Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Side 34
„Ég er ekki kona eða karlmaður, ég er bara Janne“ 34 Viðtal 18.–20. maí 2012 Helgarblað J anne Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, segist ekki vera fíngerð kona. Hún segist taka tilfinning- arnar með sér í vinnuna og er alls óhrædd við að rífast og rök- ræða. Hún hefur öðruvísi bakgrunn en margir forstjórar stórfyrirtækja á Íslandi. Hún er fædd í Álaborg í Dan- mörku en segist Íslendingur í hjarta sínu. Janne kom fyrst til landsins árið 1988 og vann þá í fiskvinnslu og ást og auraleysi voru þeir örlagavaldar í lífi hennar sem ollu því að hún festi að lokum rætur á Íslandi. „Við kynntumst á Eskifirði. það eru nærri því 24 ár síðan,“ segir Janne og hlær. „Ég kom til að vinna í fiski á Eski- firði og ætlaði að vera í hálft ár. Rétt áður en ég ætlaði að fara til baka eftir þessa sex mánuði hitti ég hann Magn- ús sem ég er gift í dag og var þá hálft ár í viðbót. Þá vildi hann fara til Dan- merkur og ég samþykkti það, hefði aldrei átt að gera það. Jú, jú,“ bætir hún við og brosir. „Við fórum til Danmerk- ur þar sem við menntuðum okkur og eignuðumst bæði börnin.“ Átti ekki einu sinni klink Áður en Janne kom til Íslands hafði hún ferðast um allan heim. Hún stóð uppi auralaus eftir ferðalögin og tók skyndiákvörðun um að vinna sér inn pening í fiskvinnslu á Íslandi. „Ég var búin að ferðast um heim- inn, gerði það bara til að skemmta mér. Ég fór til dæmis til Ástralíu og Asíu og víðar og var búin að taka þessa blöndu af því að ferðast og vinna þess á milli til að fjármagna ferðalögin. Ég kom heim til Danmerkur eftir tveggja ára ferðalög en fannst bara svo hund- leiðinlegt þar,“ segir hún og hlær. Það var vinkona Janne sem fékk hana með sér til Íslands. Vinkonan hafði fengið vinnu í fiskvinnslu hjá Eskju og Janne lagðist í enn eitt ævin- týralegt ferðalagið. Til Íslands. „Ég átti ekki einu sinni klink svo ég gat ekki ferðast meira og ég hugs- aði með mér að ferð til Íslands væri spennandi og nokkuð sem ég þyrfti líka á að halda og eftir nokkra daga sat ég með vinkonu minni í flugvél á leið til Íslands ásamt átta dönskum stúlk- um. Janne segir frá því að á þeim tíma hafi hópar Dana komið á nokkurra mánaða fresti til að vinna í Eskju. „Í dag eru það Pólverjar sem koma ann- að slagið til vinnu,“ útskýrir hún. Festi rætur á Íslandi „Þetta var svona vertíðarstemning,“ segir Janne um fiskvinnsluna í Eskju. „Ofsalega gaman en á sama tíma var hollt fyrir mig að dveljast hér á landi við vinnu. Ég var búin að ferðast í svo langan tíma að ég var orðin rótlaus. Ég kom á spennandi stað úti í heimi, þar sem allt var fallegt og skemmtilegt en eftir að hafa dvalist þar um skamma stund þá fékk ég leiða og tók aðra stefnu. Fullt af fólki í kringum mig hef- ur ferðast með þessum hætti í tíu til tuttugu ár, farið frá einum stað til ann- ars en aldrei fest neins staðar rætur.“ Janne fannst ævintýraljómi yfir far- andlífinu í fyrstu en fljótlega fannst henni eftirsóknarverðara að mynda dýpri tengsl við fólk og staði. „Í byrjun fannst mér þetta mjög spennandi og hugsaði með mér: Æ, hvað þetta er gaman, svona ætla ég að vera. En til lengdar er ekki gaman, þú eignast ekki vini. Ég ferðaðist með vin- konu minni og við vorum góðir vinir. En það verður ekki til þessi djúpa vin- átta sem verður þegar þú ert bundinn ákveðnum stað þar sem þú átt heima. Ég hefði aldrei fundið mína innri ró ef ég hefði ekki þurft þess,“ segir hún og hlær yfir því að hún hafi verið orð- in svo rótlaus að eftir þrjár vikur á Ís- landi hafi hún hugsað með sér: „Sjitt, á ég að vera hér í nokkra mánuði? Ég á eftir að deyja hér.“ Janne skynjaði hins vegar strax að hún væri hluti af íslensku samfélagi og gat ekki ímyndað sér að fara til baka til Danmerkur. „Fólk tók svo vel á móti okkur að við útlendingarnir vorum strax hluti af samfélaginu. Við fórum á íslensk böll og það var fjör og gaman. Ég byrjaði að prjóna, það var tákn fyrir mig um að ég væri búin að finna róna. Ég gat ekki ímyndað mér að fara til baka til Danmerkur, svo þegar ég hitti Magnús þá var ekki erfitt fyrir mig að ákveða að vera um kyrrt.