Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 4
4 Fréttir 26. mars 2012 Mánudagur
Afskrifað hjá félagi Einars
n 227 milljóna kröfur hjá eignarhaldsfélagi Glitnismanns
N
ærri 227 milljóna króna
skuldir voru afskrifaðar hjá
eignarhaldsfélagi Einars Páls
Tamimi, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og reglu-
vörslusviðs Glitnis fyrir hrun. Skipt-
um er lokið á félaginu, sem heitir
123 Holding ehf. en hét áður eft-
ir eiganda sínum, og fengust rúm-
ar 500 þúsund krónur upp í rúm-
lega 227 milljóna króna kröfur sem
var lýst í bú félagsins. Auglýsing um
skiptalokin birtist í Lögbirtinga-
blaðinu á föstudaginn.
Einar Páll Tamimi var launahæsti
starfsmaður Glitnis árið 2008 með
um 21 milljón króna í laun á mán-
uði, samkvæmt skýrslu rannsókn-
arnefndar Alþingis. Hann fékk 440
milljóna króna kúlulán hjá Glitni,
bæði í eigin nafni og til eignarhalds-
félagsins sem nú hefur verið tekið
til gjaldþrotaskipta og gert upp með
nærri 227 milljóna króna afskrift.
Glitnir lánaði starfsmönnum sínum
fyrir hlutabréfum í bankanum með
kúlulánum.
Stjórn Íslandsbanka ákvað það á
vormánuðum 2010 að afskrifa kúlu-
lánin til starfsmannanna, að gera
ekki kröfu um að sótt yrði á eignar-
haldsfélög starfsmannanna þar sem
engar eignir væri þar að finna nema
verðlaus hlutabréf í gjaldþrota
banka. Skorað var á fyrrverandi
starfsmenn Glitnis að gefa eignar-
haldsfélögin upp til gjaldþrotaskipta
til að forðast kostnað við innheimtu
kúlulánanna. Síðan þá hafa félögin
verið tekin til gjaldþrotaskipta eitt
af öðru og skuldir þeirra afskrifaðar.
ingi@dv.is
Ostborgari
franskar og 0,5l gos
Máltíð Mánaðarins
Verð
aðeins
1.045 kr.
d
v
e
h
f.
2
0
12
/
d
av
íð
þ
ó
r
Stigahlíð 45-47 | Sími 553 8890
*gildir í mars
Launahæsti starfsmaður Glitnis Einar
Páll Tamimi var með 21 milljón á mánuði árið
2008. Hann fékk auk þess 440 milljóna króna
kúlulán. Eignarhaldsfélag hans hefur nú verið
gert upp með nærri 227 milljóna afskrift.
F
járfestingarfélagið Teton, sem
er í eigu Gunnlaugs Sigmunds-
sonar, Vilhjálms Þorsteinsson-
ar og Arnar Karlssonar, greiddi
155 milljónir króna af 248 millj-
óna hlutafé sínu til hluthafa sinna í
árslok 2010. Teton fékk undanþágu
til þessa frá efnahags- og viðskipta-
ráðuneytinu. Hluthafar Teton eru þrjú
eignarhaldsfélög í Lúxemborg.
155 milljónirnar bætast við 600
milljóna króna arð sem Teton greiddi
til eignarhaldsfélaga hluthafa sinna
í Lúxemborg vegna rúmlega 1.150
milljóna króna hagnaðar félagsins árið
2008. Eigendur Teton hafa ekki viljað
greina DV frá því hvernig félagið þeirra
hagnaðist svo mjög á á hrunárinu 2008
þegar hlutabréfaverð, skuldabréfaverð
og krónan lækkuðu í verði. DV hefur
undanfarna daga fjallað um málefni
Teton og var meðal annars greint frá
því fyrir helgi að Teton sérhæfði sig í
skortstöðum.
„Svindl með hjálp
endurskoðanda“
DV hefur síðustu vikurnar greint frá
nokkrum dæmum um það að hlutafé
eignarhaldsfélaga hafi verið lækkað
með þessum hætti og greitt út til hlut-
hafa eftir að efnahags- og viðskipta-
ráðuneytið hefur veitt heimild til þess.
Tvö dæmi eru félög sem voru í eigu
Finns Ingólfssonar. Langflug og AB101
ehf., fengu slíka heimild frá ráðuneyt-
inu til að lækka hjá sér hlutaféð um
samtals nærri 1.100 milljónir króna
og voru þessir peningar greiddir út til
hluthafa sinna, annarra eignarhalds-
félaga í eigu Finns Ingólfssonar. Þetta
gerðist í blálok árs 2007.
