Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Síða 16
Kvótinn Keypti Moggann 16 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað E igendur Morgunblaðs- ins eiga þriðjung fulltrúa í aðalstjórn LÍÚ en sömu eigendur leggja sérstaka áherslu á átökin um sjávar- útveg í efnistökum Morgunblaðs- ins. Auk Icesave leggja eigendur blaðsins áherslu á átökin vegna hugsanlegrar inngöngu Íslands í Evrópusambandið og svo deilurn- ar um Icesave-reikningana. Þetta er meðal þess sem kom fram í við- tali Viðskiptablaðsins við Óskar Magnússon, útgefanda og einn eigenda blaðsins, í upphafi maí. Lognið á Morgunblaðinu „Blaðið var í logni sem flestum virtist líða vel með, í nokkurs kon- ar átakalausum Samfylkingarblæ,“ sagði Óskar við Viðskiptablaðið. „Hins vegar voru stór þjóðfélags- leg mál sem ég og aðrir eigendur töldum að þyrfti að leggja áherslu á og að fengju efnislega umfjöllun. Þar bar hæst Icesave-málið,“ segir Óskar sem í sama viðtali þakkar Morgunblaðinu fyrir núverandi stöðu Icesave-deilunnar. „Síðan voru fram undan átök um aðild að Evrópusambandinu og eins sjáv- arútvegsmál. Við ákváðum að taka þessa áhættu.“ Berorður útgefandi Viðtal Viðskiptablaðsins við Óskar er athyglisvert fyrir þær sakir að þar er eigandi fjölmiðilsins sem jafnframt er útgefandi miðilsins nokkuð berorður um áherslur og ástæður eignarhalds fjölmiðils- ins. Óskar var til að mynda spurð- ur hvernig hann mæti þann árang- ur sem náðst hefur með baráttu blaðsins og nefndi þar Icesave sérstaklega. „Ég þakka Morgun- blaðinu að miklu leyti hvernig það mál fór. Það má þó ekki gleyma mjög öflugu starfi sjálfsprottinna hreyfinga í því máli, en ef fjölmið- ill eins og Morgunblaðið hefði ekki beitt sér eins og það gerði þá tel ég að Icesave-málið væri í öðr- um farvegi núna og orðinn mikill skuldabaggi á þessari þjóð.“ Óskar segir þó að blaðið hafi aðeins beitt sér með ritstjórnarlegu efni blaðs- ins, það er leiðurum og Reykja- víkurbréfum. Staksteinar eru ekki nefndir sérstaklega í viðtalinu en þess má þó vænta að þeir falli undir það sem kallað er ritstjórn- arlegt efni. Sóst eftir Davíð „Með ráðningu á Davíð vorum við að sækjast eftir ákveðnum hlut- um sem hann býr yfir og senni- lega enginn annar,“ sagði Óskar um ráðningu Davíðs Oddssonar, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra, sem ritstjóra. Davíð sat samfleytt á forsætisráð- herrastóli lengur en nokkur ann- ar hefur gert hér á landi. Um við- brögðin við ráðningu Davíðs segir Óskar þau hafa verið meiri en bú- ist var við. Aðspurður um upp- sagnir á áskrift að blaðinu sagði hann: „Þær fóru fram með skipu- lögðum hætti af ákveðnum póli- tískum öflum hér í samfélaginu.“ Hann sakar RÚV enn fremur um „einstakt hlutleysisbrot“ og segir fréttastofu RÚV hafa auglýst áskriftasíma Morgunblaðsins svo segja mætti upp blaðinu. „Það er alveg einstakt hlutleysisbrot sem með engu móti er hægt að kalla fréttamennsku.“ Miðlun viðsýnnar umræðu Á vef fjölmiðlanefndar má finna upplýsingar um eigendur og rit- stjórnarstefnu fjölmiðla. Í til- felli Morgunblaðsins er ritstjórn- arstefnan skráð sem: „Miðlun víðsýnnar umræðu, frétta og umfjöllun um margvísleg mál- efni.“ Stefna sem blaðið hefur haft svo árum skiptir og var í gildi löngu áður en núverandi eigendur blaðs- ins tóku við. Það vekur athygli að nýir eigendur hafi ekki séð ástæðu til að skrá hina nýju stefnu blaðsins sem útgefandi þess lýsir í nýlegu Viðskiptablaðsviðtali, hjá Fjöl- miðlastofu. Árvakur, útgáfufélag Morgun- blaðsins, er í eigu tveggja fyrir- tækja, Þórsmörk ehf. á 99 prósenta hlut í fyrirtækinu en restina á fyr- irtæki í eigu Óskars Magnússonar sem heitir Áramót. Meðal fyrirtækja sem eiga í Þórsmörk eru útgerðarfélagið Rammi, Krossanes sem er í eigu Samherja, Páll Hreinn Pálsson einn eigenda útgerðarfélagsins Vísis hf, Hlynur A ehf. fyrirtæki Guðbjargar Matthíasdóttur eiganda Ísfélags Vestmannaeyja. Kaupfélag Skag- firðinga, stærsti eigandi Fisks, er meðal eigenda Þórsmerkur sem og Fjárfestingarfélagið GIGAS en eigendur þess tengjast Stálskipum ehf. Þá má nefna Skollaborg ehf, sem er í eigu Einars Vals Kristjáns- sonar hluthafa í Hraðfrystihús- inu - Gunnvör hf. Þannig fara að- ilar tengdir handhöfum aflamarks með rúmlega 70 prósent hlutafjár í Þórsmörk ehf. eiganda nánast alls hlutafjár í Árvakri. 