Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 2. júlí 2012 Mánudagur ÆTLAR AÐ BEITA SÉR Í ESB-MÁLINU Í forsetakosningunum varð fljótlega ljóst að barátt- an stæði á milli tveggja turna; 37 ára gamallar fimm barna móður sem landsmenn þekktu sem geðþekka og skelegga sjónvarpskonu og 67 ára gamals manns sem í 16 ár hafði gegnt þessu æðsta embætti lýð- veldisins og verið virkur þátttakandi í stjórnmálum frá blautu barnsbeini. Þjóðin valdi; Ólafur vann. Blaða- maður DV gerði sér af því tilefni ferð til Bessastaða og ræddi við réttkjörinn forseta Íslands til næstu fjögurra ára. Hann segist meðal annars ekki bera ábyrgð á því ef Icesave-dómsmálið tapast fyrir dómstólum. Hvernig líður þér eftir að hafa ver- ið réttkjörinn forseti Íslands til næstu fjögurra ára? „Þetta var góður morgun. Auðvit- að veitir það gleði að finna þetta ríka traust en það skapar líka auðmýkt. Hvað finnst þér um þessa kosn- ingabaráttu? „Ég hóf þessa kosningabaráttu, 6 vikum fyrir kosningar, og lagði þá ríka áherslu á það að kosningabar- áttan yrði málefnaleg, hún yrði efn- isrík og hún yrði kurteis. Ég er mjög ánægður með það að okkur tókst að halda þessari baráttu alla tíð á þann veg. Við fórum ekki út í gamlan far- veg áróðurstengdra auglýsinga í öll- um miðlum. Þess vegna held ég að úrslitin sýni það líka að fólk vill ekki gamaldags auglýsingakosningabar- áttu. En þú háðir sjálfur svoleiðis kosn- ingabaráttu árið 1996? „Já, já, við getum rætt þá kosn- ingabaráttu ef þú vilt – en það er bara sagnfræði. Það hafa orðið ákveðin þáttaskil. Einn af lærdómunum sem við höfum dregið eftir hrunið er að við viljum frekar efnisríkar umræður heldur en innantómar auglýsingar.“ Margir hafa sakað þig um óheiðarlega kosningabaráttu, að þú hafir t.d. verið margsögull í ýmsum málum. Hvað finnst þér um það? „Ég hef reyndar ekki heyrt það. Hvar hafa þær komið fram? Ég hef ekki heyrt þessar raddir. Ég er bú- inn að tala við yfir þrjátíu þúsund Ís- lendinga í aðdraganda þessara kosn- inga og ég tel að þessi málflutningur sé enginn meginstraumur í þessari kosningabaráttu – heldur þvert á móti. Það er mjög villandi ef fjölmiðl- ar halda að þetta séu þeir megin- straumar sem hafa mótað huga og afstöðu fólks í þessum kosningum. Þó að á netinu séu einhverjir einstak- lingar sem menn horfa á, þá skiptir það ekki meginmáli.“ Þú talar um lýðræðisbyltingu í tengslum við störf þín. Er lýðræðislegt að sitja lengur við völd en allir aðr- ir þjóðkjörnir þjóðhöfðingjar á Vest- urlöndum? „Lýðræði byggist á vilja fólksins – en ekki formi. Ef vilji fólks- ins er á þann veg að einstaklingur sitji áfram þá er ekki hægt að segja að það sé andlýðræðislegt. Það er ekki til nein önnur skilgreining á lýðræði en vilji fólksins. Ef það ætti að taka upp þá reglu að takmarka fjölda tímabila, sem má alveg ræða, þá finnst mér að það ætti þá líka að gilda um alþingismenn og ráðherra því þeir koma meira að daglegum ákvörðunum um framtíð fólks.“ En ef tölum bara um forsetaemb- ættið, óháð þeim reglum sem gilda um þingmenn og ráðherra? „Við verðum að skoða þetta allt í samhengi.