Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 26. mars 2012 Mánudagur
Ástæða til að óttast:
Vatn sem
hernaðartól
Skortur á ferskvatni, þurrkar og flóð
gætu gert það að verkum að vatn
verði í auknum mæli notað sem
eins konar hernaðartæki í fram-
tíðinni. Þetta kemur fram í nýrri
skýrslu frá National Intelligence
Estimate, stofnun sem er yfir allri
leyniþjónustu Bandaríkjanna, en
bandaríska blaðið The Washington
Post fjallaði um skýrsluna á dög-
unum.
Blaðið hefur eftir ónafngreind-
um heimildarmanni að bandarísk
stjórnvöld hafi áhyggjur af því að
„vatn verði notað sem vopn þar sem
ein þjóð hindrar aðgang annarrar
þjóðar að hreinu vatni“. Þetta á sér-
staklega við um ríki sem búa ekki
yfir miklum birgðum af ferskvatni,
til dæmis ríki í Mið-Austurlöndum,
Suður-Asíu og Norður-Afríku.
Í skýrslunni kemur fram að lítil
hætta sé á slíkum hernaðarátökum
á næstu árum. Um miðja þessa öld
geti þessi hætta þó skapast sam-
hliða auknum fólksfjölda og auk-
inni ásókn í ferskt vatn. Bent er á að
í sumum löndum sé hraðar gengið
á vatnsból en þau endurnýjast og
það sé þegar farið að hafa áhrif í
ríkjum sem reiða sig á landbúnað
að miklu leyti. Á næstu 40 árum
sé gert ráð fyrir meiri þurrkum og
meiri öfgum í veðri sem gætu gert
þjóðir berskjaldaðar fyrir vatns-
skorti.
Þá er einnig bent á að hryðju-
verkamenn gætu beint spjótum
sínum að viðkvæmum vatnsbólum
sem myndi skapa mjög alvarlegt
ástand.
n Barack Obama reynir að sýnast vera venjulegur Bandaríkjamaður
Pylsur og
körfubolti
voPn gegn
romney
Í
myndarherferð Baracks Obama,
forseta Bandaríkjanna, í aðdrag-
anda forsetakosninganna sem
fram fara í nóvember á þessu ári,
er komin á fullt. Allt bendir til
þess að Mitt Romney verði fulltrúi
Repúblikanaflokksins, en sá er ofur-
ríkur, hvítur miðaldra karlmaður –
nokkuð sem Obama vill fjarlægja
sig frá. Í ofanálag hefur Romney þótt
heldur klaufskur í ummælum sínum
og á erfitt með að sýnast vera venju-
legur Bandaríkjamaður.
Körfuboltinn mikilvægur
Eftir fjögur ár í Hvíta húsinu gæti
ímynd Obama, sem ungæðislegur
töffari og vonarneisti þjóðar, hafa
dofnað aðeins. Væntingar urðu að
vonbrigðum og það viðhorf heyrist
oftar að Obama sé ekkert öðruvísi en
forverar hans á forsetastóli.
Þessa ímynd reynir Obama nú
að lappa upp á. Þar spilar körfubolti
lykil hlutverk.
Forsetinn hefur að undanförnu
komið fram á íþróttasjónvarpsstöð-
inni ESPN til þess að spá í spilin fyrir
úrslitin í háskólakörfuboltanum þar
í landi. Athygli vakti að Obama not-
aði slanguryrði um tölfræði körfu-
boltans, sem bendir til þess að hann
hafi raunverulegan áhuga á þess-
ari vinsælu íþrótt. Það þótti líka
klókt af honum að spá háskólanum
í Norður-Karólínu sigri í úrslitun-
um, en það ríki er eitt þeirra þar sem
barátta frambjóðenda verður hvað
hörðust.
Þá hefur Obama sagt í viðtali að
hann hafi vitað upp á hár hver Je-
remy Lin, nýjasta ofurstjarnan í NBA-
körfuboltanum væri, áður en hann
sló í gegn. Lin var nánast algjörlega
óþekktur og ónotaður varamaður
hjá New York Knicks áður en hann
blómstraði snögglega og allt ætlaði
um koll að keyra í svokölluðu LIN-
sanity æði.
Öðruvísi áhugi Romneys
Þegar þú ert forseti Bandaríkjanna,
þá er það ekki tilviljun eða skyndi-
ákvörðun sem ræður því að þú færð
þér pylsu úti á götu. Slíkar upp-
ákomur geta verið þaulskipulagðar
af ímyndarsérfæðingum kosninga-
herferðar Obama og hafa þann til-
gang að láta almenning muna að for-
setinn sé venjulegur maður sem hafi
sömu áhugamál og fólkið í landinu.
Á dögunum skellti forsetinn sér á
íþróttaleik í Ohio með David Came-
ron, forsætisráðherra Bretlands.
Félagarnir sátu á fremsta bekk og
gæddu sér á pylsum og horfðu á
leikinn eins og þeir væru ótíndir al-
múgamenn. Ef ekki væri fyrir her
leyniþjónustumanna sem gætti
öryggis þeirra, þá hefðu þeir getað
verið hvaða miðaldra félagar sem er.
Í úttekt sem bandaríska dagblað-
ið New York Times gerði á ímynd-
armálum Obama kemur fram að
íþróttaáhugi Obama sé lykilatriði í
baráttunni við Romney. Íþróttaáhug-
inn muni gera hann „venjulegri“ á
meðan Romney hefur átt í erfiðleik-
um með að hrista af sér þann stimpil
að hann sé milljarðamæringur sem á
margar glæsivillur og rándýra lúxus-
bíla.
