Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 20
Ú tgerðarfyrirtækið Samherji hefur greitt langmestan arð til hluthafa sinna af öllum ís­ lenskum sjávarútvegsfyrir­ tækjum hér á landi síðastlið­ in fimm ár. Um 1.200 milljónir króna skilja að Samherja og næsta útgerð­ arfyrirtækið á listanum af hæstu arð­ greiðendunum á tímabilinu 2006– 2011, Síldarvinnsluna í Neskaupstað. Samherji hefur greitt rúmlega 3.900 milljónir króna í arð til hluthafa sinna en Síldarvinnslan ríflega 2.700. Svo vill til reyndar til að Samherji er stærsti einstaki hluthafi Síldarvinnsl­ unnar með 45 prósenta eignarhlut og nýtur því góðs af arðgreiðslunum út úr fyrirtækinu. Þetta er meðal þess sem kem­ ur fram í úttekt DV á arðgreiðslum út úr 12 stærstu sjávarútvegsfyrir­ tækjum landsins á árunum 2007 til 2012. Miðað er við úthlutaðar afla­ heimildir þegar stærð fyrirtækj­ anna er metin en HB Grandi, Sam­ herji og Þorbjörn eru í þremur efstu sætunum yfir kvótahæstu útgerðir landsins. Samherji og dótturfélag þess, Síldarvinnslan í Neskaupstað, hafa greitt langmestan arð út úr sín­ um fyrirtækjum. Þar á eftir koma Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Ísfélag Guðbjargar Matthías­ dóttur. Arðurinn rennur til hluthafanna Mikil umræða hefur verið um kvóta­ frumvörp ríkisstjórnarinnar síðast­ liðna mánuði og hvort íslensk út­ gerðarfyrirtæki muni geta staðið skil á þeim auknu veiðigjöldum sem kveðið er á um í öðru frumvarpinu og jafnframt haldið áfram rekstri. Yfirlit DV sýnir að arðgreiðslurnar sem hluthafar útgerðanna taka út úr rekstrinum nema í mörgum tilfell­ um hærri upphæðum en þau veiði­ gjöld sem fyrirtækin greiða til ríkis­ ins samkvæmt núgildandi lögum. Þetta eru fjármunir sem teknir eru út úr rekstrinum á útgerðarfélögun­ um og sem renna til hluthafa þeirra beint eða eignarhaldsfélaga í þeirra eigu. Sum þessara eignarhaldsfélaga sitja á milljörðum króna í peningum á meðan önnur nota arðgreiðslurnar út úr útgerðunum til að greiða niður skuldir sínar. Starfsemi Samherja að mestu erlendis Sú staðreynd að Samherji er lang­ efst í röð þeirra útgerða sem greiða mestan arð til hluthafa sinna kem­ ur ekki á óvart þegar litið er til þess hversu umsvifamikið fyrirtækið er víða um heiminn. Samherji er orð­ ið eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki Evrópu; er risi í sjávarútveginum í álfunni. Arðgreiðslurnar út úr fyrir­ tækinu eru ein birtingarmynd þessa. Stærstu hluthafar Samherja eru Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri þess, og Kristján Vilhelmsson. Sam­ herji ræður yfir 7 prósentum kvót­ ans í landinu miðað við þorskígild­ istonn en einungis um 30 prósent af starfsemi fyrirtækisins fer fram hér á landi. 70 prósent af starfsemi Sam­ herja er því erlendis, meðal annars við strendur Vestur­Afríku, í Þýska­ landi, Englandi, Póllandi og Fær­ eyjum. Því er að stóru leyti um að ræða arð vegna tekna sem aflað er erlendis. 6,6 milljarðar í arð Samanlagðar arðgreiðslur út úr Sam­ herja og dótturfélaginu Síldarvinnsl­ unni nema 6,6 milljörðum króna síð­ astliðin fimm ár. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Gunnþór Ingva­ son, hefur verið einna mest áberandi meðal útgerðarmanna í baráttunni gegn kvótafrumvörpum ríkisstjórn­ arinnar og hefur hann sagt að frum­ vörpin muni geta gengið af útgerð­ arfélögunum dauðum. Sú barátta Gunnþórs er því meðal annars háð í nafni Samherja, stærsta hluthafa Síldarvinnslunnar, enda snúast deil­ urnar um kvótafrumvörpin meðal annars um hagsmuni Samherja – samanlögð kvótaeign Samherja og Síldarvinnslunnar nemur um 11,4 prósentum af heildarkvóta landsins. „Það er of mikið í húfi til að ég geti leyft ykkur að ganga með þessum hætti að mikilvægustu mjólkurkú okkar. Nytin munu minnka og belj­ an vendast. Við munum ekki fæða hana eins og þarf […] Gerum þetta þannig að hún færi börnunum okkar líka framtíð,“ sagði Gunnþór á borg­ arafundi um kvótafrumvörpin sem haldinn var í Neskaupstað fyrr í maí á sama tíma og hann lyfti upp mynd af börnunum sínum. Arðurinn hærri en veiðigjöldin Í tilfelli þessara tveggja útgerðarfyrir­ tækja eru arðgreiðslurnar út úr þeim „Samanlagð- ar arðgreiðslur út úr Samherja og dóttur félaginu Síldar- vinnslunni nema 6,6 milljörðum króna síðastliðin fimm ár Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is 20 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað Arðurinn stundum hærri en veiðigjöldin til ríkisins n 6,6 milljarða arður út úr Samherja og Síldarvinnslunni n Yfirlit yfir arðgreiðslur 12 stærstu útgerðanna 2006 til 2011 n Útgerðirnar í Vestmannaeyjum arðsamar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.