Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 26. mars 2012 Mánudagur Ekki menga líkamann n Gerðu neyslu kaffis umhverfisvæna K affi er framleitt með því að brenna baunir kaffi- plöntunnar en misjafnt er hvort tilbúin efni, svo sem áburður eða skor- dýraeitur, er notað við rækt- unina. Þetta kemur fram á natt- ura.is en þar segir að með því að kaupa lífrænt ræktað kaffi komist þú hjá því að skaða líkama þinn og stuðlir að um- hverfisvernd og náttúrulegri ræktun. Ráðin sem þar eru gefin eru að kaupa lífrænt eða sanngirnisvottað kaffi. Þá er mælt með að fólk kaupi endingargóða kaffibolla sem hægt sé að nota aftur og aftur. Það sé ekki umhverfisvænt að nota pappírs- eða plastbolla undir kaffið. Ekki sé skyn- samlegt að kaupa tepoka heldur sé betra að kaupa te sem sé laust eða í pokum eða dollum. Noti fólk tepoka skuli það nota poka sem brotni niður. Best sé að nota síu sem hægt er að nota aftur og aftur eða hella upp á te í tekönnu en notuð telauf og kaffikorg- ur séu tilvalin í jarðgerð- ina. Bent er á að einungis te- laufin henta í jarðgerð. Gott sé að dreifa kaffikorginum beint í trjábeðin því þá brotni hann auðveldlega niður og auk þess sé hann dýrindis áburður. Að lokum er bent á að gaman sé að gefa vinum og vandamönn- um lífrænt og sanngirnis- vottað kaffi og breiða þannig út boðskap- inn. Einn- ig er hægt að hvetja vinnu- stað sinn til að hafa kaffiinnkaupin á vistvænum nótum. Síðast en ekki síst er mælt með að hella ekki upp á meira kaffi en þörf er fyrir hverju sinni. gunnhildur@dv.is Offita hefur áhrif á heilann Of mikil líkamsþyngd á efri árum getur haft neikvæðar afleiðingar fyrir heilastarf- semina. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birtist í tímaritinu Age and Ageing. Í rannsókninni var 250 manns á aldrinum 60 til 70 ára fylgt eftir. Í ljós kom að þeir ein- staklingar sem reyndust hafa háan þyngdarstuðul (BMI) og stórt mittismál skoruðu lægra á vitsmunalegum prófum. Alzheimerslæknar segja að rannsóknin sanni enn og aft- ur að offita hafi neikvæð áhrif á heilann. „Niðurstöður okk- ar eru mikilvægar fyrir heilsu almennings. Ef við komum í veg fyrir offitu getum við náð árangri í baráttunni við and- lega hrörnun,“ sagði prófess- orinn Dae Hyun Yoon sem stóð að rannsókninni. Greint í stólnum Hárgreiðslufólk ætti að vera þjálfað til að greina húð- krabbamein, samkvæmt breskum sérfræðingum. Klippararnir þyrftu ekki að koma með nákvæma grein- ingu heldur benda á grun- samlega bletti og flekki sem viðkomandi gæti látið lækni athuga. Yfir 100 þúsund manns greinast með húð- krabbamein á hverju ári í Bretlandi. Oft hefur krabb- inn verið ógreindur til fjölda ára sem leiðir til þess að líkur á bata eru minni. Hættuleg- asta tegundin af húðkrabba er talin draga 2.500 manns til dauða á hverju ári þar í landi. Skipuleggja fjör í London Nú fyrir skömmu stofn- uðu Róbert Aron Magn- ússon og Heiðar Hauks- son þjónustuvefinn 2doinlondon.com, en þeir eru báðir búsettir þar í borg. Vefurinn sérhæfir sig í alhliða þjónustu fyrir þá er heimsækja Lond- on, hvort sem það er að útvega miða á tónleika, knattspyrnuleiki, leikhús, klúbba eða bóka borð á flottustu veitingastöð- unum. Fyrirtækið