Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 24
Mjölnir drottnaði í kastalanum
n Heimamenn unnu nánast allt á sínu eigin móti
K
eppnislið bardaga-
íþróttafélagsins Mjöln-
is bar höfuð og herðar
yfir andstæðinga sína
á stærsta uppgjafaglímu-
móti sem haldið hefur verið
hér á landi um helgina. Mót-
ið var haldið af Mjölni og fór
fram í húsakynnum félagsins,
Mjölniskastalanum við Selja-
veg. Á mótinu kepptu tæplega
80 manns frá fjórum félögum.
Skemmst er frá því að
segja að Mjölnismenn áttu
góðan dag en þeir sigruðu
í öllum flokkum á mótinu
nema einum og misstu að-
eins af þremur verðlauna-
peningum. Eini maðurinn
sem stóð uppi sem sigurveg-
ari sem ekki var úr liði Mjöln-
is var Guðmundur Stefán
Gunnarsson úr Sleipni sem
vann +99kg flokk karla.
Gunnar Nelson og Sól-
veig Sigurðardóttir, bæði úr
Mjölni, voru best á mótinu.
Gunnar vann -88kg flokk
karla og opna flokkinn og
þá vann Sólveig -64kg flokk
kvenna sem og opna flokk-
inn hjá konunum. Í úrslitum
opna flokksins hafði Gunn-
ar sigur á hinum risavaxna
Þráni Kolbeinssyni sem varð
annar í -99kg flokknum.
Sólveig hafði aftur á móti
betur gegn Sigrúnu Helgu
Lund sem vann +64kg flokk
kvenna.
24 Sport 26. mars 2012 Mánudagur
Hart tekist á Mjölnismenn og konur fóru á kostum í kastalanum.
Opinn flokkur karla
1. sæti Gunnar Nelson (Mjölnir)
2. sæti Þráinn Kolbeinsson
(Mjölnir)
3. sæti Bjarni Kristjánsson
(Mjölnir)
Opinn flokkur kvenna
1. sæti Sólveig Sigurðardóttir
(Mjölnir)
2. sæti Sigrún Helga Lund
(Mjölnir)
3. sæti Sunna Rannveig Davíðs-
dóttir (Mjölnir)
Félög
1. sæti Mjölnir: 103 stig
2. sæti Sleipnir: 9 stig
3. sæti Pedro Sauer: 4 stig
4. sæti Combat Gym: 0 stig
Hrun hjá
Cardiff
Aron Einar Gunnarsson
var að vanda í byrjunarliði
Cardiff sem gerði jafntefli
gegn Birmingham, 1–1, í
ensku Championship-deild-
inni á sunnudaginn. Ekkert
hefur gengið hjá Cardiff eftir
tapið gegn Liverpool í úr-
slitum deildarbikarsins. Eftir
það hefur Cardiff spilað sjö
leiki í deildinni og unnið að-
eins einn, gert fjögur jafntefli
og tapað tveimur. Liðið hefur
aðeins nælt sér í sjö stig af 21
mögulegu í síðustu sjö leikj-
um og er fallið niður í átt-
unda sæti deildarinnar.
Alonso sigrAði
í rigningunni
n Óvæntur sigur Ferrari í öðru móti ársins í Formúlu 1
S
pánverjinn Fernando
Alonso sem ekur Ferr-
ari varð fyrstur í Mal-
asíukappakstrinum
sem fram fór á sunnu-
dagsmorgun en þetta var
önnur keppni ársins í Form-
úlu 1. Sigurinn kemur virki-
lega á óvart því Ferrari-bíll-
inn er vart samkeppnishæfur
við fljótustu bílana og ræsti
Alonso áttundi því til staðfest-
ingar. Hann ók aftur á móti vel
í rigningunni í Malasíu og nýtti
sér mistök annarra ökumanna.
Maður dagsins var aftur á móti
Mexíkóinn Sergio Perez sem
ekur Sauber en hann náði
sínum besta árangri á ferlin-
um er hann kom í mark í öðru
sæti. Hann hefði getað náð
fyrsta sætinu en gerði mistök
þegar fjórir hringir voru eftir.
