Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Side 10
10 Fréttir 18. júní 2012 Mánudagur Þessir fengu fálkaorðu Forseti Íslands sæmdi á sunnu- daginn, 17. júní ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru: 1. Gissur Guðmundsson, mat- reiðslumeistari og forseti Al- þjóðasamtaka matreiðslumeist- ara, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu í alþjóðasamtökum mat- reiðslumeistara og á vettvangi ís- lenskra matreiðslumeistara. 2. Gunnar Finnsson, fyrrverandi varaframkvæmdastjóri og for- maður Hollvina Grensásdeildar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu endurhæfingar og heilbrigð- ismála. 3. Halldór Þorgils Þórðarson, tónlistarmaður og fyrrverandi skólastjóri, Búðardal, riddarakross fyrir störf í þágu tónlistar og tón- listarmenntunar í heimabyggð. 4. Ingibjörg Björnsdóttir, list- dansari og fyrrverandi skóla- stjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi ís- lenskrar danslistar. 5. Jóhannes Einarsson, fyrrver- andi skólameistari, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu iðn- menntunar og verknáms. 6. Kristín Marja Baldursdóttir rithöfundur, Reykjavík, riddara- kross fyrir ritstörf og framlag til ís- lenskra bókmennta. 7. Ólafur Haralds Wallevik pró- fessor, Reykjavík, riddarakross fyr- ir rannsóknir og þróun umhverfis- vænna byggingarefna. 8. Sigríður Hafstað frá Tjörn, Svarfaðardal, riddarakross fyrir störf í þágu heimabyggðar, félags- mála og menningar. 9. Sigrún Helgadóttir, líf- og umhverfisfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til um- hverfismenntunar og náttúru- verndar. 10. Sæmundur Sigmundsson bif- reiðarstjóri, Borgarnesi, riddara- kross fyrir störf í þágu fólksflutn- inga og ferðaþjónustu. 11. Þórdís Bergsdóttir forstöðu- maður, Seyðisfirði, riddarakross fyrir framlag til ullariðnaðar og hönnunar. n Gista á fjögurra stjörnu hóteli n Kostnaður vegna uppihalds að fullu greiddur Í slenskum sveitarstjórnarmönn- um hefur verið boðið til höfuð- stöðva Evrópusambandsins í Brussel. Ferðin er að öllu leyti kostuð af Evrópusambandinu og fá sveitarstjórnarmennirnir sem þiggja boðið meðal annars greidd- an uppihaldskostnað meðan á ferðinni stendur. Samkvæmt heim- ildum DV hefur öllum sveitarstjórn- um á landinu verið boðið að taka þátt í ferðinni. Heimildir DV herma einnig að sveitarstjórnarmönnun- um sé boðið að fá uppihaldskostn- aðinn annaðhvort greiddan út í reiðufé sem afhent er í umslagi eða lagðan inn á bankareikning sinn. Kynna sambandið með boðs- ferðum Evrópusambandið hefur skipulagt margar boðsferðir fyrir Íslendinga til að kynna sambandið. Til að mynda hefur blaðamönnum verið boðið í heimsókn í sambandið til að kynna sér starfsemi þess. Sveitarstjórnar- mönnum hefur samkvæmt heim- ildum DV áður verið boðið í ferðir sem þessar en sérstaka athygli vekur að Samband íslenskra sveitarfélaga á fulltrúa í samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu. Karl Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að sambandið komi hins vegar ekki nálægt heim- sókninni. Hann segir að hugsan- lega hafi þó verið sendur póstur á sveitarfélögin í gegnum sambandið þar sem ferðin væri kynnt. „Við ber- um engan kostnað af þessu,“ sagði Karl aðspurður um þátttöku sam- bandsins í skipulagningu ferðar- innar. Hann vísaði því á bug að sambandið hefði milligöngu um skráningu í ferðina. Samband ís- lenskra sveitarfélaga rekur sendi- skrifstofu í Brussel og er forstöðu- maður þeirrar skrifstofu á meðal þeirra sem nefndir eru í tölvupósti þar sem minnt er á boðsferðina. Finnst að allir ættu að nýta boðið „Það er mjög mikilvægt að kjörnir fulltrúar kynni sér þetta eins vel og þeir geta,“ segir Halldór Halldórs- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Það er líka gott að mínu mati að hluti af þessu sé þannig að við þurfum ekki að vera að leggja út stórar fjárhæðir í þessu.