Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 2. júlí 2012 Mánudagur
ANDSTÆTT ÞVÍ SEM
ER BARNI FYRIR BESTU
V
ið erum bara gjörsamlega
dofin hérna og vitum ekki
hvað við getum gert, segir
Hjördís Svan Aðalheiðar-
dóttir sem staðið hefur í
harðri forræðisdeilu við danskan
barnsföður sinn. Þau eiga saman
þrjár dætur en þegar þau skildu fyrir
þremur árum síðan ákvað Hjördís að
fara heim til Íslands með dæturnar.
Þá hafði ekki verið dæmt í forsjár-
máli þeirra úti í Danmörku. Hún
hefur sakað barnsföður sinn um
hafa beitt sig og börn sín andlegu og
líkamlegu ofbeldi. Á föstudag voru
dæturnar færðar með lögregluvaldi
frá móðurinni. Það var gert til þess
að framfylgja dómsúrskurði.
Veit ekki hvar þær eru
Danskur dómur dæmdi foreldr-
unum sameiginlegt forræði og
bæði Héraðsdómur Austurlands
og Hæstiréttur hafa staðfest þann
dóm. Hjördís er hins vegar ósátt við
þann dóm og vill að málið sé tekið
upp aftur á grundvelli nýrra gagna
sem hún segir liggja fyrir í málinu.
Á föstudaginn voru stúlkurnar
teknar af móður sinni af lögreglu-
mönnum á heimili hennar. Fjöl-
mennt lið lögreglu mætti til þess að
ná í stelpurnar og segja sjónarvott-
ar að bílarnir hafi verið sjö talsins.
Faðirinn mætti ekki á staðinn en yf-
irvöld tóku börnin fyrir hans hönd.
Barnaverndarnefnd kom þeim svo
fyrir hjá vandalausum en faðirinn
er talinn hafa komið til landsins á
laugardag. Hjördís segist svo hafa
fengið að vita það í gærkvöldi að
dæturnar væru á leið til Dan merkur,
þær hefðu verið færðar í fylgd lög-
reglunnar um borð í flugvél.
Forræði þeirra er sameiginlegt
en vegna þess að málið var tekið
fyrir í Danmörku þá er það úrskurð-
að dvalarland þeirra og samkvæmt
Haag samningum er öðru foreldr-
inu óheimilt að fara með þær úr
landi. „Dönsk yfirvöld dæma alltaf
þeim í vil sem ætlar ekki að fara
með barnið úr landi. Ég sagði allan
tímann að við vildum búa á Íslandi
því að hér viljum við búa og höfum
alltaf búið. Mér er sagt að það hafi
orðið mér að falli.“
Sagt hún fengi að heimsækja
Stúlkurnar voru færðar á annað
heimili. „Vaninn er sá í þessum
aðfararbeiðnum að þegar ann-
ar aðilinn mætir ekki á staðinn þá
fara börnin heim með móður. En í
þessu tilfelli fannst þeim betra að
láta þær fara á ókunnugt heim-
ili sem ég má ekki vita hvar er. Og
þrátt fyrir að ég sé líka með forsjá
yfir þeim. Mér var svo sagt að ég
mætti heimsækja þær en það svo
dregið til baka sökum þess að þær
söknuðu mín svo mikið og það væri
svo erfitt fyrir þær að kveðja. Þessi
vinnubrögð hjá Barnaverndaryfir-
völdum í Kópavogi er algjörlega til
skammar,“ segir Hjördís.
„Það var búið að lofa mér því þar
að ef þetta yrði erfið afhending þá
myndu þeir hætta við. En það var
ekki gert. 15 ára gamall bróðir þeirra
getur ekki trúað því að sama kona hjá
Barnaverndarnefnd og hann sagði frá
ofbeldi, hafi rifið Míu systur sína grát-
andi úr höndunum á mér á meðan
lögreglumaður hélt mér niðri. Þetta
var skelfilegt. Hann gat ekki skil-
ið hvernig hún gat gert það þar sem
hann hafði sagt henni frá öllu sem
maðurinn hefði gert okkur. Barna-
verndarnefnd Kópavogs hefði getað
kyrrsett börnin í nokkrar vikur með-
an málið yrði rannsakað en ákváðu
að gera það ekki.“
Skýringar móðurinnar hvers
vegna hún vill ekki láta föðurinn fá
dætur sínar verða ekki útskýrðar í
smáatriðum hér. Móðirin greindi
frá þeim í viðtali við DV árið 2011
en blaðamaður var dæmdur fyrir
meiðyrði, fyrir að hafa þær lýsingar
eftir henni.
Grétu í símann
Áður hafði verið reynt að taka stúlk-
urnar með aðfararbeiðni en þá
mætti faðir þeirra ekki á staðinn.
