Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Page 45
45Helgarblað 18.–20. maí 2012
Uppáhaldslíkamsræktin
Slökun, hreinsun og gott form Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, framkvæmdarstjóri
„Hot jóga hjá Jóhönnu í Sporthúsinu er uppáhalds líkamsræktin mín. Þessir tímar gefa mér
óendanlega mikið. Hot jóga er allt í senn slökun, hreinsun, þjálfar einbeitingu og kemur kroppnum í sitt langbesta form.
Allt saman mjög mikilvægir þættir sem hjálpa mér við að takast á við þau krefjandi verkefni sem bíða mín á degi hverjum.“
„Tvöfaldur
skolli“
„Ekki alvond
sýning“
Tiger Woods
PGA Tour 13
Svar við
bréfi Helgu
sex mínútur og fimmtán sek-
úndur.
Þetta er kjarninn
Þetta er einmitt Sigur Rós.
Þessi hæga stemning og fín-
gerða uppbygging nær niður
í moldina, í dýpstu rætur
hljómsveitarinnar. Kannski
má segja að platan eigi sterk-
astan skyldleika með plöt-
unni sem stundum er kölluð
Svigaplatan.
„Þetta er ekki það sem við
lögðum upp með. Hins vegar
er þetta tónlistin okkar. Þetta
er tónlistin sem við höfum
alltaf gert. Þetta er okkar
kjarni.
Það urðu ákveðnar breyt-
ingar á plötunni Takk. Þar
braust fram spilagleði og við
litum aðeins upp úr þessum
þungu, hægu og erfiðu lögum
og brugðum á leik. Platan
Suð var svo toppurinn á þess-
ari stemningu. Valtari er að
sumu leyti miklu alvarlegri
plata.“
Varúð Rembihnútur
Dauðalogn
En ekki einu sinni tilvísanir í
söguna geta nokkurn tímann
verið gamlar þegar allt heldur
áfram. Hér eru lög sem heita
Varúð, Rembihnútur, Dauða-
logn og Varðeldur. Fyrir
þá sem hlustuðu á síðustu
plötu, Með suð í eyrum, þá er
þetta beint framhald, því þar
eru lögin Ára bátur, Íllgresi,
Fljótavík og Straumnes.
„Jú, þetta er gegnumgang-
andi. Ekki síst á þessari plötu,
sem hefur þetta aukna rými
í sér. Fyrir mig persónulega
þá eru þarna lög eins og til að
mynda Dauðalogn, þar sem
ég er alltaf kominn gangandi
upp á heiði þegar ég fer að
hlusta. Aleinn. Úti er stillt
veður, aleinn uppi á fjalli. Það
merkilega gerist að jafnvel
þótt maður hafi alla víðáttuna
í kringum sig, þá er það eina
sem gerist inni í manns eigin
höfði. Ekkert gerist fyrir utan
höfuðið. Þar er bara auðnin.“
Flestar eru þessar hug-
myndir kunnuglegar fyrir
venjulega Íslendinga sem
þekkja til fyrir utan höfuð-
borgina.
Hugsa eins
Ætli hér sé á ferðinni skipu-
lögð hugmyndafræði í texta-
smíðinni? Ekki hefur alltaf
verið hægt að greina orðaskil
í textum Sigur Rósar og slíkt
kemur fyrir á Valtara.
„Þegar við semjum textana
þá setjumst við gjarnan fjórir
saman, hlustum á lögin og
skrifum niður í blindni það
sem okkur kemur til hugar.
Ég skrifa niður eitthvað sem
ég sé fyrir mér eða einhver
hugrenningatengsl sem lagið
ýtir af stað. Það vill svo til að
oftast nær erum við fjórir á
svipuðum slóðum í þessum
hugmyndum okkar um lögin.
Þess vegna má alveg segja að
tónlistin semji sjálf textana.“
Hér virðist vera sama uppi á
teningnum og við samhæf-
ingu piltanna í laginu Fjögur
píanó.
Ekki leggja línur
„Þessi plata, aftur eins og
Sviga platan, er þannig að
það er mikilvægast að fólk fái
sjálft að skynja hana og skilja,
án þess að við séum eitt-
hvað að leggja því línurnar.
Ég segi þetta sérstaklega af
því að nú er ég búinn að út-
skýra mína upplifun af laginu
Dauðalogni. Það er mikilvægt
að fólk haldi í sína eigin upp-
lifun.
Þetta er ekki platan þar
sem maður gengur út úr
hljóðverinu og getur ekki
hlustað á hana í tvö ár. Þetta
er platan sem maður á alveg
eftir að hlusta á, loksins þegar
hún er tilbúin.“
Ferðataskan
Núna blasir tónleikaferð við
fjórmenningunum. Fyrstu
drög að dagskrá eru tilbúin.
„Við byrjum á því að spila
á tónleikahátíðum í sum-
ar og verðum svo á Iceland
Airwaves í haust. Þetta verða
rétt rúmlega þrjátíu tónleikar
á árinu. Það er svona hófleg
dagskrá. Fyrsti leggurinn, eins
og kallað er, er reyndar tæpir
tveir mánuðir. Á næsta ári
verður svo allur heimurinn
lagður undir.
Það er misjafnt eftir lönd-
um hvað þetta eru stórir staðir
sem við spilum á. Oft á tíðum
eru þetta svona sex þúsund
manna staðir. Svo þegar við
spilum í London eða Los
Angeles eru staðirnir stærri.“
„Við skildum ekki þessa plötu“
„Þetta var
mjög skrýtin
plata að vinna. Sum
lögin byrjuðu líf sitt
sem hefðbundið
popp eða rokk. Loka-
útgáfan segir ekki
alltaf alla söguna.