hefur einnig sett á laggirnar pakkaferðir í samstarfi við Iceland Express og eru nú þegar í boði ferðir á Rih- anna í Hyde Park, Global Gathering-tónlistarhá- tíðina, Madonnu ásamt fjölda fleiri viðburða. Lífrænt kaffi og te Natturan.is gefur ráð um lífrænni kaffi- og tedrykkju. Þ að eru að koma tísku- bylgjur núna með „cupcakes“ og fleiri vilja brúðartertur sem eru margar litlar kökur,“ segir Ásgeir Sandholt, konditor hjá Sandholt bakaríi. „Hver og einn gestur fær sína eigin köku til að eyðileggja en ekki ein stór kaka sem deilt er á milli,“ bætir hann við til út- skýringar. Ásgeir bendir á að Ísland sé það lítið að tískubylgjurn- ar verði ekki margar í einu. En um þessar mundir gæti áhrifa Mörthu Stewart töluvert í ósk- um brúðhjóna. Þá eru súkkulaðikökurnar á undanhaldi og léttari og fersk- ari ávaxtakökur að koma inn í staðinn. „Fólk er að hugsa um léttari mat en áður.“ Færumst fjær Ameríku Töluverðar breytingar hafa orðið á óskum brúðhjóna um brúðartertur á síðastliðnum tíu til tólf árum. Ásgeir segir Íslendinga sífellt vera að fær- ast fjær amerískum hefðum og nær þeim evrópsku þar sem maturinn og kökurnar fá meira að njóta sín. „Brúðhjónin líta á kökuna meira með því hugar- fari að gestirnir sjái hana sem mat og segja: „Ooo… mig lang- ar svo að borða þessa köku,“ en ekki horfa á hana og segja: „Vá, hvað þetta er flottur skúlptúr.“ Ásgeir segir skrýtnum ósk- um varðandi útlit brúðarterta hafa farið sífellt fækkandi síð- an árið 2000. Þá hafi annað hvert brúðkaup bókstaflega verið skrýtið eða furðulegt. „Það skrýtnasta sem ég hef örugglega gert á ævinni er að gera svarta brúðartertu,“ segir hann hlæjandi. Leiðbeinir fólki Að sögn Ásgeirs hafa brúðhjón yfirleitt ákveðnar skoðanir um innihald kökunnar. Til dæmis hvort hún á að vera súkkulaði- eða ávaxtakyns. Hans hlutverk er svo að leiðbeina fólki og láta hugmyndirnar verða að veru- leika. „Það gefur manni ímynd af því hvað fólk vill og ég reyni að uppfylla þann draum.“ Hann ítrekar að þeir hjá Sandholt sérlagi kökur fyrir hvern og einn. „Við erum ein- ir af þeim fáu sem gera það því það tíðkast of mikið í bakaríum á Íslandi að það eru sömu kök- urnar oft að fara í allar veisl- urnar. Burtséð frá því hver kúnninn er og hvað hann er að hugsa.“ Góð minning um góða köku Aðspurður hvort það sé eitt- hvað sem ber að varast þegar kemur að brúðartertum segir Ásgeir það einna helst vera að panta of mikið. „Ég er oft- ast nær að segja fólki að panta minna þó ég tapi smá pening- um á því. Mér líður betur með að það hafi verið full veisla af gestum og kökurnar hafi klár- ast frekar en að það sé hálf kaka eftir. Þá getur hún ekki hafa verið í lagi.“ Hann segir gestina helst eiga að langa í meira þegar kakan er búin. Þá verði til góð minning um góða köku. Gerði svarta brúðartertu n Ásgeir Sandholt segir fólk gjarnt á að vera með of mikið af kökum „ Ooo… mig langar svo að borða þessa köku Fjær Ameríku „Brúðhjónin líta á kök- una meira með því hugarfari að gestirnir sjái hana sem mat,“ segir Ásgeir. Desert-brúðarterta Ásgeir segir það í tísku núna að hafa svokall- aðar cupcakes eða desert-brúðartertur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.