Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Blaðsíða 2
V ið eigum langt í land en erum á réttri leið,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildar Al- þýðusambands Íslands, um þróun atvinnumarkaðs á árunum eft- ir hrun. Atvinnuleysi mældist 5,6 pró- sent á landsvísu í maí síðastliðnum. Það er minna atvinnuleysi en mælst hefur frá hruni og er töluverð lækkun frá því sem var í maí árið 2009, stuttu eftir bankahrun en þá mældist at- vinnuleysi 8,7 prósent á landsvísu. Mun væntanlega lækka meir Árstíðabundnar sveiflur í atvinnu- leysistölum eru oftast á þá leið að at- vinnuleysi fer lækkandi í maí fram í september þegar tölurnar fara að rísa aftur. Atvinnuleysi mælist því iðulega með hæsta móti í október fram í febr- úar. Séu maítölur áranna frá hruni skoðaðar er ljóst að nokkuð hæg- ur en stöðugur bati hefur hafist á ís- lenskum vinnumarkaði. Mælanlegt atvinnuleysi í maí 2008 var aðeins um eitt prósent. Atvinnuleysi snarjókst svo eftir fall íslensku bankanna í sept- ember og reis frá rúmu einu prósenti í september til níu prósenta í apríl árið 2009. Mest hefur atvinnuleysi far- ið í 9,3 prósent. Fylgi þróunin venju- bundnum árstíðabundnum sveifl- um má vænta þess að atvinnuleysi mælist með lægsta móti í ágúst eða september en fari svo rísandi fram í febrúar og mars. Atvinnuleysi dragist áfram saman „Við erum að búast við að atvinnu- leysi haldi áfram að dragast saman,“ segir Ólafur en bendir á að atvinnu- sköpun sé enn ekki komin í eðlilegt horf. Hún haldi ekki í við það sem þurfi í hefðbundnu árferði. Undir þetta tekur Eiríkur Hilmarsson, lekt- or við viðskiptafræðideild Háskóla Ís- lands, en bendir þó á að við hrun líkt og hér á landi tapist iðulega mikill fjöldi starfa á stuttum tíma, batinn sé hins vegar hægari. „Hins vegar er það svo í litlu hagkerfi eins og okkar að hægt er að skapa fjölda starfa hraðar og á mjög stuttum tíma.“ Hilmar tel- ur að hugsanlega hafi verið gengið of langt í niðurskurði og sparnaði hjá ríkinu. „Það hefði verið heppilegt að stjórnvöld beittu sér fyrir innspýtingu í formi stórra verkefna. Það er auðvit- að álitamál hversu stór þau verkefni eiga að vera.“ Færa viðhaldið fram Eiríkur bendir á að önnur leið hefði verið að hið opinbera legði sig fram við að finna viðhaldsverkefni sem vinna ætti á næstu fimm árum og flýta slíkum verkefnum. Þótt slíkt hefði ef til vill ekki slegið algjörlega á atvinnuleysi geti slík verkefni forðað fyrirtækjunum sjálfum frá gjaldþroti. „Það er afar mikilvægt eftir efna- hagsáfall að innviðirnir haldist við og þekking tapist ekki,“ segir Eiríkur og nefnir til að mynda arkitektastofur. Flestar hafi stofurnar þurft að skera gríðarlega niður og fækka starfsfólki en hafi ekki endilega lokað. „Nú er ákveðinn uppgangur hjá arkitektum og þá er svo mikilvægt að innviðir fyr- irtækjanna séu ekki horfnir,“ segir Ei- ríkur og bætir við að arkitektastofurn- ar geti nú bætt við starfsfólk á stuttum tíma. Það hefði ekki orðið raunin ef fyrirtækin hefðu þurft að loka. Mannvirkjagerð fór verst Árið 2008 störfuðu tæplega tíu prósent vinnuaflsins við mannvirkja- gerð. Tala sem komin var niður í sex prósent árið 2011. Á sama tíma hafði störfum í geiranum fækkað um 7.700 úr 17.700 í tíu þúsund. Álíka samdrátt má sjá í framleiðslugreinum en rúm- lega 23 prósent vinnuaflsins starfaði samkvæmt flokkun Hagstofunnar í þeim geira árið 2008 en var kom- ið niður í tæp 19 prósent árið 2011. Fallið er því frá 39.600 störfum nið- ur í 31.300 störf sem verður að teljast nokkuð hátt fall. Opinber stjórnsýsla dregst saman Störfum í opinberri stjórnsýslu hefur fækkað töluvert frá því sem var árið 2009. Það ár störfuðu um 9.600 manns við það sem Hagstofan flokk- ar sem opinbera stjórnsýslu en hlut- fall þeirra starfa á atvinnumarkaði var um 5,4 