“ Fædd íslensk Magnús og Janne fluttust til Dan- merkur um tíma til að mennta sig. „Á þeim tíma var það bara fiskurinn,“ segir Janne um íslenskt samfélag og sá ekki fyrir sér að vinna næstu fimmtíu árin í fiski þótt henni hefði fundist það skemmtileg vinna. „Það var Magnús sem vildi fara til Danmerkur. En ég vissi alveg og fann það líka með sjálfri mér að ég þurfti að fara í nám. Mér fannst gaman að vinna í fiski en ég sá kannski ekki al- veg fyrir mér að ég myndi vinna næstu fimmtíu ár í fiski. Á þeim tíma var það bara fiskurinn. Tengdapabbi minn var að vinna í banka og hélt að ég gæti kannski fengið vinnu þar, en ég tal- aði ekki íslensku. Ég samþykkti að fara með Magnúsi enda langaði hann að búa einhvers staðar annars staðar. Hefði ég vitað þá hvað það yrði erfitt að fá hann til baka þá hefði ég kannski ekki flust með honum,“ segir Janne og hlær. Magnús og Janne voru ánægð í Danmörku þar sem þau bjuggu rétt við æskustöðvar Janne, við Álaborg, en einhvern veginn fannst Janne samt hún vera fæddur Íslendingur meðan hún bjó í Danmörku. „Við vorum bæði ofsalega ánægð í Danmörku, við bjuggum í litlum bæ svona 25 kílómetra frá Álaborg,“ segir Janne, sem segir að þótt hún búi hér núna og sakni oft fjölskyldu og vina í Danmörku finnist henni Ísland meira heimili sitt en Danmörk. „Ég veit ekki af hverju það er en ég held að ég sé meira fædd íslensk en dönsk. Ég veit ekki hvað það er en ég saknaði alltaf Íslands þegar ég var úti í Danmörku, samt elska ég að vera þar og hef ekkert neikvætt um það að segja. Kannski er það ekki landið sem slíkt heldur þetta litla samfélag sem er hér. Fólki er ekki sama um hvað maður gerir. Það fylgist með hvernig nágrann- inn hefur það, hvort hægt sé að hjálpa með eitthvað. Það er líka mikið kjaft- að, sögugangur og annað en það eru líka merki um áhyggjur okkar af hvert öðru. Hjartað er bara stærra á Íslandi að einhverju leyti. Ég get ekki skýrt það betur. Mér líður bara vel hér.“ Auðveldara að vera kona á Íslandi Það er auðveldara að vera kona á Ís- landi en víðast annars staðar að mati Janne. „Á Íslandi ganga konur í öll mál,“ segir hún og rekur það til sjó- mennsku karla. „Karlmaðurinn fer út í hálft ár að veiða og þá sitja konur ekki heima og bíða með að taka ákvarðanir um hitt og þetta. Þær ganga bara í öll mál. Ég held að þetta hafi gert það að verkum að þær þurftu að vera sjálfstæðar og ég held líka að körlum þyki það gott.“ Sjálf er Janne sjálfstæð kona og segir eiginmann sinn Magnús ekki myndu sætta sig við annað. „Maður- inn minn er ferkantaður,“ segir hún og brosir. Segist eiga erfitt með að finna réttu orðin til að lýsa því á ís- lensku. „Hann veit nákvæmlega hvað hann vill og er þekktur fyrir að segja nákvæmlega það sem honum finnst. Hann vill bara alls ekki eiga konu sem fylgir honum eftir í einu og öllu og seg- ir alltaf já. Hann er líka alinn þannig upp.“ Íslenskt samfélag gerir væntingar um sjálfstæði kvenna, segir Janne, og henni líkar það vel. Henni fannst erf- iðara að vera sterk og sjálfstæð í Dan- mörku. „Ég vann sem stjórnandi í Dan- mörku í mörg ár og fannst oft eins og ég þyrfti að halda aftur af mér, ég þurfti að passa mig á því að ætla ekki að ráða of miklu því þá var ég orðin of áber- andi – í Danmörku má ég ekki oln- boga mig áfram. Í Danmörku þarf að bíða.