Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 19
Neytendur 19Mánudagur 26. mars 2012
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
S
umar fæðutegundir ná aldrei
flugi þegar kemur að því að
fanga athygli okkar en ættu
þó að vera hluti af mataræði
okkar sem oftast. Hér eru
nokkur þessara matvæla sem eru svo
holl og góð fyrir okkur að þau eiga
skilið alla þá athygli sem við getum
veitt þeim. Um þetta er rætt á mens-
health.com en þar segir að meðal
þeirra áhrifa sem umrædd matvæli
hafi á okkur sé lækkaður blóðþrýst-
ingur og þyngdartap en það besta er
að hægt er að gera þau afar girnileg
og gómsæt.
n Þessi matvæli ættu að vera iðulega á matseðlinum
Neyttu ofurfæðis
Sellerí
Það er útbreiddur misskilningur að
þetta safaríka grænmeti sé næring-
arsnautt því þvert á móti inniheldur
það græðandi næringarefni.
Af hverju er það hollt?
„Blóðþrýstingur hefur lækkað hjá
þeim sjúklingum mínum sem borða
4 sellerístöngla á dag,“ segir Mark
Houston, læknir og forstöðumaður
við St.Thomas-sjúkrahúsið í Nash-
ville. Talið er að plöntuefni í græn-
metinu, sem kallast phtalides, hafi
þessi áhrif á heilsuna. Efnin slaka
á vöðvum í kringum slagæðar og
auka því blóðflæði, samkvæmt Jonny
Bowden, lækni og höfundi bókarinn-
ar 150 Healthies Foods on Earth. Þar
fyrir utan er sellerí mettandi en án
hitaeininga.
Hvernig er best að neyta sellerís?
Prófaðu þessa uppskrift sem er lág í
kolvetnum en rík í próteini:
Settu í skál 120 grömm af túnfiski, eina
matskeið af balsamediki, ¼ bolla af
fínskornum lauk, ¼ af fínskornu epli,
2 matskeiðar af fitulausu majónesi og
örlítið af pipar. Setjið blönduna inn í
sellerístönglana.
Í hverri uppskrift: 114 hitaeiningar,
15 grömm prótein, 12 grömm kolvetni
(3grömm trefjar), 1gramm fita.
Þari
Orðið þari er samheiti yfir margar
gerðir þörunga en á meðal þeirra eru
söl, kombu, wakame og nori.
Af hverju er hann hollur?
Þara er hægt að skipta í fjóra flokka,
grænan, brúnan, rauðan og blágræn-
an en allir eru þeir fullir af næringar-
efnum. „Þari er frábær uppspretta
kalks,“ segir Alan Aragon næringar-
fræðingur. Eins innihalda þeir mikið
af kalíum sem hefur góð áhrif á blóð-
þrýsting.
Hvernig er best að neyta hans?
Vinsælasta leiðin að borða þara nú til
dags er líklega í sushi. Einnig er hægt að
kaupa þurrkaðan þara og má segja að
sölin séu þar vinsælust. Það má mala
þurrkaðan þara í duft og nota á salat
eða í súpur.
Hampfræ
Þrátt fyrir tenginguna við kannabis
þá eru þessi fræ ekki til að reykja. Þau
geta hins vegar verið heilsusamleg.
Af hverju eru þau holl?
„Í hampfræjunum er mikið af omega
3 fitusýrum sem minnka hættu á
hjartasjúkdómum og heilablóð-
falli,“ segir Cassandra Fosythe, dokt-
or í næringarfræði við Connecticut-
Hörpudiskur
Hörpudiskur hefur fengið slæmt orð
á sig, því hann er yfirleitt borinn fram
á veitingastöðum sem hitaeininga-
ríkur réttur, djúpsteiktur eða löðr-
andi í sósu.
Af hverju er það hollt?
