Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 26
26 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað Íslendingar vilja hafa forseta n Vilja takmarka hve lengi sami forseti getur setið í embætti m ikill meirihluti þjóðarinn- ar telur að það ætti að vera hámark á því hversu mörg kjörtímabil forseti Íslands megi sitja. Slíka fyrirmynd má til dæmis finna í Bandaríkjunum, en forsetar þar vestra mega að- eins sitja tvö kjörtímabil. Þá segj- ast rúm 70 prósent landsmanna vera á móti því að embætti for- seta Íslands verði lagt niður. RÚV greindi frá þessu á fimmtudags- kvöld, en félagsvísindastofnun Háskóla Íslands kannaði nýverið afstöðu fólks til forsetaembættis- ins og hafði stofnunin sjálf frum- kvæði að gerð könnunarinnar sem var gerð dagana 17 apríl til 7 maí á þessu ári. Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru spurðir: Kjörtímabil forseta Íslands er fjögur ár. Ert þú á þeirri skoðun að það ætti að vera hámark á því hversu mörg kjörtímabil einn forseti má sitja? Af þeim sem svör- uðu sögðust 64 prósent vera á því að það ættu að vera mörk á því hversu lengi forseti megi sitja, en 36 prósent sögðust telja að eng- in mörk ættu að vera á því. Þá var einnig spurt hversu mörg kjör- tímabil fólk teldi að sami forseti ætti að fá að sitja að hámarki.  Því svaraði um þriðjungur að þeir teldu að hann ætti að fá að sitja tvö kjörtímabil, tæpur helmingur að hann ætti að fá að sitja þrjú og fimmtungur að hann ætti að fá að sitja fjögur eða fleiri kjörtímabil. Þá var einnig spurt að því hvort leggja ætti embættið niður og var spurningin svohljóðandi: Ert þú sammála eða ósammála því að leggja skuli forsetaembættið niður? Fjórtán prósent þeirra sem svöruðu sögðust vera því mjög eða frekar sammála, þrettán prósent hvorki sammála né ósammála, en 73 prósent sögðust vera því mjög eða frekar ósammála. „Brilljant“ lausn á Nasa-málinu Hugmynd um „brilljant úrlausn“ á reitnum þar sem skemmtistað- urinn Nasa stendur nú er víst til. Hún byggist ofur einfaldlega á því að Nasa verði þar áfram segir poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýs- son. Söngvarinn hefur síðastliðin ár varað við lokun staðarins sem hann segir eina raunverulega tón- leikastað borgarinnar. Páll skrifar opið bréf til Jóns Gnarr borgar- stjóra í Fréttablaðinu á fimmtudag þar sem hann ítrekar að nauðsyn- legt sé að grípa til aðgerða. Engan tíma megi missa. „Ég tel að besta lausnin á þess- um reit sé að leyfa Nasa að standa og halda starfsemi þess áfram. Ríki og borg eiga að kaupa þetta húsnæði og tryggja áframhald- andi lista- og menningarstarfsemi þar inni. Húsafriðunarnefnd á að friða þetta hús að innan sem utan. Restin af gamla Landsímahúsinu, sem má svo sannarlega flikka upp á og gera fallegra, verði svo notuð undir skrifstofur Alþingis. Mér skilst að þar sárvanti húsnæði. Ég skora því á Alþingi að kaupa gömlu símahúsin.“ Eins og kunnugt er hyggst eig- andi hússins, Pétur Þór Sigurðs- son, lögfræðingur, rífa húsið og byggja nýtísku hótel í staðinn. Þá ráðagerð kallar Páll Óskar „eitt mesta og ömurlegasta umhverfis- og menningarslys í sögu Reykja- víkur.“ Popparinn ítrekar að hvorki Harpa né aðrir slíkir tónleikastað- ir geti nokkurn tíma komið í stað Nasa. Þá fullyrðir hann að enginn frekari skortur sé á hótelum í mið- borg Reykjavíkur og reyndar sé hótelvæðing miðborgarsvæðisins farin að minna á „pitsu- og vídeó- leiguæðið á síðasta áratug 20. aldarinnar.