Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Qupperneq 26
26 Fólk 6. júní 2012 Miðvikudagur Heimildamynd um Bítlabæinn n Óli Geir heldur stærstu tónlistarhátíð sumarsins og framleiðir heimildamynd Í fyrstu þá ætluðum við bara að mynda alla hátíð- ina en svo komu til okkar strákar sem hafa verið að vinna mikið í þessu, bæði klippa fyrir Latabæ og gera stuttmyndir með Hilmi Snæ og fleira, og höfðu mikinn áhuga á að gera heimilda- mynd um tónlistarsöguna í Keflavík,“ segir athafnamað- urinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur undir nafninu Óli Geir. Hann stendur fyrir tónlistarhátíðinni Keflavík Music Festival sem haldin verður dagana 7. til 10. júní næstkomandi. Hugmyndin að myndinni kviknaði við skipulagningu hátíðarinnar og fannst því aðstandend- um hennar tilvalið að tengja þetta tvennt saman. Að sögn Óla Geirs er um að ræða langstærstu tónlistarhátíð sumarsins. En eins og alþjóð veit þá hefur Keflavík alið af sér marga stórstjörnuna á tón- listarsviðinu. Má þar nefna nöfn á borð við Rúnar Júlí- usson, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson og Jó- hann Helgason. Hljómsveit- irnar Hljóma og Trúbrot þekkja flestir sem komn- ir eru til vits og ára, en þeir sem yngri eru þekkja að minnsta kosti Valdimar, Klassart og Of Monsters and Men sem er á barmi heims- frægðar. Nafnið Bítlabær- inn hefur lengi loðað við Keflavík en þar er einnig hljóðverið Geimsteinn sem er án efa eitt þekktasta og merkilegasta hljóðver á Ís- landi. Það er því verðugt verk- efni að gera heimildamynd um alla tónlistarsögu bæjar- ins, en handritsgerð og kvik- myndataka er í höndum Og- films. „Þeir byrja að mynda hérna á hátíðinni, ætla að taka hana alla upp og ætla svo að fara mjög djúpt í alla tónlistarsöguna hérna í bænum. Alveg frá Rúna Júl og Hljómum og svo Of Mon- sters and Men-ævintýrið.“ Heimildamyndin verður frumsýnd á Ljósanótt í sept- ember en Óli Geir segist svo vonast til að koma henni inn í bíóhús á Íslandi, gefa út á DVD og jafnvel senda á kvik- myndahátíðir erlendis. Hægt er að nálgast miða á Keflavík Music Festival á midi.is og Gallerí Keflavík. Unnsteinn í Þórubol Unnsteinn Manúel Stefáns- son úr Retro Stefson vakti mikla athygli á Hlustenda- verðlaunum FM957 íklædd- ur bol með mynd af Þóru Arnórsdóttur. Unnsteinn klæddist bolnum er hann steig á svið með þeim Opee, fyrrverandi meðlimi Quarashi og grímu- klædda tónlistarmanninum, Gabríel og flutti með þeim sumarsmellinn Sólskin. Orðinn flugþjónn Vilhjálmur Þór Davíðsson, fyrrverandi herra Gay Ís- land, er orðinn flugþjónn. Vilhjálmur er kominn með vinnu hjá Icelandair og sam- kvæmt fésbókinni gæti hann ekki verið hamingjusam- ari með lífið. „Einn af mín- um stærstu draumum hefur nú orðið að veruleika,“ er á meðal þess sem Vilhjálm- ur skrifar á síðuna sína. Vil- hjálmur hefur lýst því hvern- ig líf hans tók breytingum til batnaðar þegar hann kom út úr skápnum. Í viðtali við DV sagðist hann hafa verið óhamingjusamur unglingur sem hafi orðið fyrir aðkasti þar sem hann var of feitur. Hallgrímur selur íbúðina Rithöfundurinn Hallgrím- ur Helgason hefur sett íbúð sína á Laugarnesvegi á sölu og birti hlekk á auglýsingu á fasteignavef Vísis á Face- book-síðu sinni á þriðjudag. „Íbúð til sölu (ath: diskó- kúlan fylgir ekki) - opið hús í dag,“ skrifaði Hallgrímur við hlekkinn, en á einni mynd- anna má sjá glitta í diskó- kúlu hangandi úr loftinu. Nokkrar