Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Síða 62
Leno góður gæi Fetar í fótspor stóru systur n Elín Lovísa er litla systir Klöru Elias í The Charlies M ig hefur alltaf langað að verða söngkona og ólst upp við að fylgjast með stóru systur. Það hefur alltaf kitlað að feta í hennar fótspor,“ segir Elín Lovísa Elíasdóttir söngkona en lag Elínar, Hring eftir hring, verður frumflutt í dag, föstudag, í morgunþættinum á Fm957. Elín Lovísa er litla systir Klöru Elíasdóttur sem öðlað- ist frægð með stelpnaband- inu Nylon. Í dag gengur Klara undir nafninu Klara Elias og býr í Los Angeles ásamt Ölmu Goodman og Camillu Stones en saman mynda þær stöllur bandið The Charlies. Elín Lovísa er 21 árs og er því fimm árum yngri en Klara. „Ég var bara í áttunda bekk þegar þær byrjuðu með Nylon og fannst alveg æðislegt að fylgjast með þeim. Ég var náttúrulega aðdáandi númer eitt,“ segir Elín Lovísa sem heimsótti stelpurnar í The Charlies í fyrra. „Það var æðislegt að fá að kíkja inn í þeirra líf þótt ekki væri nema í smástund,“ segir Elín sem er fullviss um að The Charlies nái að slá í gegn í Ameríku. „Ég hef enga trú á öðru.“ Elín Lovísa, sem er í við- skiptafræði í Háskólanum í Reykjavík, kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2010 með lagið Það birtir alltaf til, sem hún söng með Kristmundi Axel. Nýja lagið var samið af strákunum í ReddLights en textinn af Ölmu í The Char- lies. Aðspurð segist Elín horfa upp til Robin og Beyoncé. „Beyoncé er í uppáhaldi en ég er líka mikið fyrir svona popptónlist eins og Robin er að gera. Ég set stefnuna þangað og var að reyna að skapa þannig stemmingu með þessu lagi. Það eru svo fleiri lög fram undan og draumurinn er að gefa út pötu. Helst fyrir jól.“ Þær systur hafa aldrei sungið opinberlega saman og Elín segir þær alls ekki líkar í útliti. „En við erum með eins per sónuleika enda erum við bestu vinkonur. Við höfum oft sungið saman í veislum og svona en kannski er það bara næsta verkefni – að gefa út lag saman. Það væri náttúrulega æðislegt að geta fetað í henn- ar fótspor og flutt til Banda- ríkjanna og reynt að koma sér á framfæri þar. Það væri draumurinn. En við sjáum hvað gerist.“ indiana@dv.is 62 Fólk 18.–20. maí 2012 Helgarblað The Charlies Vinna hörðum höndum að því að slá í gegn í Ameríku. Elín Lovísa Segist vera aðdáandi númer eitt þegar kemur að stóru systur. Þ etta er rosalega spennandi. Sérstak- lega skemmtilegt því að þáttur Jay Leno er eitthvað sem ég horfði alltaf á þegar ég var lít- il,“ segir Nanna Bryndís Hilm- arsdóttir, söngkona hljóm- sveitarinnar Of Monsters and Men, en hljómsveitin á að koma fram hjá spjallþátta- kónginum þann 29. júní. „Ég horfði alltaf á þetta rétt áður en ég fór að sofa. Það verður svolítið skrítið að fá að sjá hann,“ segir hún. Það er óhætt að segja að frægðar- stjarna Of Monsters and Men hafi risið hratt og þau notið mikillar velgengni í Banda- ríkjunum sem og hérlendis. The Tonight Show með Jay Leno er vinsælasti spjall- þátturinn vestanhafs og er sýndur á bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS. Í síðustu viku kom hljómsveitin fram í spjallþætti leikarans Jimmy Fallon og komst hún vel frá því verki og hlaut mikið lof fyrir. Þá var lag þeirra einnig spilað í Grey’s Anatomy á