“ Halldór er sjálfur ekki þátttakandi í ferðinni. „Ég tel að þetta geti verið mjög gagnlegt. Þetta er bara liður í þessu aðildarumsóknarferli og ger- ir fólk hæfara til að taka afstöðu og miðla upplýsingum, því það er hlut- verk þeirra sem fara að miðla upp- lýsingum.“ Halldór segist ekki hafa upplýs- ingar um hversu margir íslensk- ir sveitarstjórnarmenn hafi ákveðið að taka þátt í ferðinni. „Vonandi eru bara þokkalega margir sem nýta sér þetta. Mér finnst það mikilvægt,“ segir Halldór. Á fjögurra stjörnu hóteli Evrópusambandið sér um skipulag ferðarinnar og sér til að mynda um að bóka gistingu á fjögurra stjörnu hóteli í Brussel. Þröngur rammi er um allt ferðaskipulagið og er ekki í boði fyrir sveitarstjórnarmennina að lengja eða stytta ferðina á kostnað sambandsins. Allur aukakostnaður sem ekki er tiltekinn í boðinu fellur á sveitarstjórnarmennina sjálfa, eins og kostnaður vegna minibars á hót- elherbergjum. Uppihaldskostnaðurinn sem Evrópusambandið greiðir fyrir hvern og einn þátttakanda tek- ur mið af kostnaði sem sambandið greiðir vegna gistingar og annarra fyrirfram skilgreindra hluta. Þátt- takendur geta heldur aldrei feng- ið meira en 80 evrur á dag vegna ferðarinnar og miðast það þá við að þeir sjái sjálfir um að greiða hótel- kostnaðinn. Á gráu svæði gagnvart siðareglum Ljóst er að boðsferðir á borð við þessa eru á gráu svæði þegar kem- ur að siðareglum íslenskra sveitar- félaga. Til að mynda kveða siðar- eglur Reykjavíkurborgar, stærsta sveitarfélags á landinu, á um að „kjörnir fulltrúar þiggja ekki gjaf- ir, fríðindi eða önnur hlunnindi frá viðskiptamönnum eða þeim, er leita eftir þjónustu Reykja- víkurborgar nema að um sé að ræða óverulegar gjafir“. Boðsferð til Evrópusambandsins, þar sem uppihald og hótelkostnaður er greiddur, getur vart talist óveruleg. Mikil umræða var í kring- um boðsferð flugfélagsins WOW air sem Einar Örn Benediktsson, borgarfulltrúi Besta flokksins, „Við berum engan kostnað af þessu. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Ekki á gráu svæði Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, segir boðsferðir af þessu tagi ekki vera á gráu svæði gagnvart siðareglum. Mynd BB.is Öllum boðið Evrópusambandið stendur fyrir boðsferðinni og er öllum sveitarstjórnum boðið að senda fulltrúa. Mynd HElgi HraFn guðMundsson sveitarstjórnarmenn fara frítt til brussel n 1,7 milljónir barna vefja sígarettur á Indlandi n Vinna 14 tíma á dag til að vefja þúsund sígarettur fyrir tvo dali í kaup á dag Óttar Proppé Í Brussel í boði ESBgísli Marteinn Meðal þeirra sem fara Samkomulag um þinglok að nást Búast má við því að stjórn og stjórnarandstaða komist að samkomulagi um þinglok í byrjun vikunnar, en samkvæmt fréttastofu RÚV hefur það frestast vegna þess að formaður Framsóknarflokksins krafðist þess á föstudaginn að fá samkomulag um framhaldið stað- fest skriflega. Sigmundur Davíð segir ríkisstjórnina aldrei standa við gefin fyrirheit og í ljósi reynsl- unnar vilji framsóknarmenn ekki semja við stjórnarflokkana öðruvísi en skriflega. Við upphaf þingfund- ar á sunnudaginn sakaði hins vegar Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, þá Sigmund Davíð og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, um að spilla fyrir þinglokum. Sagði hann þá jafnframt troða á rétti þingmanna og þjóðarinnar og koma í veg fyrir að þingið fari fram með eðlilegum hætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.