Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 3
Fréttir 3Miðvikudagur 9. maí 2012
Þ
rír íslendingar vinna nú að
heimildamynd um starf
danska sjónþjálfarans dr.
Leos Angart, sem er frum-
kvöðull í þeirri hugmynda-
fræði að bæði fjarsýnir og nærsýn-
ir geti með réttum og markvissum
augn æfingum stórbætt sjón sína og
losað sig við gleraugun fyrir fullt og
allt. Angart er hér á landi í vikunni
til þess að halda tvö námskeið fyrir
börn og fullorðna um hvernig hægt
sé að losna við gleraugun með æf-
ingunum sem hann kennir. Nám-
skeiðin fara fram í HR og kostar tæp-
ar 30 þúsund krónur á annað þeirra.
Angart nefnir barnanámskeiðið Ma-
gic Eyes, en það hefur fengið heitið
Kraftaverkaaugu hér á landi.
DV hefur rætt við konu sem seg-
ist hafa stórbætt sjón sína síðan hún
byrjaði að gera æfingarnar sem Angart
kennir. Þrír augnlæknar sem DV ræddi
við setja hins vegar mikla fyrirvara við
þessar æfingar. Einn þeirra segist stór-
efast um að slíkar æfingar skili raun-
verulegum árangri til lengri tíma.
Leo segist sjálfur hafa leiðrétt
eigin sjónskekkju og nærsýni, sem
var -5.5 á nokkrum vikum eftir að
hafa notað gleraugu samfleytt í 26
ár. Hann segir það rangt að sjón-
inni hraki með aldrinum og að sjón-
vandamál séu tilkomin vegna erfða.
Þvert á móti beiti flestir sjóninni
ekki rétt, noti hana á einhæfan hátt
og geri aldrei æfingar til að viðhalda
henni. Hann segir að flestir sem geri
æfingarnar hans nái mjög miklum
árangri.
Eins og hver önnur líkamsrækt
Birgir Róbert Jóhannsson er einn þre-
menninganna sem standa að því flytja
sjónþjálfarann til landsins. Þeir segja
enga peninga í spilunum fyrir sig, þeir
vinni að þessu verkefni frítt en hafi
sérstakan áhuga á því að „gróðursetja
þessa þekkingu hér á landi“, eins og
Birgir kemst sjálfur að orði.
Birgir segir að líkja megi sjón-
skekkju við stífa öxl. Í kringum aug-
að eru sex vöðvar sem þarf að þjálfa.
Hann bendir á að þeir sem eru með
mínus einn til tvo í sjón, geti tekið
af sér gleraugun og togað augun til
hliðar og þá sjái þeir skýrt í miðj-
unni. „Með þessu er ekki verið að
gera neitt annað en að toga sjón-
himnuna og gera þá vinnu utan frá
sem þessir vöðvar eiga að gera með
því að breyta lögun augans. Það sem
ég er að segja er að þetta er eins og
allir aðrir vöðvar í líkamanum. Ef þú
þjálfar ekki ákveðna bakvöðva þá
verða þeir slappir. Ef þú ferð að reyna
of mikið á veika vöðva þá ofþreytir
þú þá og þeir bólgna upp. Það sama
á við um augun.“
Margir efins
Birgir segist vera vel meðvitaður um
að ýmsir telji að æfingakerfið sem
þeir eru að kynna hér á landi sé eitt-
hvað „hókus pókus“, eins og hann
orðar það. „Þessar æfingar voru til í
miklu einfaldara formi í gamla daga.
Augun eru hluti af líkamanum og við
getum þjálfað allt í líkamanum. Svo
er árið 2012 og allir eru vanir því að
setja upp gleraugun og þá spyr fólk
mig alltaf: „Af hverju heldur þú að
það eigi að vera hægt að þjálfa aug-
un?“ Ég segi á móti: „Af hverju ekki?“
Spurður hvort þessar aðferðir séu
skottulækningar, segir hann svo ekki
vera. „Allir sem koma á námskeið eru
fólk sem vinnur inni og glápir á skjá-
inn allan daginn,“ segir hann og tekur
fram að það sé ekki endilega óhollt,
en við það geti sjónin orðið slappari.
