 1 Nína Dögg og Gísli með Magn-úsi Ármann á skíðum Magnús Ár- mann og eiginkona hans buðu vinafólki í ferð til frönsku Alpanna. 2 Eyddu talhólfsskilaboðum syrgjandi föður Faðir telur að símafyrirtækið T-Mobile hafi eytt skilaboðum sem dóttir hans skildi eftir. 3 Lést á Hrútafjarðarhálsi Maðurinn sem lést í bílslysi á Hrúta- fjarðarhálsi á föstudag hét Knútur Trausti Hjálmarsson. 4 Kostir hjónabands: Kynlíf og peningar Fólk í hjónabandi stundar meira kynlíf en ógift fólk og þénar auk þess meira. 5 Leituðu að karlmanni í sjónum við Hörpu Lögregla leitaði að manni sem hafði hótað að stökkva í sjóinn. Hann fannst þó þurr heima hjá sér. 6 Hótuðu ungum manni með exi Ráðist var að ungum karlmanni í Kópavogi og honum hótað með exi áður en hann var rændur verðmætum. 7 Klámleikkona fær ekki að fara á ball Tókst að sannfæra klámmyndaleikkonu um að fara með sér á skóladansleik. Skólayfirvöld gripu þó inn í. Mest lesið á DV.is Eigi er sátt nema í sé blátt L oksins er nýtt fiskveiðifrum- varp fram komið hjá Steingrími J. Sigfússyni, ríkisstjórn VG og Samfylkingu. Sé tekið mið af fréttum og orðum þingmanna er um klára kyrrstöðu að ræða. Ríkisstjórn- in virðist halda að óánægjan með núverandi kvótakerfi sé mestmegnis vegna lágra veiðigjalda útgerðarinn- ar. Svo sannarlega er hún til staðar en augu almennings beinast fyrst og fremst að þeirri staðreynd að kvótakerfið þverbrýtur mannrétt- indi og inniber forréttindi fáum ein- staklingum til handa og útgerðar- fyrirtækjum. Það ríkir ekkert jafnræði í núverandi kerfi þrátt fyrir digrar yfirlýsingar LÍÚ og Landssambands smábátaeigenda um annað. Núver- andi fiskveiðistjórnarkerfi er hold- gervingur einokunar og ríkisafskipta þar sem aðilar reka útgerðir undir sérstökum verndarvæng stjórnvalda sem felst í árlegri úthlutun aflaheim- ilda frá ríkinu. Í svona forgjafarkerfi þrífst auðvitað engin samkeppni en gagnstætt því sem viðgengst í högg- leik þar sem kylfingar vinna sig upp er forgjöf kvótakerfisins byggð á veiðireynslu 3ja ára tímabils. Kylf- ingar fæddir eftir það eiga ekki séns. Því ættu stjórnvöld að leita svara við eftirfarandi spurningu: „Hvern- ig gætum við jafnræðis við úthlutun aflaheimilda?“ Því miður boðar frumvarpið óbreytt forgjafarkerfi þar sem lungi landsmanna skal vera ójafnari en aðrir og berjast um örfá tonn í sér- stökum leigupotti þegar allar veiði- heimildir ættu að vera þar ofan í, hvert og eitt einasta tonn. Það furðulega í þessu máli er sú staðreynd að Samfylkingin og VG sem ekki voru síst kosin til breyt- inga á fiskveiðistjórnarkerfinu hefur tekist að gera stefnu Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar í sjávarútvegs- málum að sinni. Sáttin við þjóðina var rofin og ný sátt gerð við hags- munaaðila. Staðfesting þessa blasir við í fyrirliggjandi frumvarpi Stein- gríms J. Sigfússonar þar sem afhenda á núverandi kvótahöfum forgang að sjávarauðlindinni til tvisvar sinnum 20 ára. Þetta stangast á við boðskap nýrrar stjórnarskrá, þetta stangast á við atvinnufrelsi, þetta stangast á við jafnræðisreglu, þetta stangast á við álit mannréttindanefndar Samein- uðu þjóðanna og hlýtur að stangast á við lög. Komi í ljós að frumvarpið boði jafnræði og atvinnufrelsi biðjumst við velvirðingar á skrifum þessum. „Í svona for- gjafarkerfi þrífst auðvitað engin samkeppni Kjallari Lýður Árnason Kjallari Finnbogi Vikar Heyrnarskerðingin háir mér ekki Söngkonan Diddú lætur ekkert hindra sig. – DV Gægist út Þessi litli snáði tróð sér inn í lítið tjald á sýningunni Concoction/Samsuða í Brimhúsinu við Geirsgötu síðastliðinn föstudag. Sýningin var hluti af HönnunarMars sem fram fór dagana 22.–25. mars. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.