Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.2012, Qupperneq 11
Fréttir 11Mánudagur 18. júní 2012 Hetja fær ekki borgað É g hef ekki fengið neina hald- bæra skýringu á því,“ segir Þórarinn Björn Steinsson sem hefur ekki ennþá fengið bæt- ur frá Sjóvá, tryggingafélagi Norðuráls, en honum voru dæmdar skaða- bætur í janúar, vegna líkamstjóns sem hann hlaut eftir að hafa bjarg- að samstarfskonu sinni. Talað var um fullnaðarsigur í því samhengi en Þórarinn hafði barist fyrir rétti sínum í málinu í sjö ár. Þórarinn varð fyrir líkams- tjóni þegar hann, í félagi við annan mann, bjargaði samstarfskonu sinni í kjölfar vinnuslyss. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað því að Norðurál væri skaðabótaskylt í málinu og þess vegna var ákvörðun Hæstaréttar um að snúa þeim dómi við mikil gleðitíðindi fyrir Þórarin sem hlaut varanlega örorku við að framkvæma þessa hetjudáð þann 21. september 2005. Lítið um svör Nú eru liðnir fimm mánuðir frá því að lokadómur féll en Þórarinn hef- ur einungis fengið lítinn hluta af því sem hann á inni hjá trygginga- félaginu. „Þeir eru eitthvað að draga að borga þetta,“ segir hann í samtali við DV. Þórarinn segir að trygginga- félagið hafi fengið kröfuna senda frá lögfræðingi hans í mars. „Þeim voru gefnar tvær eða þrjár vikur til að svara, en eru í rauninni ekki enn- þá búnir að því.“ Hann segir tryggingafélagið Sjó- vá hafa borgað hluta af þeim skaða- bótum sem hann á inni en langt í frá alla upphæðina. Þórarinn kveðst enga skýringu hafa fengið á þessari töf. „Dómurinn féll í janúar,“ seg- ir hann og minnir á að heilir fimm mánuðir séu liðnir síðan. Hann segir lítið um svör þegar eftir þeim er leitað hjá tryggingafélaginu. „Það gengur mjög illa fyrir minn lög- fræðing að fá einhver almennileg svör frá þeim.“ Stefnir í aðra málsókn „Þetta kemur sér auðvitað bölvan- lega,“ segir Þórarinn sem vill ekki gefa upp hversu mikið hann á inni hjá Sjóvá. „Ég vil ekki vera að gefa upp einhverjar upphæðir en þær eru töluverðar.“ Hann segir málið í heild sinni vera hundleiðinlegt en þetta síðasta útspil tryggingafélags- ins um að tefja greiðslurnar toppi það sem á undan hafi gengið. „Þetta er auðvitað hundleiðin- legt mál og nú stefnir í að við þurf- um að stefna þeim aftur fyrir dómi til þess hreinlega að fá þetta greitt. Þetta var auðvitað búið að vera sjö ára ferli og hafa fimm mánuðir bæst við það eða frá því að dómurinn féll.“ Í viðtali við DV í kjölfar dómsins talaði Þórarinn um fullnaðarsigur, og að dómurinn skipti máli fyrir alla launamenn í landinu. Með dómn- um hefði hann sjálfur fengið viður- kenningu á þeim skaða sem hann lenti í og að þessir aðilar [Norðurál], væru skaðabótaskyldir vegna hans. „Þetta eru náttúrulega gleðitíð- indi fyrir mig, og ekki bara fyrir mig heldur fyrir launamenn í landinu.“ Sigri ekki náð DV sagði fyrst frá málinu en Þórar- inn hlaut alvarleg bakmeiðsli þegar hann lyfti ofan af samstarfskonu sinni svokallaðri bakskautsklemmu sem fallið hafði á hana, klemmu sem vegur 620 kíló. Í dómi Hæsta- réttar segir meðal annars að við- brögð Þórarins hefðu verið til þess fallin að draga úr tjóni sam- starfskonu hans, og hefðu því ver- ið í þágu hagsmuna Norðuráls, sem vinnuveitanda hennar. Aðspurður hvort honum finnist að sigur hafi náðst í málinu, í ljósi þess að hann hafi ekki ennþá feng- ið greiddar skaðabæturnar, segir Þórarinn erfitt að líta þannig á mál- ið. „Þeir hafa sagst ætla að borga og segjast ætla að borga en svo gerist ekkert.“ Hann segist hafa velt því fyrir sér hver ástæðan fyrir þessari tregðu væri, hvort tryggingafélagið eigi ekki fyrir greiðslunni, og spyr að lokum eilítið kíminn: „Er Sjálf- stæðisflokkurinn ekki einfaldlega búinn að tæma sjóðina hjá þeim?“ Ekki náðist í talsmann Sjóvár við vinnslu þessarar fréttar. n Bíður ennþá eftir skaðabótum eftir vinnuslys Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Hetja Þórarinn Björn Steins- son hefur ekki ennþá fengið þær bætur sem honum voru dæmdar í Hæstarétti í janúar. MYND: DV/SIGTRYGGUR ARI Þórarinn Björn var á forsíðu DV í mars 2011. n Gista á fjögurra stjörnu hóteli n Kostnaður vegna uppihalds að fullu greiddur Ekki á gráu svæði Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, segir boðsferðir af þessu tagi ekki vera á gráu svæði gagnvart siðareglum. MYND BB.IS þáði. Einar Örn varði ákvörðun sína um að þiggja ferðina með þeim rökum að hann hefði far- ið í eigin nafni en ekki sem borg- arfulltrúi í ferðina. Það á ekki við um þá sem þiggja boðsferð Evrópusambandsins. Halldór segir boðsferðina ekki vera á gráu svæði gagn- vart siða reglum. „Nei, ég get ekki séð það. Þetta er bara hluti af því sem kjörnir fulltrúar taka sér fyrir hendur. Ég get ekki séð að þetta sé á gráu svæði. Þetta er ekki skemmtiferð,“ segir hann og bendir á að þátttakendur í ferðinni þurfi að taka þátt í mik- illi dagskrá. „Fólk er bara að fara þarna í vinnuferð.“ Fá peningabúnt í umslagi Þátttakendum í ferðinni stend- ur til boða að fá greiddan uppi- haldskostnað í seðlum sem af- hentir eru hverjum og einum í umslagi. Samkvæmt heimild- um DV hefur slíkt fyrirkomulag tíðkast innan Evrópusambands- ins um nokkurra ára skeið til að koma í veg fyrir að greiðslurnar stoppuðu hjá stjórnvöldum eða þeim aðila sem einstaklingarn- ir sem væru í boði sambands- ins hverju sinni störfuðu fyrir. Greiðslurnar taka mið af kostn- aði við hvern stað sem boðið er á og eiga að duga fyrir máltíð- um og ferðakostnaði inna hverr- ar borgar. Sendinefnd Evrópusam- bandsins gat ekki svarað spurn- ingum DV varðandi ferðina en upplýsingabeiðni DV liggur enn hjá sendinefndinni. sveitarstjórnarmenn fara frítt til brussel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.