Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn
Þ
egar búsáhaldabyltingin náði
hámarki leit út fyrir á tímabili
að lögreglan yrði yfirbuguð
af mannfjöldanum. Undir-
mönnuð lögreglusveit stóð
með bakið í Stjórnarráðið frammi fyrir
alltof stórum hópi reiðra mótmælenda
sem höfðu verið hraktir frá Austurvelli
með táragasi, eftir að lögreglumenn
voru grýttir með gangstéttarhellum og
glerflöskum. Á þessu augnabliki gerðist
nokkuð sem mótar og skilgreinir Ís-
land.
Hópar eru mismunandi. Fyrir rúmi
ári síðan fögnuðu tugþúsundir á Ta-
hrir-torgi í Kaíró Í Egyptalandi afsögn
Hosnis Mubarak. Mitt í hópi mótmæl-
endanna varð fréttakonan Lara Logan
fyrir kynferðislegri árás. Hún segir að
tvö til þrjú hundruð menn hafi tekið
þátt í árásinni með einhverjum hætti
með barsmíðum og káfi. Fólk tók
myndir af henni á farsímana sína. Þar
sem hún var dregin í gegnum hóp mót-
mælendanna kom hópur kvenna henni
til bjargar, eftir 25 mínútur af ofbeldi
frammi fyrir augum þúsunda. Eins
hræðilegt og það er, hversu margir tóku
þátt í ofbeldinu, er enn verra hversu
margir stóðu hjá og umbáru það.
Ástæðan fyrir því að ofbeldi þrífst er
ekki að fólk er ofbeldishneigt. Ofbeldi
þrífst þegar aðrir umbera það, með
réttlætingum eða ragmennsku.
Í mótmælum ræður sá ofbeldis-
fyllsti ferðinni ef enginn stoppar hann
af. Hann stigmagnar átökin fyrir hönd
síns hóps. Mennirnir sem tóku tilhlaup
og grýttu gangstéttarhellum í lögreglu-
menn réðu atburðarásinni aðfaranótt
22. janúar 2009, allt þar til atburðurinn
varð sem breytti stöðunni. Nokkrir í
hópi mótmælenda stigu fram fyrir hóp-
inn og stilltu sér upp fyrir framan lög-
reglumennina, þannig að ekki var hægt
að grýta lögreglumennina nema grýta
þá með. Þannig steig fram fólk í miðri
upplausninni og verndaði grundvallar-
reglur samfélagsins.
Undanfarið hefur verið töluvert um
réttlætingar á ofbeldi. Fólk telur sig
geta beitt ofbeldi eða hótunum, vegna
þess hversu málstaður þeirra er góður.
Ráðherrum ríkisstjórnarinnar hefur
verið hótað. Maður, sem kom fyrir
lítilli sprengju nálægt Stjórnarráðinu,
útskýrði gjörðir sínar í samtali við DV
fyrir í mánuðinum: „Það er búið að
reyna svo margt en það er búið að ljúga
að okkur í mörg ár … Við eigum ekkert
eftir nema ofbeldi,“ sagði hann.
Annar maður stakk mann í inn-
heimtufyrirtæki í viðurstyggilegri hní-
faárás og fékk þann stimpil að það væri
hvorki óskiljanlegt né undarlegt að
árásin hafi átt sér stað. Á föstudaginn
hótaði maður starfsfólki sýslumannsins
í Keflavík og hótaði því að „taka Brei-
vik á þetta“, sem þýðir að drepa fjölda
saklausra borgara vegna stjórnmála-
skoðana þeirra. Það verður alltaf til
ofbeldisfullt fólk, sem bíður bara rétt-
lætingarinnar.
Í umræðum um fréttirnar heyr-
ast réttlætingar eins og „þetta kemur
ekki á óvart“, „þetta er bara upphafið“,
„fólk er búið að fá nóg“ og „bráðum
verður blóðug bylting“. Ráðherrarnir
Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J.
Sigfússon og Ögmundur Jónasson eru
komnir með lífverði, vegna hótana í
þeirra garð og árásar á hús Ögmundar.