Það er mótsögn í því að setja takmarkanir á forsetann einan en ekki þingmenn og ráðherra. For- sætisráðherrann og efnahagsráð- herrann á Íslandi eru samanlagt með yfir 60 ára þingsetu.“ Það forsetaembætti sem þú varst kjörinn í er annað forsetaembætti en þú varst kjörinn í í morgun, er það ekki svo? „Nei, það hafa ýmsir haft þessa skoðun sem felst í þinni spurningu. Helsti mótframbjóðandi minn lýsti því yfir að ég hefði togað og teygt stjórnskipuni. Þess vegna beindi ég þeirri áskorun til þeirra aðila sem hafa haldið þessu fram, að menn nefndu eitt einasta dæmi þess að ég hafi viðhaft einhverja athöfn sem ekki var í samræmi við íslenska stjórnskipun og stöðu forsetans í henni. Það tókst ekki og ég er mjög ánægður með það. Forsetaembættið í íslenskri stjórnskipan er nákvæm- lega eins nú og það var þá. Eina breytingin er að ég varð við óskum fjölda Íslendinga um að veita þeim þann rétt sem málskotsrétturinn fel- ur í sér. Það er ekki breyting á forseta- embættinu.“ Að hvaða leyti telur þú að þetta kjörtímabil verði ólíkt hinum fjórum sem á undan eru gengin? „Ég get ekkert svarað þeirri spurningu vegna þess að í fyrsta lagi starfar forsetinn í samræmi við stjórnskipun Íslands. Það er breyti- legt frá einum tíma til annars hvaða verkefni innan stjórnskipunarinn- ar eru brýn. Stundum er það ákall á þjóðaratkvæðagreiðslur og stund- um er það aðkoma að stjórnarmynd- unum. Í annan stað fela breytingar í samfélaginu í sér nýjar kröfur til forsetans. Ég get nefnt sem dæmi hvernig ég hef látið umræðuna um fátækt til mín taka og fór á vettvang fjölskylduhjálpar, hjálpræðishersins og annarra í því skyni. Í þriðja lagi er hin alþjóðlega þróun þannig, að hún kallar á að æðsti fulltrúi Íslands taki þátt í umræðu og samstarfi á alþjóð- legum vettvangi. Þessir þrír þættir hafa mest áhrif á það, hvað forsetinn gerir. Innan þessa ramma getur for- setinn auðvitað haft ákveðinn vilja til að beita sér í ákveðnum málum.“ Þú talaðir um stjórnarskrármál- ið og ESB-málið í kosningabarátt- unni. Þú sagðir að það væri eðlilegt að forsetinn tæki afstöðu til og beitti sér í því hvort Ísland gengi í Evrópu- sambandið. Nú þegar þú ert orðinn forseti, hvernig ætlar þú að beita þér fyrir því að Ísland gangi ekki í Evrópusambandið? „Ég sagði það aldrei í kosninga- baráttunni að það væri meginver- kefnið. Ég sagði hins vegar að ég teldi eðlilegt og reyndar nauðsyn- legt að forsetinn tæki þátt í samræðu þjóðarinnar um stærsta mál hennar frá lýðveldisstofnun. Enginn annar kjörinn fulltrúi hefur haft jafn ríku- leg tækifæri á undanförnum árum að eiga viðræður við þjóðarleiðtoga í Evrópu; forystumenn á fjölmörgum sviðum í heiminum. Ég tel fullkom- lega eðlilegt og jafnvel nauðsynlegt að forsetinn deili þeirri reynslu og þeirri þekkingu með þjóðinni. Hún getur svo dregið ályktanir út frá því. Til að útskýra hvað ég á við má nefna það dæmi að þegar ég var beðinn um það ásamt forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur og reyndar líka forseta Finnlands að vera á málþingi í Davos; heimsráð- stefnu um efnahagsmál sem haldin er árlega. Umræðuefnið voru efna- hagsmál á Norðurlöndum og þá kom fram