Sérfræðingar Obama telja að með
því að tengja sig við íþróttir auki
hann vinsældir sínar meðal karlkyns
kjósenda, en repúblikanar hafa oftar
notið meira fylgis karla.
Romney segist reyndar líka vera
íþróttaáhugamaður, en hans áhugi
er talsvert öðruvísi. Hann hefur sagt
frá því að vinir hans eigi NFL-lið og
Nascar-kappaksturslið. Á meðan
Romney viðurkennir að vera vin-
ur eigendanna sem sitja í sérstakri
stúku og hafa aðgang að þjónum á
meðan á leiknum stendur, þá vill
Obama líta út fyrir að vera venjulegur
maður sem borðar pylsur á vellinum
og grúskar í tölfræði leikmannanna.
Segja Obama falskann
Stuðningsmenn Romney hafa gert
grín að þessari herferð Obama og
sagt hana vera mjög fyrirsjáanlega.
Forsetinn ætti raunar að vera að gera
eitthvað annað en að vera alltaf að
horfa á körfubolta.
Obama er hins vegar hvergi af
baki dottinn og lætur gagnrýni úr
herbúðum Romney ekki á sig fá. Um
daginn var Obama myndaður í bak
og fyrir að drekka Guinness-bjór á
írskum bar í Washington-borg. Ekki
er heldur langt síðan forsetinn var
myndaður það sem hann hámaði í
sig grillmat, en fátt er bandarískara
en grilluð steik. Þá steig hann á svið
á tónleikum í Hvíta húsinu á dögun-
um og tók lagið með blúsgoðsögn-
inni B.B King. Það þykir falla vel í
kramið hjá svörtum kjósendum og
verkafólki að hafa forseta sem kann
að meta góðan blús.
Michele Obama forsetafrú hef-
ur einnig tekið virkan þátt í þessari
ímyndarherferð, enda leikur hún
stórt hlutverk í kosningabaráttunni.
Forsetafrúin mætti til spjallþátta-
stjórnandans Davids Letterman á
dögunum og greindi frá því að hún
hefði farið að versla í lágvöruversl-
uninni Target, en nær óhugsandi má
teljast að Ann Romney, eiginkona
Mitt Romney, versli í slíkum búðum.
Verslanir Target eru vanalega risa-
stórar og þar má kaupa föt og ann-
an varning á mjög góðu verði. Fyrir
vikið nýtur Target mikilla vinsælda
hjá miðstéttarfólki.
David Axelrod, fjölmiðlaráð-
gjafi Demókrataflokksins, segir
að kjósendur vilji forseta sem þeir
geti tengt við. „Það verður enginn
kosinn forseti út á körfuboltaáhuga
sinn, en kjósendur verða að geta
speglað sjálfa sig í frambjóðand-
anum.“
Kevin Madden, fjölmiðlaráðgjafi
Romney, segir hins vegar að Obama
sé að leika þennan leik til þess að
beina athyglinni frá slökum árangri
í efnahagsstjórn landsins síðustu
þrjú ár. „Romney er ekki að reyna að
vera vinur allra. Hann er með hug-
ann við stóru verkefnin.“
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
„Romney er ekki að
reyna að vera vinur
allra. Hann er með hug-
ann við stóru verkefnin.
Hörð barátta Stuðningsmenn Romney telja sig sjá í gegnum herferð Obama og hafa raunar gert grín að henni.
Með Guinness
Obama heimsótti
írskan bar í Washing-
ton á dögunum þar
sem hann bragðaði á
Guinness-bjór. Í baksýn
er körfubolti í sjón-
varpinu.
Draugaskip
veldur usla
Kanadíska strandgæslan kom á
dögunum auga á stórt og mann-
laust fiskiskip á reki á Kyrrahafi. Tal-
ið er að skipinu hafi skolað á haf út í
kjölfar jarðskjálftanna og flóðbylgj-
unnar í Japan fyrir rúmu ári. Skipið
stefnir að ströndum Kanada og er
búist við því að reynt verði að koma
því í tog áður en það veldur hugsan-
legu tjóni.
Gríðarlegt magn af alls konar
drasli skolaðist á haf út í kjölfar
flóðbylgjunnar en samkvæmt frétt
CNN er magnið talið nema um tutt-
ugu milljónum tonna. Brakið er
nú á leið yfir Kyrrahafið og stefnir
að vesturströnd Bandaríkjanna og
Kanada.
Fékk nýtt
hjarta
Dick Cheney, fyrrverandi vara-
forseti Bandaríkjanna, er á bata-
vegi eftir að hafa gengist undir
hjartaígræðslu á laugardag. Che-
ney, sem er 71 árs, hafði verið
á biðlista í 20 mánuði eftir nýju
hjarta, en hann hefur lengi átt
við hjartavandamál að stríða.
Cheney var 37 ára þegar
hann fékk fyrst hjartaáfall og hef-
ur þurft á fjölmörgum aðgerðum
að halda vegna þess. Meðal ann-
ars hefur hann farið í hjáveituað-
gerð og fengið gangráð.
Cheney hvílist nú á sjúkra-
húsi í Falls Church í Virginíu
og segja læknar aðgerðina hafa
gengið vel.