Um þær æfingar sem sjónþjálfarinn
er að kynna fyrir Íslendingum segir
hann: „Þetta er eins og að fara í rækt-
ina. Hann er ekki að gera neitt ann-
að en að bjóða þér sömu æfingar fyrir
augnsvæðin. Svo þarft þú bara að fara
í ræktina og gera sjónæfingar.“
Birgir segist ekki gefa mikið fyrir
afstöðu augnlækna, sem efast um
virkni æfinganna. „Þegar við fórum
af stað með þetta konsept þá voru svo
margir sem vissu ekkert um þetta en
eru á móti því bara til að vera á móti.
Það koma hins vegar engin svör þeg-
ar maður spyr þetta fólk á móti.“
Hann segist vona að aðferðirnar
sem þeir kenna verði það útbreiddar
að fólk fari sjálft að gera þessar
æfingar og bera vitni um virkni
þeirra. „Þá skiptir engu máli hvað
augnlæknar og sjóntæknifræðingar
segja.“
Hvar eru vísindalegu
sannanirnar?
DV hefur leitað til þriggja augnlækna,
tveir þeirra vildu ekki tjá sig undir
nafni, en sögðust stórefast um að slík-
ar æfingar gætu lagað sjónina til lengri
tíma. Annar tók þó fram að hann hefði
ekki kynnt sér starf Leos Angart í þaula.
Gunnar Sveinbjörnsson, formaður
Augnlæknafélags Íslands, spyr hvaða
alvöru rannsóknir, sem hafa birst í rit-
rýndum fagtímaritum, liggi að baki
aðferðum danska sjónþjálfarans. Þeg-
ar farið er inn á vefsíðu sjónþjálfarans,
vísar hann hann ekki á neinar slíkar
rannsóknir. Gunnar segist ekki hafa
kynnt sér aðferðir Danans sérstaklega
en er efins.
Hann nefnir dæmi um að ástæðan
fyrir nærsýni sé að lengd augans er of
mikil. „Augað er of stórt og hvernig þú
ætlar að hafa áhrif á það með æfing-
um skil ég ekki. Þú ætlar að minka líf-
færið.“
Hann bendir á að sjónæfingar séu
ekki nýjar af nálinni. „Ég á bók frá 1940
sem er um þetta sama, svo þetta eru
ekki nýjar æfingar en þær hafa ekki
slegið í gegn.“
Augnlæknir fullur efasemda
Augnlæknir sem DV ræddi við og
hefur kynnt sér aðferðir augnþjálf-
arans, segist hafa mjög miklar efa-
semdir um þær. „Ef þeir segja að þú
getir þjálfað þig úr -5 og upp í núll,
þá áttu samkvæmt kenningunni að
geta haldið áfram að þjálfa þig og
orðið +5. Í stuttu máli hafa engar
rannsóknir sýnt að þetta sé mögu-
legt á nokkurn einasta hátt. Það er
verið að leika sér með taugateygjur í
augasteininum sem við notum til að
fókusera. Hann stirðnar hægt og bít-
andi og er orðinn frekar gagnslaus
upp úr fertugu. Þess vegna þurfum
við öll lesgleraugu, það er þó mis-
mikið og gerist mishratt. Það er ein-
staka sinnum hægt að ná pínu ár-
angri með smá þjálfun en það er allt
dæmt til að hverfa með tímanum út
af öldrun.“
Hann fordæmir einnig að á sama
tíma og með öllu sé bannað að aug-
lýsa viðurkenndar læknismeðferðir
á Íslandi þá sé athyglisvert að menn
sem hafi ekki menntun á þessu sviði
geti flutt inn mann sem ætlar að taka
á heilbrigðisvandamálum og auglýst
hann á fullu. „Það má ekki einu sinni
kynna með eðlilegum hætti venju-
legar læknismeðferðir hvort sem það
er vegna gláku, leiseraðgerðir eða
hvað sem er,“ segir hann og bætir við:
„Þetta er í sjálfu sér ekki hættulegt en
samkvæmt okkar áliti hefur það eng-
in áhrif. Allir augnlæknar hvetja fólk
til að mæta í skoðun og ræða þessi
mál því fáfræðin um augun er gríð-
arleg.“
n Danskur augnþjálfari fullyrðir að æfingar lagi sjónina n Augnlæknar vilja sjá sannanir
segist laga slæma
sjón með æfingum
Kennir fólki að sjá betur„Í stuttu máli hafa engar rannsóknir sýnt að þetta sé mögulegt á
nokkurn einasta hátt
Leo Angart Danskur sjónþjálfari býður
upp á námskeið þar sem fólk lærir æfingar
sem eiga að laga sjónina verulega.
