Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 4
4 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað Bæjaryfirvöld ekki upplýst n Gríðarlegt jarðrask á Úlfarsfelli n Reykjavík ber ábyrgð Þ að var búið að ganga frá því milli bæjarfélaganna að samráð yrði haft um verk- efnið á öllum stigum. En það var farið af stað með þetta án þess að við vissum af því,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, um það mikla rask sem á sér stað á efsta tindi Úlfars- fells þar sem beltagrafa og fleiri stórvirk vinnutæki eru að störfum vegna endurvarpsstöðvar sem þar á að rísa. Áformað er að 40 metra hátt mastur rísi á tindinum. Mörg- um blöskrar umgengnin sem á sér stað í þessari náttúruparadís þar sem hundruð útivistarfólks njóta þess að vera í fallegri náttúru. Úlfarsfellið tilheyrir bæði Mos- fellsbæ og Reykjavík. Framkvæmd- irnar eru á því svæði sem Reykja- vík ræður. Eftir að íbúi í Úlfarsárdal kvartaði í síðustu viku var gert hlé á framkvæmdum. Á þriðjudaginn fór síðan allt í fullan ganga aftur eftir að starfsmenn Reykjavíkurborgar höfðu úrskurðað að ekki stæðu efni til þess að stöðva þær. Haraldur hafði sam- band við Reykjavíkurborg vegna þessa. Hann segir að niðurstaðan hafi orðið sú að stofna samráðshóp beggja bæjarfélaganna. „Þessum hópi er ætlað að ræða og finna lausnir á slæmri umgengni á fjallinu,“ segir Haraldur sem sjálfur er útvistarmaður og gengur gjarnan á Úlfarsfell. Grafa risti í sundur klettabelti Beltagrafa vann mikil umhverfisspjöll á Úlfarsfelli á dögunum. Reykjavík að kenna segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Margir í spreng í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti aðfaranótt fimmtudags að hafa afskipti af á annan tug ein- staklinga sem gerst höfðu sekir um brot gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Með öðrum orðum höfðu minnst 15 manns verið kærðir fyrir að kasta af sér vatni á almannafæri í miðborginni en talsverður erill var í miðbænum þar sem margir gerðu sér glaðan dag með tilheyrandi ölvun. Nokkr- ir voru handteknir á höfuðborgar- svæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Unglingspiltar voru handtekn- ir grunaðir um innbrot í heima- hús í austurborginni og að stela þaðan verðmætum. Betur fór en á horfðist um klukkan hálf fimm um nóttina þegar ekið var á gang- andi vegfaranda við Lækjargötu í Reykjavík. Sá sem fyrir bifreiðinni varð hlaut minniháttar meiðsl en var fluttur á slysadeild Landspítal- ans til aðhlynningar. Hættulegur íshellir myndast í Gígjökli Lögreglan á Hvolsvelli hefur neyðst til að girða af svæði við Gígjökul við Þórsmerkurleið þar sem varhugaverður íshellir hefur myndast. Af þessum sökum varar lögreglan ferðamenn og ferða- þjónustuaðila sérstaklega við svæðinu. „Mikið hrun, bæði ís og grjót er við hellismunnann og því getur verið hættulegt að fara inn í hellinn,“ segir í viðvörunarskila- boðum lögreglunnar. Íshellirinn hefur því verið girtur af með lög- regluborða til að varna því að fólk hætti sér of nærri grjóthruninu. Á næstu dögum verður að auki sett upp skilti þar sem varað verður við hættunni á nokkrum tungu- málum. R eykjanesbær hefur eignast víkingaskipið Íslending eftir að hafa breytt rúmlega 100 milljóna kröfu sinni á hend- ur eignarhaldsfélagi skipsins í hlutafé í því í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Reykjanesbæjar sem samþykktur var og undirritaður á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn, þann 15. maí. Eignarhaldsfélagið sem Reykjanesbær á nú nærri 100 prósenta hlut í heitir Íslendingur ehf. en ásamt því að eiga skipið heldur það utan um rekstur á safninu Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Orðrétt segir um þetta í ársreikningi bæjarins: „Reykjanesbær breytti kröfu sinni á Íslending ehf. að fjárhæð um 101,3 milljónum króna í hlutafé í árs- lok 2011 á genginu 1. Fyrir átti Reykja- nesbær hluti í félaginu að fjárhæð um 8,1 milljón króna. Í árslok nemur hlutabréfaeignin um 109,4 milljónum króna sem er um 99,76 % hlutur.