Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Side 12
Disney berst gegn offitu barna n Ætla að hætta að auglýsa skyndibitamat í kringum efni ætlað börnum W alt Disney-samsteypan undirbýr nú nýjar reglur varðandi auglýsingar í kringum sjónvarpsefni sem ætlað er börnum. Samsteypan er sögð ætla að útiloka ákveðnar skyndibita- auglýsingar frá sjónvarpsstöðvum sínum, útvarpsstöðvum og vefsíðum. Fyrirtækið á ABC-sjónvarpsstöðvarnar sem og margar kapalsjónvarpsstöðvar. Frá þessu er greint á vef Reuters. Bandaríkin berjast við mikil vandamál vegna offitu og eru börn ekki laus við vandamálið. Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum vestanhafs er þriðjungur barna í Bandaríkjunum yfir kjörþyngd og er ljóst að vanda- málið er raunverulegt. Í skýrslu sem unnin var af heilbrigðisyfirvöldum árið 2006 var komist að þeirri niður- stöðu að markaðssetning á skyndi- bitafæði léki þar lykilhlutverk. Samkvæmt heimildum Reuters ætlar Disney að setja skýr viðmið um næringargildi í þeim mat sem auglýstur er í kringum barnaefni sem sýnt er á miðlum fyrirtækis- ins. Stærstu matvælaframleiðendur heims hafa þegar samþykkt slík við- mið. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Disney lætur sig þessi mál varða en árið 2006 voru settar reglur um notk- un karaktera sem fyrirtækið á höf- undaréttinn að, eins og Mikka mús, í markaðssetningu á óhollum mat. Óvíst er hversu miklum árangri ákvörðun Disney á eftir að skila en ákvörðun fyrirtækisins kemur í kjöl- far yfirlýsingar frá borgarstjóra New York-borgar, Michael Bloomberg, um bann við sölu sykraðra drykkja í meira en hálfs lítra umbúðum. 12 Erlent 6. júní 2012 Miðvikudagur Handsömuð eftir 17 ár Lögregla í Japan handtók á sunnu- dag konu sem grunuð er um aðild að hryðjuverkum í neðanjarðar- lestum í Tókýó, árið 1995. Konan, sem nú er fertug, hefur verið á flótta undanfarin sautján ár. Naoko Kikuchi var meðlim- ur í trúarsamtökum sem boðuðu heimsendi og stóðu að árásinni. Árásin kostaði þrettán manns lífið, auk þess sem þúsundir urðu fyrir verulegum skaða vegna eiturá- hrifa af sarín-gasi, sem hryðju- verkamennirnir beittu í árásinni. Ekki notaðir í auglýsingar Disney heimilar ekki notkun á karakterum sem fyrirtækið á höfundaréttinn að í markaðssetningu á óhollum mat. B andaríska tímaritið Forbes hefur útnefnt bandarísku söng- og leikkonuna Jenni- fer Lopez sem áhrifamesta einstaklinginn í skemmt- anabransanum. Sérstaka athygli hefur vakið að táningurinn Justin Bieber er í þriðja sæti. Þetta kemur fram í úttekt á áhrifamestu einstak- lingunum í skemmtanabransanum sem birt er í nýjustu útgáfu tímarits- ins. Þar er gerð tilraun til að mæla áhrif stjarnanna með tilliti til tekna og umsvifa. Ekki nóg að syngja og dansa Ekki virðist vera nóg að kunna að syngja, dansa eða leika þegar kemur að því að vera áhrifamik- ill í skemmtanabransanum. Í dag eru helstu stjörnurnar búnar að gefa út sína eigin fatalínu og fjár- festa í sprotafyrirtækjum. Lopez hefur þó ekki ráðist í fjárfestingar í sprota fyrirtækjum en hún hef- ur notað frægð sína til að afla sér tekna sem andlit alþjóðlegra vöru- merkja og sem dómari í einum vin- sælasta raunveruleikasjónvarps- þætti heims. Lopez tekur sæti Lady Gaga á listanum. Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er í öðru sæti listans en hún hefur í langan tíma þótt einna áhrifarík- asti einstaklingur heims, þó víðar væri leitað en í skemmtanabrans- anum. Hún hætti þó á síðasta ári með spjallþáttinn sinn og hefur átt í miklu basli með rekstur OWN Network kapalsjónvarpsstöðvar sinnar. Bieber skýst upp listann Justin Bieber er svo í þriðja sæti á listanum en hann hefur á stutt- um tíma skotist upp listann. Hann er einn þeirra einstaklinga sem er hvað þekktastur fyrir sönghæfileika sína en peningarnir eru farnir að streyma inn úr algjörlega ótengd- um áttum. Bieber hefur byggt upp þétt fjárfestinganet í samráði við fjármálastjóra sinn. Söngpilturinn hefur dælt millj- ónum inn í ýmiss konar sprota- fyrirtæki í tæknigeiranum og virð- ist hann vera búinn að koma því þannig fyrir að hann þurfi ekki að treysta eingöngu á söngferilinn til að sjá fyrir sér. Meðal fjárfestinga sem Bieber hefur ráðist í eru Spoti- fy, Tinychat og Enflick. Forbes gengur svo langt að kalla tán- inginn áhættufjárfesti (e. venture capitalist). Frægð og peningar skipta mestu Listinn virkar þannig að stjörn- um úr kvikmyndum og sjónvarpi, fyrirsætum, íþróttamönnum, rit- höfundum, tónlistarmönnum og uppistöndurum er raðað í röð sem byggir á tekjum og frægð. Tekjurn- ar eru mældar út frá upplýsingum frá bandarískum skattayfirvöldum og frægðin eftir sýnileika í fjölmiðl- um og á samskiptasíðum á borð við Twitter og Facebook. Listinn hefur verið birtur árlega frá árinu 1999. n Forbes birtir lista yfir áhrifamestu einstaklingana í skemmtanabransanum Bieber er orðinn áhættufjárfestir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Trónir á toppnum Jennifer Lopez trónir á toppi listans. Áhrifamikill Frægð og fjárfestingastarfsemi Justins Bieber hefur komið honum í þriðja sætið á lista Forbes yfir áhrifamesta fólkið í skemmt- anabransanum. Mynd REuTERs Hinn kanadíski 29 ára gamli klám- myndaleikari Luka Rocco Magnotta náðist loksins á internetkaffi í Berlín á mánudag. Hann hefur ver- ið á flótta síðan hann setti mynd- band á netið af sjálfum sér, þar sem hann er að myrða fyrrverandi kærasta sinn, Jun Lin, í íbúð sinni í Montreal. Í mynd- bandinu sést hvar hann er sker líkama Jun í parta og legg- ur sér einnig til munns hluta af holdi hans en hann sést líka hafa kynferðislega tilburði við manninn eftir dauða hans. Hann sendir svo líkamsparta Jun á marga staði í Kanada, meðal annars til höfuðstöðva forsætisráðherra Kanada. Vitni sáu hann í austurhluta Par- ísar en Luka dvaldi þar í tvær næt- ur með öðrum manni sem hann hitti á næturklúbbi þangað til mað- urinn rakst á mynd af honum á internetinu. Luka fór svo til Berlínar á föstudagskvöldið og kom snemma á laugardag þangað og náðist ekki fyrr en á mánudag. Meðan Luka hefur verið á flótta hefur hann samt haldið áfram að birt alls kyns mynd- ir á netinu, og er þar til að mynda mynd með textanum „It was Luka Magnotta“ skrifuðum í blóði en þessi mynd er tölvugerð. Við handtökuna var Luka Magnotta hinn rólegasti. Lög- reglan spurði hann: „Ert þú sá eftir- lýsti?“ og svaraði Luka Magnotta strax: „Já, ég er hann“ og var hann þá handjárnaður án þess að veita mótspyrnu og leiddur út. Luka á að baki langa sögu af sjúkum uppátækjum en hann hefur birt myndband af sér á internetinu þar sem hann er að gefa snáki lifandi kettling að borða og einnig af sjálf- um sér að kæfa kettlinga í plast- poka. KlámleiKari handteKinn Birti myndband af morði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.