Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 26. mars 2012 Mánudagur Baráttan um Bessastaði: Þóra íhugar framboð „Já, mér finnst ég eiginlega verða að íhuga það eftir alla þessa miklu hvatningu sem ég hef fengið héðan og þaðan. Það væri eiginlega dónalegt að gera það ekki,“ segir fjölmiðlakonan Þóra Arnórsdóttir um það hvort hún hafi íhugað að bjóða sig fram til forseta. Í könnun sem Capacent framkvæmdi á dögunum kemur fram að flestir sem vilja sjá nýj- an forseta á Bessastöðum styðja Þóru, eða um fjórtán prósent. Þrjátíu prósent sögðust vilja að Ólafur Ragnar yrði áfram forseti. Voru þátttakendur í könnuninni beðnir um að velja á milli Ólafs Ragnars og þeirra sem helst hafa verið orðaðir við embættið að undanförnu. Þóra segist viðurkenna að það hafi ekki beint verið á áætl- uninni að fara í forsetaframboð. „Við eigum von á barni eftir sex vikur og ég er í stórskemmtilegu starfi. En kannski á maður bara að grípa áskoranir og tækifæri þegar þau gefast þannig að já, ég ætla að íhuga þetta,“ sagði Þóra í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudag. Þóra segir könnunina áhuga- verða, en segist ekki telja að það megi túlka hana sem einhver al- gild sannindi um stöðuna. Hún segir ljóst að það sé kominn tími á góðan fjölskyldu- og vina- fund til að fara yfir stöðuna, en fjölmargir hafa hvatt hana til að bjóða sig fram. Vélsleðamaður niður um ís Vélsleðamaður fór niður um ís á Svínavatni á Húnavöllum á fjórða tímanum á laugardag. Björgunarsveitirnar Blanda á Blönduósi og Strönd á Skaga- strönd voru kallaðar út þar sem óttast var að maðurinn myndi kólna hratt niður í vatninu. Þó fór betur á en horfðist og náði maðurinn í land og voru björg- unarsveitirnar afturkallaðar um 15 mínútum síðar. Þær fóru þó á staðinn til að reyna að ná sleð- anum upp úr vatninu. Annar vélsleðamaður lenti í slysi á laugardag. Flugbjörgun- arsveitin á Hellu var kölluð út á laugardagsmorgun til að sækja vélsleðamann sem meiðst hafði á baki við Hrauneyjalón. Mað- urinn var fluttur af slysstað til móts við sjúkrabíl sem beið við Hrauneyjar. Þá voru björgunarsveitir einnig kallaðar út á laugardag til að aðstoða ferðamenn á bil- uðum og föstum bílum. Þ etta var alveg í klessu,“ seg- ir kona sem fór í aðgerð á Landspítalanum síðastlið- inn miðvikudag þar sem PIP-púðar úr brjóstum hennar voru fjarlægðir. Hún seg- ir ljóst að ekkert sé að marka nið- urstöður úr ómskoðun á leitarstöð Krabbameinsfélagsins en konum með PIP-púða býðst að fara þar í skoðun endur gjaldslaust. Mjög illa farin „Ég fór á leitarstöðina fyrst og mér var sagt annar væri heill og hinn að- eins sprunginn og ekkert í eitlum. Það var fyrsta skoðun. Önnur skoð- un fór fram hjá lýtalækni og þá kom í ljós að þetta var komið í eitlana. Svo var ég opnuð á miðvikudaginn og þetta er með því verra sem þeir hafa séð.“ DV ræddi við konuna bæði fyr- ir og eftir aðgerðina. Í síðara skiptið lá hún inni á Landspítalanum með dren í báðum brjóstum. Hún hafði gert ráð fyrir því að komast heim strax eftir aðgerðina en vegna þess hve hún er illa farin þarf hún að liggja inni í nokkra daga til að jafna sig. Lenti í læknamistökum Konan fór upphaflega í brjósta- minnkun hjá Knúti Björnssyni lýta- lækni árið 1986 sem misheppnaðist skelfilega vegna læknamistaka. Drep kom í brjóstin og þau afmynduðust. Það þurfti því að byggja upp brjóst- in á henni á nýjan leik, á svipaðan hátt og hjá konum sem hafa fengið brjóstakrabbamein. Jens Kjartans- son lýtalæknir tók við henni árið 1990 og framkvæmdi uppbygginguna sem krafðist sex til sjö aðgerða. Í síðustu þeirra var PIP-púðum komið fyrir í brjóstum hennar. „Að setja púðana í mig 2002 var hluti af því að fá loks eðlilegt útlit á brjóstunum. Það er Jens að þakka að ég fékk brjóst aftur. Ég kenni honum ekki um þetta því ég tel hann vera fórnarlamb svika.“ Að mati konunnar eru það eftir- litsstofnanir og inn- og útflutnings- aðilar púðanna sem brugðust. Vill fá áfallahjálp „Ég var með ljót brjóst frá því ég var 20 ára þangað til ég var 36 ára út af þessari aðgerð. Og nú þarf ég að ganga aftur í gegnum allan þennan sársauka.