prósent. Árið 2011 voru störf- in 7.200 eða um 4,9 prósent af vinnu- afli landsins. Það má því ljóst vera að töluvert hefur verið fækkað í störfum í æðstu stjórn landsins, hjá sveitarfé- lögum og opinberum stofnunum. Í flokkinn opinber stjórnsýsla falla ekki öll opinber störf. Nám og brottflutningur Íslenskur vinnumarkaður þarfnast milli 2.000 til 2.700 nýrra starfa um- fram það sem tapast á ári til að halda í við þróun mannfjölda og þá sem koma nýir inn á atvinnumarkað að loknu námi. Séu atvinnutölur síð- ustu ára skoðaðar má sjá að enn sem komið er heldur íslenskt atvinnulíf ekki í þá þróun. Séu atvinnuleysis- tölur frá maí í fyrra bornar saman við atvinnuleysi síðasta mánaðar sést að samdráttur hefur orðið í fjölda starfa á vinnumarkaði. Minnkun atvinnu- leysis er því ekki bein afleiðing þess að ný störf hafi skapast heldur afleiðing annarra þátta. Á vinnumarkaði í fyrra voru tæplega 166.400 en í dag teljast þeir tæp 166.100. Sígandi atvinnu- leysi er því ekki til komið vegna at- vinnusköpunar eingöngu enda held- ur hún ekki í við þörfina. Aðrir þættir eins og nám og brottflutningur hafa afgerandi áhrif. „Þegar störfum fer að fjölga þá er ekki þar með sagt að það gerist þannig að atvinnuleysi minnki. Það getur verið þannig að nýir aðilar séu að fara á vinnumarkaðinn um- fram þá sem fara af honum,“ segir Eiríkur og bendir á að slíkt geti valdið því að atvinnuleysisprósenta haldist svipuð og jafnvel hækki. Sama á við þegar störfum fækkar. Í langflestum tilvikum birtist það í atvinnuleysistöl- um. Þótt til sé í myndinni að störfum fækki og atvinnuleysi minnki á sama tíma. Fólksfækkun og erlendir ríkisborgarar Fólksfækkun hefur gjarnan verið nefnd sem ástæða þess að atvinnu- leysi minnkar. Séu tölur Hagstofu Ís- lands um búferlaflutninga skoðaðar kemur þó glöggt í ljós að búferlaflutn- ingar einir og sér skýra ekki fækkun starfa á atvinnumarkaði. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru brottfluttir umfram aðflutta tæplega fimm þús- und árið 2009. Brottfluttum umfram aðflutta hafði fækkað í rúmlega tvö þúsund árið eftir og um 1.400 í fyrra. Þótt ekki sé hægt að efast um fækk- unina er ljóst að augljós bati er hafinn og hægst hefur verulega á fækkun- inni. Hafa verður í huga að á árunum 2005 til 2008 fjölgaði um rúmlega 15 þúsund hér á landi. Stór hluti þeirr- ar fjölgunar hefur verið rakinn til inn- flæðis erlends vinnuafls til að mæta aukinni eftirspurn eftir vinnuafli enda atvinnuleysi á þeim tíma í algjöru lág- marki. Langtímaatvinnuleysi enn mikið Þá hefur verið bent á að langtíma- atvinnuleysi sé við að taka festu hér á landi eftir hrun. Í tölum Vinnu- málastofnunar sést að tæplega 6.300 manns sem voru á atvinnuleysisskrá í maí mánuði hafa verið á atvinnuleys- isskrá lengur en í sex mánuði. Það eru 63 prósent þeirra sem eru á skrá hjá stofnuninni. Þeim hefur þó fækkað um 525 manns frá apríl sem verður að teljast nokkur bati. Almennt er talið til mikils að vinna að fólk ílengist ekki á atvinnuleysisbótum. Uppbrot á tím- anum er því talið mikils virði. Af þeim sem eiga við langtímaatvinnuleysi að stríða eru tæplega fjögur þúsund sem skráðir hafa verið atvinnulausir lengur en eitt ár. Í þeim hóp hefur þó fækkað um 242 síðan í apríl. Pólverjar stærsti hópur innflytjenda Erlendir ríkisborgarar á atvinnuleys- isskrá voru rétt rúmlega 1.700 í maí. Þar af eru tæplega þúsund frá Pól- landi en 57 prósent af erlendum rík- isborgurum á atvinnuleysiskrá hér á landi eru frá Póllandi. Fækkað hefur í hópi innflytjenda á atvinnuleysisskrá um 179 manns frá því í apríl á þessu ári en þá voru þeir 1.910. Hátt hlutfall íbúa af pólskum uppruna á atvinnu- leysiskrá skýrist líklegast af tvennu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá árinu 2010 voru innflytjendur frá Pól- landi alls