fyrirspurn- ir um íbúðina birtust í athugasemdakerfinu undir hlekknum og setti Hallgrím- ur sig í stellingar sölumanns- ins þegar hann svaraði þeim: Laugarnesvegur - heitasta hverfið í dag - Frú Lauga á næsta horni, ísbúðin Lauga- læk og pólski Pylsugerðar- meistarinn... auk Laudals- laugar, Laudals ofl“. Gerir heimildamynd Óli Geir segir að farið verið djúpt í tónlistarsögu Keflavíkur í heimildamyndinni. É g kom heim og nánast beint í að verja masters- verkefnið mitt,“ segir Greta Salóme Stefáns- dóttir Eurovision-fari en hún útskrifast á laugardag með mastersgráðu í tónlist frá Lista- háskóla Íslands. Greta gerði það gott og fékk 9 í einkunn fyrir verkefnið, sem verður að teljast glæsilegur árangur þar sem hún var á sama tíma að undirbúa sig og keppa fyr- ir Íslands hönd í Eurovision, í fullu starfi hjá Sinfóníuhljóm- sveit Íslands auk þess spila á fjölmörgum öðrum stöðum og undirbúa sína fyrstu plötu. Lagið partur af verkefninu „Verkefnið var fólgið í því að sýna fram á mínar hugmynd- ir um heildrænan tónlistar- mann. Meðal annars hvernig þær hugmyndir voru fram- kvæmdar í kringum lagið Mundu eftir mér,“ segir Greta og var því Eurovision-framlag- ið í raun partur af verkefninu en óhætt er að segja að Greta hafi sýnt fram á hvað það er að vera heildrænn tónlistar- maður með því að semja lag- ið, útsetja það, leika á hljóð- færi og syngja. Þó álagið hafi verið mikið á Gretu undanfarið ætlar hún ekkert að slá af. „Ég er að fara að gefa út plötu í haust og um leið og ég er búin að taka við skírtein- inu á laugardaginn byrja ég að vinna í henni af fullum krafti.“ Greta er þegar byrj- uð að semja og móta plötuna sem hún segir að verði popp- uð þrátt fyrir klassískan bak- grunn sinn. „Ég stalst til að setjast við píanóið í kring- um Eurovision og masterinn til að semja og móta nokkr- ar hugmyndir. Þetta verð- ur poppuð plata þó svo að strengir verði áberandi. Enda verða þeir það held ég alltaf í öllu sem ég geri.“ Greta mun vinna plötuna í samstarfi við útgáfufyrirtækið Senu og tónlistarmanninn Þorvald Bjarna. Slakar á í sólinni Greta viðurkennir að álag- ið hafi verið full mikið á köflum en það sé ástríða hennar á tónlist sem haldi henni gangandi. „Allt sem ég er að gera tengist þessari ástríðu. Námið, keppnin, Sinfó og platan. Stundum líður manni samt eins og það séu ekki nægilega margar klukkustundir í deginum til að sinna þessu öllu. En fjöl- skyldan mín og kærastinn hafa stutt ótrúlega vel við mig og þetta væri ekki hægt án þeirra.“ Aðspurð hvernig henni hafi liðið eftir Eurovision og hvort hún hafi upplifað spennufall segist hún ekki hafa gert það. „Ég hafði bara ekki tíma til að spá of mikið í þetta þar sem mastersverk- efnið tók við um leið og ég kom heim. Ég fer í þriggja vikna frí til Spánar í sumar með fjölskyldunni og þá næ ég kannski að slaka aðeins á. En þá verður platan komin á fullt þannig að maður á ef- laust ekki eftir að hugsa um annað,“ segir hún og hlær. Aldrei að segja aldrei Greta segist ekki einu sinni hafa hugleitt hvort hún gæti hugsað sér að taka aftur þátt í Eurovision. „Núna er ég bara að einbeita mér að allt öðru og ég sé það ekki fyrir mér eins og er. En maður á aldrei að segja aldrei.“ asgeir@dv.is Beint frá Bakú í mastersvörn n Fékk níu fyrir verkefnið n Plata á leiðinni n Langþráð frí á Spáni Greta Salóme Er margt til lista lagt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.