Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað
R
agna Erlendsdóttir, móðir
Ellu Dísar, bíður þess að fá
fullt forræði yfir dóttur sinni
aftur. Ella Dís dvelur á stofn-
un fyrir fötluð börn í Bret-
landi og Ragna hitti hana í fyrsta
skiptið í mánuð fyrir skemmstu. „Það
var rosa gaman að sjá hana, hún
hreyfði sig og var ánægð að sjá mig.
Hún grátbað mig um að fara með sig
heim. Horfði á hurðina og horfði á
mig og bara: „Taktu mig heim.“ Það
var ótrúlega erfitt að þurfa að fara
frá henni, hún grét og ég grét,“ segir
Ragna.
Bjargaði lífi hennar
Ragna var að hluta til svipt forræði
yfir dóttur sinni í kjölfar þess að hún
fór með hana frá Íslandi til Bretlands
í desem ber síðastliðnum í trássi við
vilja barnalækna á Barnaspítala
Hringsins sem töldu hana of veika til
að fljúga
„Þetta er leiðindastaða og allt frekar
erfitt. En það fer ágætlega um hana
þarna og konurnar sem sjá um hana
virðast sjá vel um hana. Hún er hrein
og svona og henni gengur rosa vel, er
farin að hreyfa sig meira og er öll að
koma til. Ef guð lofar þá losnar hún
kannski úr öndunarvélinni, en mað-
ur getur ekkert sagt um það. Það er
leiðinlegt hvernig þetta mál byrjaði
allt saman og að setja mig í þessa að-
stöðu eftir allt sem ég hef gert gott
fyrir hana. Ég bjargaði lífi hennar þó
ég segi sjálf frá og ef það væri ekki
fyrir mig og mínar endalausu beiðnir
um prufur og að hitta lækna þá hefði
þetta aldrei fundist,“ segir Ragna.
Rifin milli tveggja landa
„Við erum bara að vinna að því að
koma Ellu Dís heim, það verða vænt-
anlega bara ein réttarhöld í viðbót.
Þetta gengur samt ekki eins fljótt
og ég vil en ég lít björtum augum á
þetta,“ segir Ragna sem hefur verið
á Íslandi undanfarið þar sem hún
á tvær aðrar dætur sem eru í leik-
skóla og skóla hér á landi. „Ég er rifin
milli tveggja landa,“ segir Ragna sem
finnst afar erfitt að vera frá Ellu Dís.
Læknar erlendis hafa samkvæmt
Rögnu greint Ellu Dís með genagalla
sem kann að hafa orsakað veikindi
hennar. Gallinn veldur því að líkami
hennar vinnur illa úr vítamínum.
„Hún fær súperskammt af B2, öðru
nafni riboflavin, þannig að það sé
alltaf forði í maganum á henni. Þeir
eru ekki búnir að útskýra þetta nógu
vel fyrir mér en stutta útgáfan er sú
að líkami hennar nýtir ekki B-víta-
mín og jafnvel önnur vítamín einn-
ig, en þetta kemur allt í ljós á næstu
vikum.“
Leitar að húsnæði
Ragna og dætur hennar eru heimilis-
lausar eins og er og búa hjá ömmu
og afa Rögnu. „Ég er ekki með neitt
húsnæði eins og er og bý heima hjá
ömmu og afa en ég þarf að finna hús-
næði. Félagsbústaðir og Öryrkja-
bandalagið eiga ekki neitt. Ég á ekk-
ert heimili til að bjóða henni upp á,
ég er að leita að leiðum til að leysa úr
því. Það er náttúrulega erfitt að bjóða
henni heim til sín þegar maður hef-
ur ekkert að bjóða. Hún gæti þann-
ig séð verið hjá ömmu og afa en það
er þröngt, líka því það fylgir eðlilega
mikið dót með henni. Í þessari fimm
ára baráttu við veikindi Ellu Dísar
misstum við allt og ég er á barmi
gjaldþrots. Þetta réttarmál er búið að
taka það litla sem við áttum eftir.“
Þrátt fyrir að hafa staðið í deilum
við læknana á Barnadeild Hrings-
ins segist Ragna ekki óttast að koma
heim með Ellu Dís. „Það er búið að
segja mér það að þeir treysti sér al-
veg til að hugsa um hana og eru til-
búnir að vera í samstarfi við ensku
læknana og ég verð að treysta því. Ef
hún þarf að fara út þá styðja þeir það
en setja það ekki í mínar hendur, þeir
eru búnir að segjast vilja taka á móti
henni og halda áfram þaðan sem
þarf að halda áfram.“
Skrifar bók
Ragna segist hafa bjartsýnina að
vopni í baráttunni. „Á maður ekki
alltaf að vera bjartsýnn? Ég er búin
að ná þetta langt. Ég trúði því allt-
af að það fyndist hvað væri að Ellu
og ég trúi að þetta verði allt betra
bráðum. Það gefur manni ekki
neitt að vera neikvæður. Ég ætla
bara að vera jákvæð og þakklát.
