Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Side 2
S
á fáheyrði atburður átti sér
stað í Héraðsdómi Reykja-
ness þann 27. apríl síðast-
liðinn, að Börkur Birgisson,
einnig þekktur sem Axar-
Börkur, hrækti að dómara þegar
honum var gert að afplána eftir-
stöðvar fyrri dóma. Börkur var fyrir
dómi vegna rofs á skilorði en hann
er grunaður um aðild að stórfelld-
um líkamsárásum og ólögmæta
nauðung ásamt félaga sínum Ann-
þóri Kristjánssyni.
Brot gegn valdstjórninni
Börkur hefur verið ákærður fyrir
athæfið en að hrækja á dómara í
starfi flokkast undir brot gegn vald-
stjórninni og geta viðurlög við slíku
broti varðað allt að sex ára fangels-
isvist. Samkvæmt heimildum DV
vita menn ekki til þess að brot af
þessu tagi hafi áður átt sér stað inni
í dómsal og er það litið alvarlegum
augum.
Hæstiréttur dæmdi Börk til sjö
og hálfs árs fangelsisvistar árið 2005
fyrir líkamsárás sem hann framdi
á veitingastaðnum A. Hansen árið
2004. Beitti hann öxi í líkamsárás-
inni sem þótti sérstaklega hrottaleg
og aðeins tilviljun réð því að maður-
inn komst lífs af.
Alvarlegir áverkar
Um miðjan mars var Börkur hand-
tekinn ásamt félaga sínum Annþóri
Karlssyni, þekktasta handrukkara Ís-
lands, og eru þeir nú báðir ákærðir
fyrir stórfelldar líkamsárásir og ólög-
mæta nauðung.
Í einu málanna eru þeir Annþór
og Börkur grunaðir um að hafa ráð-
ist ásamt fleiri mönnum í heimild-
arleysi inn í hús og veist hrottalega
að þeim sem þar voru með golfkylf-
um, spýtum, handlóðum og hafnar-
boltakylfu með þeim afleiðingum að
mennirnir hlutu alvarlega áverka.
Eitt fórnarlambanna hlaut þver-
brot á hægri sköflungi, brot á hægri
hnéskel, 6 sentimetra opinn og gap-
andi skurð á framanverðum hægri
sköflungi, bólgur og mar á hægri
fótlegg, úlnliðum og höndum. Ann-
ar hlaut skurð á enni og þriðji mað-
urinn 3 sentimetra stjörnulaga sár
á hnakka, brot á ölnarbol, skrap sár
á báðum öxlum, stórt mar á upp-
handlegg vinstra megin, mar á báð-
um framhandleggjum yfir öln, mar á
miðjum framhandlegg og mar á vísi-
fingri hægri handar.
Samkvæmt heimildum DV varð
Annþóri og Berki vel til vina þegar
þeir sátu inni á Litla-Hrauni. Eftir að
hafa hlotið reynslulausn eiga þeir í
sameiningu að hafa verið umfangs-
miklir í undirheimum Reykjavíkur.
Langir brotaferlar að baki
Annþór og Börkur eiga báðir langan
brotaferil að baki. Annþór Kristján
hefur frá árinu 1993 hlotið 10 refsi-
dóma fyrir skjalafals, þjófnað,
nytjastuld, líkamsárás, húsbrot,
frelsissviptingu og fíkniefnabrot.
Hæstiréttur dæmdi hann í þriggja
ára fangelsi árið 2005 fyrir grófa lík-
amsárás þar sem hann barði mann
til óbóta með kylfu.
Börkur og Annþór eru meðstjórn-
endur í fyrirtækinu Mebbakk sem
var stofnað í apríl á síðasta ári. Meb-
bakk rekur meðal annars sólbaðstof-
una Bahamas á Grensásvegi.
2 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað
„Ertu komin til að
koma í deilur?“
Forseti Ís-
lands var í
viðtali í mánu-
dagsblaði DV.
Þar fór hann
mikinn og sakaði
meðal annars DV
um að vinna að
framboði Þóru
Arnórsdóttur
og sagði Svavar Halldórsson mis-
nota fréttatíma sjónvarpsins til þess
að flytja fréttir af eiginkonu sinni.
„Það blasir við hjá Ríkisútvarpinu
að Svavar Halldórsson fékk að mis-
nota fréttatíma sjónvarpsins til þess
að búa til áróðursfrétt gegn mér á
sama tíma og var verið að vinna
könnun um fylgi Þóru, mín og ann-
arra til að undirbúa framboð gegn
mér,“ sagði forsetinn meðal annars
í viðtalinu.
