Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Side 2
Fiskurinn á sig sjálFan F iskurinn í sjónum á sig sjálf- ur,“ segir Guðmundur Krist- jánsson, forstjóri Brims, að- spurður hvar eignarhaldið á sjávarauðlindum liggi. „Ef við komumst hins vegar að samkomulagi um að orðið kvóti þýði rétturinn til að veiða ákveðið magn af fiski. Þá er það þannig í dag að útgerðin, skipið á þennan rétt.“ Guðmundur segir svo verða að koma í ljós hver eigi skipið og útgerðina. Hann telur ekki rétta framsetn- ingu að halda því fram að handhaf- ar aflahlutdeilda hafi fengið fisk- inn í sjónum að eign. „Þetta er ekki fiskur í sjónum heldur réttindi eða leyfi. Þjóðin ræður leikreglunum sem gilda um nýtingarréttinn á kvót- anum í gegnum fulltrúa sína á Al- þingi. En það verður að gerast inn- an skynsamlegra marka og í hag fyrir samfélagið.“ Guðmundur sagð- ist sjálfur upplifa málin sem svo að framkvæmdavaldið væri búið að taka þingið, sjávarútveg og þjóðina í gíslingu með framgöngu sinni í mál- inu. Guðmundur kallaði eftir sam- ráði við stjórnvöld og sagði verulega hafa skort á slíkt. Stöðvar ekki braskið „Á síðustu árum og áratugum hef ég upplifað mikla óánægju með að hægt sé að selja kvótann, það er fisk- inn í sjónum fyrir mikla peninga og sumir sem græða mikið eiga það ekki skilið,“ sagði Guðmundur á fundin- um og bætti við að það væri eitt af því umdeildasta við kerfið. „Þetta frum- varp er ekki að stoppa það.“ Hann sagði fyrst og fremst verið að búa til stærsta sægreifa landsins. „Það er sjávarútvegsráðherrann á hverj- um tíma. Hann ætlar samt ekki að gera út neina útgerð. Það er oft ves- en að gera út, skipin bila og það er oft vont veður. Kannski eru karlarnir óá- nægðir – þeir eru kraftmiklir karlarn- ir.“ Guðmundur sagði sjávarútvegs- ráðherra hverju sinni einfaldlega að leigja kvótann út. Hann sagði völdin alltaf blinda stjórnmálamenn engu skipti hvort hægri- eða vinstristjórn væri við völd. Langt í risavaxna ríkisútgerð „Ég á að vera orðinn stærsti útgerðar- maður landsins. Ég á nú langt í land með það, Guðmundur minn, að ná Granda,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son sjávarútvegsráðherra og benti á að gert væri ráð fyrir tíu þúsund þorsk- ígildistonnum í potta umfram það sem þegar er. „Þau koma úr öðrum kvótasettum tegundum en þeim sem hafa fram að þessu lagt allt af mörkum til hliðarráðstafana í kerfinu.“ Í núver- andi kerfi er auk aflamarks til útgerða úthlutað rúmlega tuttugu þúsund tonnum meðal annars til byggða- kvóta, línuívilnunar, strandveiða og í skelbætur. Verði breytingarnar sam- þykktar óbreyttar eykst sú úthlutun um tíu þúsund tonn á næsta fiskveiði- ári frá því sem nú er. Stór hluti af aukn- ingunni fer til leigupotts. Breytingar þegar gerðar „Það er mikill misskilningur að ábendingar hafi ekki verið teknar alvarlega eða skoðaðar,“ sagði Stein- grímur. Hann sagði að margt hefði breyst í frumvarpinu og þar hafi ver- ið miðað við umsagnir. Til að mynda væri búið að gera breytingar um verð- myndun vegna erlends afla. Á fund- inum sagði Guðmundur að meðal þess sem væri athugavert við frum- vörp yfirvalda væri að í einhverjum tilvikum reiknist afli sem veiddur er utan íslenskrar lögsögu til hækkunar á veiðigjaldi fyrir aflaheimildir inn- anlands. Guðmundur sagði að ofurtrú rík- isstjórnarinnar á þorskígildum sem mælieiningu við innheimtu veiði- gjalds valda því að útgerðir myndu jafnvel ekki veiða ákveðnar tegund- ir. Framlegðin yrði svo lág að útgerð- ir myndu færa sig í gömul skip í stað þess að endurnýja flotann. „Það mun enginn fara í að endurnýja skip. Það verður engin glóra í því,“ sagði Guð- mundur og bætti við að hætta væri á stöðnun. „Það verður engin þró- un. Þess vegna er veiðigjaldið vand- meðfarið. Ef það á að fara út í slíkt gjald þá þarf að hugsa það mjög vel.