Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 37
Viðtal 37Helgarblað 18.–20. maí 2012
útskýrir hann þegar blaðmaður spyr
hvort það sé brjálað að gera.
Hann segir okkur hafa verið falið
landið með öllum sínum náttúru
undrum til varðveislu, ekki bara fyrir
núlifandi mannkyn heldur fyrir alla
þá sem eiga eftir að lifa á jörðinni.
Honum finnst sem Íslendingar
horfi ekki nógu mikið fram fyrir sig
og hafi í raun bara hálfa sýn sem þarf
að fara að víkka út. „Hvað viljum við
barnabörnunum okkar? Viljum við
barnabörnunum okkar það að þau
muni standa frammi fyrir því að leysa
þessi vandamál sem við höfum ekki
bara heykst á að leysa, heldur gert
þau verri. Þetta er grundvöllurinn
í þessu sem ég er að gera. Ég tel að
lífsfylling okkar sjálfra aukist við að
reyna að gera það sem gleður afkom
endur okkar og eflir frelsi þeirra og
velferð um alla framtíð. Erlendis eru
til embætti með heitinu „umboðs
maður ófæddra“. Það mætti vera til
hér líka. Ég og hvert okkar um sig ætti
að líta á sig sem slíkan.“
Ómar talar með öllum líkaman
um, iðar til og frá í sæti sínu á Borg
inni og baðar út höndunum til að
leggja áherslu á mál sitt. Hann talar af
hugsjón og það sést langar leiðir á lík
amstjáningunni hve málstaðurinn er
honum hugleikinn.
Peningurinn fór endurbætur
Nú er hann að berjast við að klára
stóra kvikmynd um Gjástykki og
Leirhnjúk sem hefur vinnuheitið
Sköpun jarðarinnar og ferðir til Mars.
Hann strandaði við gerð hennar fyrir
tveimur árum vegna bágrar fjárhags
stöðu. „Það fór af stað hreyfing fyrir
tveimur árum. Þetta er mynd sem
undir öllum venjulegum kringum
stæðum kostar 60 til 70 milljónir. Ég
ætla mér að klára hana á þessu ári
en núna í þessari ofurneysluhyggju
okkar þá koma áreitin alls staðar að.
Nú allt í einu þarf að fara að bjarga
Eldvörpum sem er gígaröð hérna á
Reykjanesinu og fleiri slíkum undr
um. Það kom allt í einu upp einhver
stjórnarskrá og það fór næstum hálft
ár í það,“ segir Ómar sem reynir að
sinna starfi bjargvættar íslenskrar
náttúru og er duglegur að vinna verk
sem fáir vilja vinna.
„Þeir peningar sem ég fékk fyrir
tveimur árum til að losa mig úr
skuldaklafanum eða úr hengingar
ólinni fóru allir í að gera þetta að
eins betur. Ég var búinn að vera
einn að reyna að gera þetta við ófull
komnar aðstæður. Við fórum í fyrra
í leiðangra til að klára þetta mál í al
mennilegum myndgæðum og ég sé
vonandi fram úr því núna með því
að fá örlítið meiri styrki til að klára
þessu miklu stóru mynd. Gjástykki
– Leirhnjúkur er bara miðjan í stórri
sýn á Ísland frá Reykjanestá til Öxar
fjarðar á heimsmælikvarða,“ segir
Ómar og sýpur á kókinu.
Vill komast á erlendan markað
„Ég er ekki eins illa staddur og fyrir
tveimur árum því ég hef áttað mig á
því núna að ef ekkert af þessu hefði
gerst fyrir tveimur árum þá hefði ég
bara verið stopp þá og ekki verið bú
inn að þessu öllu sem ég er þó búinn
að gera síðan þá. Ég væri með þessa
mynd í vandræðum. Ég er mjög
þakklátur fyrir það sem gerðist þá en
kemst alltaf í sama farið því þetta er
svo stórt og maður er bara einn,“ seg
ir Ómar og hlær léttur í lund. Hann
segist þó eiga von á einhverjum
styrkjum sem vonandi geti bjargað
þeirri mynd fyrir horn, eins og hann
orðar þar.
Ómar segir myndina verða að
vera nógu góða til að hægt sé að þýða
hana og koma á erlendan markað.
Hann segir það hafa klikkað hjá sér
frá því hann fór sjálfur að gera mynd
ir fyrir 11 árum. „Málin eru svo stór
sem ég er að berjast fyrir að þau
vinnast ekki hérna heima. Við erum
lítil þjóð og lítil þjóð getur verið að
dunda sér við að gera ýmislegt en ef
umheimurinn veit hvernig við erum
að fara með dýrgripi mannkynsins,
lítur þetta ekki alveg eins út fyrir
okkur.
Ljóðið Kóróna landsins er mitt
grundvallarljóð, einkum þessar
hendingar:
„Ísland er dýrgripur alls mannkyns-
ins sem okkur er fenginn að láni,
við eigum að vernda og elska það
land svo enginn það níði né smáni.“
Þetta er hryggjarstykki í því sem
ég er að gera. Skömm okkar út á við
og afkomenda okkar verður meiri ef
við vöndum okkur ekki.“
Biður guð að gefa sér tíma
Kvikmyndin um Gjástykki og Leir
hnjúk er þó ekki eina stóra verk
efnið sem Ómar vinnur að um þess
ar mundir, en hann er meðal annars
búinn að vera með stóra kvikmynd
í vinnslu síðastliðin sex ár sem ber
heitið Brúarjökull og innrásirnar í Ís
land. Hann segir það vera flottasta
verkefni sitt og sé í raun Hollywood
verkefni og eina verkefnið sem gæti
gefið verulegar tekjur, því það snerti
sögu seinni heimsstyrjaldarinnar.
„Hún snýst allt í kringum þýska vís
indakonu og einn flugvöll sem er
á norðausturhálendinu sem nú er
orðinn skráður og viðurkenndur af
Flugmálastjórn sem fjögurra brauta
flugvöllur fyrir allar vélar í innan
landsflug, þar með talið Fokker F50.
Í kringum þennan flugvöll,
þýsku vísindakonuna og breytta
heimsstyrjöld er hugmynd um
stóra, stóra mynd. Og svo náttúru
lega stóra myndin um siglingarn
ar á Örkinni en hún verður að bíða
af því að það svæði er farið og ég
verð að láta þau svæði sem lifa enn
hafa forgang,“ segir Ómar og það
bregður fyrir dapurleika í glaðlegu
andlitinu. En myndin um sigling
arnar á Örkinni eru einstakar upp
tökur af siglingum hans um lón
Kárahnjúkavirkjunar. „Myndin er
tekin við aðstæður sem voru algjör
lega einstæðar og enginn upplifði
nema stundum bara ég einn, þeg
ar ég var einn á bátnum eða með
Ætlar að syngja
í eigin jarðarför
„Þeir peningar sem
ég fékk fyrir tveim-
ur árum til að losa mig úr
skuldaklafanum eða úr
hengingarólinni þeir fóru
allir í að gera þetta aðeins
betur.
Fer sínar eigin leiðir Ómar er nýbúinn
að taka upp þrjú lög sem hann ætlar að
syngja í sinni eigin jarðarför og finnst ekkert
sjálfsagðara. „Þá segja menn: jarðarfarir eru
alltaf „live“, en ég svara: neinei, af hverju
skyldi hún vera „live“ úr því að „I‘m dead?““
myndir sigtryggur ari jóHannsson