83 þúsund þorskígildistonn „Þessi fyrirtæki fá samtals úthlut- að 27,16% af heildarkvótanum á Ís- landsmiðum,“ skrifar Ingimar Karl Helgason fréttamaður á vefritinu Smugunni um eignarhald Morg- unblaðsins í febrúar síðastliðn- um. Það þýðir að bak við aðila sem tengjast eignarhaldi Morgunblaðs- ins eru rúmlega 83 þúsund þorsk- ígildistonn sé miðað við úthlutaðar aflaheimildir fiskveiðiárið 2010– 2011. Til samanburðar má nefna að allur strandveiðikvóti sem út- hlutað var á síðasta fiskveiðiári er aðeins tæplega sjö þúsund þorsk- ígildistonn en byggðakvóti er í heild tæplega sex þúsund tonn. n n Áhersla eigenda Morgunblaðsins er á átökin um sjávarútveg n Eiga um þriðjung kvótans á Íslandi n Þrettánfaldur byggðakvóti„Með ráðningu á Davíð vorum við að sækjast eftir ákveðnum hlutum Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Útgerðarfélög sem eiga í Þórsmörk ehf, sem á 99 prósent í Árvakri, útgáfufélagagi Morgunblaðsins og mbl.is, og hlutdeild þeirra af heildaraflamarki. Listinn er til glöggvunar og er ekki tæmandi. Eigendur Árvakurs Tölur um eignarhald á Þórsmörk eru frá febrúar síðastliðnum sem og tölur um kvótaúthlutun fyrirtækja. Listinn byggir á samantekt Ingimars Karls Helgasonar, fréttamanns Smugunnar. Smugan er meðal annars í eigu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegsráðherra, Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra auk Lilju Skaftadóttur sem einnig á hlut í DV. Ólafur Helgi Marteinsson Rammi hf. 6,69% eign í Þórsmörk ehf. 4,16% af heildaraflamarki Þorsteinn Már Baldvinsson Krossanes ehf. 20,8% eign í Þórsmörk ehf. Í eigu Samherja hf. 6,22% af heildaraflamarki – Samherji á einnig 45% í Síldarvinnslunni hf. 1,69% af heildaraflamarki Páll Hreinn Pálsson 3,35% eign í Þórsmörk ehf. Páll á hlut í Vísi hf. 4,30% af heildaraflamarki Þórólfur Gíslason Kaupfélag Skagfirðinga 3,35% eign í Þórsmörk ehf. Kaupfélagið á FISK-Seafood hf. 4,74% af heildaraflamarki Guðbjörg Matthíasdóttir Hlynur A ehf. 26,77% eign í Þórsmörk ehf. Guðbjörg á Ísfélag Vestmannaeyja hf. 1,67% af heildaraflamarki Guðrún Helga Lárusdóttir Fulltrúi Stálskipa í stjórn LÍÚ og á 20% í GIGAS Fjárfestingarfélagið GIGAS ehf. 6,69% eign í Þórsmörk ehf. Meðal eigenda eru aðilar tengdir Stálskipum ehf. 1,26% af heildaraflamarki Einar Valur Kristjánsson Skollaborg ehf. 2,81% eign í Þórsmörk ehf. Einar er hluthafi í Hraðfrystihúsinu - Gunnvör hf 3,12% af heildaraflamarki „Útgerðin þjóðnýtt“ Haft er eftir Sigurgeir B. Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Vinslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, að frumvarp ríkisstjórnarinnar sé sama og þjóðnýting. Skipið úr landi „Nýjasta skipið selt úr landi?“ Haft er eftir Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni, stjórnarformanni Ísfélags Vestmannaeyja, á forsíðu blaðsins að hugsanlega þurfi að selja nýjasta skip félagsins úr landi verði kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar að veruleika. Hagsmunabarátta útgerðarmanna Auglýsingaherferðir útgerðarmanna vekja oftar en ekki deilur Auglýsingaherferðir og hagsmunabarátta á vegum útgerðarfyrirtækja og samtaka þeirra er langt í frá nýtt fyrirbæri. Auglýsingarnar líkt og ummæli talsmanna útgerðarfyrirtækja vekja oftar en ekki hörð viðbrögð. DV hefur tekið saman nokkur dæmi um herferðir útgerðarmanna og LÍÚ síðustu ár. „Hér má ekki fleira hrynja“ Útgerðarmenn blésu til auglýsingaherferðar gegn fyrirhugðum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu í mars árið 2010. Þann 4. mars birtust til að mynda sex heilsíðuauglýsingar frá ýmsum útgerðarfélögum og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Nokkru áður höfðu fulltrúar Landssambands íslenskra útvegsmanna tilkynnt um að þeir væru hættir að mæta á fundi sáttanefndarinnar. Svo fór að fulltrúar LÍÚ komu seinna aftur til funda með fyrirvörum. Auglýsingaherferðin vakti mikla athygli enda myndræn mjög. Í einni auglýsingunni mátti sjá kross reistan rétt við sjó yfir fyrirsögninni „Fyrningarleið“. Önnur auglýsing sagði sjávarútveg helsta drifkraft í endurreisninni eftir hrun. „Hér má ekki fleira hrynja,“ var fyrirsögnin. Þriðja auglýsingin varaði við því að sjávarútvegurinn yrði gerður að „tilraunadýri stjórnmálamanna“. Útvegsmannafélag Reykjavíkur Dala – Rafn ehf Frár eh f Grím snes ehf Farsæll ehf Guðmundur ehf Steinunn SH Útgerðarfélagið Glófaxi Útnes ehf. Rifi Stálskip ehf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.