“ Bessastaðir Íslendingar vilja hafa forseta á Bessastöðum. Í samstarf á hæsta tindi Valitor og Ferðafélag Ísland fóru ótroðnar slóðir við að undirrita nýjan samstarfssamning fyrir viku. Viðar Þorkelsson, forstjóri Val- itor, og Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, gerðu sér nefnilega lítið fyrir og skruppu upp á Hvannadalshnjúk ásamt fríðu föruneyti þar sem skrifað var undir. Eftir 10 klukku- stunda göngu fór undirskriftin fram um hádegisbil á föstudeg- inum í roki og kulda en björtu skyggni og fögru útsýni. „Valið er táknrænt fyrir áherslu beggja félaganna á ná sem bestum ár- angri í öllu okkar samstarfi,“ segir Viðar í tilkynningu. Valitor hefur verið aðalsamstarfsaðili Ferða- félags Íslands undanfarin fimm ár og hefur meðal annars styrkt félagið til uppbyggingar á göngu- leiðum, til skiltagerðar og bættrar aðstöðu á hálendi Íslands. H ópur þingmanna íhugar nú hvort nýta skuli heimild í þingsköpum Alþingis sem kveður á um tafarlausa at- kvæðagreiðslu um að ljúka umræðu á þingi og greiða atkvæði um málið sem fyrir liggur. Ákvæð- ið sem varðar tafarlausa atkvæða- greiðslu um að ljúka málum hefur ekki verið notað á liðnum áratug- um. „Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðu- tími hvers þingmanns takmarkaður,“ segir í 64 grein þingskapa en grein- in fjallar um valdheimildir svo enda megi umræður sem „dragast úr hófi.“ Forseti Alþingis getur samkvæmt sama ákvæði úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni lengd. Sömuleiðis get- ur forseti þingsins stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Tillaga forseta skulu umræðu- laust bornar undir atkvæði og aðeins þarf meirihluta viðstaddra. Ekki ligg- ur ljóst fyrir hvort formleg liðsöfnun til beitingar ákvæðinu sé hafin. 90 stjórnarfrumvörp bíða Fjöldi umdeildra mála bíður nú af- greiðslu þingsins en um níutíu stjórnarfrumvörp bíða nú afgreiðslu þingsins. Þar af eru umdeild mál líkt og rammaáætlun, breytingar á fiskveiðistjórnun sem og atkvæða- greiðsla um ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þar af eru þrjátíu stjórnarfrumvörp sem bíða fyrstu umræðu á þinginu en frumvörp krefjast þriggja umræða í þingsal auk úrvinnslu nefnda. Umræða um þingsályktunartil- lögu stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar um almenna atkvæða- greiðslu þar sem gert er ráð fyrir að almenningur verði spurður fimm spurninga til úrvinnslu á tillögum stjórnlagaþings hafa þegar verið ræddar í rúmlega 30 tíma á Alþingi. Samkvæmt starfsáætlun þingsins er gert ráð fyrir að þingfrestun verði í lok mánaðarins. Afar litlar líkur eru á að sú áætlun haldi ef áfram heldur sem á horfir. Allir möguleikar skoðaðir Ekki náðist að samþykkja þings- ályktunartillögu stjórnskipunar- nefndar í tæka tíð svo kosningarnar gætu farið fram meðfram forseta- kosningum. Sjálfstæðismenn sem og hluti framsóknarmanna voru meðal annars sagðir hafa með klækjabrögðum komið í veg fyrir að almenningur yrði spurður álits um tillögur stjórnlagaráðs. Full- trúar flokkanna hafa ítrekað neitað að standa fyrir tilraunum til óeðli- legra tafa og ekki viljað kannast við málþóf. Fyrri umræða um þings- ályktunartillöguna stóð í rúmlega tíu stundir. Það er nokkuð yfir hefð- bundnum tíma. Samkvæmt heimildum DV var vilji til þess meðal ákveðinna þing- manna stjórnarmeirihlutans og innan Hreyfingarinnar að nýta sér ákvæði um að níu þingmenn geti krafist tafarlausrar atkvæðagreiðslu um mál. Þannig hefði mögulega verið hægt að skera á hnútinn sem málið var komið í um leið og hægt hefði verið að samþykkja þjóðar- atkvæðagreiðslu meðfram forseta- kosningum áður en frestur rynni út. Ekkert varð að beitingu ákvæðis- ins þá en það mun nú aftur vera til skoðunar hvort tilefni sé til beiting- ar þess svo klára megi umdeild mál fyrir þinglok. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is n Níu þingmenn geta krafist tafarlausrar atkvæðagreiðslu um þingmál Þingsköp Alþingis Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd. n Forseti getur stungið upp á að um- ræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Til- lögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður a atkvæða úrslitum. n Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þing- manns takmarkaður. n Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og and- stæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir. n Ákvæði þessarar greinar ná einnig til ræðutíma ráðherra. Þingmenn íhuga að kæfa málÞóf Málþófið kæft Hópur þingmanna íhugar að nýta ákvæði þingskapa um að níu þingmenn geti krafist tafar- lausrar atkvæðagreiðslu án umræðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.