Uppi eru smá deilur um hvort
honum hafi verið gert ljóst að
Alonso ætti að vinna mótið.
Hann þvertekur fyrir það.
Ekki í stöðu sem við viljum
vera
Fernando Alonso var kátur
með sigurinn en hann var
þó ekkert að fara fram úr sér.
„Þetta breytir engu. Við verð-
um að bæta bílinn,“ sagði
Alonso eftir sigurinn. „Þessi
sigur gerir okkur alla mjög
glaða en hann mun ekki
draga úr metnaði okkar í að
gera bílinn fljótari og sam-
keppnishæfari. Núna erum
við í stöðu sem við viljum ekki
vera í. Við erum að berjast við
að komast í gegnum fyrsta
tímatökusvæði og reyna
krafla í einhver stig í mótinu,“
sagði Alonso ákveðinn.
Dagurinn var ekki góð-
ur fyrir báða Ferrari-bílana
því Felipe Massa endaði í
15. sæti. Með hverju mótinu
sem líður verður ljósara að
hann mun ekki aka fyrir Ferr-
ari á næsta ári. Lewis Hamil-
ton varð þriðji í Malasíu en
báðir McLaren-bílarnir, sem
ræstu fremstir, náðu ekki upp
neinum almennilegum hraða
eftir að keppnin var endur-
ræst eftir tíu hringi. Button,
sem vann keppnina í Ástral-
íu, endaði í fjórtánda sæti og
heimsmeistarinn Sebastian
Vettel varð ellefti.
Fékk engin skilaboð
Mexíkóinn Sergio Perez var,
sem fyrr segir, maður dagsins
í Malasíu en hann brunaði á
Sauber-bíl sínum alla leið
í annað sætið. Hann hefði
getað stolið sigrinum undir
lokin því hann var kominn
á hæla Alonso er sex hring-
ir voru eftir og var að keyra
mun hraðar. Hann gerði aft-
ur á móti mistök þegar hann
missti bíl sinn aðeins út fyrir
brautina og tapaði fimm sek-
úndum. „Ég var alveg að ná
Fernando og ég vissi að ég
yrði að komast fram úr hon-
um snögglega því framdekk-
in voru búin hjá mér,“ sagði
Perez.
Aftur á móti snerti Perez
brautarkant og missti stjórn á
bílnum í augnablik sem kost-
aði hann sigurinn. Athygli
vakti að það atvik kom upp
skömmu eftir að hann fékk
skilaboð frá liðinu sem hljóm-
uðu svona: „Checo, farðu var-
lega. Við þurfum að hafa þig í
þessari stöðu.“ Liðstjóri Sau-
ber, Monisha Kalten born,
harðneitaði að þetta væru
dulin skilaboð um að leyfa
Alonso að vinna einungis
vegna þess að Sauber keyrir á
vélum frá Ferrari.
„Eina sem þetta þýddi var
að við þurftum að fá bílinn
í mark. Þetta voru mikilvæg
stig fyrir okkur. Um það snér-
ist málið. Þetta voru engin
dulin skilaboð,“ sagði Kalten-
born.
Stigakeppni ökuþóra
Ökuþór Lið Stig
1. Fernando Alonso Ferrari 35
2. Lewis Hamilton McLaren 0
3. Jenson Button McLaren 25
4. Mark Webber Red Bull 24
5. Sergio Perez Sauber 22
6. Sebiastien Vettel Red Bull 18
7. Kimi Raikkonen Lotus 16
8. Bruno Senna Williams 8
9. Kamui Kobauashi Sauber 8
10. Paul di Resta Force India 7
Óvæntur sigur
Alonso skoraði 25
mikilvæg stig á
hægum bíl Ferrari.
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Úrslit
Enska úrvalsdeildin
Chelsea - Tottenham 0-0
Liverpool - Wigan 1-2
0-1 Shaun Maloney (30. víti), 1-1 Luis
Suarez (48.)1-2 Gary Caldwell (63.).