í umræðum varðandi evruna staða sem hafði ekki birst mér með jafn skýrum hætti áður. Í þessari sveit norrænna forystumanna var það eingöngu forseti Finnlands sem vildi vera málsvari evrunnar. Það var satt að segja mikil reynsla að heyra for- sætisráðherra Noregs lýsa því yfir að það væri fjarstæðukennd hugmynd að Noregur tæki einhvern tímann upp evruna. Forsætisráðherra Sví- þjóðar lýsti því svo yfir að það væri mesta lán Svía að hafa fellt aðild að evrunni og heyra forsætisráðherra Danmerkur lýsa því yfir að þótt að danska krónan væri með einhverj- um hætti tengd evrunni þá samt sem áður væri þetta sjálfstæð mynt. Að- eins forseti Finnlands varði evruna. Þannig er hægt með margvísleg- um hætti að miðla upplýsingum og varpa ljósi á ýmis sjónarhorn. Ég hef aukinheldur vakið athygli á því að í okkar heimshluta, sem er Norður- Evrópa, hafa allar nágrannaþjóðir okkar og frændþjóðir, nema Finnar, komist að þeirri niðurstöðu að það þjónaði þeirra hagsmunum best að hafa eigin mynt; hvort sem það eru Grænlendingar, Færeyingar, Bretar, Norðmenn, Svíar eða Danir. Það get- ur verið mjög gagnleg í umræðu um Evrópusambandið að við spyrjum að því, með hvaða rökum þessar þjóðir hafa valið þennan kost og síðan get- um við notað þau rök til að skýra okk- ar eigin hagsmuni. Af þessu er ljóst að forsetinn getur með margvísleg- um hætti verið þátttakandi í þessari samræðu. Til viðbótar tel ég það sið- ferðilega skyldu þess, sem falið hefur verið æðsti trúnaður lýðveldisins, að lýsa því fyrir þjóðinni hvaða skoðun hann hefur á því máli sem myndi breyta lýðveldinu meira heldur en nokkurt annað mál sem verið hefur á dagskrá frá 1944.“ Þannig að þú munt aðallega beita þessum áhrifamætti? „Til viðbótar hef ég sagt alveg skýrt í aðdraganda þessara kosninga og ég tel að úrslitin veiti mér umboð til að standa við það, að ef það væri ætlun stjórnvalda að þjóðaratkvæða- greiðslan um Icesave væri bara ráð- gefandi...“ Kæmi það einhvern tímann til greina? „Já, já.“ Mun þetta ekki alltaf fara í hinn lýðræðislega farveg? „Stjórnarflokkarnir eru ósam- mála í málinu og geta þess vegna ekki lagt fram stjórnarfrumvarp. Þess vegna hefur þeirra ætlan ver- ið sú, að þjóðaratkvæðagreiðslan væri ráðgefandi og síðan tæki Al- þingi samninginn til meðferðar í ljósi þess. Alveg eins og að nú í haust á að vera ráðgefandi þjóðaratkvæða- greiðsla um stjórnarskrána. Og síð- an ætlar Alþingi að vinna úr henni. Í ljósi þessa hef ég sagt alveg skýrt að ef það er ætlun stjórnvalda að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild að Evrópusambandinu bara ráðgef- andi þá mun ég beita valdi forsetans samkvæmt 26. greininni á þann hátt að tryggja það að þjóðaratkvæða- greiðslan væri afdráttarlaus og end- anleg. Ef þú dregur í efa þessa túlkun mína á stöðunni þá skaltu lesa grein Þorsteins Pálssonar í Fréttablað- inu fyrir um mánuði síðan. Þar út- skýrir hann þetta rækilega og hafðu það í huga að Þorsteinn er í samn- inganefnd Íslands.