“ Þetta þýðir að íbúar í Reykjanesbæ eru nú orðnir nánast hundrað prósent eigendur að víkingaskipi og rekstrar- félagi þess. Áður hafði skipið verið í eigu bæjarins, Gunnars Marels Egg- ertssonar, sem smíðaði Íslending, olíu félagsins Olís auk þess sem Íslend- ingur ehf. átti tæpan fjórðung í sjálfum sér. Eignast Víkingaheima Reykjanesbær eignast einnig safn- ið Víkingaheima, sem byggt var utan um Íslending, samhliða yfirtökunni á skipinu og rekstrarfélagi þess. Eignar- haldið á Víkingaheimum er í gegn- um eignarhaldsfélagið Útlending ehf. sem er dótturfélag Íslendings ehf. Vík- ingaheimar voru opnaðir um sum- arið 2007 en safnið var byggt sérstak- lega utan um skipið. Heildarskuldir Útlendings vegna byggingar safnsins námu tæpum hálfum milljarði króna í árslok 2010. Skuldirnar voru við Spari- sjóðinn í Keflavík, sem var yfirtekinn af Landsbankanum eftir fall hans í fyrra, og við Reykjanesbæ. Landsbankinn afskrifar skuldir Orðrétt segir um þetta í ársreikningi Ís- lendings ehf. fyrir árið 2010: „Félagið hefur unnið að fjárhagslegri endur- skipulagningu á árinu 2011 og mun þeirri vinnu líklega ljúka fyrir lok ársins 2011. Endurskipulagningarferlið hefur verið unnið samhliða fyrir dótturfélag félagsins Útlending ehf. Allt bendir til þess að skuldir Útlendings ehf. í árs- lok 2011 verði lækkaðar um 60–70% og að Reykjanesbær muni skuldajafna kröfu sinni á félögin og breyta í hlutafé í Íslendingi ehf. að fjárhæð rúmar 100 milljónir króna og eignast þar með yfir 99% hlut í félaginu. Áætlað er að eignir samstæðu Íslendings ehf. muni í árslok 2012 nema um 438 milljónum króna og að skuldir samstæðunnar eftir leiðréttingu og endurskipulagn- ingu verði á sama tíma um 185 millj- ónir króna.“ Þessi niðurstaða Reykjanesbæjar í málum Íslendings og Útlendings þýð- ir í reynd að skuldir þessara tveggja fé- laga fara úr samtals rúmlega 600 millj- ónum króna og niður í tæplega 200 milljónir. Reykjanesbær tekur á sig þessa afskrift að hluta auk þess sem Landsbankinn afskrifar þá kröfu sem hann erfði frá Sparisjóðnum í Keflavík. Gunnar sagði Steinþór hafa reddað lánum Í viðtali við DV í fyrrasumar sagði Gunnar Marel Eggertsson frá því að Steinþór Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og stjórnarmaður í Sparisjóðnum í Keflavík, hefði séð um fjármögnun á Íslendingi ehf. og dótturfélagi þess. „Það kom bara þannig til að Steinþór var gerður að framkvæmdastjóra Íslendings og hann gekk bara inn í sparisjóðinn og fékk vilyrði fyrir þessum lánum. Það var ekkert flókið,“ sagði Gunnar Mar- el. Steinþór sagði sjálfur í samtali við DV á þessum tíma að Íslendingur væri ekki tæknilega gjaldþrota. „Varð- andi Íslending þá er það rekstrarfélag sem er alls ekki tæknilega gjaldþrota og á meðal annars skipið sem er met- ið á annað hundrað milljónir,“ sagði Steinþór í samtali við blaðið. Nú hefur hins vegar komið á dag- inn að þeir aðilar sem fjármögnuðu víkingaskipið og byggingu Víkinga- heima hafa annaðhvort þurft að af- skrifa kröfur sínar vegna þessarar fjár- festingar eða að breyta þeim í hlutafé í víkingaverkefninu í Reykjanesbæ. Bærinn eignast 100 milljóna víkingaskip „Það kom bara þannig til að Stein- þór var gerður að fram- kvæmdastjóra Íslendings og hann gekk bara inn í Sparisjóðinn og fékk vil- yrði fyrir þessum lánum. n Ríkisbankinn afskrifar skuldir frá Sparisjóðnum í Keflavík Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Reykjanesbær eignast víkingaskip Reykjanesbær hefur nú breytt 100 milljóna kröfu sinni á hendur Íslendingi ehf. í tæplega 100 prósenta eignarhlut í félaginu. Samhliða þessu eignast bærinn fasteignina sem hýsir skipið. Landsbankinn afskrifar Landsbankinn afskrifar hundraða milljóna skuldir út af byggingu Víkingaheima. Steinþór Jónsson var bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fram- kvæmdastjóri Íslendings, auk þess sem hann var stjórnarmaður í Sparisjóðnum í Keflavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.