Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Page 13
annars staðar en inni á Vogi. Það gengur ekki að þessir ungu krakkar séu innan um svo miklu eldra fólk. Þarna eru þau að kynnast eldri fé- lögum og það eru mörg dæmi um að þau kynnist neyslufélögum inni á Vogi,“ segir Stella. Bangsadeildin er ætluð ungmennum til 18 ára aldurs. Svefnálman er sér inni á Vogi en þær segja að öðru leyti sé allt sameigin- legt með öðrum sem þar sækja sér meðferð. Þær segja báðar að það sé ekki ásættanlegt að krakkar geti gengið út úr meðferðinni eins og ekkert sé. Þarna séu á ferðinni ómótaðir ein- staklingar og stundum sé bara nóg að ræða málin. Þau þurfi hjálp og oft séu þau stöðnuð og kunni lítið á til- finningar sínar eftir mörg ár í neyslu. Hent út af Vogi Sonur Guðrúnar hefur þrisvar farið í meðferð á Vogi. „Það var gífurleg reiði sem kom upp hjá mér þegar hann labbaði í tvígang út af Vogi. Hann var rekinn út á áttunda degi. Þennan dag fann hann að hann var argur og pirr- aður út í allt og hann talaði um það um morguninn við lækni. Það varð svo einhver breyting á dagskrá í grúppu og það var tekið fyrir eitthvað sem átti að vera daginn eftir. Fjallað um samskipti við fjölskyldu, tilfinningar og eitthvað svona erfitt. Hann verður eitthvað pirraður og stendur upp og slær í ein- hvern vegg. Þá rýkur ráðgjafinn fram og segist ætla að ná í lækni. Þá kem- ur yfirlæknir deildarinnar og bara út með hann. Hann fékk enga skýringu, ekki að tala við ráðgjafa sinn eða lækni eða neitt. Enginn spyr af hverju hann hafi brugðist svona við. Það var held- ur ekki reynt að róa hann – hann var bara sendur út. Síðan var hringt í mig og sagt að honum hefði verið vísað út og bent á að fara niður á geðdeild. Og það er það sem ég skil ekki, ef hann þurfti að fara á geðdeild af hverju var hann þá ekki keyrður niður eftir?“ spyr Guðrún sem telur vinnubrögðin til skammar. Stöðnuð á ýmsum sviðum Báðar eru þær sammála um það að eftir að þessir ungu fíklar komi úr meðferð þá sé lítið sem bíði þeirra. Það þurfi að vera meira aðhald og meiri kennsla á lífið. „Þau koma út og þekkja ekki almennilega á lífið. Þau fara á AA- fundi og svona en það þyrfti að vera eitthvað meira. Það þyrfti að kenna þeim betur á sporakerfið og jafnvel hefja þá kennslu strax í meðferðinni. Þau eru stöðnuð á svo mörgum svið- um þó að þau séu kannski sjóuð á öðr- um,“ segir Stella. „Þegar þau koma úr meðferð er svo misjafnt hvað bíður þeirra. Yfir- leitt eru flestir vinirnir enn í neyslu og þau eiga oft erfitt með að fóta sig. Ég veit um einn sem var að koma úr með- ferð núna nýlega og hann er jafn mikill einyrki hérna úti eins og honum hefði verið hent einum út í Papey. Hann er skíthræddur við að mæta þessum sem hafa verið að búa til skuldir á hann og berja“ segir Guðrún. n Fréttir 13Miðvikudagur 9. maí 2012 V ið settum MST-fjölkerfa- meðferðina inn árið 2008. Það er meðferð án þess að börn fari á stofnanir og hún hefur gefist mjög vel,“ segir Bryndís S. Guðmundsdótt- ir, uppeldis- og kennslufræðingur, sem er yfir meðferðar- og fóstur- deild Barnaverndarstofu. Meðferð- arheimili á vegum Barnaverndar- stofu eru nú fjögur; Stuðlar, Háholt, Laugaland og Lækjarbakki. Lang- tímameðferðirnar eru þrjár og eru staðsettar á landsbyggðinni. Stuðl- ar eru í Grafarvogi en þar er grein- ingar- og meðferðarvistun fyrir átta unglinga í einu en að auki eru þar fimm neyðarvistunarrými. Samtals hefur Barnaverndar- stofa því yfir að ráða 30–33 rýmum. Árið 2004 voru meðferðarheimili á vegum Barnaverndarstofu hins vegar átta talsins en þeim hefur markvisst verið fækkað undanfarin ár þar sem aukin áhersla er lögð á að halda barninu sem lengst inni á heimilinu að sögn Bryndísar. Hún segir MST-fjölkerfameð- ferðina miða að þeirri stefnu. „Hún er til þess að koma í veg fyrir að þau þurfi að fara á stofnun. Það er ver- ið að vinna mjög mikið með for- eldrana og að þeir nái aftur tökum á ástandinu. Þá er einn þerapisti með 4–5 fjölskyldur á sínum snærum sem hann sinnir bara,“ segir hún. Börn sem fara inn á meðferðar- heimilin eru yfirleitt búin að reyna MST-meðferðina. „Hún hefur þá ekki virkað fyrir þau. Hún virkar fyr- ir mjög marga en það eru þeir sem eru með ítrustu og mestu erfiðleik- ana sem eru inni á þessum stofnun- um,“ segir hún. Eftir meðferð er reynt að fylgja ungmennunum eftir að sögn Bryn- dísar. „Þau fara í MST ef þau hafa ekki verið þar áður. Þau sem eru