Viðbrögð landsþekkts álitsgjafa voru
að kalla eftir því að „einhver yrði
ráðinn til að verja þjóðina fyrir ríkis-
stjórninni!“ Líkt og meint vangeta eða
brotin loforð ráðherranna séu sam-
bærilegar við ofbeldishótanir og árásir
á heimili.
Á bak við árásina á Löru Logan er
önnur vídd. Fólk trúði því að hún gæti
verið frá óvinaríkinu Ísrael. Hún leit
þannig út. Hún var hluti af „hinum“. Á
Íslandi í dag eru margir „við“ og „hinir“.
Lögfræðingar og skuldarar eru áber-
andi dæmi. Sú orðræða er að verða
algeng meðal fólks að réttlæta, beint
eða óbeint, hótanir eða ofbeldisverk,
út frá því gegn hvaða hópi þau beinast.
Með tímanum ýtir stöðug fórnarlamba-
væðing ofbeldisfólks í umræðunni
undir viðurkenningu á ofbeldi og gefur
ofbeldismönnum þá tilfinningu að of-
beldi gegn vissum hópum fólks sé eðli-
legur farvegur fyrir gremju.
Fólkið sem verndar prinsippin og
viðheldur grundvallaratriðunum í upp-
lausnarástandi, án þess að þurfa þess
og án þess að vera beðið um það, er
mikilvægasta fólk samfélagsins þegar
á reynir. Það hefur nefnilega sýnt sig,
að við ákveðum í sameiningu hvort
sá ofbeldisfyllsti stýri ferðinni, annað
hvort með viðbrögðum okkar eða við-
bragðaleysi.
Upplýsingum um
Heiðar breytt
n Heiðar Már Guðjónsson, hag-
fræðingur og fjárfestir, er það
þekktur maður að gerð hefur
verið um
hann löng og
ítarleg grein
á íslensku
á upplýs-
ingasíðunni
Wikipediu.
Athygli vekur,
þegar skoðað er hverjir það
eru sem skrifuðu síðuna og
breyttu henni, að sá sem hefur
skrifað mest um Heiðar Má
gerði það á tölvu með IP-tölu í
borginni Zurich í Sviss. Heiðar
Már býr einmitt í þeirri borg.
Þetta er merkileg tilviljun.
Þessi aðili hefur breytt fjöl-
mörgum atriðum sem komu
fram á síðunni þegar hún var
samin, meðal annars því að
Heiðar Már starfi fyrir vog-
unarsjóð í Sviss og að tengda-
foreldrar hans séu Björn
Bjarnason, fyrrverandi ráð-
herra, og frú. Upplýsingasíðan
um Heiðar Má er því ekki eins
upplýsandi og hún var sökum
tíðra breytinga Zurich-búans.
Blóðtaka fyrir RÚV
n Flestum að óvörum hefur
Þóra Arnórsdóttir fjölmiðla-
kona sagst ætla að íhuga
forsetaframboð í alvörunni.
Þóra er einungis um fertugt og
með sýnilegri og vinsælli fjöl-
miðlamönnum á Ríkisútvarp-
inu. Fjölmiðlakonan hefur
fundið fyrir miklum meðbyr
og fengið mikla hvatningu til
að bjóða sig fram auk þess
sem ný könnun Gallup sýnir
að flestir þeirra sem vilja fá
nýjan forseta að Bessastöðum
styðja Þóru. Ef Þóra býður sig
fram og nær kjöri sem forseti
verður um að ræða talsverða
blóðtöku fyrir RÚV þar sem
maður hennar, Svavar Hall-
dórsson, er einnig í mikilvægu
hlutverki á fréttastofunni þar
sem hann meðal annars hefur
herjað á útrásarvíkinga í beitt-
um fréttum. Skötuhjúin yrðu
yngstu forsetahjón lýðveldis-
sögunnar.
