Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2012, Blaðsíða 13
ÆTLAR AÐ BEITA SÉR Í ESB-MÁLINU Fréttir 13Mánudagur 2. júlí 2012 inn fari ekki að blanda sér í einstök dómsmál hvort það er af þessu tagi eða öðru. Það yrði auðvitað dálítið sérkennilegt á sama tíma og nán- ast allar ríkisstjórnir í Evrópu eru að knýja banka og þær sjálfar að ákveða að gefa eftir stóran hluta af skuldum banka ætti að gera kröfur til Íslands. Sérstaklega í ljósi þess að þrotabú Landsbankans mun greiða alla Ices- ave skuldina. Þá væri knúið á um það að Ísland, eitt allra landa í Evrópu, ætti að greiða meira en alla skuldina þegar rauði þráðurinn í öllum að- gerðum Evrópuríkja á síðasta einu og hálfu ári hefur verið að gefa eftir skuldir. Fjármálaráðherra Breta fagn- aði því til dæmis sem stórum áfanga að fá 60% til baka af því sem látið var í stóran banka í Bretlandi. Ég tel þannig að málstaður Íslands, hvernig svo sem þetta kann að fara sé, alveg jafn sterkur og hann var áður. En fólk talar um að ef að þetta dómsmál tapast þá geti Ísland þurft að greiða háar fjárhæðir? „Það er bara ekki þannig. Þetta er bara vanþekking á eðli málsins.“ Ef farið yrði í skaðabótamál þá gæti Ísland þurft að greiða háar fjár- hæðir, er það ekki rétt greining á mál- inu? „Ég tel að málið liggi ekki svona fyrir. En ég svara heldur aldrei ef- spurningum af þessu tagi og hef aldrei gert. Ég fer ekki að byrja á því í dag.“ Þú myndir semsagt ekki axla ábyrgð á því ef Ísland væri dæmt til að greiða háar fjárhæðir fyrir dóm- stólum í Icesave málinu? Það er ekki mín ábyrgð. Berð þú ekki ábyrgð á þessu máli? Þetta er þannig framsetning að ég get ekki svarað spurningum af þessu tagi. Þetta er búið að vera mikið í um- ræðunni og fólk vill kannski vita hvaða skoðun þú hefur? Það er margt sem er í umræðunni, en þú ert fyrsti maðurinn sem spyrð um þetta. Ég er búinn að ræða við yfir 30.000 Íslendinga í aðdraganda kosninganna og það hefur enginn spurt að þessu. Til hvers er málskotsrétturinn og lýðræðislegt hlutverk forsetans, ef ný stjórnarskrá verður tekin í gagn- ið, sem kveður á um að 10 prósent þjóðarinnar geti knúið fram þjóðar- atkvæðagreiðslu? Í fyrsta lagi hef ég alltaf ver- ið þeirrar skoðunar að það ætti að veita ákveðnum hluta þjóðarinnar þennan rétt. Ef þú ert að vísa í tillög- ur stjórnlagaráðs þá eru þær þannig að forsetinn hefur málskotsrétt í öll- um málum en réttur þjóðarinnar til að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu gildir ekki um tiltekin mál í ákvæðinu sem þú vísar í. Samkvæmt tillögun- um er semsegt málskotsréttur for- seta mun víðtækari heldur en mál- skotsréttur þjóðarinnar. Ertu ánægður með tillögur stjórn- lagaráðs að nýrri stjórnarskrá? Það er ekki spurning um það hvort ég sé ánægður eða ekki. Ég hef sagt það hvað eftir annað að í þeim eru margar góðar hugmyndir en í þeim er líka margt sem þarf að ræða mun betur. Aðalvandinn við þessa tillögugerð er að stjórnlagaráð ákvað að skipta sér upp í málhópa og hver málhópur gerði svo tillögur um einstaka þætti. Síðan gafst ekki tími til þess, að ræða og skoða og rann- saka hvernig allir þessir þættir virk- uðu þegar þeir komu saman. Þetta er svona líkt því ef menn væru að smíða ólík tannhjól en síðan ætti eftir að kanna hvernig gangverkið í vélinni myndi virka þegar tannhjólin væru öll komin saman – sú vinna er alveg eftir. Gæði stjórnarskrár, og ég segi þetta ekki síður sem fræðimaður en forseti, ég kenndi þessi fræði við Há- skóla Íslands árum saman, felast ekki bara í gæðum hvers og eins ákvæðis út af fyrir sig heldur þeirri heild sem tillögurnar mynda. Sú umræða hefur ekki farið fram ennþá. Munt þú vera leiðandi í þeirri um- ræðu? Það á eftir að koma í ljós. Þú talaðir svolítið um óvissu í kosningabaráttunni. Mig langar að spyrja þig: Hversu vel ert þú til þess fallinn að eyða óvissunni eða alla- vega leiða þjóðina út úr þessum óvissutímum þegar þú hefur setið í forsetastóli í 16 ár og sast í forsetastóli þegar óvissan varð til? Tilvísanir til margvíslegar óvissu var meginástæðan fyrir því að yfir 30.000 Íslendingar óskuðu eftir því að ég stæði þessa vakt áfram. Þeir töldu að sú reynsla sem þjóðin hefði af mér, þær ákvarðanir sem ég hef tekið og sá málflutningur sem ég hafði flutt á alþjóðlegum vettvangi fyrir Íslands hönd væri þess eðlis að það væri góður kostur fyrir Ísland á óvissutímum að slíkur maður stæði vaktina á Bessastöðum. Rökin voru ekki þau að ég myndi sjálfur eyða óvissunni. Óvissan hefur ekki skap- ast af okkar völdum að öllu leyti. Þó að stjórnvöld hafi að vísu aukið hana með því að setja á dagskrá mörg átakamál. Hluti af óvissunni er líka háður okkar alþjóðlega umhverfi. Því töldu menn öruggara að einstakling- ur sem þjóðin þekkti og hefði reynslu og hefði sýnt að hann væri tilbúinn til að taka erfiðar ákvarðanir, jafn- vel þótt hann væri gagnrýndur fyrir það, væri betri kostur en nýr forseti – hversu góður sem hann eða hún væri. Eins og margir orðuðu það við mig þá ætti ekki að henda forseta- embættinu inn í þennan óvissupott líka. Þetta voru meginrök þeirra sem skoruðu á mig að gefa kost á mér. Endurkjörinn Ólafur Ragnar Grímsson verður forseti Íslands áfram næstu fjögur árin. „Ég tel að það sé grundvallarat- riði að forsetinn fari ekki að blanda sér í einstök dómsmál hvort það er af þessu tagi eða öðru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.