Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Qupperneq 12
12 Fréttir 9. maí 2012 Miðvikudagur M aður vonast alltaf eftir kraftaverki. Maður ætlast til þess af fagfólkinu, spít- ölunum, Vogi og þessu öllu, en kraftaverk ger- ast ekki á þessum stofnunum nema þessir einstaklingar vilji það sjálfir,“ segir móðir 19 ára fíkils. Konan vill ekki koma fram undir nafni og verð- ur hún kölluð Guðrún í þessari grein. „Það eru bara ekki nógu góð úr- ræði í boði hér á landi fyrir þessa ungu fíkla,“ segir önnur kona sem er í svipaðri stöðu og Guðrún. Hún verð- ur hér kölluð Stella en hún á tvær dætur sem eru fíklar. Þær Guðrún og Stella eru með- al þeirra fjölmörgu foreldra sem lifa hvern dag í ótta vegna fíkniefna- neyslu barna sinna. Barátta þeirra er löng og ströng og víða rekast þær á veggi, sérstaklega í kerfinu. Kon- urnar kynntust í gegnum Foreldra- hús þar sem þær hafa sótt stuðning og hjálp í baráttu sinni. Baráttu sem í tilvikum þeirra beggja spannar nokk- ur ár þrátt fyrir að börn þeirra séu ekki nema rétt um og yfir tvítugt. Elskar mig innst inni „Ég vil trúa því þrátt fyrir allt það vonda sem ég fæ frá honum að ég geti lifað þangað til hann nær bata og við náum að snertast og ræða saman því ég held að það yrði hans bani ef eitthvað kæmi fyrir mig núna og hann í þessum ham. Þetta er það sem ég vil trúa. Ég trúi því að hann elski mig innst inni,“ segir Guðrún. Sonur hennar tekur reiði sína út á henni og kennir henni um það sem miður hefur farið í sínu lífi. Hún veit innst inni að hann muni átta sig einn daginn en vonar að það verði ekki of seint. „Fíkillinn er þannig að hann verður alltaf að kenna öðrum um,“ segir Stella sem kannast við það frá sínum dætrum og eigin reynslu sem óvirks alka. Þær segjast hvorug hafa náð að sleppa takinu en það er gjarnan mælt með því að aðstandendur loki á fíkil- inn. „Það er bara svo erfitt. Auðvitað reynir maður að lifa lífinu og vera glaður en þetta er svo mikil sorg að þetta gjörsamlega heltekur allt manns líf. Þetta er barnið manns. Það er ekki hægt að lýsa þessari sorg eða bera hana saman til dæmis við það að eiga maka í neyslu,“ segir Guðrún. Byrjuðu snemma að fikta Börn kvennanna eiga það sameig- inlegt að hafa byrjað ung í neyslu. „Þegar ég lít til baka þá gat maður greint það strax þegar þær voru litl- ar að þær voru fíklar. Það var alltaf svo mikið af öllu, ég sá það til dæmis varðandi sælgætið. Þær voru fíklar í sælgæti og höfðu þessa takta strax. Belgdu sig út af sælgæti. Það er nátt- úrulega fíkn eins og hvað annað. Þær byrjuðu mjög ungar að fikta. Þessi eldri var líklega um 13 ára gömul. Þær sýndu fljótt þessa takta. Byrjuðu snemma að reykja og fikta. Það var mörgu ábótavant í uppeldi þeirra. Ég er sjálf óvirkur alki,“ segir Stella en dætur hennar eru í dag 18 og 21 árs. Móðir drengsins hefur sömu sögu að segja. Hann byrjaði snemma að fikta. „Það er eins með þau öll, þau byrja öll í þessu helvítis grasi. Það eru allir unglingar í því í dag og svo leiðir það til einhvers annars,“ seg- ir Guðrún. Hennar sonur byrjaði að fikta við að reykja gras og hefur að- allega verið í því. Inni á milli hefur hann þó tekið sterkari efni og jafnvel lyf. Áfengi þolir hann illa og á til að taka ofsaköst undir áhrifum þess og hóta öðrum fjölskyldumeðlimum. Er vongóð Dætur Stellu eru báðar í meðferð þessa stundina. Og í fyrsta skipti í langan tíma er móðirin vongóð. Sú eldri fór í meðferð til Noregs. „Ég náði að senda hana til útlanda. Hún fór á stað þar sem eru eingöngu kon- ur og þetta bjargaði lífi hennar. Þetta er ekki bein meðferð, þarna er biblíu- skóli, samkomur, lesið upp úr biblí- unni og ýmislegt svona. Og á þessum þremur mánuðum sem hún var úti náði hún að byrja að hugsa. Fá aftur löngun til að lifa og það er það sem er ekki í boði hér. Það er einn staður hér sem býður upp á langa meðferð hér og það er Krýsuvík þar sem hún er núna. Og það er synd að það sé ekki hlúð betur að þeim stað því þar eru alltaf laus pláss en ekki til peningur til að nota þau öll.