Endurskoðandi sem DV hefur
rætt við um slíkar hlutafjárhækkanir
og -lækkanir segir að oft og tíðum sé
um óeðlileg viðskipti að ræða þegar
hlutafé eignarhaldsfélaga er hækkað
eða lækkað með þessum hætti í lok
reikningsárs. Orðar endurskoðandinn
það sem svo að um sé að ræða „svindl
með hjálp endurskoðanda“. Hlutafjár-
lækkun Teton var einnig framkvæmd í
blálok árs 2010, Teton fékk heimildina
frá ráðuneytinu með bréfi dagsettu 28.
desember.
Orðrómur um stöðutöku gegn
bönkunum
Ástæðan fyrir miklum hagnaði Teton
fyrir hrunið 2008 liggur enn ekki fyrir.
Eftir að DV fjallaði um málefni félags-
ins hefur hins vegar komið í ljós að
hávær orðrómur var um það á vor- og
sumarmánuðum 2008 að eigendur Te-
ton hefðu tekið stöðu gegn íslensku
bönkunum. Slík stöðutaka gegn ís-
lensku bönkunum árið 2008 hefði get-
að skilað mönnum miklum hagnaði
enda hrundi hlutabréfaverð í þessum
fyrirtækjum á þessum tíma. Teton-
menn vilja hins vegar engin svör veita
um eðli fjárfestinga sinna.
Þó umræðan um stöðutökur gegn
fyrirtækjum í samfélaginu sé almennt
frekar slæm þá getur stöðutaka hins
vegar haft jákvæðar afleiðingar. Tekið
skal fram að slíkar stöðutökur eru ekki
ólöglegar. Ein jákvæð afleiðing getur
verið sú að stöðutökur leiðrétta ofmat
í hlutabréfum í samfélaginu og færa
verðmat þeirra nær því sem það ætti
að vera í raun. Eitt af vandamálum ís-
lenska bankakerfisins fyrir hrun var
auðvitað að hlutabréf bankanna voru
allt of hátt metin miðað við raunveru-
legt verðmæti þeirra. Þeir fjárfestar
sem voru mjög klókir nýttu sér þetta og
græddu á muninum á raunverulegu
verðmæti hlutabréfanna og þess upp-
blásna verðs sem lá fyrir á markaði.
Tóku 155 milljónir
úT úr TeTon 2010
n Bætist við 600 milljóna króna arð n Orðrómur um stöðutöku
„Slík stöðutaka
gegn íslensku
bönkunum árið 2008
hefði getað skilað
mönnum mikl-
um hagnaði
Fengu undanþágu Eignarhaldsfélagið Teton fékk undanþágu frá innköllunarskyldu
þegar hlutafé félagsins var lækkað um 155 milljónir króna í árslok 2010. Félagið er meðal
annars í eigu Gunnlaugs Sigmundssonar og Vilhjálms Þorsteinssonar.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Hvalreki í
Beruvík
„Það er full rúta af ferðamönnum
komin hérna að líta á hræið,“ segir
Skúli Alexandersson, leiðsögu-
maður frá Hellissandi, en full-
vaxið búrhveli rak á land í Beruvík
á Snæfellsnesi. Skúli segir dýrið
vera tólf til fimmtán metra á lengd
og að það virðist vera fullvaxið og
algerlega óskemmt.
Ekki leggur mikla lykt frá
hvalnum að sögn Skúla sem segir
hann eflaust hafa rekið á land
fyrir skömmu. Hann á von á að
fjöldi fólks muni leggja leið sína
í Beruvík til þess að skoða hræið
en hann veit ekki hvað gert verður
við það.
Gæti fengið
hálfan milljarð
Ekki er útilokað að íslenska ríkið
þurfi að greiða félagi í eigu Ólafs
Ólafssonar tæplega hálfan millj-
arð til baka vegna olíusamráðs-
málsins, en dómur féll í síðustu
viku í héraðsdómi. Þá felldi Hér-
aðsdómur Reykjavíkur úr gildi
ákvörðun áfrýjunarnefndar sam-
keppnismála um sektargreiðslur
vegna málsins árin 1993 til 2001.
Í fréttum Stöðvar 2 á sunnudags-
kvöld kom fram að íslenska ríkið
þurfi að greiða Keri, áður olíu-
félaginu Esso, 495 milljónir króna,
Skeljungi 450 milljónir og Olís 560
milljónir. Ker er í eigu fjárfest-
ingarfélagsins Kjalar sem er í eigu
Ólafs Ólafssonar sem kenndur
er við Samskip. Málinu verður
áfrýjað til Hæstaréttar og því verða
peningarnir ekki endurgreiddir
fyrr en endanleg niðurstaða liggur
fyrir.