Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Síða 28
Slátrarinn Svarar fyrir StríðSglæpi 28 Erlent 18.–20. maí 2012 Helgarblað R atko Mdladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, var á miðvikudag dreginn fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag, þar sem hann svar- ar til saka fyrir stríðsglæpi. Meðal annars fyrir að hafa stýrt aftökum á 8.000 múslimum í bosníska bænum Srebrenica. Komið að skuldadögum Mdladic, sem er sjötugur, er ákærð- ur í ellefu liðum fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyn- inu á borgarastyrjaldarárum fyrrver- andi Júgóslavíu á árunum 1992–95. Um er að ræða versta mál sinnar teg- undar síðan í síðari heimsstyrjöld- inni. Nú er komið að skuldadögum. Á mánudag lagði lögmaður Mdla- dic fram kröfu um að réttarhöldun- um yrði frestað um hálft ár á þeim forsendum að saksóknari hefði flask- að á að leggja fram sönnunargögn í tæka tíð og þá sakaði hann sömu- leiðis hollenskan dómara málsins um hlutdrægni vegna fyrri starfa. Réttarhöldin hófust á miðvikudag að viðstöddum fjölskyldum fórnar- lambanna, en á fimmtudag bárust þau tíðindi að réttarhöldunum yrði frestað um óákveðinn tíma. Fannst í geymsluskúr í Serbíu „Fórnarlömb Ratkos Mdladic hafa beðið þess í nærri tvo áratugi að sjá hann sitja á sakamannabekk,“ sagði Param-Preet Singh, yfirráðgjafi hjá Human Rights Watch, fyrir réttar- höldin. „Þessi réttarhöld sýna að þeir sem sakaðir eru um grimmd- arverk verða að gera sér grein fyrir að langur armur réttvísinnar verður ekki umflúinn.“ Mdladic tókst að fara huldu höfði í nærri sextán ár þangað til yfirvöld handsömuðu hann loks í maí 2011, með því að lögreglusveit gerði áhlaup á lítið hús hans í norð- urhluta Serbíu. Þessi eftirlýstasti stríðsglæpa- maður Evrópu fannst í garðinum með bakið upp að vegg í geymslu- skúr. Hann var með tvær skamm- byssur á sér en gafst þó upp án átaka og var framseldur til Hollands til að svara til saka. Réttarhöldin yfir Mdladic koma í kjölfar annars tímamótadóms sem féll á dögunum þar sem fyrrverandi forseti Líberíu, Charles Taylor, var fundinn sekur um aðild að stríðs- glæpum í Síerra Leóne. Fyrirlítur enn óvini sína Frá fyrsta degi í varðhaldi hefur Mdla- dic sýnt mótþróa og virðist síður en svo hafa snúið baki við þeirri fyrirlitn- ingu sem hann hafði á óvinum sínum. Í dómsal hefur hann beint ógnandi handabendingum að ekkjum fórnar- lambanna í Srebrenica, þar sem hann dró fingur þvert yfir háls sér líkt og hann væri að skera á háls. Hann hef- ur einnig truflað dóminn með því að setja á sig hatt og neitað að tjá sig. Þá hefur hann óskað eftir að máli hans verði frestað sökum slæmrar heilsu. En öll þessi klækjabrögð hafa verið til einskis þó formgalli tefji þau nú Dótturdauði gerði hann að skrímsli Það er óhugnanlegt til þess að hugsa að ekki sé lengra síðan en í júlí 1995 sem hershöfðinginn fyrr- verandi leiddi hersveit sína inn í bæinn Srebrenica. Á nokkrum dög- um höfðu hermenn Mdladic kerf- isbundið myrt átta þúsund mús- limska menn og drengi. Í kjölfarið fékk hershöfðinginn viðurnefnið „Slátrarinn frá Bosníu“. Rúmlega ári fyrir þjóðarhreins- anirnar í Srebrenica, nánar tiltekið í mars 1994, átti sér stað atburður sem þeir sem þekktu Mdladic per- sónulega