Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 26. mars 2012 Mánudagur Rafrænar kosningar: Kosið um Betri hverfi Íbúum í Reykjavík gefst nú í fyrsta sinn kostur á því að kjósa í raf- rænum kosningum á milli verk- efna í hverfum borgarinnar þar sem rafræn auðkenni eru notuð. Kosningarnar fara fram dagana 29. mars–3. apríl næstkomandi undir formerkjunum Kjósum betri hverfi. Veflykill ríkisskattstjóra, sem fólk notar til að telja fram til skatts, verður rafrænt auðkenni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Í janúar voru Reykvíkingar hvattir til þess að setja fram hug- myndir að verkefnum í hverfum borgarinnar á samráðsvefinn Betri Reykjavík. Alls bárust 354 hug- myndir. Þær voru yfirfarnar og kostnaðarmetnar af fagsviðum og hverfaráðum borgarinnar. Eftir stóðu 180 hugmyndir að verk- efnum sem kosið verður um 29. mars–3. apríl. Reykjavíkurborg ver 300 millj- ónum til framkvæmda á þeim verkefnum sem fá mest fylgi í kosningunum og verður þeim hrint í framkvæmd í sumar. Kosn- ingarnar eru bindandi en skipting fjármagns á milli hverfa ræðst af íbúafjölda. Allar hugmyndirnar hafa nú verið settar á vef Reykjavíkur- borgar, reykjavik.is þar sem íbúar geta vegið þær og metið áður en þeir velja endanlega á milli þeirra í hinum rafræna kjörklefa á kosn- ingatímanum. Meðal áhugaverðra hugmynda sem kosið verður um er vatns- brunnur í Elliðaárdal, gróður- setning ávaxta- og berjarunna í Breiðholti, götuhokkívöllur við Gufunesbæ, matjurtagarður við gamla Þróttarvöllinn við Sæviðar- sund, sjósundsaðstaða við Klé- berg á Kjalarnesi, frisbí-golfvöllur á Kjalarnesi og plöntun síkjamara sem á að styrkja lífríki í Reykja- víkurtjörn. Áður hafa farið fram rafrænar kosningar á vegum Reykjavíkur- borgar um verkefni í hverfum en þá var notast við kennitölur sem auðkenni. Þær kosningar fóru fram í desember 2009 undir kjör- orðunum Kjóstu verkefni í þínu hverfi. Óku allt of hratt Nokkrir tugir ökumanna voru teknir fyrir hraðakstur víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgi en í grófustu brotunum var ekið á 40 til 50 kílómetra hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Ökumenn- irnir eru af báðum kynjum og á öllum aldri en þrír þeirra voru sviptir ökuréttindum til bráða- birgða. Sem fyrr minnir lögreglan ökumenn á að fara varlega en með því stuðla þeir að meira öryggi í umferðinni, bæði fyrir sjálfa sig og aðra vegfarendur. n Bubbi tók mikla áhættu 2007 n Tapaði miklu en hefur ágætlega upp úr tónlistinni í dag Bubbi keypti bréf fyrir 160 milljónir „Ég get alveg sagt þér að ég vildi fjár- festa og gíra mig upp. T ónlistarmaðurinn Ásbjörn Morthens, betur þekktur sem Bubbi, keypti markaðs- verðbréf fyrir rúmlega 160 milljónir króna árið 2007. Sama ár seldi Bubbi markaðsverð- bréf fyrir rúmlega 100 milljónir króna. Tap Bubba af hlutabréfavið- skiptum þetta árið nam því nærri 60 milljónum króna. Þetta kemur fram í ársreikningi eignarhaldsfélags hans Morthens ehf. fyrir það ár en félagið heldur meðal annars utan um tekjur Bubba af tónleikarekstri. Bubbi tapaði því verulega á hlutabréfa- viðskiptum þetta árið. Bubbi, sem var í eignastýringu hjá Glitni banka, á þessum tíma hefur rætt aðeins opinberlega um hluta- bréfafjárfestingar sínar, meðal ann- ars í viðtali við Morgunblaðið um sumarið 2008. „Það verður að segja sem er að menn fóru allt of geyst í sakirnar [...] Fjárfestingar mínar í FL Group, Eimskipum og Exista end- uðu með skelfingu. Allur sparnaður- inn fór fyrir lítið. Ég gætti þess ekki að dreifa áhættunni því að ég trúði á þessi fyrirtæki,“ sagði hann. Ekki er tilgreint nákvæmlega í árs- reikningum Bubba hvaða hlutabréf félag hans keypti er væntanlega er um að ræða þau hlutabréf sem hann vísaði til í viðtalinu. Átti ekkert í lok árs 2008 Svo fór á endanum að Bubbi Morth- ens átti engin markaðsverðbréf í lok árs 2008. Það ár seldi hann verðbréf fyrir 74 milljónir króna. Þegar hrun íslensku bankanna var afstaðið átti Bubbi því ekki nein hlutabréf leng- ur inni í Morthens ehf. Félag Bubba skuldsetti sig þó ekki út af þessum hlutabréfaviðskiptum heldur fjár- magnaði hann viðskiptin með eig- in fé að mestu samkvæmt ársreikn- ingum félagsins. Tapið lenti því á honum sjálfum. Fyrir liggur að Bubbi stóð ekki í umfangsmiklum hlutabréfavið- skiptum fyrr en árið 2007 þegar hann keypti hlutabréf fyrir 160 milljónir króna. Árið áður hafði hann keypt hlutabréf fyrir nærri 14 milljónir króna og fjármagnað þessi viðskipti félagsins Morthens ehf. með láni frá sjálfum sér. Ætlaði að taka 100 milljóna lán Eftir þetta tóku hlutabréfaviðskipti Bubba hins vegar mikinn kipp og náðu hámarki árið 2007: „Ég get al- veg sagt þér að ég vildi fjárfesta og gíra mig upp með því að taka 100 milljóna króna lán sem ég ætlaði að nota til að kaupa hlutabréf. En ágætur maður, sem ég átti aðgang að í bankanum mínum, bað mig að gera það ekki heldur fjárfesta ein- göngu fyrir þá peninga sem ég ætti sjálfur og væri tilbúinn að tapa. Ég fór að ráðum hans og þess vegna er ég ekki öreigi,“ sagði Bubbi í við- talinu við Morgunblaðið en sá sem réð honum frá frekari fjárfestingum er væntanlega einn af starfsmönn- um Glitnis, nú Íslandsbanka, sem aðstoðaði hann við fjárfestingar í bankanum. Bubbi tapaði því miklu á þessum viðskiptum en slapp við það að skuldsetja sig vegna þessara hlutabréfakaupa. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Vildi Davíð í burtu Bubbi spilaði með hljómsveit sinni, Egó, fyrir framan Seðlabanka Ís- lands í febrúar 2009 þar sem reynt var að koma Davíð Oddssyni frá völdum í bankanum með mótmælum. Á endanum hætti Davíð sem seðlabankastjóri. Tók virkan þátt Bubbi tók virkan þátt í hlutabréfaviðskiptum á Íslandi á árunum fyrir hrunið og ætlaði sér að skuldsetja sig með 100 milljóna króna hlutabréfaláni. Hann tapaði þó aðeins peningum sem hann átti sjálfur. Eftir hrun tók hann virkan þátt í búsáhaldabyltingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.