Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Qupperneq 52
52 Stjórnmál 18.–20. maí 2012 Helgarblað H neykslismál hafa löngum verið við­ loðandi heim stjórn­ málanna. Ekki er þar með sagt að stjórn­ málamenn í meira mæli en aðr­ ir „lendi“ í hneykslismálum, en þeir eru, eðli starfs síns sam­ kvæmt, opinberar persónur og því berskjaldaðri en margur annar hvað uppljóstranir varðar. Hvað fólk telur til hneykslis er eflaust æði misjafnt. Sumir myndu telja hneyksli að þing­ maður stígi ölvaður í ræðustól á Alþingi, aðrir að dæmdur af­ brotamaður eigi afturkvæmt á Alþingi. Víst má til sanns veg­ ar færa að hneykslismálin geta verið öllu alvarlegri en framan­ greind dæmi, til dæmis þegar um er að ræða fjölþreifni hátt­ settra stjórnmálamanna. Slíkt þykir ekki góð latína í landi hinna frjálsu og hugrökku, Bandaríkjunum, ekki einu sinni þó um sé að ræða fullt sam­ þykki þeirra aðila sem bendl­ ast við slíkt. Frakkar líta hliðar­ spor sinna stjórnmálamanna ekki jafnalvarlegum augum og Bandaríkjamenn þó þeim, að sjálfsögðu, hugnist ekki kyn­ ferðislegt ofbeldi af hálfu nokk­ urs manns. Mikið kvennagull – eða hvað? Newt Gingrich heitir bandarísk­ ur stjórnmálamaður sem nýlega naut nokkurrar umfjöllunar vegna áhuga síns á forsetaemb­ ætti Bandaríkjanna. Gingrich vonaðist til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins en sá að hann hefði ekki erindi sem erf­ iði. Hvað sem þeim draum hans líður þá hafa „einkamál“ hans vakið einhverja eftirtekt, enda virðist sem hann kalli ekki allt ömmu sína hvað kvennamál varðar og væri án efa kallað­ ur dækja (e. slut) ef hann væri kvenmaður. Í hnotskurn var málum svo háttað hjá Newt Gingrich að á meðan hann var enn í hjóna­ bandi með eiginkonu sinni númer tvö, Marianne Ginther, (sem reyndar var hjákona hans meðan hann var kvæntur eig­ inkonu númer 1, Jackie Batt­ ley) hóf hann ástarævintýri með starfskonu bandaríska þings­ ins, Callistu Bisek. Callista Bi­ sek varð síðan eiginkona hans númer 3. Að sögn Marianne fór Ging­ rich fram á skilnað eftir að hún vísaði á bug þeirri hugmynd hans að þau byggju við opið hjónaband. Lygamörður með meiru Lærlingur í Hvíta húsinu, Mon­ ica Lewinsky, komst að því að Bill Clinton, forseti Bandaríkj­ anna og einn valdamesti mað­ ur heims á þeim tíma, 1998, var ekki allur þar sem hann var séð­ ur. Monica fullyrti á þeim tíma að hún hefði í allnokkur skipti á árunum 1995 til 1997 tekið þátt í kynferðislegum athöfnum með forsetanum fláráða. Fláráða segi ég því hann nýtti öll þau meðul sem hann hafði yfir að ráða til að vísa þeim full­ yrðingum á bug og þannig gera Monicu ótrúverðuga. En málið vatt upp á sig og brátt var Bill Clinton flækt­ ur í eigin lygavef líkt og fluga í köngulóarvef. Að sögn Monicu hafði ver­ ið um að ræða hinar ýmsu kynferðislegu athafnir aðrar en beint samræði og blönduðust vindlahylki inn í þessar safaríku umræður sem tröllriðu heims­ byggðinni. Bill Clinton var ákærður fyr­ ir að hafa borið ljúgvitni um málið, en var síðan sýknaður af þeim ákærum. Monica Lew­ insky hefur hin síðari ár reynt af fremsta megni að forðast sviðs­ ljósið. Ástarævintýri herra alheims Sumum kann að finnast sem hjónaband Arnolds Schwarzen­ egger, leikara og fyrrverandi ríkisstjóra Kaliforníu, og Mariu Shriver hafi enst ótrúlega lengi miðað við þær sviptingar sem virðast einkenna hjúskaparmál þar vestur frá. Í aldarfjórðung voru skötuhjúin gift og ekki virtist sem þar bæri skugga á. En ekki er allt sem sýnist. Arnold hafði nefnilega leikið tveimur skjöld­ um til langs tíma – verið úlfur í sauðargæru og ekki haft fyrir því að leita bráðar of langt frá gren­ inu. Um mitt síðasta ár ljóstraði Los Angeles Times því upp að Arnold hefði eignast son utan hjónabands um fjórtán árum áður og móðirin væri eng­ in önnur en Mildred Patricia „Patty“ Baena. Margir hváðu eflaust þeg­ ar nafn ástkonunnar var gert opinbert, enda ekki um frægð­ arkvendi að ræða heldur heim­ ilishjálp Arnolds og Mariu til 20 ára. Arnold hafði keypt handa Patty fjögurra herbergja hús með sundlaug árið 2010. Að sögn Patty var hún bara ein af mörgum og hefur leikkonan Birgitte Nielsen, fyrrverandi frú Stallone, upplýst að hafa átt ást­ arævintýri með honum eftir að samband hans og Mariu Shri­ ver hófst. Unnið er að skilnaði þeirra um þessar mundir. Svipur, búr og ýmisleg annað Það getur verið mikið áhættu­ spil að sækjast eftir opin­ beru embætti eða vel launaðri stöðu í henni Ameríku – og reyndar víðar eins og dæmin hafa sannað. Jack heitir maður nokkur Ryan. Árið 2004 lang­ aði Jack mikið til að fá sér sæti í öldungadeildinni fyrir Illin­ ois, enda sætið ekki upptekið. Á lokasprettinum var það eng­ inn annar en núverandi for­ seti Bandaríkjanna, Barack Obama, sem slóst við Jack um hituna. Í kjölfarinu var skilnað­ ur hans og leikkonunnar Jeri Ryan sem höfðu látið gott heita árið 1999. En í heimullegum skilnaðarskjölum var ýmislegt fróðlegt að sjá – að einhverra mati – og á meðal annarra fór Chicago Tribune fram á að skjölin yrðu gerð opinber. Um síðir var hluti þeirra opinber­ aður þvert á vilja Jeri og Jack og í ljós kom ýmislegt sem ekki telst til framdráttar verðandi öldungadeildarþingmanni. Í skjölunum var haft eftir Jeri að Jack hefði farið þess á leit að hún viðhefði kynferðis­ legar athafnir í kynlífsklúbb­ um í New York, New Orleans og París – í klúbbum sem Jeri sagði vera „afkáralega klúbba með búrum og svipum og öðr­ um tækjum hangandi niður úr loftinu“. Ryan dró sig út úr kapp­ hlaupinu um hið auða sæti fyr­ ir Illinois í öldungadeildinni bandarísku. Ó Donna Hér fyrr meir söng mexíkósk/ bandaríski söngvarinn Richie Valens ástaróð til sinnar heitt­ elskuðu; Ó Donna. Richie Val­ ens kemur reyndar ekki frekar við sögu hér, en Donna nokkur mun hins vegar koma lítillega við sögu. Árið 1987 virtist sem demó­ kratinn Gary Hart stæði með pálmann í höndunum í slagn­ um um forsetaembættið í Bandaríkjunum í það minnsta hvað Demókrataflokkinn varð­ aði. Fljótlega eftir að Hart til­ kynnti um framboð sitt fengu sögusagnir um framhjáhald af hans hálfu vængi. Gary Hart henti gaman að sögusögnunum og sagði að fréttamenn myndu fljótt verða leiðir á að leita að einhverju sem ekki væri. Fréttamennirnir tóku áskoruninni og eins og við var að búast hnutu þeir fyrr en varði um sönnunargögn um ótryggð Harts. Þann 5. maí fékk blaðið Miami Herald í hendurnar ljósmynd af Gary Hart og ljós­ hærðri konu sem ekki var eig­ inkona hans. Fylgdi myndinni sú fregn að Hart hefði eytt nótt­ inni í félagsskap konunnar um borð í snekkju sem hét því við­ eigandi nafni Monkey Busi­ ness, sem gæti útlagst Apaspil á okkar ylhýra. Hver veit nema Hart hafi andvarpað: „Ó Donna,“ þeg­ ar upp um hann komst. Hart varðist hetjulega og ákvað að láta ekki deigan síga fyrr en hann hafði beðið afhroð í for­ kosningunum í New Hamp­ shire í mars 1988. Heimildir: msn.com, wikipedia og fleiri miðlar. Flærð og fjölþreifni „ … í klúbbum sem Jeri sagði vera „afkáralega klúbba með búrum og svipum og öðrum tækjum hangandi niður úr loftinu“. n Ófáir stjórnmálamenn hafa flækst í hneykslismál n Flest tengjast hvílubrögðum Newt Gingrich og eiginkona númer 3 Gingrich var ekki við eina fjölina felldur, svo ekki sé meira sagt. Lærlingurinn og forsetinn árið 1995 Tími Monicu Lewinsky í návist Bills Clinton varð henni dýrkeypt lexía. Leitaði ekki langt frá greninu Arnold Schwarzenegger greip til heim- ilishjálparinnar Patty í harðindum. Vildi eitthvað annað en eiginkonan Jack Ryan og eiginkonan Jeri litu kynlíf ekki sömu augum. Ó Donna Gary Hart fór flatt á því í forsetaslagnum 1988 að láta grípa sig glóðvolgan með ungri blómarós, Donnu Rice.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.