Milljarðar í vasann
DV greindi
frá því á
miðvikudag að
Samherji hefði
grætt 17 millj-
arða á veiðum
sem fyrirtækið
hefur staðið
fyrir við Afríku-
strendur. Fjár-
festing þeirra í Afríku hefur þannig
borgað sig upp og arðgreiðslur
til fyrirtækisins nema um fjórum
milljörðum. „Samherji keypti út-
gerðina sem á og rekur sex verk-
smiðjutogara sem stunda fisk-
veiðar við strendur Vestur-Afríku,
af útgerðarfyrirtækinu, af útgerð-
arfyrirtækinu Sjólaskipum á vor-
mánuðum 2007 fyrir um 190 millj-
ónir evra, um 16 milljarða króna
miðað við gengi krónunnar á þeim
tíma“ sagði meðal annars í frétt-
inni.
„Ég vil fá sjálfsvirð-
inguna aftur“
Lára Kristín Brynjólfsdótt-
ir sagði frá nauðungarvist-
un sinni á
geðdeild
í viðtali í
mánudags-
blaði DV. Þar
sagði hún frá
því að hún
hefði verið nauðungarvistuð á geð-
deild í marga mánuði með ranga
greiningu. Hún var sögð vera með
geðklofa en hefur núna fengið þá
greiningu að hún sé einhverf. Saga
Láru er ekki einsdæmi en DV hefur
undanfarið fjallað um einhverfu
kvenna. „Ég vil segja sögu mína
öðrum til varnaðar, ég vil ekki að
fleiri þurfi að þjást eins og ég gerði.
Ég fæ ekki líf mitt til baka, en ég vil
fá sjálfsvirðinguna aftur,“ segir Lára
Kristín í viðtalinu.
Fréttir vikunnar í DV
1
2
3
Lúxusíbúðir
rokseljast
Íbúðir í hinum svokölluðu Skugga-
hverfisblokkum Reykjavíkur hafa
rokið út á tæpum mánuði eftir að
þær voru settar á sölu. Viðskipta-
blaðið greinir frá því að níu íbúðir af
fjörutíu hafi selst í blokkunum við
Vatnsstíg 16 til 18 en verðið er frá 44
milljónum fyrir tveggja herbergja
íbúð og upp í tæpar hundrað millj-
ónir króna fyrir stærstu íbúðirnar
nálægt þakíbúðinni.
Íbúðirnar eru 132 og upp í 180
fermetrar, á nítján hæðum, en þak-
íbúðin er sú stærsta, 276 fermetrar
og segir Viðskiptablaðið markaðs-
virði hennar vera yfir hundrað millj-
ónum króna.
Vill hreinsa
út hjá RÚV
Herdís Þorgeirsdóttir vill að ut-
anaðkomandi einstaklingar stýri
kosningaumfjöllun RÚV til að
tryggja að hún sé hlutlaus. Hún
segir að Ólafur Ragnar Grímsson
og Þóra Arnórsdóttir hafi ótví-
rætt forskot á aðra frambjóðend-
ur þar sem fólk þekki þau af fyrri
störfum. Þóra eins og flestir vita
hefur verið starfsmaður Ríkisút-
varpsins og segir Herdís það gefa
henni forskot. Hún gerir meðal
annars athugasemdir við að Þóra
hafi sagt það á Pressunni að hún
væri að skoða stöðu sína gagn-
vart framboði, þremur mánuðum
áður en hún ákvað formlega að
fara í forsetaframboð. „Þarna situr
þessi frambjóðandi í þrjá mán-
uði í skjóli Kastljóss og Útsvars, án
þess að Ríkisútvarpið geri nokkuð
í því,“ segir Herdís í fréttum Stöðv-
ar 2 á fimmtudag. Herdís segir
að það hafa verið rétt af Þóru að
draga sig þá í hlé þegar ljóst var að
hún væri að skoða að fara í fram-
boð.
Þá segir hún að frambjóðendur
til forsetakosninganna nú eigi rétt
á því að vera kynntir í fjölmiðlum
með hlutlægum hætti þannig að
tryggt sé að allir frambjóðendurnir
hafi sama aðgang að fjölmiðlum.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Samkvæmt heim-
ildum DV vita
menn ekki til þess að brot
af þessu tagi hafi áður
átt sér stað inni í dómsal
og er það litið alvarlegum
augum.
ákærður
Vinir Félagarnir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson sátu saman inni á Litla-Hrauni. (Skjáskot af Facebook)
fyrir að
hrækja
að dómara
n Börkur Birgisson ósáttur við úrskurð í héraðsdómi
Í gæsluvarðhald Börkur
Birgisson færður í járnum fyrir
dómara í mars síðastliðnum
þegar gæsluvarðhald
var framlengt yfir
honum í Heraðsdómi
Reykjaness.