Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Síða 54
54 Sport 18.–20. maí 2012 Helgarblað Kom, sá, sigraði og hvarf n Darren Clarke vann Opna breska árið 2011. Síðan hefur árangurinn verið hörmung T æpt ár er síðan Írinn Dar­ ren Clarke birtist á sjónarsviði golfs að nýju eftir langt hlé eftir veikindi og þunglyndi og vann Opna breska golfmótið, eitt af stór­ mótum golfsins, með miklum bravúr. Síðan hefur lítið til hans spurst. Clarke fór reyndar ekki neitt. Hann hefur tekið þátt í ófáum golfmót­ unum síðan en að mestu árangurs­ laust. Hann hefur aldrei síðan náð að blanda sér í hóp tíu efstu á nein­ um mótum og það sem af er þessu ári hefur Clarke varla náð gegnum nið­ urskurð á neinu alvöru móti. Sjálfur viðurkennir hann að stolt hans sé nú orðið verulega sært. Erfitt sé að viður­ kenna að sigurinn á Opna breska hafi ekki reynst sú lyftistöng sem hann vonaðist til. Clarke var lengi vel einn öflugasti kylfingur Evrópu og þótt víðar væri leitað. Hann var á mikilli uppleið á svipuðum tíma og Tiger Woods fór að skelfa aðra keppendur á grænum golfgrundum. Í kjölfar þess að eigin­ kona hans greindist með krabbamein og lést síðar lá vegur hans mjög niður á við og fyrir Opna breska í fyrra átti í raun enginn von á að Clarke ætti nokkra möguleika. Þar spilaði karlinn hins vegar af­ bragðsvel og fullur sjálfstrausts og vann það mót eftirminnilega. Þótti ýmsum líklegt að sigurinn kæmi Clarke aftur í fremstu röð en það hef­ ur verið fjarri lagi. „Ég er gramur við sjálfan mig fyrir að vera alltaf að reyna of mikið. Allt of mikið. Ekki bara til að réttlæta sigurinn á Opna breska held­ ur til að sýna að sá sigur var engin til­ viljun. En ég get ekki kennt leti um. Ég er að skjóta boltum í alls kyns veðrum heimavið alla daga svo æfingaleysi er ekki vandamálið. Ég býst við að reyna að halda áfram eins og ég get þang­ að til hlutirnir fara að detta fyrir mig. Annað get ég ekki gert á þessu stigi.“ Hvar endar Gylfi? Forráðamenn Swansea reyna nú ákaft að kaupa Gylfa Sigurðsson landsliðsmann af þýska liðinu Hoffenheim en sjálfur hefur Gylfi lýst yfir vilja til að vera lengur hjá enska liðinu þar sem hann hefur spilað með góðum árangri í vetur. Þegar hefur einu tilboði frá Bret­ unum verið hafnað. Hafa for­ ráðamenn Hoffenheim ítrekað sagt að Gylfi fari ekkert enda sé hann þýska liðinu mikilvægur og verði það áfram. Á því hefur Gylfi sjálfur hins vegar afar takmark­ aðan áhuga. Eldganga Beckhams Það kemur í hlut knattspyrnuhetj­ unnar David Beckham að hlaupa fyrsta spölinn með Ólympíukynd­ ilinn frá Aþenu. Hetjan hleypur þó ekki lengra en út á flugvöll þar sem sendinefnd flýgur áfram með kyndilinn til Bretlands. Þar mun verða hlaupið áfram tæpa 1.300 kílómetra um Bretland þvert og endilangt frá Cornwall í suðri til Shetlandseyja í norðri áður en kyndlinum er skilað til London þar sem Ólympíuleikarnir hefjast þann 28. júlí næstkomandi. Cristiano hinn fullkomni Jose Mourinho er ekki vanur að skafa af hlutunum. Hann telur landa sinn Cristiano Ronaldo full­ komnasta knattspyrnumann allra tíma og mun betri en Leo Messi. „Ronaldo er sérstakur og fullkom­ inn. Hann skorar mörk með skalla, aukaspyrnum, af 300 metra færi og klárar skyndisóknir. Cristiano gerir allt sem þarf að gera.