Firring Einars
n Almenningur fékk að heyra
eitt af gullkornum ársins í
síðustu viku eftir að stóru olíu-
félögin þrjú
voru hreinsuð
af því að hafa
viðhaft verð-
samráð um
margra ára
skeið. Niður-
staða Sam-
keppniseftirlitsins um að
samráðið hefði átt sér stað var
þá felld úr gildi í Héraðsdómi
Reykjavíkur og var íslenska
ríkinu gert að greiða olíu-
félögunum 1,5 milljarð króna
í bætur. Af þessu tilefni sagði
Einar Benediktsson, forstjóri
Olís og eini æðsti stjórnandi
olíufélaganna þriggja sem enn
er við stjórnvölinn hjá þeim.
„En það er greinilegt að það
er enn til í þessu landi að rétt-
lætið sigri að lokum.“ Þessi
ummæli verða lengi í minn-
um höfð, sérstaklega þegar
niðurstöðu héraðsdóms verð-
ur snúið í Hæstarétti, líkt og
gera má ráð fyrir. Þau bætast
í sarpinn í samráðsmálinu en
ummælin „Fólk er fífl“ er líka
úr því máli.
Ég er mjög spennt að
prófa eitthvað nýtt
Ég hætti að
drekka árið 1997
Sunddrottningin Ragnheiður Ragnarsdóttir flytur til Kína í janúar. – DV Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. – DV
Nei við ofbeldi„Það verð-
ur alltaf til
ofbeldisfullt fólk,
sem bíður bara
réttlætingarinnar
Hornsteinn lýðræðis
T
jáningarfrelsi – sér í lagi fjöl-
miðlafrelsi – tryggir þátttöku
almennings í ákvörðunum og
framkvæmd ríkisvaldsins, þátt-
taka almennings er hornsteinn lýð-
ræðis.“
Corazon Aquino, forseti Filippseyja
(1986–1992)
Afgerandi sérstaða
Ríki án upplýsinga-, tjáningar- og mál-
frelsis eru yfirleitt ekki skilgreind sem
lýðræðisríki. Þar sem leyndarhyggjan
ræður ríkjum þrífst spilling og alræði.
Mikið hefur verið rætt um í kjölfar
Hrunsins hve mikilvægt það er að
byggja hér upp hefð fyrir gagnsæi og að-
gengi almennings og fjölmiðla að upp-
lýsingum.
Það þótti mikill sigur í þessa átt þeg-
ar þingið samþykkti einróma ályktun
í júní 2010, sem ég mælti fyrir, um að
Ísland skapi sér afgerandi lagalega sér-
stöðu varðandi verndun tjáningar- og
upplýsingafrelsis. Alþingi ályktaði að
fela ríkisstjórninni að leita leiða til að
styrkja tjáningarfrelsi, málfrelsi, upp-
lýsingamiðlun og útgáfufrelsi hérlendis
auk þess sem vernd heimildarmanna
og uppljóstrara verði tryggð með það
markmið að sameina það besta frá lög-
gjöf annarra ríkja til að skapa Íslandi
sérstöðu á sviði tjáningar- og upplýs-
ingafrelsis. Markmiðið verði lýðræð-
isumbætur þar sem traustum stoðum
verði komið undir útgáfustarfsemi.
Þingsályktunartillagan var samin með
stuðningi frá þingmönnum allra flokka.
Fjölmargir virtir sérfræðingar og sam-
tök, bæði innlend og erlend, veittu ráð-
gjöf við vinnuna.
Skýr framtíðarstefna
Þjóðin stendur nú á krossgötum og
breytinga á lagaumhverfinu er þörf. Á
slíkum tímum er nauðsynlegt að upp-
gjörið gangi ekki aðeins út á að horfast
í augu við fortíðina heldur jafnframt að
móta skýra framtíðarstefnu fyrir land og
þjóð. Tillögurnar í greinargerð ályktun-
arinnar eru til þess fallnar að umbreyta
landinu þannig að hér verði framsækið
umhverfi fyrir skráningu og starfsemi
alþjóðlegra fjölmiðla og útgáfufélaga,
sprotafyrirtækja, mannréttindasamtaka
og gagnaversfyrirtækja. Slíkar breyting-
ar mundu treysta stoðir lýðræðis, verða
hvati til nauðsynlegra umbóta hérlendis
og auka gagnsæi og aðhald. Stefnu-
mörkunin gæti gefið þjóðinni aukið
vægi á erlendum vettvangi og orðið
lyftistöng í atvinnu- og efnahagsmálum.