“ Steingrímur tók undir orð Guð- mundar um að þorskígildi séu vand- ræðatól. Þorskígildi er ein af grunn- einingum kerfisins. Fiskistofa gefur reglulega út ígildisstuðul sem not- aður er til að umreikna aflamagn og verðmæti tegunda til jafns verðmæt- is á við tonn af þorski. Útverðarmenn hafa löngum gagnrýnt notkun stuð- ulsins við gjald- og skattheimtu. Þeir telja mælieininguna ekki taka nægt tillit til mismunandi kostnaðar við veiðar á hverri tegund. „Þorskígildastuðlarnir eru ólík- indatól,“ sagði Steingrímur. „Engu að síður eru þeir mikið notaðir og menn telja sig ekki geta horfið frá að hafa þá til viðmiðunar við að meta inn- byrðis verðmæti greinarinnar,“ sagði Steingrímur en benti á að stuðullinn leiðréttist reglulega og þannig sé tek- ið tillit til verðmæta. Komandi kynslóðir „Auðlindin á sig sjálf en hún tilheyr- ir okkur sem samfélagi – sem þjóð,“ sagði Steingrímur um eignarhald yfir sjávarauðlindum. Hann benti á að komandi kynslóðir ættu tilkall til þess að gengið væri um auðlindina svo komandi kynslóðir geti líka nýtt hana. „Hún er hluti af tilveru okkar og grundvelli okkar í landinu. Auð- lindin, fiskistofnarnir eru hvorki rík- iseign né einkaeign en þeir tilheyra okkur sameiginlega. Við eigum að passa upp á þá. Það getur enginn nema ríkið fyrir hönd þjóðarinnar farið með málið, veitt leyfi og ráð- stafað heimildunum og ákveðið rammann utan um það. Það sem menn fá er ekki einkaréttur, hvorki beinn eða óbeinn. Heldur afnota- réttur af þessari sameiginlegu auð- lind. Sá afnotaréttur myndar aldrei eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði yfir auðlindinni.“ Hver borgar? Steingrímur gagnrýndi þá útgerðar- menn sem halda fram að veiði- gjöldin leiði til lækkunar launa. „Það Þjónustu­ heimsóknir Landsbankinn, sem ákvað nýver- ið að loka sjö útibúum á lands- byggðinni, mun halda úti þjón- ustuheimsóknum til þeirra staða þar sem breyting hefur orðið og afgreiðslustöðum verið lok- að. „Þessar heimsóknir mið- ast einkum við eldri borgara og aðra sem ekki eiga heimangengt. Góð reynsla er af slíkum heim- sóknum þar sem þær hafa ver- ið reyndar,“ segir í tilkynningu frá bankanum sem mun síðan endurmeta þessar heimsóknir í haust. Ákvörðun bankans um að loka útibúum á landsbyggðinni hefur haft það í för með sér að margir hafa tekið þá ákvörðun að færa bankaviðskipti sín annað. Þjónustuheimsóknir verða á eft- irtöldum stöðum, Flateyri, Súða- vík, Bíldudal, Reykhólahreppi, Grundarfirði, Eskifirði og Fá- skrúðsfirði. Neyðarboð frá Skeiðarárjökli Stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar barst á þriðjudag klukk- an 13.34 neyðarboð frá gervi- hnattarneyðarsendi með staðsetningu á austanverðum Skeiðarárjökli. Hafist var handa við að fá nánari staðfestingu á boðunum meðal annars frá flugvélum í yfirflugi sem einnig heyrðu boðin. Var þá þyrla Landhelgisgæsl- unnar sem var í æfingaflugi fengin til að koma til Reykjavík- ur í eldsneytistöku auk þess var lögreglu, sem fer með yfirstjórn leitar og björgunar á landi, gert viðvart. Í samráði við lögreglu og björgunarsveitir var ákveðið að þyrla Landhelgisgæslunn- ar færi austur að Skeiðarárjökli með þrjá undanfara frá björg- unarsveitum Slysavarnarfé- lagsins Landsbjargar. Björg- unarsveitir á Suðausturlandi voru einnig kallaðar út. Þyrlan fór í loftið klukkan hálf þrjú frá Reykjavík. Sjómenn mótmæla Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur mótmæla frum- vörpum ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunar- kerfinu og hækkun veiðigjalds. „Við sjómenn, mótmælum harðlega þeim frumvörpum ríkisstjórnarinnar sem beinast að starfsöryggi okkar. Þessi frum- vörp munu hafa bein og óbein áhrif á allt samfélagið og mun landsbyggðin koma þar verst út,“ segir í yfirlýsingusem félagið sendi frá sér á þriðjudag. n Forstjóri Brims segir framkvæmdavaldið með þjóðina og þingið í gíslingu Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Ég á að vera orðinn stærsti út- gerðarmaður landsins. Steingrímur J. Sigfússon Fjölmennt Starfsfólk fyrirtækisins kom víða að. Brim stóð fyrir rútuferðum frá Ólafsfirði, Akureyri og Húsavík. 2 Fréttir 6. júní 2012 Miðvikudagur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.