dögunum. Leno góður gæi „Það hafa allir sagt við okkur að Jay Leno sé rosalega góður gæi og komi alltaf í búnings- herbergið að hitta gestina sem troða upp svo kannski fáum við að hitta hann,“ segir Nanna sem segir að það verði örugglega skrítið að fá að taka í spaðann á kappanum. Tollvörðurinn þekkti þau Nanna segir að þau hafi ekki upplifað að vera þekkt á götu í Bandaríkjunum en segja að það hafi verið gaman að fyrsti maðurinn sem þau hittu í Bandaríkjunum hafi þó kveikt á perunni og þekkt þau. Það var tollvörðurinn á flugvellinum í Bandaríkj- unum sem tók upp símann og spilaði lag hljómsveitar- innar fyrir þau. „Fyrsti mað- urinn sem sá okkur þegar við vorum kominn til landsins,“ segir Nanna og hlær. „Það var mjög skrítið en líka mjög ánægjulegt.“ Sambúðin gengur vel „Sambúðin gengur bara rosalega vel, við erum búin að eyða miklum tíma saman í rútunni og svona og það hefur bara verið mjög gott,“ segir Nanna. Hún segir það hjálpa mikið til að hljóm- sveitin sé mjög náin og að það sé þá hægt að leita til hinna þegar á bjátar. „Við erum öll svo góðir vinir,“ seg- ir hún. Hljómsveitin hefur verið á Íslandi í nokkra daga til að hlaða rafhlöðurnar og fer út á miðvikudag til Bandaríkjanna þar sem við tekur næsti leggur tónleikaferðalagsins. astasigrun@dv.is n Nanna í Of Monsters and Men hlakkar til að hitta Leno Löng leið að baki Það er liðinn nokkur tími frá því að bandið úr Garðinum heimsótti heimabæ sinn enda búið að vera á fleygiferð um heiminn með tónlist sína. mynd Hörður SvEinSSon Frumsýndi kærastann Anna Mjöll Ólafsdóttir hefur fund- ið hamingjuna á ný eftir skilnað við ellilífeyrisþegann og auðkýf- inginn Cal Worthington. Hjóna- band þeirra Cal vakti ekki síst athygli vegna 50 ára aldursmunar sem á þeim var. Anna Mjöll og nýi kærastinn, Luca Ellis, virðast afar lukkuleg af myndinni að dæma þar sem þau heimsækja saman Universal -myndverið í Los Angeles. Anna Mjöll og Luca opin- beruðu samband sitt á Face- book fyrr í þessum mánuði. Luca er djasssöngvari í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og þau hafa starfað saman í tónlist í nokkur ár. Bjarni Ben og Bieber-æðið Einhver óprúttinn vinnufélagi Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur komist í Facebook-síðu hans. Að minnsta kosti þykir mörgum ólíklegt að Bjarna þyki Justin Bieber svo ómótstæðilegur tónlistarmaður að hann skrái sig á sérstaka aðdá- endasíðu hans. Skráning Bjarna Benediktssonar fór ekki framhjá spéfuglum sem náðu myndum af þessum vísbendingum um meint- an tónlistarsmekk sjálfstæðis- mannsins. Spjallþáttakóngur „Það hafa allir sagt við okkur að Jay Leno sé rosalega góður gæi,“ segir Nanna. Með syninum á Akureyri Eftir að óvissunni var létt af fað- erni sonar Kristrúnar Aspar virð- ist Sveinn Andri Sveinsson hafa tekið föðurhlutverkið með trompi. Sveinn Andri póstar iðulega myndum af syni sínum sem hefur fengið nafnið Baltasar Breki og býr með móður sinni á Akureyri. Sveinn Andri virðist ekki láta fjar- lægðina á milli bæjar- félaganna stöðva sig í að hitta son sinn og heimsótti móður og son fyrir norðan á dögunum. Sveinn hafði á orði á Face- book-síðu sinni að vetrarlegt væri á Akureyri en þar væri þó alltaf jafn fallegt um að litast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.