Einstakt tækifæri
Mögulegt er að hrinda í framkvæmd
heildrænni stefnu til að tryggja lagaum-
hverfi til verndar málfrelsinu sem er
nauðsynlegt fyrir þá sem stunda rann-
sóknarblaðamennsku eða gefa út efni
sem telst mikilvægt í pólitísku sam-
hengi. Upplýsingasamfélagið má sín
lítils ef stöðugt er vegið að leiðum til
að koma á framfæri upplýsingum sem
viðurkennt er að almenningur eigi rétt
á. Þótt sum lönd hafi lögfest fyrirmyndir
á þessu sviði hefur ekkert ríki enn sam-
einað allt það besta til að skapa sér sér-
stöðu svo sem hér er kynnt. Ísland hefur
því einstakt tækifæri til að taka afger-
andi forystu með því að búa til traust-
vekjandi lagaramma sem væri byggður
á bestu löggjöf annarra ríkja.
Mikið verk óunnið
Andi þessarar þingsályktunar er að
við tryggjum að Ísland hafi alltaf bestu
mögulegu löggjöf til að vernda þessar
grunnstoðir lýðræðis. Enn er mikið verk
fyrir höndum til að tryggja að lagabreyt-
ingar verði að veruleika. Aðeins er búið
að lögfesta eina tillögu af 12, en hún
snýr að vernd heimildarmanna. Verið er
að vinna upplýsingalögin í anda álykt-
unarinnar sem er best þekkt úti í hinum
stóra heimi sem IMMI. Því miður sækist
verkið seint því nú er sótt hart að fjöl-
miðlum sem reyna að miðla til almenn-
ings upplýsingum sem varða almanna-
hag og tengjast þeim aðilum sem bera
beina ábyrgð á Hruninu. Þessi þróun er
fyrirsjáanleg og má segja að fyrstu til-
raunir til þessa séu kveikjan að þessari
ályktun, en tilraunir Kaupþings til að
þagga niður fréttir af lánabók þeirra í
ágúst 2009 var víti til varnaðar sem væri
einfalt að fyrirbyggja með breytingu á
reglugerð um heimildir sýslumanna til
að framkvæma lögbann af þessu tagi.
Dregið úr þrótti fjölmiðla
Árið 2006 var lögð fram ályktun um
afnám refsiákvæða vegna ærumeið-
inga en þessi ályktun var svæfð í nefnd
þrátt fyrir að þingið hafi einróma sam-
þykkt eftir fyrstu atkvæðagreiðslu að
afgreiða hana. Ég skora á almenning
og blaðamenn að kynna sér til hlítar
immi.is-ályktunina og þrýsta á að
lögin verði að veruleika áður en þær
frjálsu raddir sem hafa þorað að kryfja
til mergjar þau mein sem plagað hafa
samfélag okkar þagna vegna ótta við
ofsóknir. Það er hættulegt lýðræðinu
þegar ritstjórnir eru nánast lamaðar
vegna endalausra lögsókna. Lögsókn-
irnar þjóna oft því hlutverki að trufla
störf ritstjórna og blaðamanna, því
það dregur úr þrótti fjölmiðla að þurfa
að verja svo miklum tíma og orku í
að verja sig þó svo að meirihluti mál-
anna sé nánast borðleggjandi unninn.
Hver sá sem á yfir höfði sér dómsmál
stundar sjálfsritskoðun enda alþekkt
og eðlileg mannleg viðbrögð við árás-
um á afkomu og öryggi.
Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is)
Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is)
Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is
F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð
Heimilisfang
Tryggvagötu 11
Hafnarhvoli, 2. hæð
101 Reykjavík
FRéTTASkoT
512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
AÐALnúmeR
RiTSTJÓRn
ÁSkRiFTARSími
AuGLýSinGAR
16 26. mars 2012 Mánudagur
Kjallari
Birgitta
Jónsdóttir
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
jontrausti@dv.is