um 43,5 prósent af innflytj- endum hér á landi. Hópurinn er því langstærsti hluti aðfluttra hér á landi en næst á eftir eru Litháar og fólk frá Filippseyjum en báðir hóparnir eru aðeins um 5 prósent af aðfluttum. Þá skýrist hátt hlutfall pólskra innflytj- enda á atvinnuleysisskrá líklega af því hve stór hluti þeirra starfaði við mannvirkjagerð fyrir hrun. Um árabil hafa Pólverjar verið langstærsti hóp- ur innflytjenda hér á landi en sama gildir um aðra kynslóð innflytjenda sem eru að stórum hluti frá Póllandi. Innflytjandi er samkvæmt skil- greiningu Hagstofunnar einstakling- ur sem er fæddur erlendis og af for- eldrum sem eru líka fæddir erlendis, sem og báðir afar og ömmur. Önnur kynslóð innflytjenda er einstaklingar sem eru fæddir á Íslandi af foreldr- um sem eru báðir innflytjendur. Fólk með erlendan bakgrunn eru þeir sem Atvinnulífið á réttri leið 2 Fréttir 18. júní 2012 Mánudagur „Við erum að búast við að atvinnuleysi haldi áfram að dragast saman. Ólafur Darri Andrason n Batinn of hægur til að halda í við þörfina n Aldrei færri án atvinnu frá hruni n Aðsókn í menntun skilar verðmætara vinnuafli Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is „Þegar störfum fer að fjölga þá er ekki þar með sagt að það ger- ist þannig að atvinnuleysi minnki. Eiríkur Hilmarsson„ Í góðærinu var vinnumarkaðurinn að soga til sín fólk úr námi. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Atvinnuskapandi list Starfsmaður verktakafyrirtækis vinnur við uppsetningu á skila- boðum frá Anonymous við inngang Listasafns Reykjavíkur. MyNd eyþór árNAsON Kosninga- vefur DV.is Gagnvirkur kosningavefur DV.is, vegna forsetakosninganna sem fram fara 30. júní næstkomandi, verður opnaður í dag, mánudag. Notendur fara inn á DV.is og svara þar spurningalista sem forseta- frambjóðendurnir hafa þegar svarað. Svör notenda eru síðan sjálfkrafa borin saman við svör frambjóðenda og þannig geta kjósendur fundið út með hvaða frambjóðanda þeir eiga mestu málefnalegu samleiðina. DV hefur áður staðið fyrir gagnvirkum kosningavef en það var í kringum kosningar til stjórnlagaþings haustið 2010 og fékk sá vefur frábærar viðtökur. Réttinda- laus laug Lögreglan segir að þema nætur- innar á laugardagsnótt hafi verið partíhávaði og ölvun í heimahús- um. Þurfti lögregla að fara víða og biðja fólk að lækka hávaðann. Lögregla hafði meðal annars eftirlit með 200 ungmennum sem höfðu safnast saman við Hval- eyrarvatn. Að sögn lögreglu var ölvun lítil og rætt var við ungmenn- in sem fluttu sig um set stuttu síðar. Lögregla hafði afskipti af ökumönnum í annarlegu ástandi. Einn var stöðvaður á Breiðholts- braut ekki í öryggisbelti. Reyndist hann að auki vera ökuréttindalaus, undir áhrifum fíkniefna og gaf lög- reglu þar að auki upp rangt nafn þegar hann var inntur eftir því. Maðurinn verður því kærður fyrir rangar sakargiftir. Hann var laus að lokinni sýna- og upplýsingatöku.  Gjaldeyrishöft lengi áfram Gjaldeyrishöft verða áfram við lýði á Íslandi og Seðlabankinn hef- ur ekki komið sér í þá stöðu að geta haldið raunvöxtum lágum þar sem lítil tiltrú er á verbólgu- markmiði bankans. Þetta er mat Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka. Ingólf- ur segir við RÚV að peninga- stefna Seðlabankans hafi misst trúverðugleika þar sem tveggja og hálfs prósents verðbólgumark- miði hafi sjaldan verið náð. Beita ætti peningastefnunni þannig að stýrivextir væru undir verðbólg- unni og hvetja þannig hagkerfið til vaxtar. Það hefði Seðlabankinn getað gert ef hann hefði staðið við verðbólgumarkmið sín. Hagspá Ís- landsbanka metur horfur almennt góðar hér á landi þó að ekki sé allt eins gott. Gjaldeyrishöft verði hér talsvert lengur en út árið 2013 eins og núgildandi lög gera ráð fyrir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.