“ Konan brestur í grát og ljóst er að það fær mikið á að hana ræða þetta. Hún vill að konum með PIP-púða í brjóstum verði boðið upp á áfalla- hjálp, enda séu þær langflestar nið- urbrotnar og í andlegu áfalli. Það er konunum bæði mjög þungbært að vita til þess að iðnaðarsilíkon hafi verið að dreifast um líkama þeirra í fjölda ára og að ganga út af Land- spítalanum með aflöguð brjóst eftir að púðarnir hafa verið fjarlægðir. Lítið er vitað um raunverulega efnasamsetningu púðanna og því ekki ljóst hvort silíkonið geti valdið konunum skaða í framtíðinni þrátt fyrir að púðarnir hafi verið fjarlægð- ir. Margar kvennanna hafa þjáðst af óútskýrðum veikindum síðustu ár, sem þær hafa nú tengt við PIP-púð- ana. Sjálf hefur konan verið öryrki frá árinu 2007. Grét fyrir aðgerðina Þegar konan gekk inn á Landspít- alann að morgni aðgerðardagsins ásamt kærasta sínum þá brotnaði hún niður og grét, geðshræringin var það mikil. Hún er viss um að sér hefði liðið töluvert betur ef hún hefði fengið að ræða við sérfræðing um andlega líðan sína. „Það hefur ekki verið stofnað eitt einasta teymi um okkur. Það hefur ekki verið boðið upp á sálfræðiþjón- ustu eða neitt. Enga áfallahjálp.“ Konan segir eina stuðninginn sem þær fá koma frá öðrum konum með PIP-púða, en þær halda úti lokaðri Facebook-síðu þar sem þær skiptast á reynslusögum og styðja hver aðra. „Útskúfaðir sjúklingar“ „Áður en þessi grúppa var stofnuð þá sátu bara allir í sínu horni í algjörri óvissu og grétu. Og það er ömurlegt að heyra hvernig er talað um okkur úti í bæ, það er gert grín að okkur, jafnvel konur sem eru með púða, bara ekki PIP. Lýsingin á því er mjög greinargóð inni á síðunni og um leið og ein deilir reynslu sinni þá bætast fleiri við,“ segir konan. „Því miður eru dæmi um að heilbrigðisstarfs- fólk hafi komið illa fram við nokkrar af okkur,“ bætir hún við. Hún segir kærastann sinn hafa komist rétt að orði þegar hann sagði að PIP-konurnar væru „útskúfaðir sjúklingar“. „Margir hafa tengt þetta glamúr, útlitsdýrkun og femínistakellingar hafa ekki legið á sínum skoðunum.“ Konan vill þó taka fram að starfsfólk Landspítalans og á heilbrigðisstofn- un hennar bæjarfélags, sem hafi meðhöndlað hana eftir aðgerðina, hafi verið yndislegt. Það sé þó ekki það sama og að fá sálfræðiaðstoð. „Þetta er ekki bara erfitt og óvissa fyrir okkur sjálfar, við eigum líka börn, foreldra, maka og systkini sem hafa áhyggjur og hræðast afleiðingar þessara púða.“ Áfallahjálp ekki á döfinni Rúmlega 400 konur hér á landi eru með PIP-púða í brjóstum sínum. Jens Kjartansson lýtalæknir græddi púðana í konurnar á einkastofu sinni á Domus Medica á árunum 2000 til 2010. „Auðvitað á að bjóða þessum konum upp á áfallahjálp. Þessar konur eru niðurbrotnar eftir þessar aðgerðir. Það er ekkert út á læknana á Landspítalanum að setja, þeir hafa staðið sig mjög vel. Hins vegar hafa þeir ekki tíma til að vera sáluhjálp- arar,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lög- maður kvennanna sem vilja leita réttar síns vegna PIP-púðanna. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hún hefur kemur það ekki til greina af hálfu velferðarráðuneytisins að bjóða konunum upp á sálfræði- aðstoð eða áfallahjálp. „Það hefði náttúrulega átt að vera það fyrsta sem var gert.“ 25 konur ákveðnar með dómsmál Að minnsta kosti 25 konur af þeim um 100 sem hafa leitað til Sögu hafa staðfest að þær ætli með málið alla leið fyrir dómstóla ef bótaskyldu verður synjað. „Málið er að við erum ennþá að bíða eftir afstöðu til bóta- skyldu,“ útskýrir Saga, en sú afstaða þarf að liggja fyrir áður en dómsmál er höfðað. Jens Kjartansson ehf., söluaðili púðanna, konan hans, sem innflytj- andi og dreifingaraðili, taka afstöðu til bótaskyldu. Þá verður einnig ósk- að eftir afstöðu íslenska ríkisins til bótaskyldu í einhverjum tilfellum. n Þarf að liggja á sjúkrahúsi eftir að hafa látið fjarlægja PIP-púða „Þetta var alveg í klessu“ „Það hefur ekki verið stofnað eitt einasta teymi um okkur. Það hefur ekki verið boð- ið upp á sálfræðiþjónustu eða neitt. Enga áfalla- hjálp. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Saga Ýrr Jónsdóttir Er lögmaður kvennanna sem vilja leita réttar síns vegna PIP-púðanna. Hún telur ekki miklar líkur á því að þeim verði boðið upp á áfallahjálp. PIP-púðar Hér má sjá púðana sem voru í brjóstum konunnar. Annar þeirra er bara tægjur og þrátt fyrir að hinn virðist heil- legur þá hefur hann engu að síður lekið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.