Hjördís Einarsdóttir, stærðfræðikennari
á Egilsstöðum, var með slæma sjón.
Hún átti að fá gleraugu sem voru mínus
fimm, hún var með sjónskekkju og fjar-
sýni. „Þetta voru orðin þrí- eða fjórskipt
gleraugu sem kostuðu hátt í 170 þúsund
krónur,“ segir Hjördís sem ákvað árið 2010
að skrá sig á námskeið sem Leo Angart
hélt hér á landi til þess að þjálfa sjónina.
Hún fór í sjónmælingu hjá augnlækni áður
en hún hóf að gera æfingarnar sem hún
lærði, til þess að geta betur mælt hvort
sjónin batnaði. Hún viðurkennir að hlegið
hafi verið að henni, þar sem fólk taldi
víst að hún væri að láta gabba sig út í
skottulækningar.
„Ég gat ekki lesið blöðin eða horft á tölvu-
skjá nema vera með plús tvo gleraugu til
að horfa á skjáinn, núna nota ég engin
gleraugu til að lesa,“ segir hún.
„Ég fór þangað inn með opinn huga og
maður gat ekki gert annað en að prófa
þessar æfingar. Ég fann strax mun. Svo
hélt maður bara áfram í þessum æfingum
og þegar ég kom tæpu ári seinna í sjón-
mælingu þá var ég kominn með gleraugu
sem voru -2,5. Augnlæknirinn hafði
skoðað mig í millitíðinni og hafði merkt
að það var komin breyting. Fjarsýnin var
farin.“
Hjördís segir að hún geti varla sett gömlu
gleraugun lengur upp. „Ég finn alveg
ofboðslegan mun, en þetta eru æfingar og
maður þarf að sinna þessu alveg eins og
venjulegum líkamsæfingum,“ segir Hjördís
sem stefnir á að losna alveg við gleraugun.
„Ef ég gat þetta þá hlýt ég að geta hitt.
Það er nákvæmlega eins og ef þú lendir
í slysi og missir getu í fæti eða hendi, þú
þarft að þjálfa vöðvana upp. Okkur hefur
ekki verið kennt að augun þurfa líka sína
leikfimi.“
Hjördís segist alltaf byrja morgnana á að
nudda vöðva í kringum augun. „Svo set
ég kaldan og heitan bakstur til skiptis,
þrisvar sinnum. Svo tek ég orkuæfingar og
er svo að gera þessar augnæfingar jafnt
og þétt yfir daginn, stundum gleymi ég
þessu.“
Hjördís Einarsdóttir segist hafa stórbætt sína eigin sjón:
„Ég finn alveg ofboðslegan mun“Valgeir Örn Ragnarssonblaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Heldur námskeið um
allan heim Leo Angart
heldur meðal annars nám-
skeið, Kraftaverkaaugu, fyrir
börn.