“ Hún hefur ekki verið edrú áður fyrir utan smá tíma þegar hún var ófrísk. „Hún varð ófrísk 16 ára og eignaðist barn 17 ára. Hún hélt sér edrú á meðgöngunni en stuttu eftir að barnið fæddist þá féll hún,“ segir Stella en hún hefur séð um barnið síðan. Hún er þó vongóð um að móð- irin geti sjálf tekið við barninu og myndað við það tengsl í framtíðinni. Yngri stelpan hennar er líka í meðferð en er ekki eins sátt við það og sú eldri. „Hún er voðalega ósátt við að þurfa að hætta. Að hún sé bara 18 ára og þetta sé bara búið.“ Hótaði að drepa móður sína Sonur Guðrúnar á nokkrar meðferð- ir að baki. Hann hefur enst mislengi í þeim en núna sækir hann sjálfur AA-fundi og reynir að koma sér úr neyslu. Hann hefur meira og minna búið inni á heimilinu undanfarin ár en hefur þó nokkrum sinum flutt út en í skamman tíma í senn. Síðustu ár hefur heimilið verið í heljartökum hans. „Það hefur allt snúist um hann og hans fíkn. Ég hef lifað í hræðslu síð- an hans neysla byrjaði. Og ástand- ið bitnar á öllum á heimilinu, systk- inum hans og mér. Þegar hann er heima þá liggur hann í sófanum og við reynum að vekja hann ekki. Svo hefur hann tekið köst hérna og rúst- að öllu. Ég hef vaknað með hann yfir mér á nóttunni þar sem hann er að hóta að drepa mig. Eitt skipti var hann með hníf og sagðist ætla að drepa mig. Það er ekki hægt að lýsa því hversu hryllilegt það er að fá svona frá barninu sínu,“ Guðrún. Skiptin eru nokkur. „Í annað skiptið hélt hann mér kverkataki og reyndi að taka gulleyrnalokka úr eyr- unum á mér. Hann tók þá, veðsetti þá en náði svo reyndar í þá aftur. Því að innst inni eru þessi börn heiðar- leg, maður veit það,“ segir hún og segist aldrei gefast upp á að trúa því að hann muni ná að fóta sig í lífinu, laus úr viðjum fíknarinnar. Engin samvinna frá fíklinum „Þessu fylgir alveg ofboðsleg sorg, van- máttur og hræðsla. Ljótleikinn í þess- um heimi er alveg svakalegur. Þetta er svo dimmur heimur,“ segir Guðrún og það er greinilegt að þær hafa upp- lifað ýmislegt ljótt í gegnum börn sín. Báðar hafa þær lent í að þurfa að taka á móti börnunum í alls konar ástandi. Þá hafa þær upplifað sig varnarlausar og litla sem enga hjálp að fá frá yfir- völdum eða stofnunum „Það er eins og fyrir ári síðan þegar hann var hérna heima og sá ketti og hunda úti um allt. Maður veit ekkert hvað maður á að gera. Ég reyndi að hringja í pukri í lög- regluna til að fá hjálp og einu svör- in sem maður fær þar er að mað- ur verði að koma með hann. En þú færð enga samvinnu frá fíklinum vegna þess að hann lítur á mann sem þann klikkaða. Hann er úti úr heiminum. Það sem varð okkur til bjargar þarna var að vinur hans kom hérna og fékk hann í nokkuð góðu upp á slysavarðstofu. Þar var geð- læknir á staðnum, út af öðru tilfelli, og hann bara svæfði hann. Eftir það átti hann að fara inn á 33A sem er afeitrunardeild Geðdeildarinnar en af því að hann sagði nei þá bara stóð það,“ segir hún og ítrekar það úr- ræðaleysi sem foreldrar standa fyrir í aðstæðum sem þessum. Í sjokki þegar hún kom heim Stella hefur líka lent í því margoft að fá dætur sínar heim í alls kyns ástandi. „Eitt skiptið skutlaði löggan yngri dótturinni heim eftir að hún hafði ráfað úr einhverju partíi og var að reyna að komast inn hjá einhverju fólki. Ég var bara í sjokki þegar hún kom heim. Hún var að tala í símann en var ekki með neinn síma og ým- islegt í þeim dúr. Þá hafði hún ver- ið að keyra sig út í einhverja daga á amfetamíni og einhverju viðlíka og endaði svo á að taka einhverjar rivot- ril-töflur,“ segir hún og tekur fram að líklega hafi þær prófað flest öll þau eiturlyf og læknadóp sem í boði eru. Það sé ógnvænlegt að sjá barnið sitt í svona ástandi og geta ekkert gert. Bangsadeildin ætti að vera sér Börn þeirra beggja hafa farið oftar en einu sinni í meðferð á Vogi. Þar segja þær margt mega betur fara. „Í fyrsta lagi ætti þessi Bangsadeild að vera „Ég hef vaknað með hann yfir mér á nóttunni þar sem hann er að hóta að drepa mig. Eitt skipti var hann með hníf og sagðist ætla að drepa mig. „Þessu fylgir alveg ofboðsleg sorg, vanmáttur og hræðsla. Ljótleikinn í þessum heimi er alveg svakalegur. Vonast alltaf eftir kraftaverki n Mæður berjast fyrir börnum sín í gegnum heljarheim fíknarinnar n Erfitt að fóta sig eftir meðferð n Segja margt ábótavant í meðferðarúrræðum hérlendis Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.