Hörpudiskur er meira en 80 prósent
prótein. Í um það bil 85 grömmum af
hörpudiski eru 20 grömm af próteini
og aðeins 95 hitaeiningar. Hörpu-
diskur inniheldur einnig magnesíum
og kalíum.
Hvernig er best að neyta hans?
Steiktu hann á pönnu með hvítlauk
og engifer, það tekur lítinn tíma og er
auðvelt.
Dökkt fuglakjöt
Vissulega hefur dökka kjötið á kalk-
ún eða kjúklingi meiri fitu en það
hvíta, en fólk verður að íhuga hvar
munurinn liggur. Þegar það er skoð-
að getur fólk farið að naga leggina
áhyggjulaust.
Af hverju er það hollt?
„Auka fitan í dökka kjötinu hækkar
magn cholecystokinin(CCK) í lík-
amanum. CCK er hormón sem veitir
manni saðningstilfinningu til lengri
tíma, “segir Aragon.
Kostir þess að neyta þess er að
það minnkar líkur á að þú borðir
meira nokkrum klukkutímum eftir
máltíðina. Hvað varðar kólesterólið
þá er einungis 1/3 af fitunni mettað-
ur (2/3 hlutar eru ómettuð fita). Þá
hafa 86 prósent af þessari mettuðu
fitu engin áhrif á kólesterólið eða
hækka „góða“ kólesterólið (HDL)
meira en það „vonda“ (LDL) sem
leiðir til lægri tíðni hjartasjúkdóma.
Hvað varðar kaloríur, þá inni-
halda um það bil 30 grömm af dökka
kjötinu einungis 8 fleiri hitaeiningar
en það hvíta.
Hvernig er best að neyta þess?
Njóttu þess að borða gott kjöt, en pass-
aðu skammtastærðina. Góð regla er að
borða ekki meira en 180–220 grömm í
hverri máltíð, sem ætti að gefa um það
bil 420 kaloríur. Borðaðu stóran skammt
af grænmeti með og þú ert komið með
gómsæta og holla máltíð.
Linsubaunir
Linsubaunir eru mjög hollar og góð-
ar heilsunni, en eru alltof sjaldan á
diskum landsmanna.
Af hverju eru þær hollar?
Soðnar linsubaunir innihalda um
það bil 16 grömm af trefjum í hverj-
um 250 grömmum. Þær innihalda
líka 27 prósentum meira af fólati en
til dæmis spínat. „Ef þú borðar litað-
ar linsubaunir, svartar, appelsínugul-
ar eða rauðar innihalda þær einnig
andoxunarefni,“ segir Raymond
Glahn, lífeðlisfræðingur hjá Cornell-
háskólanum.
Hvernig er best að neyta þeirra?
Notaðu linsubaunir með kjúklingi, fiski,
eða nautakjöti í staðinn fyrir hrísgrjón
eða pasta.
Uppskrift: Settu 1 lítra af kjúklingasoði
í pott og bættu 250 grömmum af
linsubaunum út í. Settu lauk, gulrætur
og hvítlauk út í. Láttu suðuna koma
upp og lækkaðu hitann og láttu malla
í 20 mínútúr þangað til linsubaunirnar
eru mjúkar. Taktu pottinn af hellunni
og skvettu smá rauðvínsediki út á og
njóttu.
háskóla. Í hverjum 100 grömmum
af fræjum eru 11 grömm af próteini.
Hampfræ veita allar nauðsynlegar
amínósýrur sem þýðir að próteinin
sem fræin innihalda eru sambæri-
leg þeim sem fást úr kjöti, eggjum og
mjólkurvörum.
Hvernig er best að neyta þeirra?
Settu 2 matskeiðar af fræjunum í
hafragrautinn eða snöggsteiktu. Eins
er hægt að bæta þeim í hristing sem
drukkinn er eftir æfingu. Með því fæst
auka skammtur af próteini sem hjálpar
til við að byggja upp vöðva.