Arsenal - Aston Villa 3-0
1-0 Kieran Gibbs (16.), 2-0 Theo Walcott
(25.), 3-0 Mikel Arteta (90.).
Sunderland - QPR 3-1
1-0 Nicklas Bendtner (41.),2-0 James
McClean (70.), 3-0 Stephane Sessegnon
(76.), 3-1 Taye Taiwo (79.).
Swansea - Everton 0-2
0-1 Leighton Baines (59.), 0-2 Nikola
Jelavic (76.).
Bolton - Blackburn 2-1
1-0 David Wheater (28.), 2-0 David
Wheater (35.), 2-1 Steven N'Zonzi (56.).
Norwich - Wolves 2-1
0-1 Matt Jarvis (25.), 1-1 Grant Holt (26.),
2-1 Grant Holt (45. víti).
Stoke - Man. City 1-1
1-0 Peter Crouch (59.), 1-1 Yaya Touré (75.).
WBA - Newcastle 1-3
0-1 Papiss Demba Cisse (5.), 0-2 Hatem
Ben Arfa (11.), 0-3 Papiss Demba Cisse
(33.), 1-3 Shane Long (51.).
Staðan
1 Man. City 30 22 4 4 72:22 70
2 Man. Utd 29 22 4 3 73:27 70
3 Arsenal 30 18 4 8 61:39 58
4 Tottenham 30 16 7 7 53:35 55
5 Chelsea 30 14 8 8 49:34 50
6 Newcastle 30 14 8 8 44:42 50
7 Liverpool 30 11 9 10 36:31 42
8 Sunderland 30 11 7 12 39:34 40
9 Everton 30 11 7 12 30:32 40
10 Swansea 30 10 9 11 34:36 39
11 Norwich 30 10 9 11 41:47 39
12 Stoke 30 10 8 12 29:41 38
13 Fulham 29 9 9 11 37:40 36
14 WBA 30 10 6 14 36:41 36
15 Aston Villa 29 7 12 10 31:38 33
16 Blackburn 30 7 7 16 43:62 28
17 Bolton 29 8 2 19 33:58 26
18 QPR 30 6 7 17 33:53 25
19 Wigan 30 5 10 15 27:55 25
20 Wolves 30 5 7 18 31:65 22
Championship-deildin
Barnsley - Peterborough 1-0
Burnley - West Ham 2-2
Coventry - Portsmouth 2-0
Derby - Crystal Palace 3-2
Leicester - Hull 2-1
Middlesbrough - Bristol City 1-1
Millwall - Leeds 0-1
Nott. Forest - Brighton 1-1
Reading - Blackpool 3-1
Southampton - Doncaster 2-0
Watford - Ipswich 2-1
Birmingham - Cardiff 1-1
Staðan
1 Southampton 39 23 9 7 72:35 78
2 Reading 39 22 7 10 56:34 73
3 West Ham 38 19 12 7 59:38 69
4 Brighton 39 17 11 11 48:40 62
5 Middlesbr. 38 16 13 9 45:42 61
6 Birmingham 38 16 12 10 60:41 60
7 Blackpool 39 16 12 11 66:56 60
8 Cardiff 39 15 15 9 57:50 60
9 Hull 38 16 10 12 38:32 58
10 Leeds 39 16 9 14 59:57 57
11 Leicester 38 15 10 13 56:48 55
12 Derby 39 16 7 16 44:52 55
13 Watford 39 14 12 13 46:55 54
14 Cr.Palace 38 13 14 11 39:35 53
15 Ipswich 38 15 6 17 61:67 51
16 Burnley 38 14 8 16 50:47 50
17 Barnsley 39 13 7 19 47:62 46
18 Peterborough 38 12 8 18 59:62 44
19 Millwall 39 10 10 19 44:54 40
20 Nottingh. F. 38 11 6 21 41:59 39
21 Bristol City 39 9 9 21 33:62 36
22 Coventry 39 8 11 20 35:52 35
23 Doncaster 38 7 10 21 33:63 31
24 Portsmouth 38 10 10 18 38:43 30