fíkl- ar er reynt að tengja við SÁÁ-kerf- ið, að þau fari í göngudeildirnar og reynt er að koma undir þau fótun- um og styðja þau í skóla og vinnu. Við höfum þó ekki það gott tækifæri til þess hjá okkur þar sem þetta er í rauninni ekki lagaleg skylda okkar en við reynum samt að sjá til þess. En það er líka mikilvægt að þau sem eru með þau í meðferð á meðferðar- heimilunum undirbúi þau undir það sem tekur við í samstarfi við barna- verndarnefnd, sem vistar þau ásamt foreldrum, og þau sjálf. Þannig það er alltaf reynt að hafa einhver plön þegar þau fara. Síðan er alltaf ein- hver sem þarf að fylgja þeim plönum eftir og það eru yfirleitt foreldrarnir eða með kerfi eins og MST.“ Auk þeirra meðferðarúrræða sem Barnaverndarstofa býr yfir þá er Bangsadeildin starfrækt á Vogi og hún er ætluð fyrir ungmenni 13–18 ára. Stuðlar Eitt þeirra fjögurra meðferðarheimila sem Barnaverndarstofa rekur. Meðferðarheimilum hefur fækkað n Barnaverndarstofa fækkar meðferðarheimilum og treystir á MST-fjölkerfameðferðina „Þegar þau koma úr meðferð er svo misjafnt hvað bíður þeirra. Yfirleitt eru flestir vinirnir enn í neyslu og þau eiga oft erfitt með að fóta sig. Vonast alltaf eftir kraftaverki n Mæður berjast fyrir börnum sín í gegnum heljarheim fíknarinnar n Erfitt að fóta sig eftir meðferð n Segja margt ábótavant í meðferðarúrræðum hérlendis Erfitt að sleppa Mæðurnar segja erfitt að sleppa taki af börnunum. Myndin er sviðsett. Í gæsluvarðhaldi til 30. maí: Ætlaði að drepa konu föður síns Hæstiréttur hefur staðfest gæslu- varðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir ungum manni sem grunaður er um tilraun til mann- dráps þann 1. apríl síðastliðinn. Maðurinn réðst þá á eiginkonu föður síns með fólskulegum hætti. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er vitnað í greinargerð lögreglu þar sem fram kemur maðurinn hafi ráðist á hana þar sem hún sat í sófa í stofunni og tekið hana kverkataki og kýlt hana í síðu, hendur og and- lit. Þá hafi hann reynt að kæfa hana með því að halda kodda fyrir andlit hennar. Framdi maðurinn árásina eftir að hafa ásakað konuna um að hafa stolið frá sér 1.500 krónum. Fyrir þetta hafi maðurinn sagt við hana að hún yrði að hverfa úr lífi föður síns annars myndi hann drepa hana. Í skýrslutöku hjá lögreglu við- urkenndi maðurinn verknaðinn. Klifraði hann upp á svalir íbúðar sem konan var í og talað við hana. Hún hafi ekki viljað hleypa honum inn svo hann hafi rifið upp glugga og náð í kertastjaka sem hann hafi notað til að brjóta glugga á svala- hurðinni. Eftir að maðurinn réðst til atlögu gegn konunni náði hún að hlaupa út úr íbúðinni og öskraði á hjálp. Maðurinn náði henni hins vegar á bílastæðinu fyrir utan og byrjaði að lemja hana með kerta- stjakanum. Í úrskurðinum kemur fram að konan hafi fallið í jörðina og hann þá tekið með annarri hendi um háls hennar og þrýst að en haldið áfram að slá hana í höf- uðið með kertastjakanum. Að sögn lögreglu miðar rann- sókn málsins vel en þó er beðið eftir niðurstöðu endanlegs áverka- vottorðs. Málið verði því sent Ríkis- saksóknara á næstu dögum. Hér- aðsdómur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 30. maí næst- komandi með úrskurði sínum þann 2. maí síðastliðinn. Nú hefur Hæstiréttur staðfest þann úrskurð. Mismunun í dómskerfinu: Börn dæmd í fangelsi „Ef um íslensk börn væri að ræða kæmi aldrei til álita að dæma ís- lenskt barn til fangelsisvistar vegna skjalafals,“ sagði Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndarstofu, í samtali við RÚV á þriðjudag. Bragi vísar þarna til nýlegs dóms sem féll í héraðsdómi yfir tveimur drengj- um, 15 og 16 ára, sem dæmdir voru í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vega- bréfum við komuna til landsins í lok apríl. Bragi segir að íslensk börn hefðu aldrei hlotið viðlíka meðferð. Drengirnir játuðu brot sín fyrir dómi en Bragi segir hins vegar að dómurinn komi honum verulega á óvart, enda séu engin fordæmi fyrir því að svo ungt fólk sé dæmt í fang- elsi fyrir brot af þessu tagi. „Það er einungis í mjög alvarlegum brotum eins og líkamsárásum, vopnuðum ránum eða þegar um mjög ítrekuð alvarleg brot er að ræða sem ung- menni yngri en 18 ára hljóta óskil- orðsbundna dóma. Þannig að ég fæ ekki betur séð en að þessi dómur sé úr öllu hlutfalli við dómafram- kvæmd hérlendis,“ sagði Bragi í fréttum RÚV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.