“ Launalækkun hjá Grétari Grétar Rafn Steinsson, leikmaður Bolton, þarf líklegast að taka á sig feita launaskerðingu í kjölfar falls Bolton úr ensku úrvalsdeildinni eins og aðrir leikmenn liðsins. Fé­ lagið hyggst draga verulega saman í rekstrinum og þar á meðal skera launagreiðslur til leikmanna niður um heilan helming. Þ að verður bara ekki keppt í sterkustu deild fótbolt­ ans án þess að hafa erlenda leikmenn,“ fullyrðir Valur Smári Heimisson, fram­ kvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV. Það félag er með níu erlenda leikmenn í leikmannahópi sínum í Pepsi­deild karla í knattspyrnu þetta sumarið. Félögin Selfoss og Grindavík eru einnig með fjölmarga erlenda leikmenn í sínum röðum en mikill fjöldi þeirra hefur vakið töluverða athygli boltaáhugamanna nú við byrjun leiktíðarinnar. Það er ekki nýtt að erlendir leik­ menn spili knattspyrnu hér á landi en að þeim fari hægt og bítandi fjölgandi ár frá ári vekur upp spurn­ ingar. Sumir telja það til marks um að stóreflt barna­ og unglingastarf félaganna til margra ára sé kannski eftir allt saman ekki að skila sér með nægilega góðum hætti ef talin sé þörf á því að líta alltaf út fyrir land­ steinana eftir leikmönnum. Svo eru hinir sem benda á að erlendir leik­ menn, og töluverður fjöldi þeirra, leiki í öllum deildum heims og það bæði geri fótboltann almennt betri en ekki síður íslenska liðsfélaga þeirra. Þeir erlendu oft ódýrari en þeir innlendu Bæði Valur Smári Heimisson, fram­ kvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV, og Óskar Sigurðsson, formað­ ur knattspyrnudeildar Selfoss, full­ yrða að oft á tíðum séu kröfur góðra íslenska leikmanna einfaldlega of miklar til að smærri félög geti með góðu móti staðið undir þeim. Það sé reynsla þeirra að með samningum við erlend lið eða akademíur um leikmenn séu slegnar tvær flugur í einu höggi; kostnaði sé haldið niðri eins og hægt er en þeir leikmenn sem hingað komi séu líka nægilega góðir til að spila í erfiðustu deild­ inni á Íslandi. „Við hér á Selfossi misstum fjöl­ marga leikmenn frá síðustu leik­ tíð og þurftum að taka meðvitaða ákvörðun um hvort við vildum reyna að halda liðinu í efstu deild,“ segir Óskar. „Okkur reyndist erfitt að fá til okkar leikmenn af mismun­ andi ástæðum og þótt hér séu flink­ ir og upprennandi strákar í yngri flokkum eru þeir ekki nógu öflug­ ir til að spila í efstu deild daginn út og inn. Okkar eina leið var að reyna að fá til okkar erlenda leikmenn í nægilegum gæðaflokki til að bæta liðið okkar og mér sýnist það hafa tekist framar vonum þetta sumarið.“ Undir þetta tekur Valur Smári sem gengur svo langt að segja að frá bæjardyrum Vestmannaeyinga verði ekki keppt í bestu deild lands­ ins án erlendra leikmanna. „Til þess er potturinn sem við getum valið úr hér í Eyjum einfaldlega ekki nógu stór. Við þurfum að sækja góða er­ lenda stráka ef við ætlum okkur að vera með í deildinni.“ Eðlileg gagnrýni eða fordómar? Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss, veltir fyrir sér hvort verið geti að fordómar liti umræðu um erlenda leikmenn á Íslandi. „Í hvaða deild í knattspyrnu eru ekki erlendir leikmenn? Þeir eru alls staðar og mér finnst þessi umræða dálítið kjánaleg. Við vilj­ um gjarnan að okkar strákar fari utan og geri það gott en hingað má svo ekki hver sem er koma án þess að sumir reki upp ramakvein. Mín skoðun er að þeir erlendu leikmenn sem hafa verið að spila hérlend­ is hafa aðeins gert deildina okkar betri og skemmtilegri. Þeir læra af komu sinni hingað og hafa flest­ ir reynst liðum sínum afar vel. Þeir eru duglegir og kappsamir og gera alla í kringum sig betri fyrir vikið. Það á jafnt við á æfingum og í leikj­ um.“ Vonlaust að keppa án útlendinganna n Gagnrýni á mikinn fjölda erlendra leikmanna í efstu deild Fjöldi erlendra leikmanna Selfoss 7 Grindavík 6 ÍBV 9 Fram 4 Breiðablik 2 Valur 1 ÍA 2 KR 1 Fylkir 1 FH 0 Stjarnan 3 Keflavík 2 Útlendingaslagur? Leikmenn Selfoss og ÍBV takast á í fyrsta leik sumarsins. Bæði lið hafa í sínum röðum mikinn fjölda erlendra leikmanna en reynslan af þeim hefur verið góð. mynD Gunnar már HaukSSOn Horfinn Darren Clarke fagnar góðum sigri á Opna breska í Sandwich fyrir tæpu ári. Albert Örn Eyþórsson blaðamaður skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.