“ Janne finnst hún mega vera hún sjálf á Íslandi. „Mér fannst stundum eins og ég þyrfti að hika í stað þess að gera strax það sem var rétt fyrir fyrirtækið. Ég var í svona stjórnunarteymi og hafði bara verið stjórnandi í eitt eða tvö ár og sá sjálfa mig alls ekki sem einhvern veg- inn svona. En það kom sérfræðingur til að hjálpa okkur í þessu teymi og líka sem einstaklingum til að verða betri stjórnendur. Og ég gleymi því aldrei þegar hann sagði við mig: Janne, þú þarft ekki að setjast við borðendann, fólk veit alveg að þú vilt ráða. Ég skildi ekki hvað hann var að meina, mér fannst alltaf eins og ég væri að halda aftur af mér en hann sagði mér að passa þetta, að vera ekki ýtin: Reyndu frekar að setjast hliðarmegin, sagði hann og þetta situr enn í mér. Ég þarf ekki að hugsa þessu líkt hér á landi. Ég er ýtin, en fólki finnst það í lagi. Ég fæ að vera ég sjálf, ég er frjálsari hér,“ segir hún og hlær. „Ég er bara Janne“ Hún segir Íslendinga fremur hrósa konum fyrir afrek sín. Í Danmörku myndu þeir ef til vill spyrja hvað hún vildi upp á dekk. „Það eru fleiri sem koma og segja: Vá, Janne, þetta er flott hjá þér. Það myndi aldrei gerast í Danmörku. Þar myndi fólk segja: Nú heldur hún að hún sé eitthvað. En svona er það ekki hér, það er allt öðruvísi viðhorf. Ég fæ að vera nákvæmlega sú sem ég er og þarf ekki að breyta mér. Ég er bara Janne, ég var Janne áður, er Janne líka í dag og mun líka verða Janne á morg- un. Það er engin breyting á því. Alls ekki.“ Fékk forstjórastólinn Fyrst þegar Janne sótti um hjá Fjarða- áli fékk hún ekki starfið. Seinna var henni boðin stjórnunarstaða yfir tölvudeildinni og næstu ár tók hún við hinum ýmsu deildum innan fyrir- tækisins. Þar til einn daginn að Tóm- as Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Fjarðaáls og núverandi forstjóri Alcoa í Evrópu, hringdi og bauð henni for- stjórastólinn. „Ég sótti um fyrsta starfið en ég hef aldrei sótt um annað starf síð- an ég kom til Fjarðaáls, þetta hefur bara þróast þannig. Dag einn hringdi Tómas og spurði: Jæja, Janne, vilt þú ekki taka yfir forstjórastarfið? Ég svar- aði: Já, ókei, þú meinar það, og síð- an hefur það þróast þannig að ég tók við. Tómas var mikið fyrir sunnan og hann treysti mér fyrir sínu starfi þegar hann var ekki hér, þá tók ég líka hans ábyrgð. Hann treysti mér – hann bar beina ábyrgð á mannauðsmálum, ör- yggi, umhverfismálum, tækjastjórn og þegar hann var ekki þá tók ég bara við.“ Þetta fannst Janne með ólíkind- um. Íslenskur karlmaður horfir á konu og biður hana að taka við! „Auð- vitað brá mér. Ég var lengi hrædd um að Tómas myndi fara af því að það er ofboðslega gaman að vinna með honum. Ef ég fengi að ráða þá væri hann enn hér. Ég er því guðslifandi fegin að hann er enn yfirmaður minn. Hann kemur bara mjög sjaldan núna en er til staðar ef maður þarf á því að halda, ef ég er ekki örugg um að hafa tekið rétta ákvörðun þá get ég hringt í hann og fengið ráð. Það er mjög gott að vinna með Tómasi, ég hef alltaf verið mjög ánægð með honum.“ Gátu flutt vegna álsins Janne hefði aldrei búist við því að hún myndi stýra álveri en það gerir hún nú samt í dag. Eftir meira en ára- tug í Danmörku þráði hún að koma aftur til Íslands og hefði líklega ekki fengið það í gegn að eigin sögn nema vegna þess að fyrir austan var risið ál- ver. „Ég er ekki kona eða karlmaður, ég er bara Janne. Ég hef mína reynslu, ég hef mína galla og mína kosti og líf- ið leiddi mig inn í þetta. Mig hefði aldrei dreymt um það fyrir tíu árum að ég endaði hér. Fyrir tíu árum var ég deildarstjóri yfir deild sem bjó til forrit fyrir farsíma. Við notuðum ál í símana. Ég hefði ekki getað ímynd- að mér að hér væri ég og framleiddi Janne Sigurðsson var eitt sinn fiskvinnslukona en er nú forstjóri Fjarðaáls. Hún segir að konur á Ís- landi fái að vera sterkari og sjálfstæðari en víðast hvar annars staðar í heiminum og það kann hún vel við. Janne skiptir það miklu máli að fá að vera hún sjálf. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir hitti Janne fyrir austan og ræddi við hana um sjálfstæði sitt og austfirskar byggðir. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal Í steypuskálanum Janne tekur tilfinningarnar með sér í vinnuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.