Ella er á lífi og eins og einn góður
maður sagði við mig: Ég veit þér
líður eins og barninu þínu hafi
verið rænt en hugsaðu þér ef þú
værir eins og foreldrar Madeleine
McCann. Einhver rændi barninu
þeirra og þau vita ekki neitt. Ég get
allavega alltaf hitt hana. Ég er bara
í ferli og þetta er ekki eins slæmt og
maður heldur.“
Ragna er einnig að skrifa bók
um baráttuna. „Þar ætla ég að segja
frá öllu. Hvernig Ella upplifði þetta
og ég og systur hennar og bara frá
þessu öllu. Mig hefur lengi langað
að gera þetta og er svona að fara að
byrja á því. Ég er búin að tala við
tvö forlög sem vilja að ég skrifi bók-
ina og sýni þeim hana svo. Þannig
að ég er bara að vinna í þessu.“ n
„Ég á ekkert heimili
til að bjóða henni
upp á, ég er að leita að
leiðum til að leysa úr því.
„Erfitt
að fara
frá hEnni“
Grétu báðar
Ragna segir
þær báðar hafa
grátið þegar hún
fór frá henni.
Þær höfðu ekki
hist í mánuð.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Systurnar Ella Dís með systrum sínum. Þær eru á Íslandi en Ella í Bretlandi.
„Ég er rifin milli
tveggja landa
Snjóflóð féll á
vélsleðamenn
Laust fyrir klukkan hálf tvö á
miðvikudag barst lögreglunni
á Akureyri tilkynning um að
snjóflóð hefði fallið í suður-
hlíðum Kerlingar á Glerárdal
ofan Akureyrar og hefðu tveir
vélsleðamenn lent í flóðinu og
væru afdrif þeirra óljós. Voru
þá þegar ræstar út björgunar-
sveitir Landsbjargar á svæð-
inu og undirbúningur aðgerða
hafinn, segir í tilkynningu frá
lögreglunni. Lögreglu barst ör-
fáum mínútum síðar aftur sím-
tal frá mönnum þessum og þá
jafnframt staðfesting á að báðir
þessir menn hefðu komist af
sjálfdáðum úr flóðinu og væru
óslasaðir og var þá öll aðstoð
afturkölluð.
Þarna höfðu nokkrir vél-
sleðamenn verið á ferðinni, á
leið upp á fjallið Kerlingu og
lentu tveir þeir öftustu í fleka-
flóði sem fór af stað í kjöl-
far þeirra sem á undan voru.
Annar mannanna grófst í flóð-
inu en náði að komast upp úr
því af sjálfdáðum. Sá var með
bakpoka með útblásanlegum
loftpúðum sem ætlað er að
koma mönnum til aðstoðar í
aðstæðum sem þessum og náði
maðurinn að virkja loftpúðana
og má telja líklegt að það hafi
hjálpað til að halda honum efst
í flóðinu. Félagar mannsins sáu
því allan tímann hvar hann var
staddur í flóðinu.
Dýrt að reka
bæjarstjóra
Ásmundur Friðriksson hefur verið
rekinn úr starfi bæjarstjóra í Garði.
Auglýst verður eftir viðskipta-
menntuðum bæjarstjóra. Þetta
var samþykkt á aukafundi í bæjar-
stjórn Garðs á miðvikudagskvöld.
Ásmundur kemur til með að þiggja
laun í 32 mánuði eftir starfslokin,
nokkuð sem hann tjáði RÚV að
komi til með að kosta bæjarfélag-
ið hátt í fimmtíu milljónir króna
þegar upp er staðið. „Mér finnst
það dýrt ósætti að það kosti bæinn
tæpar 50 milljónir,“ sagði Ásmundur
um málið. Um fimmtíu bæjarbú-
ar sóttu fundinn og urðu nokkuð
snörp orðaskipti og heitar umræð-
ur á fundinum þegar skýrsa um
Gerðaskóla var rædd. Þurfti meðal
annars að vísa áhorfendum úr húsi.
Kolfinna S. Magnúsdóttir, bæjar-
fulltrúi sjálfstæðismanna, myndaði
nýlega meirihluta með L-lista og N-
lista. Skipað var í embætti formanns
skólanefndar á fundinum og var
Eiríkur Hermannsson, eiginmaður
Oddnýjar Harðardóttur fjármála-
ráðherra settur í það embætti. Ás-
mundur segir það vera merki þess
að fjármálaráðherrann sé að hafa
afskipti af bæjarmálum í Garði en
Oddný og eiginmaður hennar eru
búsett í Garði.
n Ragna hitti Ellu Dís í fyrsta skipti eftir að hafa verið aðskilin í mánuð