„Þá kom hann ekki og þá hefði hún
í raun átt að falla niður en þau mis-
tök voru gerð hjá Sýslumanninum á
Höfn að hún var bókuð aftur. Þarna
var ég að framfylgja úrskurði Hæsta-
réttar og þá á sýslumaður að bóka
það. Hann gerði það ekki og þar var
lagaleg glufa sem hægt var að nota
til þess að hann fengi börnin.“
Síðan stúlkurnar voru teknar af
henni á föstudag hefur hún feng-
ið að tala við þær tvisvar í síma.
„Ég heyrði ekki hvað þær sögðu
því þær grétu svo mikið. Þær eru
mjög hændar að mér eins og segir í
danska dómnum enda hef ég alltaf
verið miðpunktur í lífi þeirra. Þær
sofna ekki nema ég lesi fyrir þær og
haldi í höndina á þeim. Það var allt
rifið í burtu frá þeim. Þetta er svo ill
meðferð á börnum sem hafa upplif-
að allt of mikið og kerfið er svo mik-
ið að bregðast þeim,“ segir hún.
Hjördís segist ekki vita hvenær
hún fái að sjá dætur sínar á ný. „Ég
veit ekki neitt og fæ ekkert að vita.“
Hún segist hafa rætt málið við
umboðsmann barna. „Umboðs-
maður barna sagði okkur að það
hefði oft verið brotið á börnunum,
það er fólk sem á að kalla sig fagfólk
og á að passa upp á velferð barna
en því miður er of mikið brotið á
þeim. Af hverju mega börn ekki tjá
sig? Það er ástæða fyrir því að ég
ákvað að nota minn neyðarrétt til
þess að bjarga börnunum og koma
heim til Íslands.“
Svona aðferðir mjög ógeðfelldar
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnastofu, segist ekki geta tjáð
sig um einstaka mál en sagði að
það væri óskandi að lög kvæðu á
um að innsetningaraðgerðir gætu
verið framkvæmdar á annan veg.
„Svona aðgerðir eru eðli málsins
samkvæmt alltaf mjög ógeðfelld-
ar og eru andstæða þess sem er
barni fyrir bestu. Það væri ósk-
andi að menn finndu aðrar að-
ferðir til að sinna þessum málum.
En þarna var verið að framfylgja
ákvæðum Haag-samningsins
um afhendingu barna sem hafa
verið brottnumin, í samræmi
við ákvörðun dómstóla. Þetta er
ekki barnaverndarmál í skilningi
barnaverndarlaga, það er að segja
að Barnaverndarnefnd á Íslandi
hefur engar valdheimildir til að
grípa inn í vinnslu málsins.
Þetta er sorglegra en tárum
taki að málum skuli vera komið
á þennan veg. Ég álít að það væri
betra að lög kvæði á um aðrar að-
ferðir heldur en þessar innsetn-
ingaraðgerðir til að framfylgja
málum. Það eru önnur lagaákvæði
í Noregi og Frakklandi svo að
dæmi séu tekin. “
Fluttar í burtu Hjördís segir stelpurnar hafa verið fluttar í burtu í lögreglufylgd á sunnudagskvöld. Ljósmyndari sem var á svæðinu sagði mikinn
viðbúnað lögreglu hafa verið við Leifsstöð og lögreglubíll var við vél Iceland Express sem var að fara til Kaupmannahafnar. PRESSPHOTOS.BIZ
n Hjördís Svan segir kerfið bregðast dætrum sínum sem voru færðar með valdi til föður síns fyrir helgi
Hjördís og börnin Hjördís segir illa brotið á börnunum og ekki sé hlustað á raddir þeirra.
Af vettvangi Þessar myndir voru teknar á vettvangi á föstudag
Lögregluaðgerðin
Tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn mættu í íbúð móðurinnar. Þegar þeir sáu að aðstandendur móðurinnar
voru á staðnum til þess að sýna henni stuðning kölluðu þeir út allan tiltækan liðsauka, meðal annars sérsveitar-
menn. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag lýsti systir Hjördísar, Ragnheiður Rafnsdóttir, atburðarrásinni þannig:
„Þær ríghéldu í móður sína, þar sem þær sátu beinlínis ofan á henni í sófanum. Það þurfti fílefldan lögreglumann
til þess að halda systur minni til að annar lögreglumaður gæti náð börnunum af henni,“ sagði hún. „Að sjá börnin,
við þessar aðstæður, það var svo skelfilegt að ég get eiginlega ekki lýst því.“
Ekki náðist í faðir stúlknanna við vinnslu fréttarinnar.
Viktoría Hermannsdóttir
blaðamaður skrifar viktoria@dv.is
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is