segja að hafa gjörbreytt honum í „blóðþyrst skrímsli“. Þá fannst Ana, 23 ára gömul dóttir hans, látin. Líklegast er talið að hún hafi svipt sig lífi með uppáhalds- skammbyssu föður síns en Mdla- dic hélt því fram að hún hefði ver- ið drepin af óvinum hans. Hið virta tímarit Newsweek hafði eftir fyrr- verandi yfirmanni í herliði hans: „Margir telja að hann hafi misst vit- ið. Líf Mdladic skiptist í tvo hluta – fyrir og eftir andlát Önu. Hann náði sér aldrei. Hann var niðurbrotinn maður.“ Eftir að Mdladic var handtekinn fékk hann, í fylgd sérsveitarmanna, að heimsækja leiði dóttur sinnar í Belgrad, í nokkrar mínútur þann 1. júní 2011. „Margir telja að hann hafi misst vitið. Líf Mdladic skiptist í tvo hluta – fyrir og eftir andlát Önu. Hann náði sér aldrei. n Ratko Mdladic dreginn fyrir dóm n Lét taka 8 þúsund manns af lífi Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Fyrir dómi Mdladic sést hér fyrir Alþjóðaglæpadómstólnum í Haag á miðvikudag. Með fjöldamorð á sam- viskunni Þessi mynd af Mdladic var tekin í lok júlí 1995. Þá voru hersveitir hans nýbúnar að myrða 8 þúsund manns í Srebrenica. Fjöldagröf Árið 1996 fundust ótal fjöldagrafir eftir voðaverkin í Srebrenica. Hér sjást sérfræðingar grafa upp eina slíka. Hræddir Grikkir tóku út milljarða Í ljósi yfirvofandi stjórnarkreppu og nýrra kosninga í Grikklandi er erfitt að lá Grikkjum það að vera eilítið skelkaðir um hag sinn og framtíð miðað við allt sem á undan er gengið. Á mánudaginn þustu þúsundir Grikkja í banka sína og tóku út sem nemur sam- tals 115 milljörðum króna í ljósi óvissunnar. Hagfræðingar hafa síðan varað við því að bankakerfið eins og það leggur sig geti hrunið haldi óðagotið áfram að því er Wall Street Journal greinir frá. Inn- stæðueigendur óttast að Grikk- land kunni að vera á leið úr evru- samstarfinu og líst ekki á blikuna varðandi sparnað sinn. Abbast ekki upp á ömmu „Bak við tjöldin er hún bara amma okkar, svo einfalt er það,“ sagði Harry prins í viðtali við Katie Cou- ric hjá ABC í vikunni aðspurður hvernig það væri að eiga sjálfa Englandsdrottningu sem ömmu. „Ég lærði það strax frá unga aldri að maður abbast ekki upp á ömmu,“ bætti Vilhjálmur prins við en brot úr viðtali bandarísku sjón- varpskonunnar við prinsana hefur verið birt á netinu en verður sýnt í heild í lok mánaðarins. Í viðtalinu slá prinsarnir tveir á létta strengi með Couric. Harry sýnir hennir leynihurð í Buckingham-höll og upplýsir að amma hans sé ekki búin að samþykkja vinabeiðni hans á Facebook. Elsti jógakennari heims er 91 árs Hún hefur kennt í 61 ár en hin 91 árs gamla Tao Porchon-Lynch hef- ur nú verið viðurkennd af Heims- metabók Guinness sem elsti jóga- kennari veraldar. Og Tao gamla er ekkert á þeim buxunum að leggja jógamottuna á hilluna. „Ég mun kenna uns ég hætti að anda og flýg á vit nýrra ævintýra á annarri plánetu,“ segir hin eiturhressa Tao sem kennir hópi nemenda í dans- stúdíói skammt utan New York- borgar. Hún segir að læknirinn sem skipti um mjaðamalið í henni fyrir mörgum árum kalli hana kraftaverkakonuna. Eftir aðgerð- ina sendi hún honum mynd af sér í lótusstellingunni og stakk þar með upp í lækninn og allar dóms- dagsspár hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.