“ Þannig að þú telur að Alþingi myndi hugsanlega ekki veita þjóðinni vald til að ákveða sjálfri hvort Ísland gangi í Evrópusambandið? „Lof mér að skýra þetta fyrir þér. Þingmeirihlutinn kaus að hafa bara ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögu stjórnlagaráðs en þing- meirihlutinn hefði alveg getað farið aðra leið. Alþingi hefði getað samið frumvarp um stjórnarskrána – full- búið frumvarp – og afgreitt það síð- an. Síðan færi fram þjóðaratkvæða- greiðsla, líkt og um Icesave. Þá gæti þjóðin sagt já eða nei við þessu til- tekna frumvarpi og þar með væri málinu lokið – en það er ekki gert. Alveg eins er það með Evrópusam- bandsaðildina vegna þess að stjórn- arflokkarnir eru ósammála í mál- inu. Núna á því, samkvæmt þessu plani sem nú er í gangi, að leggja samninginn fyrir þjóðina í ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í flest- um öðrum löndum þar sem farið hefur fram þjóðaratkvæðagreiðsla í þessu máli hefur ríkisstjórnin stað- ið saman um aðildarumsóknina og ríkisstjórnir viðkomandi landa og lagt málið fyrir þjóðþingin. Þau af- greiða málið og svo fer fram þjóðar- atkvæðagreiðsla um þá afgreiðslu. Hér hefur ætlunin verið að fara öf- ugt í þetta; byrja á þjóðaratkvæða- greiðslu. Samkvæmt stjórnarskránni eru þingmenn ekki bundnir af neinu nema samvisku sinni. Þeir gætu þess vegna með fullum rétti sagt: Jú, jú það er að vísu rétt; í þessari ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu kom þetta fram, en ég er bara bundinn af samvisku minni.“ Er þetta ekki ólíkleg atburðarrás sem þú ert að mála upp? „Nei, þetta er hliðstæð atburð- arrás og við erum að horfa upp á í stjórnarskrármálinu. Fletta má upp upp yfirlýsingum forsætisráðherrans frá því í fyrra þar sem hún lýsti því yfir – hvað eftir annað – að samhliða forsetakosningum færi fram þjóðar- atkvæðagreiðasla um nýja stjórnar- skrá.“ En ekki um Evrópusambandið. Við erum að tala um það. „Þetta eru hliðstæður. Þetta eru þessi tvö stóru mál sem þú nefndir áðan.“ Hefur ríkisstjórninn ekki alltaf sagt að samningurinn myndi fara í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu? „Í fyrsta lagi hefur ríkisstjórn- in aldrei sagt neitt í þessu máli sem ríkisstjórn. Ríkisstjórnin hefur ekki sameiginlega afstöðu í þessu máli. Aðalatriðið er að atkvæðagreiðslan í þessu máli verði afdráttarlaus og endanleg.“ Málflutingur í Icesave málinu hefst fyrir EFTA-dómstólnum þann 18. september. Ef Icesave málið tap- ast, hvort eru það fremur mistök þjóðarinnar eða mistök þín að samn- ingaleiðin hafi ekki verið farin? Það er ekkert hægt að setja mál- ið fram með þessum hætti. Þarna er til umfjöllunar álit þessarar stofnun- ar. Hún getur auðvitað haft sitt álit en það mun ekki hafa neinar sérstakar afleiðingar fyrir Ísland. En það er talað um að fólk geti á grundvelli úrskurðar EFTA-dómstóls- ins í málinu farið í skaðabótamál við ríkið – og ríkið þurft að greiða háar upphæðir? Ég hef aldrei tjáð mig um dóms- mál eða hugsanleg dómsmál. Ég tel að það sé grundvallaratriði að forset- „Það er mótsögn í því að setja tak- markanir á forsetann ein- an en ekki þingmenn og ráðherra. Baldur Eiríksson baldure@dv.is Viðtal „Lýðræði byggist á vilja fólksins – en ekki formi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.